Hugi : fréttabréf B.S.R.B - 09.01.1976, Blaðsíða 1

Hugi : fréttabréf B.S.R.B - 09.01.1976, Blaðsíða 1
© HUGI FRÉTTABRÉF BSRB Útgefandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Laugavegi 172 Ábyrgðarmaður: Haraldur Steinþórsson 9« janúar 1976 - 1. tbl. 1. árgangur. Bætt fréttaþjónusta Blaðið okkar heitir Hugi - og nafnið sækir það £ Snorra- Eddu eins og Ásgarður. Blaðinu er ætlað að flytja fréttir og skilaboð fljótt og vel frá heimkynnum sínum - skrifstofu BSRB að Laugavegi 172 - á alla vinnustaði ríkis- og bæjarstarfsmanna nær og fjær - í þéttbýli og um dreifðar byggðir. Síðar verður e.t.v. reynt á vegum blaðsins að kalla eftir svörum og annast almenna skoðanaköhnun varðandi veiga- mikil vandamál. Þessi kynning nægir í bili - Hugi er hlaupinn af stað. HVERNIG Á HUGI AÐ NÁ TIL ALLRA OPINBERRA STARFSMANNA? I síðasta tölublaði Ásgarðs er sagt frá stofnun starfs- nefnda og trúnaðarmannakerfis á vinnustöðum. Öllum þeim, sem tilnefndir hafa verið af bandalagsfélögunum í þá fjölmennu sveit, verður sent blaðið svo og þeim sem eru í stjórn bandalagsfélaga og samninganefnd BSRB. En Hugi er ekkert einkabréf til útvaldra - heldur er þess- um trúnaðarmönnum ætlað að sjá um að kynna blaðið á xxh vinnustað sínum og meðal allra þeirra, sem þeir eru full- truar fyrir. Kynningu þarf að haga eftir stærð vinnustaðar og aðstæð- um. Gera má Huga að veggblaði á auglýsingatöflu eða í kaffistofu (munið þá eftir að syna allar blaðsiður t.d. með samstarfi tveggja trúnaðarmanna eða fá viðbótarblað hjá BSRB - einnig er hægt að festa upp bls. 1 og 4 annan hvorn dag en bls. 2 og 3 hinn daginn), einnig má láta blaðið ^anga milli allra starfsmanna a vinnustaðnum. Að kynningu lokinni eru trúnaðarmenn beðn- ir að geyma Hu^a í skjalamöppu, sem á að vera 1 umsja þess, sem gegnir trúnaðarmannastarfinu á hverjum tíma. Blaðið yrði þann- ig vísir að handbók fyrir trúnaðarmenn. Hafi einhver sérstakan áhuga á að fá Huga sendan, þá ber að tilkynna það skrifstofu BSRB. Trúnaðarmaður að starfi

x

Hugi : fréttabréf B.S.R.B

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugi : fréttabréf B.S.R.B
https://timarit.is/publication/1582

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.