BSRB-tíðindi - 11.10.1984, Blaðsíða 3

BSRB-tíðindi - 11.10.1984, Blaðsíða 3
SÓKNIN ER HAFIN -ÓROFA SAMSTAÐA í gær sýndi BSRB styrk sinn. Samstöðu og styrk. Þúsundir söfnuðust við Alþingishúsið á þingsetningardegi. Menn voru alvarlegir - þungir í skapi. Menn sýndu stillingu- héldu reisn sinni. Innan dyra var Alþingi sett. Þær þúsundir, sém oftlega safnast saman við Alþingi, hafa verið nefndar "Alþingi götunnar". Þetta hugtak hefur verið ranglega notað. Það hefur verið notað til að gera lítið úr fólkinu í þessu landi. Það verður ekki gert aftur. Styrkur okkar sem þjóðar liggur í fólkinu. Hann liggur í því að fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þetta er grundvöllurinn sem menning okkar byggir á. A þessum grunni er barátta BSRB háð. Fólkið- félagsmennirnir í BSRB hafa fengið nóg-það lætur ekki bjóða sér hváð sem er. Við erum að berjast fyrir tilveru okkar sem þjóð. Menn spyrja: Hvað eigið þið manna sér engin úrræði til þess að framfleyta sér. , Það er viðurkennt af öllu,líka helstu ráðamönnum þjóðarinnar,að opinberir starfsmenn og þúsundir ann- arra eru komnir svo langt á eftir í launakjörum að ekki verður lengur við unað. Þetta fólk hefur sýnt ótrúlegt langlundargerð en nú er þolinmæðin þrotin. Hvað halda menn að skapi þá gífurlegu samstöðu,þann íélagslega anda og þann styrk sem allsráðandi er £ ,því verk- falli sem hafið er hjá opin- berum starfsmönnum?^ Ekkert nema fjárhags- legt öngþveiti þorra þeirra' sem nú eiga í verkfallsbar- áttu gæti skapað þessa miklu samstöðu. Hvað ætla ráðamenn þjóðarinnar lengi að streit- ast á móti því að veita þessu fólki sanngjarnar leið- réttingar á kjörum þess? Fulltrúar rikisvalds- ins halda því blákalt fram að þjóðarbúið hafi ekki efni á 'því að bæta þ'essi skammarlega lélegu kjör. Sannleikurinn er sá að þjóðfélagið þolir það ekki mikið iengur að halda þannig niðri launakjörum fólks. Þetta vita flestir ráða- menn þjóðarinnar.Að því hlýtur að koma að ríkisvaldið viður- kenni þá staðreynd að þjóð- félagið verður að tryggja sér hæfa starfsmenn til þess að halda uppi þeirri þjónustu. sem menningarþjóðfélagið get- ur ekki verið án. við? Við svörum: Tilvera okkar sem þjóðar byggist á því að hér séu greidd^góð laun. Það verður að innrétta samfélagið með þetta fyrir augum. Við höfnum því að tvær þjóðir búi £ sama landi. Það er þess vegna sem barátta okkar hefur vakið athygli um alla Evrópu. Ráðherrar £ r£kisstjórn hafa undanfarið stigið mikil ógæfu- spor. Ef til vill alvarlegri en þeir gera sér grein fyrir £ hita leiksins. Timinn einn getur leitt £ ljós hver áhrifin verða f samskiptum þjóðar og þings. I þeim darraðardansi sem nú er að baki hafa félagsmenn BSRB sýnt stillingu. Þeir hafa sýnt jjann styrk sem sæmir upplýstri þjóð. I fram- haldinu ætlumst við til þess að stjórnvöld söðli um. Að ráðherrar £ rfkisstjórn láti af þeim ljóta leik að hundsa félagsmenn-láti af þeim leik að taka lögin £ eigin hendur. Enda þótt ráðherrum hafi Jafnvel þeir sem sffellt hamra á þeirri fyrru að ein- göngu þurfi að hugsa um framleiðslu varnings til út- flutnings og innanlands- neyslu,verða að viðurkenna að opinber þjónusta er ómiss- andi. Allt tal um undirstöðu- atvinnuvegi án þjónustu er tfmaskekkja. Sú harða hr£ð sem nú er gerð að samtökum opin- berra starfsmanna er mikið alvörumál. Stjórnvöld svffast einskis.Svo langt er gengið að fulltrúar rfkisvaldsins þverbrjpta lög,þar á meðal lög um kjarasamninga, rfkisútvarps og tollalög. Þannig leikur á þvi fullur vafi hvort við búum hér við réttarriki eður ei. Hér er á ferðinni tilraun þröngsýnna afla þjóðfélagsins til þess a$ brjóta samtökin á bak aftur. En hér liggur annað og meira á bak við.Ef'þessi atlaga tekst kemur röðin næst að öðrum félögum £ verkalýðshreyfingunni. Islenskt launafólk gerir sér Ijóst hver hætta liggur £ þv£ að leyfa hinum sterku samtökum atvinnurek- enda að deila og drottna með tilstyrk r£kisvaldsins. Þvf spyrjum við: Hvernig getum við komið £ veg fyrir það slys að verkalýðshreyfing in verði brotin niður og gerð áhrifalaus um ófyrirsjáan- lega framtfð? Mitt svar er skýrt og afdráttarlaust: Við eigum fipast þá förum við ekki á taugum. Við erum tilbúin með útrétta sáttahönd. Við höfum ftrekað krafist þess £ samninga- viðræðum að eiginlegar við- ræður hæfust. Það ábyrgðar- leysi stjórnvalda að svara engu hefur vissulega reynt á þolrif samninganefndarmanna en þeir eru tilbúnir. Ekki til samningaþófs. Nú verða stjórnvöld að leggja spilin á borðið. Tafarlausar við- ræður um launahækkanir verða að hefjast strax. Við höfum beðið átekta. Við höfum hlustað en ekkert heyrt. Við höfum horft upp á hluti gerast sem okkur þykja ósæmi- legir og óraði ekki fyrir að myndu gerast. En við dæmum ekki. Það er annarra að dæma. Hafi menn efast um styrk BSRB. Hafi menn efast um samstöðuna þá gera þeir það ekki eftir virðulegan útifund á þing- setningardegi. Við b£ðum ekki lengur. Sóknin er hafin. Sóknin eftir réttlæti. tafarlaust að hefja samstillta baráttu um að ná fram rétt- látri skiptingu þjóðartekna. Hefjum baráttu gegn þv£ undir- heima efnahagskerfi sem allir vita um en enginn hefur þorað að taka á. Launafólk: Látum okkur ekki nægja að býtast um þá köku sem atvinnurekendasam- tökin og rfkisvaldið reyna að telja okkur trú um að tii skipta se. Góðir fundarmennT Við höldum þennan fund hér á þeirri stundu sem Alþingi íslendinga hefur ver- ið sett. Við skorum á alþingis- menn að gefa framkvæmdavald- inu fyrirmæli um að setjast að samningaborðinu með sam- tökum okkar og semja um rétt láta lausn þeirrar kjara- deilu sem við ei^um £. Við skorum á fulltrúa rikisvaldsins að láta af úreltum tilskipunaraðferðum, sem tilheyra löngu liðnum tfma. Við munum standa fast á þv£ að afnema ranglæti og misrétti. Samstaðan mun skila okkur áfram á þeirri braut. Það er hlutverk Alþingis og almannasamtaka £ landinu að viðhalda og treysta lýð- ræði,mannréttindi og frelsi £ landi voru. Við skorum á alþingis- menn að standa traustan vörð um þessa grundvallar- þætti islensks þjóðfélags. (Ræöa formanns flutt á útifundi BSRB í gær lo. október)

x

BSRB-tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi
https://timarit.is/publication/1585

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.