BSRB-tíðindi - 11.10.1984, Síða 4

BSRB-tíðindi - 11.10.1984, Síða 4
KERFIÐ ER HRUNIÐ Stundum fer það svo að menn smíða sér kerfi sem siðan ber þá ofurliði. Kjaradeilunefnd er dæmi um slíka missmíð. Arið 1976 fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt.Samkvæmt honum gátu þeir lagt niður vinnu væri of hart að þeim gengið. Þegar opinberir starfsmenn leggja niður vinnu gengur margt úr skorðum.Til þess að "t^yggja brýnustu starfsemi á sviði öryggismála og heilsu- gæslu var komið á fot eins konar dómstol sem nefnist Kjaradeilunefnd og var henni samkvæmt lögum ætlað að skipa mönnum til starfa væri öryggi eða heilsu manna stefnt í bráðan voða vegna verkfalls. Kjaradeilunefnd var þannig hugsuð sem eins konar öryggis- ventill og átti hún að vera óháð deiluaðilum. Um önnur mál átti verkfalls- nefnd BSRB að fjalla og veita undanþágur frá verkfalli; undanþágur frá þeirra eigin verkfalli.Þegar þúsundir manna leggja niður vinnu er alvara á ferðum.Brýnt er að deiluaðilar sýni hvor öðrum traust og virði rétt hvors annars. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að hun virðir ekki verkfallsrétt opinberra starfsmanna.Hún viðurkennir ekki að þetta er þeirra verkfall. Þetta kom í ljós þegar yfirmönnum stofnana var skipað að virða verkfalls- nefnd BSRB að vettugi og skjóta öllum málum til Kjara- deilunefndar,jafnt þeim sem vörðuðu öryggi og heilsu sem öðrum málum. Þetta gerði ríkisstjórnin til þess að ná tökum á verkfalli opinberra starfsmanna,skerða verkfalls- rétt þeirra. Mál sem eðlilegt hefði verið að skjóta til verkfallsnefndar BSRB lentu nú í stórum bunkum inn á borð Kjaradeilunefndar, sem síðar. úrskurðaði á grundvelli örygg- ishagsmuna og heilsugæslu. Ein slík beiðni til kjaradeilu- nefndar kom t.d. frá breska sjónvarpinu BBC. Hún var á þá leið að heimilað yrði að senda sjónvarpsefni um gervihnött til Bretlands.Kjaradeilunefnd synjaði að sjálfsögðu beiðn- inni á þeirri forsendu að mál- ið varðaði hvorki öryggishags- muni né heilsugæslu.I kjara- deilunefnd velkjast fram og aftur í lögfræðilegum vanga- veltum beiðnir frá gamal- mennum og hjartasjúklingum um að gert verði við bilaða síma þeirra.Beiðni biskups um að lesnar yrðu dánartilkynningar í útvarp var hafnað enda flokkast^þetta ekki undir öryggismál.öllum þessum málum hefði verkfallsnefnd BSRB greitt úr að bragði en kjara- deilunefnd var dæmd skv. starfsreglum sínum til þess að hafna þeim. Allt var þetta gert til þess að skerða verk- fallsrétt BSRB.En ríkisstjórn- in féll á eigin bragði. Smám saman tók það að renna upp fyrir mönnum að í aðför sinni að verkalýðshreyfingunni hafði ríkisstjórnin jafnframt lagt til atlögu gegn heil- brigðri skynsemi. Kjaradeilu- nefnd var4orðin að ófreskju. Þegar saman komu starfsregl- ur nefndarinnar og þau mál sem hún fékk til úrlausnar varð til einkennilegur grautur. Flokkaðist það til dæmis undir öryggis- eða heilbrigðismál að útvarpað yrði frá setningu Alþingis? Nei,sagði nefndin og hafnaði beiðni útvarps- stjóra. Þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ákvað að ganga framhjá kjara- deilunefnd og mælast til þess að útvarpað yrði frá setningu Alþingis þrátt fyrir að nefndin hefði hafnað því varð endanlega ljóst að afskræming- in var orðin alger, kerfið var hrunið. Nú skortir það eitt á að ríkisstjórhin hafi manndóm til þess að viðurkenna orðinn hlut. HINU ÓLÖGLEGA DV-LITVARPI LOKAÐ-EKIÐ Á RANNSÓKNAR LÖGREGLUMANN AÐ STÖRFUM Rannsóknarlögreglumaður sem var að bera út tækjabúnað úr hinni ólöglegu útvarpsstöð DV-manna í gær var keyrður nið-ur utan við DV-húsið við Sxðumúla. Hann slapp ómeiddur. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri ríkisins, stað- festi þetta í samtaii við BSRB- tíðindi í gærkvöldi. Sex rannsóknarlögreglumenn komu í DV-húsið í gær með dómsúrskurð frá Sakadómi Reykjavíkur um að gera ætti upptækan tækjabúnað hinnar ólöglegu útvarpsstöðvar. DV-menn höfðu greinilega haft spurnir af því að rannsóknar- lögreglumennirnir væru væntan- legir og létu skammirnar dynja á þeim er inn kom. Lögreglu- mennirnir voru þó ekki hindraðir í að taka tækin en einhverjir hlupu út á götu, ^stoppuðu umferð og báðu fólk að koma inn og taka fram fyr-ir hendurnar á lögreglunni. Enginn sinnti því en eins og áður sagði var ekið á einn rannsóknarlögreglumanninn utan við húsið. Á sama tíma og tækin voru gerð upptæk í Síðumúlanum fór annar hópur rannsóknar- lögreglumanna upp á efstu hæð í Austurbrún 2, þar sem hin ólöglega útvarpsstöðin var, sú sem kallaði sig Frjálst útvarp. Rannsóknar- lögreglan kom þeim mönnum algjörlega í opna skjöldu og gekk allt hljóðalaust fyrir sig þar. VERKWIiSTtelNDI BSRB UTGEFANDI: KVNNINGARNEFND BSRB UMSJÓN HELGI MAR ARTHÚRSSON FRETTAMAÐUR VALHALLARUTVARPSINS HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON/ FYLGIST MEÐ ÚTIFUNDI BSRB I GÆR

x

BSRB-tíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi
https://timarit.is/publication/1585

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.