Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Síða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is GÆÐAHÚSGÖGN Í MIKLU ÚRVALI ER ALLT KLÁRT FYRIR SUMARIÐ? Við sérpöntum vönduð húsgögn fyrir fyrirtækið þitt frá viðurkenndum birgjum. Hafðu samband við sölufólk okkar í síma 580 3900 eða á fastus@fastus.is og við finnum réttu lausnina fyrir þinn rekstur. Ég hef eiginlega aldrei nennt að komamér upp neitt sérlega afgerandiskoðun á Evrópusambandinu. Það er nóg af fólki í því. Evrópusambandið er þarna og við tengjumst víst eitthvað og ég hef bara látið þar við sitja. Það er pínu eins og fjarskyldur frændi í fermingar- veislu og ég þarf alltaf að spyrja mömmu að því hvernig við erum skyldir. Ég er almennt ekki trúaður á samsæris- kenningar um það hvernig ESB ætlar að sölsa undir sig allar auðlindir okkar. Sitji bara einn daginn með allt í fanginu. Raf- magnið, vatnið, fiskinn, kokteilsósuna, skyrið og helstu lög Björgvins Halldórs- sonar. Ég sé það ekki alveg fyrir mér. Ég er heldur ekkert mikið að stressa mig á þessu klúðri með bólusetningarnar. Við þekkjum það öll þegar við erum að panta á netinu að það getur verið heilmikið bras og maður er stundum lengi að ákveða sig. Meira að segja lengdarmetrarnir af furðulegum tilskipunum um daglegt líf ná ekki að pirra mig að neinu marki. Sumt af því daðrar meira að segja við að vera nokk- uð skynsamlegt. Jafnvel yfirlætisfullur Evrópudómstóll raskar ekki ró minni. Ekki frekar en evran og allir evrópsku staðlarnir um allt mögu- legt. Eins og ég segi: Evrópusambandið má alveg vera þarna og hingað til hefur okkur tekist að vera sitt í hvorum enda ferming- arveislunnar. Mig langar ekki að ganga í Evrópusambandið og ég held að það sé bara nokkuð gagnkvæmt. Þangað til í síð- ustu viku. Evrópusambandið fór loksins að ná að trufla mig fyrir alvöru. Það eru nefnilega einhverjir sérfræð- ingar í Brussel sem hafa ákveðið að banna Lucky Charms og Cocoa Puffs. Á þeim for- sendum að í þeim sé náttúrulegt litarefni sem sé ekki á lista sambandsins yfir leyfi- leg efni. Náttúrulegt. Litarefni. Ekki ban- vænt eitur eða lamandi gas eða sérlega ávanabindandi lyf. Nei. Náttúrulegt litar- efni. Látum vera að það þurfi system á gal- skapnum, eins og amma sagði alltaf. Það þurfa að vera einhverjar reglur um það helsta. Stundum þarf að passa upp á að fólk fari sér ekki að voða. Mér finnst það ekki eiga við núna. Til dæmis vegna þess að heilu heimsálf- urnar gera bara enga athugasemd við þetta. Það er hægt að kaupa þær systur Cocoa Puffs og Lucky Charms um víða veröld. Til dæmis í Bandaríkjunum, Ástr- alíu, Mexíkó, Japan, Sviss og Bretlandi. Eiginlega bara alls staðar nema í Evrópu- sambandinu. Hér vaknar spurningin um það hvort þjóðir Evrópu- sambandsins séu svona miklu klárari en rest- in af heiminum. Ég er ekki viss um það. Dæmin eru nú ekki öll sambandinu í vil. Það er nefnilega slatti af skrýtnum ákvörðunum sem hafa komið frá Brussel. Ákvarðanir sem virðast hafa verið teknar af fólki sem ólst ekki upp við að fá sér fulla skál af kókópöffs með léttmjólk og lesa Moggann. Þetta fólk hefur hreinlega farið á mis við hvað þetta er notaleg byrj- un á degi. Mér finnst að íslensk stjórnvöld gætu reynt að hjálpa okkur. Til dæmis með því að sækja um undanþágu fyrir íslenskan markað í ljósi menningarsögulegs hlut- verks. Svona eins og gert var við íslenska neftóbakið, sem flestir vita að er Trabant tóbaksins. Gróft, ruddalegt og óhollt. Það er líka einstaklega ávanabindandi og mögu- lega lífshættulegt, enda fullt af eiturefnum. Og eins hættulegt og Evrópusambandið upplifir kókópöffs þá held ég að það sé nokkuð víst að enginn hafi beint orðið háð- ur því og örugglega enginn dáið af daglegri notkun. Hér drögum við mörkin! ’ Látum vera að það þurfi system á galskapnum, eins og amma sagði alltaf. Það þurfa að vera einhverjar reglur um það helsta. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Nú er nóg komið! Það sem sóttvarnalæknir sagðivera vonbrigði fyrir íslenskaþjóð var úrskurður Héraðs- dóms Reykjavíkur um að nauðung- arvistun aðkomufólks til landsins á hóteli í Reykjavík byggði ekki á lagastoð og væri því ólögmæt. Ekki var deilt um réttmæti þess að fólk færi í sóttkví í tiltekinn tíma heldur með hvaða hætti væri að því staðið. Ráðherrar í ríkisstjórn voru sumir hverjir álíka dramatískir í yf- irlýsingum og sóttvarnalæknir og spurðu hvort verið gæti að fólkið gerði sér ekki grein fyrir því að við værum að eiga við heimsfaraldur! Ég held að við gerum okkur öll grein fyrir því að glímt er við heimsfaraldur og almennt hefur þjóðin tekið þátt í þeim aðhalds- aðgerðum sem boðað hefur verið til þótt sitt hafi sýnst hverjum um einstaka þætti þeirra aðgerða. Að sama skapi eru þeir til sem ekki hafa farið að ábendingum sóttvarna- yfirvalda en hið gleðilega hefur verið að til þessa hafa yfirvöldin haft þá afstöðu að byggja ætti á velvilja fólks og samstöðu frekar en vald- beitingu. Þetta hefur líka gefið góða raun og niðurstaðan miklu betri en orðið hefði með þvingunaraðferð- inni. En öllum getur orðið á. Líka stjórnvöldum. Þegar það nú gerist að ráðist er í aðgerðir sem ósætti er um eins og þessar þá ríður á að yfirvaldið forð- ist að sýna þann hroka og þá dóm- hörku sem nú skyndilega hefur gert vart við sig. Sjálfum finnst mér það langt frá því að vera hafið yfir gagnrýni að smala aðkomufólki saman eins og gert var, reka það inn í rútur án ná- lægðartakmarkana, skapa þannig meiri smithættu en ella hefði orðið og síðast en ekki síst, og reyndar framar öllu öðru, meina þeim sem áttu öruggt athvarf fyrir sóttkví á heimilum sínum, að nýta sér það. Augljós ef þá ekki hrópandi mótsögn er í því fólgin að treysta lands- mönnum sem smitast af Covid, eða gætu hafa smitast, til að halda sig innandyra á eigin heimilum, en ef grunur leikur á að sömu aðilar kunni að bera smit komandi frá útlöndum, þá skuli þeir nauðungarvistaðir að viðlagðri kvartmilljón króna sekt! Og svo þegar hafi verið kvartað, var ekki reynt að leysa málin af yfir- vegun og sanngirni, til dæmis með því að auðvelda fólki með lítil börn að komast til síns heima í sóttkví, heldur hafi þá verið bent á að nær- tækast væri að hafa samband við lögfræðing og kæra! Og einmitt þetta gerðu einhverjir. Er það þá eitthvað til að mæta með óbil- girni og dóm- hörku? Og eru það einhver sér- stök vonbrigði fyrir íslenska þjóð að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að rangt hafi verið staðið að mál- um? Sjálfum finnst mér þetta ein- ungis vera til að læra af. Og fyrst og fremst eru það yfirvöldin sem þurfa að læra í þessu tilviki. Og fyrst vísað er til þjóðarinnar almennt þá má hún eflaust – við öll – taka það til umhugsunar hve auðvelt er að sundra okkur yfir í tvo gagn- stæða póla, hópa sem standa gráir fyrir járnum hvor gegn öðrum, þeg- ar einmitt á það reynir að bera klæði á vopn. Þegar allt kemur til alls þá ætlaði enginn að gera neinum illt, hvorki yfirvöldin né fólkið sem taldi sér meinað um að fá málefnalega um- fjöllun og vildi knýja hana fram. Væri ekki rétt að allir sameinist um að taka gleði sína á ný en það breytir því ekki að stjórnvöldin verða að læra af þeim mistökum sem augljóslega voru gerð. Þá verður þetta líka til góðs fyrir íslenska þjóð og henni því engin von- brigði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vonbrigði fyrir íslenska þjóð? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Og fyrst vísað er til þjóðarinnar almennt þá má hún eflaust – við öll – taka það til umhugs- unar hve auðvelt er að sundra okkur yfir í tvo gagnstæða póla, hópa sem standa gráir fyrir járnum hvor gegn öðrum, þegar einmitt á það reyn- ir að bera klæði á vopn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.