Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Dómstólasýslan leitar að kröftugum
einstaklingi í starf framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri er forstöðumaður
stofnunarinnar og hefur umsjón með
daglegum störfum hennar.
Dómstólasýslan er ríkisstofnun sem tók til starfa
árið 2018 og er í stöðugri þróun. Hún annast
sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna og er ætlað
að koma með tillögur um hvaðeina sem getur orðið
til úrbóta í störfum þeirra.
Dómstólasýslan fer m.a. með yfirstjórn upplýsinga-
og tæknimála dómstólanna og annast þróun þeirra
mála. Í því felst m.a. að leiða dómstólana áfram
inn í nýja tíma rafrænna samskipta og rafræns
réttarfars. Um fámenna stofnun er að ræða og störf
framkvæmdastjóra því afar fjölbreytt og krefjandi.
domstolasyslan.is
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Helstu verkefni og ábyrgð
» Daglegur rekstur dómstólasýslunnar
» Gerð fjármálaáætlunar, fjárlagatillagna og
rekstraráætlunar
» Stefnumótun, innleiðing og eftirfylgni
» Yfirumsjón og þróun upplýsinga- og tæknimála
» Yfirumsjón með skipulagningu símenntunar
dómara og annarra starfsmanna
» Samskipti við dómstóla, stjórnvöld og
alþjóðasamskipti
» Fyrirsvar fyrir stofnunina út á við
» Ýmis gagnaöflun varðandi málafjölda og
mannaflaþörf dómstóla, töluleg úrvinnsla og
framsetning gagna
Hæfnikröfur
» Embættispróf í lögfræði eða grunnám ásamt
meistaraprófi í lögum
» Fjármálalæsi, þekking og skilningur á rekstri
» Þekking og reynsla af stefnumótun
» Þekking á störfum dómstólanna
» Mjög góð tölvu- og tækniþekking
» Þekking á bókhaldskerfi ríkisins er æskileg
» Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
» Þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
» Leiðtogafærni og farsæl stjórnunarreynsla
» Mjög góð samskipta- og samvinnufærni
» Frumkvæði, jákvæðni og skipulagshæfni
» Metnaður, dugnaður, þrautseigja og þolinmæði
» Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Þekking á einu Norðurlandamáli er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Stjórn dómstólasýslunnar skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. júní
2021. Um fullt starf er að ræða. Laun og starfskjör framkvæmdastjóra fara
eftir ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar. Með umsókn skal fylgja ítarleg
starfsferil- skrá ásamt kynningarbréfi þar sem m.a. er gerð grein fyrir
ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir einstaka hæfniskröfur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið
liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Tómas Magnússon
formaður stjórnar, sigurdur@haestirettur.is
Umsóknir, ásamt fylgiskjölum, berist rafrænt á domstolasyslan@
domstolasyslan.is í síðasta lagi þriðjudaginn 11. maí 2021.
Árvakur óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman einstakling til starfa.
Viðkomandi þarf að vera jákvæður, skipulagður og öflugur í mannlegum samskiptum.
Starfið felur í sér sölu auglýsinga í Morgunblaðið og á mbl.is. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
mikla skipulagshæfileika, getu og metnað að taka þátt í vaxandi starfsemi Árvakurs.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Silja Jóhannesdóttir, sölustjóri,
í síma 569 1170 eða í tölvupósti á netfangið siljaj@mbl.is
Sölu- og markaðsfulltrúi
ÁRVAKUR