Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 5
Verkefnastjóri
hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja
Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) óskar eftir að
ráða verkefnastjóra í fullt starf frá 1. september nk.
Starfið felst m.a. í ráðgjöf, verkefnastjórnun og frum-
kvæðisvinnu á sviði byggðamála samkvæmt sér-
stökum samstarfssamningi við Samtök sunnlenskra
sveitarfélaga (SASS). Verkefnastjóri kemur m.a. að
stefnumörkun landshlutans í atvinnu-, samfélags-,
umhverfis- og byggðamálum eins og fram kemur í
Sóknaráætlun Suðurlands. Starfsstöðin er í skap-
andi vinnuumhverfi ÞSV og samstarfaðila að Ægis-
götu 2 í Eyjum.
Verkefnastjórinn starfar í teymi ráðgjafa og tekur
þannig þátt í fjölbreyttum verkefnum hjá sveitar-
félögunum fimmtán á Suðurlandi. Þjónustan felst í
handleiðslu og ráðgjöf við mótun og þróun verkefna
með einstaklingum og fyrirtækjum á sviði atvinnu-
og menningarmála. Auk þess að leiðbeina og hafa
umsjón og eftirfylgni með styrkveitingum úr Upp-
byggingarsjóði Suðurlands. Lögð er áhersla á
persónulega þjónustu í starfi, sjálfstæði og frum-
kvæði við úrlausn verkefna. Leitað er að lausnar-
miðuðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna
með öðrum.
Starfssvið
• Stuðla að samstarfi fyrirtækja, einstaklinga,
félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga
á Suðurlandi.
• Veita ráðgjöf og handleiðslu um þróun verkefna,
s.s. á sviði nýsköpunar-, menningar- og sam-
félagsverkefna.
• Veita ráðgjöf og handleiðslu um fjármögnun
verkefna, í tengslum við styrkumsóknir og aðra
fjármögnun.
• Þátttaka í að móta, kynna og veita þjónustu.
• Þróun og eftirfylgni verkefna, s.s. í tengslum við
Sóknaráætluna Suðurlands, Byggðaáætlun og
önnur landshluta- og/eða svæðisbundin verkefni.
• Almenn verkefnastjórnun og ráðgjöf.
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af verkefnastjórnun/ráðgjöf æskileg.
• Þekking, skilningur og reynsla af atvinnu-, sam-
félags- og/eða byggðamálum æskileg.
• Góð færni í mannlegum samskiptum.
• Góð tölvufærni og hæfni í tjáningu í ræðu og riti.
• Frumkvæði, sjálfstæði, framsýni og metnaður.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður Baldvins-
son, frkvstj. ÞSV sími 841 7710. Umsóknarfrestur
er til og með 30. maí 2021. Umsóknum um starfið
skulu sendar á netfangið hbald@setur.is
Orkugarður
Grensásvegi 9
108 Reykjavík
www.os.is
Sérfræðingnum er einkum ætlað að halda utan um eftirlit
með framkvæmd leyfa til leitar, rannsókna og nýtingar
hagnýtra jarðefna og jarðrænna auðlinda hafsbotnsins
ásamt gagnasöfnun, skráningu í gagnagrunn og miðlun
talnaefnis um jarðefni, en einnig þátttaka í öðrum
verkefnum jarðefnateymis stofnunarinnar.
Menntunarkröfur:
Meistaragráða í jarðvísindum, umhverfisverkfræði eða sambærileg menntun.
Hæfniskröfur:
• Sjálfstæð, fagleg og skipulögð vinnubrögð
• Góð samstarfshæfni, jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
• Þekking og reynsla af miðlun efnis í ræðu og riti
• Góð færni í íslensku og ensku
• Kunnátta í einu norðurlandamáli er æskileg
• Þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum er kostur.
• Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Þekking og reynsla af störfum tengd jarðrænum auðlindum er kostur
Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt, sem og í hópi.
Starfið býður upp á möguleika á þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Næsti yfirmaður er orkumálastjóri
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi
stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veita orkumálastjóri Guðni A. Jóhannesson (s.893-
0390) gaj@os.is og Kristján Geirsson, verkefnisstjóri (s.569-6000) kg@os.is
Umsóknir skulu berast rafrænt á os@os.is, eða til Orkustofnunar, Grensásvegi 9,
108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2021
Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Orkumálastjóri
Orkustofnun:
• Annast stjórnsýslu sem stofnuninni
er falin með lögum, svo sem
auðlindalögum, vatnalögum,
raforkulögum, lögum um eignarrétt
íslenska ríkisins að auðlindum
hafsbotnsins og lögum um kolvetni.
• Safnar gögnum um nýtingu orkulinda
og annarra jarðrænna auðlinda.
• Stendur fyrir rannsóknum á nýtingu
orkulinda og annarra jarðrænna
auðlinda.
• Vinnur að áætlanagerð til langs tíma
um orkubúskap þjóðarinnar.
• Er stjórnvöldum til ráðuneytis um
orkumál og aðra auðlindanýtingu.
• Fer með leyfisveitingar vegna
rannsókna og nýtingar á auðlindum
og orkuvinnslu.
• Annast eftirlit með framkvæmd
raforkulaga.
• Fer með umsýslu Orkusjóðs,
niðurgreiðslna vegna húshitunar
og Orkuseturs.
Sérfræðingur
Orkustofnun auglýsir lausa til umsóknar stöðu
sérfræðings á málasviði jarðrænna auðlinda.
Um er að ræða áhöfn á skip sem fer
til Grænlands í sumar og verður
þar fram á haust.
Þá vantar einnig matsvein á skipið til Grænlands.
Einnig vantar skipstjóra og vélstjóra á dráttarbát félagsins
sem er með olíuflutningarpramma og sér um að dæla olíu
á skip á faxaflóasvæðinu.
Þá óskum við eftir skipstjórnarmanni með hafsöguréttindi
á Faxaflóasvæðinu. Góð laun í boði.
Umsóknir berist á bragi@icetugs.is
Nánari upplýsingar gefur Bragi í síma 898 1477
Icetugs ehf óskar eftir að ráða
skipstjóra, stýrimenn og vélstjóra
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á