Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Stórt rafíþróttamót var haldið í
Smáralind á laugardaginn í tölvu-
leiknum Tekken 7. Mótið var haldið
af mbl.is og RÍSÍ og styrktaraðilar
mótsins voru Tölvutek og Smárabíó.
Alls kepptu 32 leikmenn um sigur og
var PlayStation 5-leikjatölva í fyrstu
verðlaun. Að vonum var því mikil
spenna í loftinu.
Ronloyd Tryggvi Leona vann
mótið eftir æsispennandi úrslitaleik
milli hans og Egils Helgasonar.
Leiðin á toppinn fyrir Ronloyd var
ekki átakalaus en til að vinna mótið
þurfti hann að sigra sinn eigin föður.
Ronald Leona, faðir Ronloyds, datt
út í átta liða úrslitum þar sem ör-
lagaleikur milli feðganna tveggja
endaði með sigri Ronloyds.
Með Tekken í vöggunni
„Í mars 1996 þegar Tekken 3 kom
út átti ég ekki einu sinni PlayStation
1-tölvu heldur aðeins GameBoy,“
segir Ronald. „Ég heimsótti vini
mína og sá þá spila tölvuleik sem
greip athygli mína. Það var Tekken
3. Daginn eftir ákvað ég að kaupa
PlayStation 1-tölvu og Tekken 3-
leikinn. Ég var væntanlega mjög
ánægður og hef síðan þá fylgt Tek-
ken-seríunni og keypt nýjustu Play-
Station-tölvuna í hvert skipti.“
Ronloyd er fæddur snemma í júní
2001 og varð því tvítugur fyrir örfá-
um vikum. „Ég man að ég var ennþá
að spila Tekken árið 2001 og ég man
að PlayStation 2 var nýkomin út,“
segir Ronald. „Oft var ég að passa
litla Ronloyd og hann horfði á mig
spila leikinn og hvað ég væri að
gera,“ segir Ronald glaður í bragði
og bætir við að þeir feðgar hafi átt
marga leiki, til að mynda Metal
Gear, Resident Evil, Megaman og
Grand Theft Auto-seríurnar. Uppá-
haldið hjá þeim feðgum hafi þó alltaf
verið Tekken.
Ronloyd byrjaði að spila fyrir al-
vöru þegar hann var aðeins 5 ára
gamall. „Ég sá snemma að hann
væri efnilegur,“ segir Ronald.
Þeir feðgar eru báðir spenntir fyr-
ir að prófa nýju leikjatölvuna en í
gær, sunnudag, höfðu þeir ekki enn
opnað hana þar sem Ronloyd hafði
lítinn tíma vegna vinnu. Ronald
sagðist þó mjög spenntur að prófa
hana og þakklátur syni sínum fyrir
að hafa tekist að fullkomna Play-
Station-safn þeirra feðga.
Fyrsta mótið á þessum skala
Mótið var haldið af mbl.is eins og
áður sagði og mun vera fyrsta raf-
íþróttamót í Tekken á Íslandi á þess-
um skala.
„Við erum mjög þakklát fyrir mót-
tökurnar, en færri komust að en
vildu á mótinu. Við lærðum mikið og
áhuginn á þessu móti sýnir okkur að
það er góður grundvöllur fyrir fleiri
mót í þessum dúr. Án Tölvuteks og
Smárabíós hefðum við ekki getað
þetta,“ segir Guðmundur Ragnar
Einarsson hjá mbl.is sem kom að
skipulagningu mótsins.
Einbeittur Ronloyd í fyrri leik sínum við Egil sem hafnaði í
öðru sæti. Egill vann þann leik en Ronloyd þann seinni.
Spenna Mikil stemning var í Smáralind á laugardaginn og
þátttaka framar vonum. Von er á fleiri mótum af þessu tagi.
Horfði á föðurinn spila úr vöggunni
- Lærisveinninn sigraði meistara sinn á fyrsta stóra Tekken-mótinu á Íslandi - Vinningurinn full-
komnaði safnið - Góð þátttaka um helgina skapar góðan grundvöll fyrir fleiri mót af þessu tagi
Morgunblaðið/GRE
Feðgar Ronloyd sló Ronald, föður sinn, út í átta liða úrslitum en Ronald kenndi honum á leikinn frá unga aldri.
Silfur Egill Helgason hreppti annað sætið eftir gott mót. Hér
er hann ásamt fulltrúa Tölvuteks með heyrnartól í verðlaun.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Mikil uppbygging er í kortunum í
Vatnajökulsþjóðgarði og mun um-
hverfis- og auðlindamálaráðherra,
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
staðfesta stjórnunar- og verndar-
áætlun fyrir Breiðamerkursand og
kynna fyrirhugaða stækkun á suður-
svæði Vatnajökulsþjóðgarðs á sum-
arfögnuði í Skaftafelli á miðvikudag.
Kynna framtíðarsýnina
Í stækkuninni felst meðal annars
opnun fræðslutorgs fyrir utan gesta-
stofuna í Skaftafelli, framkvæmdir
við nýja fráveitu og bætt aðstaða fyr-
ir starfsemi á svæðinu með nýrri
Skemmu. Þá er einnig fyrirhugað að
bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti með því
að fjölga rafmagnstenglum og bæta
við mótttökuhúsi. Á sumarfögnuðin-
um verða áformin kynnt, sem eru af-
rakstur stýrihóps starfsmanna þjóð-
garðsins og ráðgjafafyrirtækisins
Alta, en stýrihópurinn hefur unnið að
skýrslunni „Framtíðarsýn fyrir
Skaftafell“ frá því síðasta haust.
„Það sem stendur kannski helst
upp úr er að það er verið að byggja
upp veglega gestastofu. Í rauninni
það, að fræðslumarkmið þjóðgarðs-
ins verði uppfyllt. Síðan er gert ráð
fyrir að ferðaþjónustuaðilar geti ver-
ið á svæðinu,“ segir Helga Árna-
dóttir, sérfræðingur hjá Vatnajök-
ulsþjóðgarði, í samtali við
Morgunblaðið.
Í Skaftafelli verður sett upp að-
staða fyrir sölubása með samræmdu
útliti sem fyrirtæki í kring geta nýtt
sér auk þess sem settur verður upp
safnstaður fyrir ferðir. Þá er fyrir-
hugað að bæta aðstöðu fyrir við-
bragðsaðila eins og björgunarsveitir,
lögreglu, slökkvilið og fjöldahjálpar-
stöð í neyð. Verulegar úrbætur verða
gerðar á aðbúnaði starfsfólks þjóð-
garðsins. Í Sandaseli verður reist lítil
íbúðaþyrping sem hýsir 3-5 fjölskyld-
ur fastra starfsmanna með heils-
ársbúsetu á svæðinu auk 5-10 lítilla
íbúða fyrir einhleypa og tímabundna
starfsmenn en aðrir starfsmenn
munu halda til á nærsvæðum.
Afmarka fleiri gönguleiðir
„Í dag er það þannig að starfsmenn
búa á svæðinu. Það hefur verið mikil
fjölgun á þeim undanfarin ár og því
hefur ekki verið sinnt,“ segir Helga.
Í verndaráætlun fyrir Breiðamerk-
ursand, sem inniheldur Jökulsárlón
og Fellsfjöru, er lagt til að afmarka
fleiri gönguleiðir, setja upp vef-
myndavélar og auka við fræðslu og
upplýsingagjöf. Vefmyndavélar
verða settar upp innan friðlýsta
svæðisins í mismunandi tilgangi, við
Fjallsárlón og á brú yfir Jökulsá svo
fátt eitt sé nefnt.
Einnig er lagt til að marka skýrar
línur hvað varðar leyfisveitingar á
myndatöku vegna auglýsinga og
kvikmynda en árið 2019 voru veitt
150 leyfi vegna þessa. Einnig er lagt
til að kannaðir verði möguleikar á að
setja reglur um greiðslur vegna um-
sýslu starfsmanna með verkefnum af
þessum toga.
Uppbygging í kortunum
í Vatnajökulsþjóðgarði
- Sölubásum komið fyrir í Skaftafelli ásamt fræðslutorgi
Morgunblaðið/RAX
Jökulsárlón Breiðamerkursandur
hefur verið vinsæll áfangastaður.
Formleg gjaldtaka í náttúrulaugina
Guðlaugu, við Langasand á Akra-
nesi, hófst í byrjun júní. Laugin hef-
ur notið mikilla vinsælda síðan hún
var opnuð árið 2018 og hefur gjald-
takan ekki haft áhrif á aðsóknina,
segir Sædís Alexía Sigurmunds-
dóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu
bæjarstjóra Akraneskaupstaðar.
„Það var líf og fjör á sandinum
okkar um helgina þegar góða veðr-
ið var,“ segir Sædís. „Eins og er
finnum við lítið fyrir því að fólk
komi síður af því að það kostar, ef
það er einhver neikvæðni þá er hún
það lág að við heyrum hana ekki,“
segir Sædís í góðum gír.
Fjölmenni um síðustu helgi
Hún segir síðustu helgi hafa ver-
ið stóra fyrir bæinn, þá hafi verið
fótboltamót og gott veður, svo séu
Írskir dagar fram undan.
Einungis er tekið á móti kortum
og keyptur var sjálfsafgreiðslusali
sem er staðsettur fyrir utan. „Við
trúum bara og treystum því að fólk
sé heiðarlegt og borgi, starfsmenn
sjá einnig sjálfsalann, svo við höfum
litlar áhyggjur.“
Spurð hvort erlendir ferðamenn
hafi verið margir segir Sædís þeim
hafa fjölgað. „Erlendum ferða-
mönnum hefur verið að fjölga, það
hefur verið mikið að gera á tjald-
svæðinu hjá okkur og við erum að
finna fyrir mikilli fjölgun frá því í
fyrra,“ segir hún.
Hún segir náttúrulaugina Guð-
laugu orðna það þekkta að margir
ferðamenn geri sér sérstaka ferð á
Akranes til þess að fara í hana.
„Svo eru margir sem gera sér ferð
á Skagann til þess að eiga fjöl-
skyldudag og ísbíltúr og þess hátt-
ar, þetta er tilvalinn afþreyingar-
staður og stutt frá borginni.“
Mikil aðsókn
í Guðlaugu
- Gjaldtaka hófst í laugina í júní
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vatn Náttúrulaugin Guðlaug við
Langasand á Akranesi er vinsæl.