Morgunblaðið - 28.06.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 28.06.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 Hjörtur J. Guðmundsson, sagn-fræðingur og alþjóðastjórn- málafræðingur, skrifar á vef sinn fullveldi.is. Á dögunum fjallaði hann um ESB og bóluefni og sagði: „Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, Ursula von der Leyen, hitti nagl- ann á höfuðið fyrr á þessu ári í viðleitni sinni til þess að út- skýra seinagang sambandsins við bólusetningar við kórónuveirunni í samanburði við ýmis ríki utan þess. „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evr- ópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der Leyen við fjölmiðla í febrúar og vísaði til stjórnsýslu sambandsins.“ - - - Hjörtur nefndi að margir hefðuklórað sér í kollinum yfir því að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að treysta á ESB til að útvega þjóðinni bóluefni. Svo segir hann miklu betur hafa gengið á síðustu vikum en fram til loka apríl, en þá hafi leiðir skilið. Ísland hafi tekið fram úr ESB í bólusetningum því þá hafi verið ákveðið að afla bólu- efna „sem aðrir höfðu ekki notað í stað þess að bíða eftir samband- inu.“ - - - Hjörtur dregur eftirfarandiályktun af bólusetningarmál- inu og öðrum krísum þar sem ESB hafi fallið á prófinu: „Mjög langur vegur er frá því að stærðin sé ótví- ræður kostur líkt og von der Leyen benti á fyrr á árinu. Ljóst er að sífellt hraðari breytingar eiga sér stað í heiminum og skiptir miklu máli við þær aðstæður að geta brugðist hratt og örugglega við. Ekki sízt þegar mikla erf- iðleika ber skyndilega að garði. Við þær aðstæður er eðli málsins samkvæmt miklu farsælla hlut- skipti að vera hraðbátur en far- þegi í svifaseinu olíuskipi.“ Hjörtur J. Guðmundsson Svifaseint ESB STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Erla María Markúsdóttir Urður Egilsdóttir Mun meiri virkni mælist á gosstöðv- unum í Geldingadölum en verið hef- ur. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Há- skóla Íslands. Ef fram fer sem horfir mun hraunið streyma úr dalnum í Nátthagakrika og þaðan yfir Suður- strandarveg, hraðar en gert var ráð fyrir. „Það er greinilegt að yfir- borðsflæðið úr gígnum er mest að fara í Geldingadali,“ segir hann. Einhver breyting í gangi „Ef það er meira flæði að fara nið- ur í Geldingadali er það mikið áhyggjuefni, þar sem það þýðir að atburðarásin verður hraðari,“ segir Þorvaldur sem treystir sér þó ekki til að spá fyrir um hvenær hraunið muni ná að Suðurstrandarvegi. „Það er einhver breyting í gangi sem við verðum að fylgjast með.“ Magnús Rannver Rafnsson verk- fræðingur leggur til að lögð verði nokkurs konar hraunbrú yfir Suður- strandarveg til þess að flytja hraun sem stefnir að veginum yfir hann og áfram út í sjó. Samstarfshópur er um verkefnið sem verkfræðistofa Suðurnesja ber ábyrgð á. Tillagan er nú á borði al- mannavarna og vonast Magnús til að heyra frá þeim í vikunni. Nánar er rætt við hann á mbl.is. Aukin virkni í Geldingadölum - Hraunbrú yfir Suðurstrandarveg Ljósmynd/NASA Gos Virkni gossins í Geldingadölum mælist nú meiri en verið hefur. Vestfjarðavíkingurinn 2021 hefst á föstudaginn og stendur yfir alla helgina í hinum ýmsu bæjum og þorp- um Vestfjarða. Þetta er í 29. skipti sem keppnin er haldin en það tókst að halda hana í fyrra þrátt fyrir heims- faraldurinn. Keppnirnar verða við Djúpuvík, Heydal, Súðavík og Þing- eyri í ár en í fyrra voru þær aðallega í bæjum á Vesturlandi. „Við förum sunnanvert um Vest- firði eða Vesturland annað árið og norðanvert hitt árið, þannig að það eru tvö ár síðan við vorum þarna,“ segir Magnús Ver Magnússon, skipu- leggjandi hátíðarinnar, en hann hefur séð um keppnina síðustu ár. Íslenskar þrautir Í keppninni verður keppt í hinum ýmsu þrautum, til að mynda bónda- göngu, kútakasti, uxagöngu og leg- steini en legsteinninn hefur ýmsar þjóðsögulegar tengingar. „Þetta er steinn sem er í Heydal, sem er einhver 220 kíló. Það þarf að taka hann upp og ganga í kringum annan stein. Þetta er bóndi sem er í álögum og þegar það er búið að ganga nógu marga hringi þá losnar bóndinn úr álögunum,“ segir Magnús og hlær. Keppendur eru um tólf sterkustu menn landsins að undanskildum nokkrum góðum. „Eyþór Ingólfsson Melsted er ekki með, hann er enn þá að sleikja sárin eftir sterkasta mann heims,“ segir Magnús. Þá varð Tóm- as Darri Þorsteinsson fyrir meiðslum á æfingu fyrir nokkrum dögum og er úr leik. Margir aðrir verða þó á svæð- inu og þar má meðal annars nefna Stefán Karel Torfason, son „loðfíls- ins“ svokallaða, Torfa Ólafssonar. ari@mbl.is Vestfjarðavíking- urinn um helgina Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sterkur Stefán Sölvi Pétursson að leik í Austfjarðatröllinu 2005. - Haldinn í 29. skipti fyrir vestan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.