Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
Miklar breytingar hafa orðið á fjölda
þeirra sem starfa í ýmsum menning-
argreinum skv. yfirliti Hagstof-
unnar. Starfandi sviðslistafólki
fækkaði um 180 á seinasta ári úr 640
árið 2019 í 460 í fyrra. Fjöldi starfs-
manna í fjölmiðlun hefur skroppið
saman á umliðnum árum eða úr um
2.000 árið 2013 niður í um 900 starfs-
menn á seinasta ári en bent er á að
mögulega hafi þó sjálfstætt starf-
andi fjölmiðlafólki fjölgað eitthvað á
sama tíma sem tölurnar taka ekki til.
Árið 2017 störfuðu rúmlega 1.454
manns við kvikmyndir og sjónvarp
en þeim hafði fækkað í 985 á sein-
asta ári. Þeim sem starfa við tölvu-
leiki hefur fjölgað úr 233 árið 2015 í
338 á seinasta ári og starfandi við
hönnun og arkitektúr hefur farið
fjölgandi, voru 507 árið 2010 en 865 í
fyrra.
„Samhliða fækkun starfsmanna
fjölmiðla hefur launasumma einnig
dregist saman meðal rekstraraðila í
fjölmiðlun. Launasumma jókst hins
vegar stöðugt meðal rekstraraðila í
hönnun og arkitektúr árin 2010 til
2018 en dróst nokkuð saman árin
2019 og 2020,“ segir í skýringum.
Rekstrartekjur í bókmenntum
hafa aukist talsvert eða úr 4,4 millj-
örðum 2008 í 6,8 milljarða árið 2019
en tekjurnar eru hæstar í kvikmynd-
um og sjónvarpi, voru 43 milljarðar
2019.
Fjöldi starfandi í menningargreinum Fjöldi eftir atvinnugreinum 2008-2020
Þróun fjölda starfandi í nokkrum fjölmennari menningargreinum 2008-2020
2008-2020, fjöldi einstaklinga alls
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Heimild: Hagstofa Íslands
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
2008
Bókmenntir
Fjölmiðlar
Hönnun og
arkitektúr
Kvikmyndir
og sjónvarp
Listnám
Menningararfur
Myndlist
Sviðslistir
Tónlist
Tölvuleikir
2020
25%
fækkun
1.000
750
500
250
0
2008 2012 2016 2020
2.500
1.875
1.250
625
0
2008 2012 2016 2020
1.000
750
500
250
0
2008 2012 2016 2020
2.000
1.500
1.000
500
0
2008 2012 2016 2020
800
600
400
200
0
2008 2012 2016 2020
400
300
200
100
0
2008 2012 2016 2020
Fækkun um 1.702 einstak-
linga frá 2008 eða 25%
6.890
6.146
6.747
5.188
Bókmenntir
Kvikmyndir og sjónvarp
Fjölmiðlar
Sviðslistir
Hönnun og
arkitektúr
Tónlist
Fjölgun um 183
einstaklinga eða 27%
Fjölgun um 136
einstaklinga eða 156%
Fækkun um 1.362
einstaklinga eða 61%
Fækkun um 78
einstaklinga eða um 15%
Fækkun um 372
einstaklinga eða 43%
Fækkun um 524
einstaklinga eða um 35%
Fækkun í sviðslistum
- Færri starfandi í menningargreinum á síðasta ári
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Kynningarfundur um hugmynd um
friðun Langaness utan Heiðarfjalls
og út á Font var haldinn á Þórshöfn í
síðustu viku. Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, var meðal fundargesta.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar
hafði fyrir rúmu ári óskað eftir því
við ráðherrann að skoðaðir væru
kostir og gallar helstu friðlýsingar-
kosta á Langanesi. Í framhaldi af því
fól ráðuneytið Umhverfisstofnun að
gera úttekt á friðlýsingarkostum
fyrir Langanes og var sú samantekt
kynnt á fundinum af fulltrúa Um-
hverfisstofnunar.
Fram kom að til greina koma ýmis
stig friðunar en engin ákvörðun hef-
ur verið tekin um friðun yfirleitt,
heldur var eingöngu um kynningu að
ræða þar sem kostir og gallar voru
metnir, eins og fram kom í máli Jón-
asar Egilssonar, sveitarstjóra
Langanesbyggðar. Landeigendur
veltu fyrir sér hvaða takmarkanir
fylgdu friðun en Jónas benti á að
þótt svæðið yrði friðað á einhvern
hátt þá sé möguleiki á ákveðnum
heimildum til nýtingar landsins og
ætti friðunin ekki að hafa áhrif á
sjálfbæra nýtingu lands og auðlinda,
hvort sem er til beitar eða eggjatöku,
en svæðið hefur einnig verið vinsælt
rjúpnaveiðisvæði.
Langanes er óbyggt svæði utan
Heiðarfjalls, það á sér langa og
merkilega sögu, náttúrufegurð er
mikil og ferðafólk hefur í auknum
mæli lagt leið sína þangað. Það er
mat sveitarstjórnar að mörg tæki-
færi gætu falist í friðun Langaness,
svo sem við uppbyggingu og bætt að-
gengi ferðamanna en með náttúru-
vernd að leiðarljósi. Engin aðstaða
er nú til staðar fyrir ferðafólk og
óheftur aðgangur fólks um svæðið
allt. Friðun af einhverju tagi fylgir
aðgengi að fjármagni til uppbygg-
ingar, kynningar og rannsókna auk
markvissra skráninga á minjum og
sögu svæðisins, en um leið mögu-
leikar á að stýra umferðinni á svæðið
með hagsmuni náttúrunnar í huga.
Þegar litið er til stöðugt meiri um-
ferðar á svæðinu er góður kostur að
vera tímanlega í því að móta stefnu
um aðgengi og umferð á Langanesi.
Á fundinum var farið yfir reynslu
Snæfellinga af Snæfellsjökulsþjóð-
garði en Kristinn Jónasson, bæjar-
stjóri í Snæfellsbæ, sat fundinn
gegnum fjarfundabúnað. Hann fór
ítarlega yfir reynslu Snæfellinga af
Snæfellsjökulsþjóðgarði og sagði
hann að þjóðgarðsfriðun þar hefðu
aðeins fylgt kostir. Margfeldisáhrif
og afleidd störf fylgja í kjölfarið og
dæmi sýna að ferðafólk hefur al-
mennt áhuga á að sækja heim þau
svæði sem teljast til þjóðgarða svo
friðun á Langanesi mun ótvírætt
hafa kosti í för með sér og styrkja
ferðaþjónustu sem og aðra þjónustu
á svæðinu.
Hugmyndir
um friðun
Langaness
- Mörg tækifæri talin felast í friðun
Morgunblaðið/Líney
Útsýni Járnkarlinn er útsýnispallur
á Skoruvíkurbjargi á Langanesi.
Óljóst er hvenær ferðabanni Banda-
ríkjanna gagnvart Íslandi verður af-
létt. Talsmaður sendiráðs Banda-
ríkjanna á Íslandi, Patrick
Geraghty, segir vísindin verða að
ráða för í þeim efnum.
Ferðabann til Bandaríkjanna
gagnvart íbúum Schengen-ríkjanna,
þar á meðal Íslands, vegna kór-
ónuveirufaraldursins hefur verið í
gildi síðan í mars í fyrra. Íslendingar
hafa því ekki getað ferðast til
Bandaríkjanna í á annað ár nema
þeir falli undir sérstaka undanþágu.
Undanþágur eiga til dæmis við um
námsmenn í skólum í Bandaríkj-
unum, vísindamenn og þá sem þurfa
að sinna nauðsynlegum viðskiptaer-
indum.
Bólusettir Bandaríkjamenn geta
þó ferðast til Íslands og annarra
landa í Evrópu.
Spurður hvort að Bandaríkin
muni opna fyrir öllum Schengen-
ríkjum í einu eða hvort þau íhugi að
opna fyrst fyrir ferðalög frá þeim
löndum þar sem stór hluti íbúa hefur
verið bólusettur og staða faraldurs-
ins er góð, eins og á Íslandi, segist
Patrick ekki geta sagt til um það,
þar sem slíkar ákvarðanir verði
teknar í Hvíta húsinu. esther@mbl.is
AFP
Bandaríkjaforseti Hvenær ætlar Biden að opna fyrir Íslendingum?
Óljóst hvenær ferða-
banninu verður aflétt