Morgunblaðið - 28.06.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.06.2021, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS Esther Hallsdóttir esther@mbl.is E ftir að hafa varið þremur árum og átta mánuðum á bak við lás og slá fyrir þátttöku sína í misheppn- aðri sjálfstæðisbyltingu Katalóníu árið 2017 segist Jordi Cuixart ekki sjá eftir neinu. Cuixart er einn níu leiðtoga að- skilnaðarhreyfingarinnar sem voru náðaðir af spænskum yfirvöldum á miðvikudag. Með því sögðust yfir- völd vilja stuðla að sáttum en Cuix- art segir náðunina ekki munu leysa deilurnar um sjálfstæði Katalóníu. „Náðanirnar endurspegla ekki vilja hjá yfirvöldum til að leysa þessa pólitísku deilu,“ segir hann. Cuixart er leiðtogi einna stærstu grasrótarsamtakanna sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu. Bakaði yfirvöldum vandræði Hann segir ástæður náðunarinnar öllu heldur gagnrýni á fangelsunina frá alþjóðlegum samtökum á borð við Amnesty International og það að fangelsisvist þeirra hafi bakað spænska ríkinu vandræði. Ciuxart var handtekinn þann 16. október árið 2017 í kjölfar mótmæla fyrir utan opinbera byggingu þar sem fjölmargir lögreglubílar voru eyðilagðir. Hann var svo dæmdur til níu ára fangelsisvistar árið 2019 fyrir uppreisn gegn hinu opinbera. Fræg mynd er til af Cuixart þar sem hann ávarpaði mótmælendur stand- andi ofan á lögreglubíl í sjálfstæð- isbaráttunni árið 2017. Níu til þrettán ára dómar Aðskilnaðarleiðtogarnir níu voru dæmdir í níu til þrettán ára fangelsi fyrir þátt sinn í framkvæmd þjóðar- atkvæðagreiðslu sem haldin var um sjálfstæði Katalóníu í október 2017. Fjölmenn mótmæli brutust út í Barselóna í kjölfar uppkvaðningar dómanna. Hundruð þúsunda steymdu út á götur borgarinnar og veifuðu fánum Katalóníu. Yfirvöld í Katalóníu sögðu 90 pró- sent þeirra sem greiddu atkvæði hafa verið hlynnt því að Katalónía klyfi sig frá Spáni. Spænsk yfirvöld dæmdu atkvæðagreiðsluna ólöglega og lögreglan reyndi að stöðva hana. Kosningarnar einkenndust af miklu ofbeldi og átökum. Nokkrum vikum eftir atkvæða- greiðsluna samþykkti þing Katalón- íu að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Í kjölfarið svipti spænska ríkis- stjórnin Katalóníu sjálfstjórn og tók yfir stjórn héraðsins. Yfirvöld boð- uðu til kosninga í héraðinu sem sjálf- stæðissinnar unnu en forseti Kata- lóníu og aðrir leiðtogar flúðu. Sér ekki eftir neinu Eftir tveggja ára fangelsisvist segist Couxart ekki sjá eftir neinu. „Ég sé ekki eftir neinu nema ofbeld- inu sem spænska lögreglan beitti óbreytta borgara,“ segir hann. „Ég held að spænskt samfélag sé ekki tilbúið fyrir framfarir í átt að sjálfstæði en stjórnmálafólk ber ábyrgð á því að eiga virkt samtal,“ segir Cuixart. Hann segist hafa saknað barna sinna á meðan hann var í fangelsi, en yngsta barn hans fæddist á meðan hann var á bak við lás og slá. Nú mun hann sameinast fjöl- skyldu sinni á ný í litlu þorpi 100 km vestan við Barselóna. Hann segir fangelsið hafa gert hann sterkari. „Þeir vildu að ég tapaði öllu en það eina sem ég tapaði var óttinn. Ég er ekki hræddur við spænska ríkið,“ segir hann. „Munum við einhvern tímann sjá sjálfstæða Katalóníu? Ef Katalónar vilja það, þá er mjög líklegt að það gerist einn daginn.“ Hleypt úr fangelsi og sér ekki eftir neinu AFP Frjáls Jordi Cuixart er einn leiðtoga sjálfstæðisbaráttu Katalóníu. Hann var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir þátt sinn í sjálfstæðisbyltingunni árið 2017. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ YfirlýsingRússa íliðinni viku, um að þeir hefðu skotið við- vörunarskotum að bresku her- skipi, HMS De- fender, fyrir að sigla inn fyrir landhelgi Rússa í Svartahafi, vakti að vonum mikla athygli, þó kannski ekki síst fyrir þær sakir að Bretar könnuðust ekk- ert við þessar viðamiklu aðgerðir. Þess í stað hefðu Rússar, að sögn Breta, verið að sinna skot- æfingum, og hefði skipið verið varað við þeim fyrir- fram. Upp úr dúrnum hefur komið að tundurspillirinn HMS Defender var raunar á siglingu, þar sem Bretar og flestallar þjóðir heims telja alþjóðlegt hafsvæði, en sem Rússar telja eign sína í kjölfar ólöglegrar yfirtöku sinnar á Krím- skaganum árið 2014. Það segir raunar sína sögu, að ferð skipsins var heitið frá Úkraínu til hafnar í Georgíu, sem einnig hefur átt í útistöðum við Rússa vegna landamæradeilna. Sigling breska skipsins var því úthugsuð ögrun af hálfu Breta, yfirlýsing um að þeir myndu ekki nú eða í bráð viðurkenna yfirtöku Krímskagans eða láta Rússum eftir aukið svæði á Svartahafi. Siglingin kemur í kjölfar leiðtoga- funda Vesturveldanna fyrr í mánuðinum, þar sem Bretar og Bandaríkjamenn eggjuðu aðrar vestrænar þjóðir til þess að taka upp harðari afstöðu gegn óábyrgri hegðun Rússa á alþjóðavettvangi. Leiðtogafundur Bidens og Pútíns sem fylgdi í kjölfarið vakti einkum at- hygli fyrir það, hvað báðir létu vel af þeim málum sem þar voru rædd, sem og þá ákvörðun að sendi- herrar ríkjanna gætu aftur snúið til gistiríkja sinna eftir að hafa verið kallaðir heim í fússi. Árangurinn af fundinum var þó í raun sáralítill eða enginn og atvikið á Svartahafi sýnir að sam- skipti Rússa og Vestur- veldanna snúa ekki aftur til betri vegar eftir einn slíkan fund. Þá er erfitt að sjá að þau geti komist í lag nema viðunandi lausn finnist á Krímskagamál- inu. Þar sem Rússar eru ólík- legir til að skila skaganum í bráð, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ríkin í vestri, að Íslandi undanskildu, hafa litlu fórnað í þessum deilum, virðist slík niðurstaða hins vegar ekki vera á borðinu. En sigling HMS De- fender snýst ekki aðeins um skiptar skoðanir á því hverjum Krímskaginn eigi að tilheyra, heldur einnig um alþjóðleg hafsvæði og réttinn til frjálsra og öruggra siglinga á slíkum svæðum. Fyrir okkur sem byggjum eyju í Norður- Atlantshafi skiptir þetta augljóslega máli því að við treystum mjög á sjóflutn- inga og munum jafnvel gera enn frekar í framtíð- inni opnist greiðari leið fyrir siglingar um norður- höf. Og þessi svæði eru víðar en í Svartahafi, svo sem í Suður-Kínahafi og hér norður frá, við norður- heimskautið, eins og Tobi- as Ellwodd, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrverandi varnarmála- ráðherra, bendir á í sam- tali við The Telegraph. Þar bendir hann einnig á að slík hafsvæði krefjist stöðugs eftirlits herskipa til að önnur skip telji sér óhætt. Í þessu sambandi má nefna að athygli vakti í vor þegar Bretar ákváðu að sigla ekki hinu nýja og glæsilega flugmóðurskipi, HMS Queen Elizabeth, um Tævan-sund, en völdu þess í stað að sigla austan við eyjuna til að ögra ekki Kínverjum á meginland- inu, sem hafa gerst æ ágengari á Taívan-sundi og í Suður-Kínahafi. Allar slíkar ákvarðanir fela í sér skilaboð og þess vegna skipta þær máli, þó að deilurnar kunni stund- um að þykja sérkenni- legar, líkt og deilan um siglingu HMS Defender í liðinni viku. Það skiptir máli að út úr þeirri deilu og öðrum álíka fáist sú niðurstaða að alþjóðleg hafsvæði séu opin fyrir siglingar. Ekki er einfalt, en afar mikilvægt, að verja umferð um alþjóðleg hafsvæði. Ekki síst fyrir Ísland} Sigling á Svartahafi N áttúruhamfarir hafa alla tíð reynst Íslendingum áskorun og valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni, en þar nægir að nefna aðventustorminn í desem- ber 2019, snjóflóð á Flateyri og aurflóð á Seyð- isfirði. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu Nátt- úruhamfaratryggingar Íslands urðu 14 stórtjón á árinu 2020, en frá árinu 1987 hafa slík tjón verið að meðaltali sjö á ári. Samræmi í tryggingarvernd Mikilvægt er að samræmis gæti í trygging- arvernd vegna náttúruhamfara og að öll úr- vinnsla í kjölfar hamfara sé eins skilvirk og sanngjörn og mögulegt er. Náttúruhamfarir geta ógnað tilvist heilu samfélaganna og tjón af þeirra völdum hafa oft reynst einstaklingum, fyrirtækjum eða annarri starfsemi ofviða. Farið hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að koma á samtryggingu og verjast náttúruhamförum hér á landi. Má þar nefna viðfangsefni Náttúruhamfaratryggingar Ís- lands, Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóðs, þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða, ásamt lögboðnum og valfrjálsum tryggingum. En betur má ef duga skal. Mikil reynsla hefur safnast upp við úrvinnslu tjóna, sem mikilvægt er að læra af og nýta til að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa komið fram ýmsar áskoranir sem ekki hafa endilega verið til umræðu áður, ásamt öðrum sem vakið hefur verið máls á áður. Þar má nefna ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Mikilvægi úttektar Ljóst er að tilefni er til þess að gerð verði út- tekt á þessum málum. Í slíkri úttekt þyrfti að greina hverju helst er ábótavant í trygging- arvernd og úrvinnslu tjóna og leita leiða til úr- bóta. Meta þyrfti samræmi í viðbrögðum, möguleg göt í kerfinu, hvað ekki fæst bætt og hvers vegna, og á hverja kostnaður vegna hreinsunaraðgerða og annarra verkefna í kjöl- far hamfara fellur. Markmiðið væri að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í úrvinnslu tjóna vegna náttúruhamfara ásamt því að finna leiðir til að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til þeirra sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Þá er mikilvægt að upplýsingar um tjón á fasteignum séu skráð- ar skipulega, þótt farið sé í viðgerðir. Í vor lagði undirrituð fram þingsályktunartillögu ásamt fleiri þingmönnum Framsóknar, um að ríkið léti fram- kvæma slíka úttekt, tillagan hlaut ekki afgreiðslu á Al- þingi. Ég mun áfram leggja mikla áherslu á að slík úttekt verði gerð, enda löngu tímabær. Það þarf að nýta uppsafn- aða þekkingu og reynslu til frekari framfara. Líneik Anna Sævarsdóttir Pistill Hamfarir og tryggingarvernd Höfundur er þingmaður Framsóknar og frambjóðandi flokksins í Norðausturkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Katalónía er sjálfstjórnarsvæði á Norður-Spáni. Þar búa tæp- lega átta milljónir manna, flest- ir í höfuðborginni Barselóna. Katalónía hlaut fyrst sjálf- stjórn árið 1932. Stuðningur við sjálfstæði svæðisins hefur auk- ist meðal íbúa þess síðustu ár, þótt óljóst sé hversu mikill stuðningurinn er í raun. Verg landsframleiðsla Kata- lóníu er um 20% af vergri landsframleiðslu Spánar. Að- skilnaður myndi því hafa tölu- verðar, neikvæðar efnahags- legar afleiðingar fyrir Spán. Katalónía er auðugt hérað SJÁLFSTJÓRNARSVÆÐI AFP Krafa Í Barselóna hefur fólk ítrekað krafist sjálfstæðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.