Morgunblaðið - 28.06.2021, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
Nýverið skilaði stýrihópur
um Elliðaárdal - hvar undirrit-
aður átti sæti - skýrslu um El-
liðaárdal og framtíð hans til
borgarráðs. Er þar fjallað um
ýmis málefni dalsins sem allir
geta verið sammála um - en ég
gat hins vegar á engan hátt fellt
mig við þær niðurstöður skýrsl-
unnar að hleypt hafi verið úr
stíflulóninu við Árbæjarstíflu
varanlega og hvernig að því var
staðið. Þess vegna sá ég mig
knúinn til að skila séráliti hvað það varðaði.
Í séráliti mínu setti ég fram þá skoðun
mína að með því að taka ákvörðun um að
hleypa úr lóninu með varanlegum hætti og
eyða þannig því lóni sem verið hefur fyrir of-
an stífluna í eitt hundrað ár, án nauðsynlegra
skipulagsbreytinga eða leyfa og án nokkurs
samráðs við íbúa á svæðinu, hafi Orkuveita
Reykjavíkur brotið gróflega gegn lögum og
rétti íbúa á svæðinu og í raun allra íbúa
Reykjavíkur. Enda er svæðið eitt vinsælasta
útivistarsvæðið í Reykjavík og það sækja
tugþúsundir Reykvíkinga auk innlendra og
erlendra gesta.
Þessi skoðun mín er ekki úr lausu lofti
gripin enda hafði ákvörðunin um að hleypa
úr umræddu lóni veruleg áhrif á landslag
þessa stærsta útivistarsvæðis Reykjavíkur.
Þá hafði aðgerðin um leið veruleg áhrif á
nærumhverfi tugþúsunda íbúa Reykjavíkur,
en íbúarnir sem búa á nærliggjandi svæðum
eru vel á fjórða tug þúsunda.
Prýtt forsíður kynningarbæklinga,
dagblaða og erlendra vefsíðna
Um er að ræða ákvörðun um að eyða lóni
sem var meira en 20.000 fm. að stærð þegar
öll Breiðan og Lygnan eru talin með. Aug-
ljóst er hve mikil áhrif þetta hefur á landslag
og umhverfi auk þess sem lónið skartaði fjöl-
breyttu fuglalífi sem dró til sín tugþúsundir
borgara ár hvert. Lónið var auk þess al-
mennt viðurkennt sem andlit þess svæðis El-
liðaárdals sem nefnt er Árbæjarsvæðið í
deiliskipulagi auk þess að vera miðpunktur
og ásýnd svæðisins í eitt hundr-
að ár. Var það engin tilviljun
enda var um að ræða mjög fal-
legt lón sem speglaði nær-
umhverfi sitt og himin auk þess
sem það skartaði fjölbreyttu
fuglalífi sem fólk sótti í. Hefur
lónið og fuglalíf þess sem slíkt
prýtt forsíður kynningar-
bæklinga Reykjavíkurborgar,
síður dagblaða og erlendar vef-
síður sem fjalla um útivistar-
möguleika í Reykjavík.
Þá er rétt að nefna að stífla
þessi olli miklum straum-
hvörfum í lífi Reykvíkinga enda fengu Reyk-
víkingar fyrst rafmagn fyrir tilstuðlan henn-
ar. Hér er því um mikil menningarverðmæti
sem eru samofin sögu Reykjavíkur - en nú
eru akkúrat eitt hundrað ár síðan Rafstöðin
við Elliðaár var tekin í notkun og Reykvík-
ingar fengu rafmagn, sem gerðist við hátíð-
lega vígslu 27. júní 1921 þegar Kristján X.
Danakonungur og Alexandrína drottning
vígðu rafstöð Reykvíkinga í Elliðaárdal.
Þess var minnst í gær, sunnudaginn 27.
júní, en við það tilefni lét borgarstjóri hafa
eftir sér að við ættum að líta á Elliðaárdalinn
sem þjóðgarð í borg og standa vörð um hann
um aldir alda. Þarna erum ég og borgarstjóri
sammála en þessi orð hans skjóta þó skökku
við í ljósi undangenginna atburða og ljóst að
þarna fara hvorki hljóð og mynd saman. Því
miður.
Það að Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafi
tekið sér það vald að eyða fyrirvaralaust
þessu svæði Elliðaárdals og breyta þannig
varanlegu landslagi dalsins og upplifun borg-
aranna af þessum menningarverðmætum og
skilja eftir flakandi sár á eitt hundrað ára af-
mæli Rafstöðvarinnar er fullkomlega óboð-
legt að mati undirritaðs.
Felur sú aðgerð í sér skýrt brot gegn
skipulagslögum og meginsjónarmiðum um
skipulag borga þar sem strangar reglur gilda
um breytingar á landslagi og mannvirkjum
og þá sérstaklega þegar um er að ræða stór-
an hluta landslags og umhverfis sem staðið
hefur óbreytt í 100 ár. Er það að mínu mati
fráleitt að Reykjavíkurborg, sem ber ábyrgð
á því að halda uppi lögum og reglu í skipu-
lagsmálum borgarinnar, standi nú með öllum
tiltækum ráðum vörð um slíkt skipulagsbrot.
OR hefur vísað til þess að því beri að koma
umræddu svæði í upprunalegt horf. Ég bendi
hins vegar á móti á að ef það á að koma
svæði eins og þessu í upprunalegt horf þá
þurfa að liggja fyrir upplýsingar um það
hvernig svæðið leit út áður en að Árbæj-
arstíflan var reist og lónið varð til. Bendir
margt til þess að það hafi verið lón á svæðinu
í einhverri mynd áður en að stíflan var byggð
og því hafi henni verið valinn þessi staður. Ef
ætlunin var að koma svæðinu í upprunalegt
horf þá er það frumskilyrði að komast fyrst
að því hvernig svæðið leit út fyrir byggingu
stíflunnar. Ef fallast ætti á þennan rökstuðn-
ing OR þá bæri OR með sama hætti að opna
fyrir Elliðavatnsstífluna og koma því svæði í
upprunalegt horf en það mundi hafa í för
með sér að helmingur Elliðavatns mundi
hverfa. Það vilja íbúar Reykjavíkur ekki sjá.
Það er augljóst að OR hefur ekkert ein-
hliða vald til slíkra inngripa í umhverfi lands-
manna hvorki hvað varðar Elliðavatn né Ár-
bæjarlón enda lúta bæði þessi vötn sömu
reglum og eru bæði á skipulagi. OR verður
eins og aðrir íbúar þessa lands að fara eftir
lögum og skipulagi þegar ráðist er í aðgerðir
eins og þessar í stað þess að hleypa fyr-
irvaralaust úr lóninu nánast í skjóli nætur án
heimilda og í andstöðu við gildandi skipulag.
OR á ekki að sýsla með skipulagsmál
Þá hefur OR vísað til þess að þetta bætti
fyrir laxagengd í Elliðaánum. Ég tel það
megi hins vegar ná þeim sömu markmiðum
með öðrum leiðum auk þess sem það réttlæti
ekki að brjóta gegn lögum og skipulagi. Í
þessu sambandi er rétt að taka það fram að
Hafrannsóknastofnun setti fram tillögu þar
sem tekið var tillit til beggja þessara sjón-
armiða en í henni fólst að hafa lónið áfram í
sumarstöðu samkvæmt deiliskipulagi allt ár-
ið en halda kvíslinni sunnan megin opinni allt
árið.
Ég tel því að engin rök hafi staðið til þess
að hleypa úr lóninu og að aðgerð OR hafi auk
þess verið ólögmæt og gerræðisleg fram-
kvæmd án samráðs við yfirvöld eða íbúa. Eft-
ir stendur svæðið eins og flakandi sár og
horfa vegfarendur yfir beran leirinn ofan í
þær fleyguðu og sprengdu vatnsrásir sem
gerðar voru á sínum tíma til að koma vatni
ofan af Breiðunni sem áður var aðalhluti
lónsins. Fuglalíf ofan við stífluna er nú nán-
ast ekkert í stað þess sem áður var en þá var
lónið fullt af fjölbreyttu fuglalífi. Öllum þeim
sem fara á svæðið í dag og kynna sér ástand
þess og bera það saman við myndir af því
lóni sem þar var áður, má vera ljóst að unnið
hefur verið skemmdarverk á svæðinu með
því að hleypa úr lóninu.
Ég er þeirrar skoðunar að það eigi án taf-
ar að leiðrétta þá ólögmætu framkvæmd að
tæma Árbæjarlónið og að yfirborði lónsins
verði aftur komið í það horf sem það á að
vera samkvæmt deiliskipulagi og það hefur
verið í meira en hundrað ár. Í framhaldi
verði það skoðað í samræmi við lög og í sam-
ráði við íbúa í aðliggjandi hverfum og aðra
Reykvíkinga svo og þá hagsmunahópa sem
eiga hagsmuna að gæta á svæðinu, þ.á.m.
stangveiðimenn, Hollvinasamtök Elliðárdals,
Íbúasamtök, náttúruvernd, Hafrann-
sóknastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur, hver eigi að vera næstu skref varðandi
mótun svæðisins til framtíðar.
Ég tel jafnframt að framkvæmdin eigi að
eiga sér stað undir stjórn Reykjavíkurborgar
sem eiganda svæðisins en ekki Orkuveitu
Reykjavíkur enda eru skipulagsmál sem
þessi langt utan verksviðs Orkuveitunnar,
þ.e. að móta umhverfi Reykvíkinga og sýsla
með skipulagsmál íbúa.
Eftir Björn Gíslason »Er það að mínu mati fráleitt
að Reykjavíkurborg, sem
ber ábyrgð á því að halda uppi
lögum og reglu í skipulags-
málum borgarinnar, standi nú
með öllum tiltækum ráðum
vörð um slíkt skipulagsbrot.
Björn Gíslason
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skilja eftir flakandi sár á eitt hundrað
ára afmæli Rafstöðvarinnar
Skór Ætli smáfættur eigandi þessa skós hafi glaðst svo yfir afléttingu takmarkana að hann gleymdi skónum sínum í hita leiksins? Ef til vill mun hann vitja hans þegar fram líða stundir.
Eggert