Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 ✝ Bjarni Valgeir Bjarnason fæddist á Norður- stíg í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 14. júní 2021. Bjarni var sonur hjónanna Bjarna Bjarnasonar sjó- manns, f. 1901, d. 1972, og Mögnu Ólafsdóttur, f. 1898, d. 1987. Bjarni var næstelstur sex syst- kina, hin eru Anna Ólafía, f. 1927, d. 2013, Baldur Þorsteinn, f. 1933, d. 2014, Bragi Guð- mundur, f. 1935, d. 2016, Bára Helga, f. 1937, d. 2020, og Alda Björg, f. 1942. Bjarni, sem oftast var kall- aður Baddi, ólst upp í miðbæ Reykjavíkur en fór í sveit í Dal- ina á sumrin. Árið 1953 kvæntist Bjarni Huldu Ingimundardóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Guðmundur Bjarnason, f. 9.1. 1953, kvæntur Ástu Jó- hönnu Einarsdóttur. Börn þeirra eru: a) Valborg Stefanía, son, b) Bjarni Magni Kristins- son, f. 28.7. 1987, og Steindór eitt barn a) Steinunn Vigdís, f. 14.5. 1983. Bjarni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Svövu Randí Antonsdóttur, árið 1971. Þau áttu saman dótturina Sunnu, f. 25. 8. 1971. Fyrir átti Randí dótturina Lindu, f. 4.4. 1966. Baddi var járnamaður. Hann vann við ýmis þekkt mannvirki hér heima, eins og Loftleiðahót- elið, Bústaðakirkju, Húsgagna- höllina, Sjálfsbjargarhúsið og Búrfellsvirkjun. Eftir síðast- nefnda verkið var hann fenginn til vinnu í Svíþjóð til að kenna þar rétt handbrögð. Þaðan var hann leystur út með viðurkenn- ingarskjal fyrir vel unnin störf. Eftir þrjú ár í Bolungarvík fluttu Baddi, Randí og yngri dæturnar til Bandaríkjanna ár- ið 1980 og bjuggu þar lengst af í Anaheim í Suður-Kaliforníu. Í Bandaríkjunum skildi Baddi handbragð sitt eftir víða, einna mest áberandi mannvirkið er Stratosphere-turninn í Las Ve- gas en hann er eitt af kennileit- um borgarinnar. Baddi og Randí fluttu aftur heim til Ís- lands 1999, áður hafði Linda flutt heim en Sunna er enn bú- sett ytra. Útför Bjarna fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 28. júní 2021, kl. 13. f. 23.2. 1977, gift Sturlu Gunnars- syni, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn, b) Svanfríður, f. 26.7. 1980, maki hennar er Friðrik Örn Jörgensson, þau eiga tvö börn, c) Ásta Hulda, f. 25.2. 1985, gift Þorvaldi Skúla Pálssyni, þau eiga tvö börn, d) Tinna Rut, f. 24.9. 1985, maki hennar er Hall- ur Kristján Ásgeirsson, þau eiga tvö börn, fyrir átti Hallur tvö börn. Fyrir átti Guðmundur soninn Einar Þór, f. 23.9. 1973, eiginkona hans er Elva Dröfn Sveinsdóttir, þau eiga þrjú börn. 2) Brynja Bjarnadóttir, f. 7.4. 1958, maki hennar er Stein- dór Rafn Theódórsson. Börn þeirra eru: a) Harpa Dögg, f. 21.8. 1991, maki hennar er Ed- mund Oddur Hólm, þau eiga einn son, b) Pálmi Rafn, f. 4.5. 1993, og Hjalti Gunnar, f. 27.7. 2002. Fyrir átti Brynja tvö börn: a) Hulda María Magnús- dóttir, f. 8.3. 1980, hún á einn Glaði, skemmtilegi og ljúfi maðurinn sem alltaf var uppi á stalli hjá mér er nú farinn yfir í sumarlandið. Síðustu ár hafa oft verið erfið en húmorinn var allt- af til staðar sama hvað bjátaði á. Eftir að þú fluttir á Eir sungum við oft saman inni í herberginu þínu, síðustu ár var söngurinn þitt líf og yndi. Að geta haldið í höndina á þér þegar þú kvaddir var yndislegt. Starfsfólkinu á þrjú suður vil ég þakka fyrir að hugsa um pabba minn og ég vil líka þakka þeim þá virðingu sem þau sýndu honum eftir andlát hans. Elsku pabbi, ég set hér inn uppáhaldslagið mitt og texta sem segir allt sem segja þarf um tilfinningar mínar til þín. Ó, pabbi minn Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú. Ó pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Takk fyrir allt, þín dóttir Brynja. Hjá afa var glasið alltaf hálf- fullt, jákvæðni og gleði ein- kenndu þennan yndislega mann sem hefur kvatt okkur núna og flogið í fang ættingja sinna í sumarlandinu fagra. Afi elskaði að segja sögur um fólkið sitt og þreyttist seint á að koma öllum börnum á óvart með því að láta puttann sinn hverfa. Minning um mann sem elsk- aði saklausa stríðni og hafði ein- staklega hlýja og jákvæða lífs- sýn situr eftir í hjörtum okkar. Hvíl í friði elsku afi. Einar Þór, Valborg, Svanfríður, Ásta Hulda og Tinna Rut. Þá hefur hann afi okkar kvatt þennan heim eftir snörp veik- indi, fremur óvænt högg þegar virtist vera að rofa til í sam- félaginu. Þar sem við systkinin erum á svo mismunandi aldri eigum við ólíkar minningar og tengingar við þennan afa okkar. Fyrir þeim eldri var hann „afi í Ameríku“ allt fram á unglings- ár, afi sem bjó rétt hjá Mikka Mús þar sem var alltaf sól. Því- líkt ævintýri sem það var hjá eldri helmingnum að heimsækja hann þangað og verða hluti af sögunum. Þar eignaðist nafni hans líka sína fyrstu leikfanga- byssu, allt vildi afi gera fyrir drenginn. Fyrir þeim yngsta var búsetan í Ameríku eitthvað sem hann heyrði bara í sögum frá okkur hinum og nóg átti afi af þeim sögum, um alls konar æv- intýri í Ameríkunni og víðar. Öllum þótti okkur vænt um hann, sama hvaða æskuminning- ar við áttum. Það er sagt að hjá sumum sé glasið alltaf hálffullt. Í okkar minningum var glasið hans afa ekki bara hálffullt heldur stút- fullt, eins og hann gæti alltaf séð léttari hliðarnar á öllu. Alltaf var til brandari eða saga til að létta stemminguna. Sumt höfð- um við heyrt áður en alltaf brostum við og hlógum, slík var frásagnargleði hans. Þetta síð- asta eina og hálfa ár var afar skrýtið, einkenndist af fjarlægð og heimsóknabanni vegna veir- unnar. Þá hjálpaði til að eiga myndir og alls konar minningar til að ylja sér við. Söknuðurinn verður mikill en við erum viss um að það var vel tekið á móti honum í sumarlandinu, nóg af fólki til að hlusta á sögur og hlæja með. Hvíldu í friði, elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hulda María, Bjarni Magni, Harpa Dögg, Pálmi Rafn og Hjalti Gunnar. Bjarni Valgeir Bjarnason HINSTA KVEÐJA Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Ásbjörn Logi og Brynjar Máni. Maðurinn með hlýja, stóra faðm- inn og hljómmiklu röddina er farinn í Sumarlandið. Elsku Gunnar, upp koma óteljandi minningar þegar ég loks læt verða af því að setjast niður og hripa fátækleg orð nið- ur. Hvernig í ósköpunum á mað- ur að geta lýst þínum stóra per- sónuleika í nokkrum orðum? Alltaf hefur þú verið hluti af mínu lífi, mamma og Vigga, kon- an þín, hafa verið vinkonur frá blautu barnsbeini. Og svo voruð þið pabbi miklir vinir, og ég gerði mér í raun ekki grein fyrir því fyrr en eftir að pabbi var fallinn frá. Þú rifjaðir iðulega upp gamla tíma þegar að við hittumst og ég skynjaði svo sterkt hversu mikil áhrif fráfall pabba hafði haft á þig. Þér var svo annt um þína, og ég var svo lánsöm að vera ein af þínum. Þú Gunnar Ingi Birgisson ✝ Gunnar Ingi Birgisson fæddist 30. sept- ember 1947. Hann lést 14. júní 2021. Útför Gunnars fór fram 24. júní 2021. þreyttist aldrei á því að minna mig á mikilvægi mennt- unar, horfðir alvar- legur á mig og spurðir mig í hvert skipti sem við hitt- umst hvort að ég ætlaði ekki örugg- lega að mennta mig. Það var svo gaman að hlusta á þig segja frá, þú varst svo fróður og sagðir skemmtilega frá. Mér finnst orð systur minnar eiga svo vel við núna: „Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni, fólki sem með framkomu sinni er góð fyrir- mynd í orði og verki. Fátt þroskar meira en að fá að vera samferða slíku fólki í lífinu“. Þetta á svo sannarlega við um þig Gunnar. Ég kveð þig með þakklæti, elsku Gunnar, þakklæti fyrir „peppið“, fyrir hlýjuna, fyrir glettnina, fyrir sögurnar, fyrir vináttuna og fyrir að hafa verið svona stór partur af lífi okkar fjölskyldunnar. Elsku Vigga, Binna, Agnes og fjölskyldur, ég sendi ykkur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að vernda ykk- ur og styrkja. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Eva Rós. Elsku Gunni minn, það var sárt að fá fréttirnar um að þú værir farinn. Einn besti drengur sem ég hef kynnst. Aðeins tveimur dögum fyrr sátum við saman og ræddum það sem fram undan var. Og það var margt sem þú varst að vinna í og velta fyrir þér. Með verkefni á þínu borði fyrir ríkið, fyrir sveitarfé- lag, fyrir fyrirtæki og fyrir ein- staklinga. Margir sóttust eftir þinni hjálp og vissu enda sem var, að þeir kæmu ekki að tóm- um kofunum hjá þér. Ég get í einlægni sagt að fáa greindari og ráðabetri menn hef ég hitt á lífsleiðinni. Margir töldu að þú værir jaxl og jarðýta, sem þú vissulega varst, förin stór og verkin mörg og góð. En færri þekktu þínar mýkri hliðar, enda lítið gert í að auglýsa þær. Ég þekki menn sem vissu ekki að þú hefðir hjálpað þeim fyrr en árum seinna þegar aðrir sögðu þeim það. Og marga hef ég hitt sem á erfiðleikastundum í lífi sínu leit- uðu til þín og fengu úrlausn sinna mála. Það verða margir sem minn- ast þín nú með virðingu og þakklæti. Farið verður yfir verkin þín og mannkosti eins og vera ber. En mig langar að minnast þess hér, hversu um- hugað þér var um þá sem minna máttu sín, nokkuð sem sennilega hafði fylgt þér frá barnæsku. Hvað þú varst óþreytandi að tala máli þeirra sem þú taldir að ættu erindi á opinberum vett- vangi. Þú hjálpaðir jafnvel fólki sem ekki hafði reynst þér vel, sérstaklega ef þú taldir það vera gott fyrir Kópavog eða önnur mikilvæg málefni. Þú varst vissulega ekki allra og spilaðir enga vinsældaleiki en samferðamenn þínir til lengri eða skemmri tíma vissu flestir að þar fór mikilhæfur maður með risastórt hjarta þar sem margir rúmuðust, ekki síst þeir sem minna máttu sín og þörfn- uðust hjálpar. En það má enginn sköpum renna. Hugurinn var enn jafn mikill og alltaf en þitt stóra hjarta gat ekki meir. Við verð- um mörg sem munum sakna þín sárt. Innilegar samúðarkveðjur til Viggu, Agnesar, Binnu, Bjössa og krakkanna. Það er stórt skarð höggvið í ykkar líf en eftir stendur minningin um einstakan mann sem snerti líf fjölmargra til góðs. Hvíldu í friði, elsku kallinn minn. Takk fyrir að fá að eiga þig að vini. Þinn vinur, Jóhann Ísberg. Sumt fólk er meira töff en annað fólk. Takk fyrir að taka mér eins og ég er, á þeim forsendum sem okkur voru gefnar. Takk fyrir allar góðu spjallstundirnar þegar ég Katrín Kristjánsdóttir ✝ Katrín Krist- jánsdóttir fæddist 14. maí 1926. Hún lést 26. maí 2021. Útför Katrínar fór fram í kyrrþey. kom óvænt í heim- sókn, takk fyrir að tala við mig ávallt sem jafningja, takk fyrir að leyfa mér að kalla þig ömmu mína og láta mig aldrei efast um að það hafi verið þann- ig. Takk fyrir að hafa látið mér alltaf líða eins ég væri hluti af þér. Ég man okkar fyrstu kynni sem gerst hafi í gær. Flestir hitta ömmu sína áður en þeir fá vit og mál, en ekki þegar ég hitti þig. Ég lá sofandi úti í Bronco 74 þegar ég var vakinn upp með því að við værum komin í heim- sókn á Birkivelli og það væri kominn tími til að vakna og láta sjá mig. Ég hef verið kannski 3 til 4 ára. Frá þeim degi varst þú amma Kata. Auðvitað var ég ólíkur því sem þú hafðir áður séð og örugglega bæði fjörugri og óþekkari en gengur og gerist með börn. Það breytir því ekki að aldrei fann ég fyrir öðru en ég væri þinn, eins og hin sem þú áttir fyrir. Sem betur fer náði ég að þakka þér allt það sem þið hjónin gerðuð fyrir mig. Það er ekki sjálfgefið að vera tekið svo vel. Allir sem þig þekkja vita hverslags konu þú hafðir að geyma. Frá mínum augum varst þú eðaltöffari eins og margar frænkur þínar uppi í Gnúpverja- hreppi. Þið voruð konur sem gerðuð akkúrat það sem ykkur langaði. Tókuð bílpróf ungar og eignuðust flotta bíla, ferðuðust og gerðuð það sem þið vilduð án þess að hengja ykkur á aðra, gamlar hefðir eða álit annarra. Allar þessar sögur fékk ég að heyra hjá þér og hafði mjög gaman af. Áttunda júní, daginn eftir af- mælisdaginn okkar Guðmund afa, varst þú borin til grafar og ég mun minnast þín með bros á vör og þakka þér kærlega fyrir samfylgdina síðustu 40 ár. Ég mun sakna þín, elsku amma Kata. Kveðja, þinn Atli. ✝ Hrafn Ingvar Gunnarsson fæddist á Patreks- firði 2. október 1950. Hann lést 6. maí 2021. Hrafn Ingvar ólst upp á Þing- eyri. Foreldrar hans voru Jóhanna Jónsdóttir, hún lést 2020, og Gunnar Sigurðsson, hann lést 2017. Bróðir hans heitir Einar Gunnarsson. Hrafn Ingvar kvæntist Jó- hönnu Bærings Árnadóttur 28. maí 1975. Þau skildu 1977. Þau eignuðust eina dóttur: Hrafn- hildur Stefánsdóttir. Ingvar Hrafn kvæntist síðar Ólöfu Sigríði Rafnsdóttur 8. júní 1985, þau skildu 1998. Börn þeirra: Gunnar Páll Ingvarsson, fæddur 7. maí 1982 og Ólöf Jóhanna Ingvarsdóttir, fædd 4. mars 1988, gift Mats Anders- son, börn þeirra: Saga Ólöf, fædd 15. nóvember 2014, Theo Hrafn, fædd- ur 17. júní 2017 og Alma Ólöf, fædd 5. apríl 2020. Fyrir átti Ólöf Sigríður 2 börn: Kristín Auðu Halldórsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir. Hrafn Ingvar fluttist til Sví- þjóðar 1988 og bjó þar til dán- ardags. Útförin fór fram 4. júní 2021. Það var á haustdögum árið 1989 sem stofnaður var kór hér í Gautaborg og var einn af stofn- endum, okkar kæri Ingvar Gunn- arsson. Í 32 ár höfum við hist vikulega sungið, spjallað, hlegið og skipst á skoðunum. Ekki eru þau mörg mánudags- kvöldin sem Ingvar hefur látið sig vanta þrátt fyrir að vera ein- stæður faðir, átti hann ekki alltaf heimangengt á meðan börnin voru ung en þá voru þau bara tekin með. Ingvar var gæddur miklum tónlistarhæfileikum bæði í söng og hljóðfæraleik sem við nutum góðs af. Stórt skarð er nú höggvið í söngfjölskylduna sem við svo oft kölluðum okkur. Því fleiri ár sem liðu urðum við nánari hvert öðru og urðum að einni stórfjölskyldu. Nú kveðjum við glaðværan, já- kvæðan og ljúfan vin. Þín verður sárt saknað en minningin lifir. Elsku vinur, við munum raula mörg komandi mánudagskvöld þér til heiðurs. Hafðu þökk fyrir allt. Við vottum Gunnari, Ólöfu, Mats og afabörnunum, okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Íslenska kórsins í Gautaborg, Ingibjörg Gísladóttir. Hrafn Ingvar Gunnarsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birting- ar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.