Morgunblaðið - 28.06.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
✝
Sævar Sæ-
mundsson
fæddist í Austur-
Húnavatnssýslu 26.
febrúar 1945. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni 3.
júní 2021.
Sævar var ætt-
leiddur í ágúst
1945 af Sæmundi
M. Bjarnasyni, f.
8.4. 1916, d. 20.7.
2001, skólastjóra og Guðrúnu
Jónsdóttur, f. 2.2. 1915, d.
15.11. 1991, kennara í Hrísey
og Þelamerkurskóla.
Lífmóðir Sævars var María
S. Júlíusdóttir, f. 31.5. 1927, d.
21.3. 2014.
Systkini sammæðra eru Hug-
rún, f. 1948, Ásgeir, f. 1950, og
Júlíus, f. 1960, Þórðarbörn.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Elín Björg Jóhannsdóttir, f.
22.4. 1948.
kvæntist hann Elínu Björgu og
hófu þau búskap í Einholti á
Akureyri. Lengst af var hann
rafvirki og verkstjóri í Slipp-
stöðinni á Akureyri eða þar til
hann ásamt fleirum stofnaði
Rafeyri árið 1994. Árið 1993
fór Sævar í tvígang til Malawi
á vegum Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands og hafði þar
umsjón með samsetningu
tveggja skipa sem smíðuð voru
í Slippstöðinni. Samhliða vinnu
sinni hjá Slippstöðinni kenndi
Sævar rafmagnsfræði í nokkur
ár á vélstjórabraut VMA. Árið
1995 hóf hann störf hjá Sigl-
ingamálastofnun sem eftirlits-
maður og síðar tæknifulltrúi í
úttektum á rafmagni í skipum
og bátum. Sævar og Elín Björg
fluttu suður árið 2004 þar sem
hann hélt áfram hjá stofn-
uninni og lauk starfsferli sín-
um þar.
Útför fer fram í Akureyrar-
kirkju í dag, 28. júní 2021, kl.
13.
Streymt verður frá útför:
https://tinyurl.com/mj3w8kut
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Börn þeirra eru
1) Sæmundur, f.
1967, maki Marta
Gunnarsdóttir, f.
1970, börn þeirra
Bára, Brynja og
Björk. 2) Guðrún
Ösp, f. 1969, maki
Sigurður E. Val-
garðsson, f. 1966,
börn þeirra Anna
María (börn Sig-
rún Eva og Sæþór
Bjarni), Elvar Jóhann og Bjarki
Rúnar. 3) María Sif, f. 1973,
maki Grímur F. Eiríksson, f.
1972, börn hennar Viktor Ari,
Elín Ása og Hjörtur Elí, börn
hans Amalía Arna, Telma Kar-
en, Birta Marín og Oliver
Breki.
Sævar ólst upp í Hrísey þar
til hann fór í Héraðsskólann á
Laugum og þaðan í nám í vél-
stjóra og síðan í rafvirkjun hjá
Raforku á Akureyri. Árið 1966
Hér sit ég að rita minningar-
orð til þín, þetta er eitthvað svo
skrítið og óraunverulegt.
Hugurinn er búin að reika og
minningar búnar að skjótast upp
í hugann.
Manstu samkomulagið okkar
þegar ég var 10 ára, ég þyrfti að
vera komin inn og í náttkjólinn
áður en mamma kæmi heim af
kvöldvaktinni. Svo sat ég á gólf-
inu fyrir framan sófann sem þú
lást í, eldrauð í framan af útiveru,
brosandi allan hringinn og þóttist
ekkert hafa farið út eftir kvöld-
mat. Þegar ég fékk að fara með
þér á kóræfingar, karateæfingar
og dúllast með þér á sjónum. Sjó-
ferðirnar eru ógleymanlegar, ég
fékk að dröslast með meira til
ógagns en gagns, söng og þvæld-
ist fyrir þegar þú veiddir í soðið.
Fékk að aðstoða við að bera
inn hleðslusteinana í milliveggina
í Tungusíðunni. Þú talaðir oft um
hvað ég, fimm ára, hafi verið dug-
leg og sagðir alltaf að ég hefði
borið alla steinana. Þegar þú sast
yfir mér á gjörgæslunni, vékst
ekki frá mér þegar ég fékk heila-
himnubólgu eða þegar þú steiktir
síldina með haus og hala, eins og
ég sagði. Ég var nú ekki beint
þakklát fyrir þá viðleitni. En eftir
þá eldamennsku samdir þú við
kokkinn í Slippnum og fram að
heimkomu mömmu, sem var í
Hveragerði, voru steikur með
sósu í boði í öll mál. Ég fékk
þrjóskuna frá þér, munum samt
ekki viðurkenna fyrir neinum að
við séum þrjósk. Þrjóskan okkar
kom sterkt fram þegar ég flutti
út um 12 ára aldur, okkur lenti
saman og hvorugt okkar var
tilbúið að bakka. Ég flutti yfir
götuna og bjó þar í viku, hvorugt
okkar ætlaði að gefa sig. Þú varst
svo stoltur af mér þegar ég klár-
aði masternámið mitt, þrjóskan
sem ég erfði frá þér og stuðning-
urinn frá ykkur mömmu skipti
þar sköpum.
Þú varst svo glaður þegar
barnabörnin fæddust, naust þess
að vera afi og monta þig af þeim
við alla sem vildu og ekki vildu
heyra. Ég man löngu stundirnar
sem þið Viktor Ari áttuð í spjalli
og klukkustundirnar sem þið átt-
uð við taflborðið. Það var svo
gaman að sjá þegar hann kom
fyrir rúmi ári og þú tókst auka
hvíld dagana áður til að hafa orku
til að spjalla og þið tókuð nokkrar
skákir. Þú varst alltaf til í að fífl-
ast með Elínu Ásu, læra dansa,
svo stoltur af henni þegar hún
var að spila á tónleikum og í
handboltanum. Þú sagðir alltaf
að hún ætti eftir að ná langt, ég
er ekki frá því að hún hafi erft
þrjóskuna frá okkur. Manstu
veiðiferðina með Hirti Elí, þegar
þið hringduð og báðuð um að láta
skutla aukalyklunum í Garð. Þið
hefðuð læst lyklana inni í bílnum.
Svo hélst þú hlátrinum í þér, þeg-
ar þið komuð heim með makrílinn
og sagðir að mömmur ættu alltaf
að elda aflann.
Þú tókst Grími svo vel þegar
ég kynnti hann inn í fjölskylduna,
þið urðuð strax bestu mátar. Þú
sagðir við mig að hann væri sá
rétti fyrir mig. Einnig varst þú
svo duglegur að spyrja um öll
börnin okkar sjö.
Ég er svo þakklát fyrir stund-
irnar okkar áður en þú kvaddir.
Það var svo gott að spjalla bæði
um fortíðina og framtíðina. Elsku
besti pabbi labbi, elska þig svo
mikið, takk fyrir hláturinn og
grátinn. Knús á þig og alla í Sum-
arlandinu. Stelpuskottið þitt,
Lalla/Sibbalína.
María Sif.
Það var sumarið 2014 sem ég
hitti tengdapabba í fyrsta skipti
svo ég muni eftir, en það var í
Skógum í Hörgárdal. Hann hafði
verið á leið norður og fékk far
með Maríu minni norður, en þar
var ég að bardúsa í gömlu sveit-
inni minni. Sævar var kunnugur
Skógum og fólkinu sem hafði
stundað búskap þar, ömmu og afa
sáluga. Við fyrstu kynni var ég
tekinn inn í fjölskylduna sem var
ekki endilega sjálfsagt, né að
hann tæki börnunum mínum sem
sínum afabörnum og er ég honum
ævinlega þakklátur fyrir. Ég
minnist hans sem mikils karakt-
ers, glaðlynds húmorista, en
ákveðins manns sem stóð á sínu.
Ég hafði gaman af þegar hann
var að tala um skipin og ferðalög-
in sem hann hafði farið í. Einnig
veiðisögum frá sjó og landi, þær
voru ófáar sögurnar sem hann
gat sagt á sinn óborganlega hátt.
Ég þakka fyrir tímann sem mér
hlotnaðist með honum og fer með
ljúfar minningar inn í framtíðina
með dóttur hans og öðrum með-
limum fjölskyldunnar sem hann
dáði og treysti mér fyrir. Góða
ferð, elsku tengdapabbi, Guð
varðveiti þig.
Grímur Fannar.
Í dag kveð ég elsku Sævar,
tengdapabba minn, með söknuði.
Sævari kynntist ég fyrir 33 árum
þegar ég, 17 ára stelpa að sunn-
an, festi bíl Sæma í snjóskafli á
göngustígnum í Kjarnaskógi og
þeir feðgar fóru saman að losa
bílinn. Þetta þótti Sævari með
eindæmum skemmtilegt og ég
heyri enn hlátur hans og kímni
þegar hann gerði góðlátlegt grín
að óförum mínum. Akkúrat svona
var Sævar, alltaf til í að slá á létta
strengi og sjá spaugilegu hliðarn-
ar á hlutunum. Það var mikið
hlegið þegar fjölskyldan kom
saman, enda var fjölskyldan
Sævari mikilvæg og hann
óendanlega stoltur af öllum sín-
um afkomendum. Ég hef verið
svo heppin að eiga margar sam-
verustundir með Sævari í gegn-
um árin og hann kom alla tíð fram
við mig sem eitt af sínum börn-
um. Við Sævar vorum þó ekki
alltaf sammála og þegar honum
fannst ég vera orðin of ákveðin
kallaði hann mig í gríni járn-
frúna, en oftast kynnti hann mig
með stolti sem uppáhaldstengda-
dóttur sína. Margar góðar minn-
ingar koma upp í huga minn þeg-
ar ég sit hér og hugsa til baka;
ferðalagið sem ég fór með honum
og Ellu á húsbílnum um Strand-
irnar á meðan Sæmi var fastur á
Rússatogara vegna vinnu sinnar,
þegar við Sæmi og stelpurnar
fórum með þeim Vestfirðina og
enduðum í 150 ára afmælisveislu
Ögurkirkju, Hríseyjarferðirnar
þegar hann sýndi stoltur stelp-
unum eyjuna sína, áramótin okk-
ar saman í Leiðhömrum og svona
gæti ég áfram talið.
Elsku Sævar minn, síðustu tvö
ár hafa verið þér erfið, en lær-
dómsrík fyrir okkur sem fylgd-
umst með þér í baráttunni við
óvininn sem ekki var hægt að
sigra. Ég veit að þú ert hrókur
alls fagnaðar í sumarlandinu með
öllu því góða fólki sem þar er.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín uppáhaldstengdadóttir,
Marta.
Elsku afi kallinn
Það er svo sárt að hugsa til
þess að þú sért farinn frá okkur
en á sama tíma gleður það okkur
að hugsa um alla hlýjuna sem þú
skilur eftir. Þegar við systur
komum í heimsókn til þín og
ömmu vantaði aldrei grínið né
fíflaskapinn. Þér tókst alltaf að
æsa mannskapinn upp og koma
öllum í gott skap í kringum þig.
Eitt af mörgu sem þú hefur kennt
okkur er að vera ekki að stressa
sig á lífinu og finna gleðina í litlu
hlutunum.
Við erum þakklátar fyrir
minningarnar sem við eigum með
þér, öll ferðalögin sem við fórum
saman og þegar við systur feng-
um að koma yfir í húsbílinn til
ykkar ömmu þar sem við gátum
komið inn í hlýjuna, fengið heitt
kakó og dundað okkur við að
leysa gestaþrautirnar sem þú
dróst alltaf fram. Sama hvað við
æfðum okkur mikið í þrautunum,
tókst þér alltaf að klára þær á
undan okkur með svindli.
Það var alltaf fjör í kringum
þig, þú áttir auðvelt með að koma
okkur í gott skap og tókst alltaf
þátt í öllu bullinu okkar. Eins og
þegar við lágum á gólfinu og vor-
um að spyrna okkur á milli
veggja og auðvitað vildir þú líka
prófa, lagðist á gólfið með okkur
og tókst þátt í gleðinni. Við mun-
um aldrei gleyma hlátrinum sem
kom hjá þér eftir þennan leik því
þegar þú hlóst smitaðir þú alla í
kringum þig.
Við munum sakna þess að
koma í heimsókn og hjálpa þér að
leita að namminu sem amma
hafði falið fyrir þér, við munum
líka sakna allra nebbakossanna
sem þú gafst okkur. Takk fyrir
allar góðu minningarnar sem við
eigum og góða skemmtun í Sum-
arlandinu þínu. Söknum þín elsku
afi og vitum að þú fylgist stoltur
með okkur og hvetur okkur
áfram.
Elskum þig alltaf,
B-in þín þrjú,
Bára, Brynja og Björk.
Elsku besti afi kallinn.
Þegar við hugsum til þín koma
upp óendanlega margar minning-
ar sem fá okkur til að brosa og
hlæja. Það sem var gaman að
hlæja með þér að prakkarastrik-
unum sem við gerðum, fíflast
með þér, dansa með þér og margt
fleira. En það var ekkert betra en
að fá knús frá afa sínum og fá að
kúra með þér í sófanum þegar þú
varst að taka blundinn þinn yfir
fréttunum.
Við eigum eftir að sakna afa-
knúsanna en við vitum að þau
munu bíða okkar.
Takk fyrir að vera með okkur í
hlátrum og tárum, takk fyrir allt
sem þú kenndir okkur og það sem
við lærðum af þér. Við vildum að
við hefðum haft meiri tíma til að
læra af þér því það er svo mikið
sem þú gast kennt okkur.
Elskum þig alltaf afi.
Þinn Brasmundur, þín Skelli-
bjalla og þitt Litla ljón
Viktor Ari, Elín Ása og
Hjörtur Elí.
Þá hefur hann tekið flugið,
mágur minn Sævar, eftir erfiða
en snögga baráttu við þann Ill-
víga. Styrkur stóð hann lengi af
sér orrahríðina, lengur en honum
var ætlað, enda dugur í Máfi, eins
og í gælum við kölluðum hvor
annan.
Hann taldi sig Hríseying, var
einbirni og kjörsonur þeirra
sæmdarhjóna Guðrúnar og Sæ-
mundar, kennslu- og skólastjórn-
enda þar og síðar á Laugalandi á
Þelamörk. Hann kom inn í barn-
marga fjölskyldu okkar í Rán
þegar hann kynntist elstu systur
okkar, Ellu Boggu, og sem síðar
urðu hjón. Honum líkaði mergðin
vel, hvatvís og var laginn að koma
umhverfinu á hreyfingu, ekki
alltaf hljóðlega, en oftar í gleði.
Hann hafði ekki alltaf mikið
fyrir því að koma sér í „sögubæk-
urnar“, stundum af hrakföllum,
sem fljótt urðu að skemmtisögum
– svona eftir á, oft sagðar af hon-
um sjálfum. Trúlega voru þær
honum nauðsyn til að halda lífinu
ljúfu og voru oft sagðar með
smitandi kátínu mömmu sinnar.
Stundum hvarflaði það að mér
hvernig hann gæti gengið svona
glaður og óhræddur inn í næsta
dag. Sögumaður margra sagna
góður, líka af þessum síkáta snill-
ingi, enda líka vel lesinn, kunni
margt og miðlaði ýmsum kornum
til annarra kynslóða. Hann varð
rafvirki frá Raforku hf., var með
vélstjórnarréttindi og var til sjós
á sínum yngri árum, var við störf
á Verksmiðjum SÍS á Gleráreyr-
um, rafvirkjameistari við yfir-
verkstjórn í Slippnum, við verk-
menntakennslu og síðast
skipaskoðunarmaður á Akureyri,
síðar Kópavogi. Í honum var
dugnaður, því oft voru vinnudag-
arnir langir og af elju byggði
hann í frítíma sér og sínum fal-
legt hús í Tungusíðunni þar sem
þau saman mótuðu fjölskyldu
sinni gott heimili. Hann var stolt-
ur af fallegri fjölskyldu þeirra
hjóna og mátti vera það. Hann
var mörgum hjálpsamur og naut
stórfjölskyldan og vinir krafta
hans í ýmsu. Hann fékk líka góða
umsjá heima hjá systur minni,
bara með töfraorðinu „ELLA!“ .
Hann naut þess að vera í góð-
um félagsskap, vinsæll hvort sem
það var við söng í karlakór, í sjó-
stangaveiði (átti einnig trilluna
Blæ), í stúkustarfi Oddfellowa, í
briddsspilun, á ferðalögum hús-
bíla eða að skemmta sér með
traustum vinum, s.s. samferða-
fólki frá Laugum og Hrísey.
Hann var mannvinur mikill, kát-
ur og lítt bældur, aðgerðarsinni
sem hafði gaman af lífinu, þó svo
að öryggi hafi ekki ætíð fylgt.
Við áttum góða, ljúfa vináttu
frá fyrstu stundu þegar hann var
að skjóta sér í Ellu Boggu, sem
ég man vel. Við bræður vorum á
heimleið úr sundi gegnum „bæ-
inn“ og uppgötvuðum þau, sitj-
andi í Willis-jeppa kyrrstæðum, á
„Rúntinum“. Einhverjar hreyf-
ingar okkar sýndu að við sáum til
þeirra, þannig að við vorum kall-
aðir yfir götuna og teknir tali um
opnar bílstjóradyrnar, hann
hress, en kvöldbirtan gat falið lit-
arhátt systur okkar. Mér fannst
strax að þetta væri „fínn kær-
asti“ og varð spenntur. Það hélt
áfram og það brá aldrei skugga á
okkar gagnkvæmu vináttu. Takk
fyrir allt og allt.
Elínu Björgu systur ásamt
börnum þeirra, Sæmundi, Guð-
rúnu Ösp og Maríu Sif og fjöl-
skyldum þeirra, sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
„Fljúgðu Máfur – fljúgðu“.
Björn og Sigrún.
Skógur í maí. Minning um liðinn dag
marar úr gleymsku. Syngjandi fugl á
grein.
Í stillunni mýsveimið suðar
í síbylju óvitans kallmerki.
Til staðar fyrri og orða aftur hverf.
Úrsvölum lófa strýkur mér sjávarkul
um hnakka, meðan hágeng sólin
við hægan loga brennir minningum.
(Bragi Sigurjónsson)
Minning um liðinn dag. Ætli
ég muni ekki Sævar frænda minn
fyrst á fermingardaginn hans.
Það var í fyrsta skiptið sem ég
kom til Hríseyjar. Var þar með
foreldrum mínum. Man svo sem
ekkert eftir sjálfri fermingunni
en veit að séra Fjalar Sigurjóns-
son fermdi og Guðrún Jónsdóttir,
móðursystir mín, lék á orgel og
stjórnaði söng eins og hún gerði í
fjölda ára í Hríseyjarkirkju. Hún
og Sæmundur Bjarnason maður
hennar voru kennarar í Hrísey í
hálfan annan áratug og sá Sæ-
mundur um skólastjórnina. Sama
árið og þau settust að í Hrísey
tóku þau Sævar í fóstur og ætt-
leiddu hann. Hins vegar man ég
vel að þetta var gleðidagur. Þær
voru þar allar Jónsdætur og á
myndinni sem tekin var af þeim
eru þær allar hlæjandi eins og
þeim var lagið þegar þær komu
saman. Þeim fannst öllum að þær
ættu nokkuð í Sævari, ekki síst
móður minni sem hafði verið með
systur sinni þegar hún tók að sér
drenginn. María Júlíusdóttir,
móðir Sævars, var einnig í ferm-
ingunni og til er mynd af henni
með Sævari og kjörforeldrunum.
Enda þótti sjálfsagt að allir vissu
hverra manna Sævar væri þótt
hann hafi verið tekinn inn í fjöl-
skyldu Jónsdætra. Þau áttu mjög
vel saman Rúna móðursystir mín
og Sævar, bæði mjög glaðsinna,
og hann fékk gott atlæti hjá þeim
Sæmundi enda minntist hann
þess með því að skíra börn sín
eftir þeim en líka Maríu, móður
sinni, sem hann hafði alltaf sam-
band við.
Eftir að Sævar hafði lokið
barnaskóla í Hrísey, var hann í
Laugaskóla í Reykjadal, en þar
var Hríseyjarkrökkum kennt
sund áður en sundlaug var byggð
í eynni. Sævar lauk gagnfræða-
prófi frá Laugum og fór síðan í
nám í rafvirkjun á Akureyri.
Hann bjó ýmist hjá Hlín móður-
systur sinni og Gústav Jónassyni
rafvirkja manni hennar eða
heima hjá foreldrum mínum. Þá
kynntist ég Sævari best. Gleði
hans og góðri lund, vilja til að láta
gott af sér leiða og ræktarsemi
við sína nánustu. Ungur kvæntist
Sævar Elínu Björgu Jóhanns-
dóttur og eignuðust þau þrjú
börn. Hafa Elín Björg og börnin
þeirra staðið þétt með Sævari í
löngum veikindum hans og sýnt
honum sömu umhyggju og hlýju
og hann sjáfur hefur alltaf veitt
sínu fólki. Ég sendi þeim kveðju
mína frá Helsinki og votta þeim
innilega samúð. Nú er þjáningum
Sævars lokið og hann getur
glaðst með Rúnu móður sinni á
öðru tilverustigi, þau voru hvort
annars hamingja.
Úlfar Bragason.
Vinur minn og svili, Sævar Sæ-
mundsson, er látinn eftir erfið
veikindi. Erfitt var fyrir fjöl-
skyldu og vini að horfa upp á
þennan stóra og sterka mann
þurfa að láta í minni pokann fyrir
þessum erfiða sjúkdómi. Við
Sævar kynntumst fyrir næstum
fimmtíu árum og aldrei hefur
skuggi fallið á vináttu okkar enda
Sævar
Sæmundsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN ÁRNADÓTTIR,
Hrafnistu, Boðaþingi,
áður til heimilis í Kveldúlfsgötu 1,
Borgarnesi,
lést þriðjudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju
mánudaginn 5. júlí klukkan 13.
Sólrún Gunnarsdóttir Gylfi Már Guðjónsson
Hafdís A. Gunnarsdóttir Nikulás Árni Halldórsson
Trausti Gunnarsson Ástríður Gunnarsdóttir
Tryggvi Gunnarsson Halldóra Ágústsdóttir
Ingileif A. Gunnarsdóttir
Árný Guðrún Gunnarsdóttir Guðjón Bjarnason
og fjölskyldur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÉTUR HAFSTEIN SKAPTASON,
Akurgerði 25, Vogum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
þriðjudaginn 23. júní. Útförin fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju, mánudaginn 12. júlí klukkan 13.30.
Svava Pétursdóttir Gunnar Halldór Gunnarsson
Margrét Pétursdóttir Ína Björk Hannesdóttir
Gerður Pétursdóttir Jón Ben. Einarsson
Guðbjartur Pétursson Ragnheiður Jónsdóttir
Hulda S. Pétursd. Robbins Leslie Robbins
Iðunn Pétursdóttir Stefán Kristinn Guðlaugsson
afa og langafabörn