Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 2

Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Tveir hjúkrunarfræðingar á skurðstofu 80-100% starf Leitum að tveimur einstaklingum með íslenskt hjúkrunarleyfi og reynslu. Leyfi í skurðhjúkrun æskilegt. Önnur staðan er stjórnunarstaða með yfirumsjón með skipulagi og verkefnum á skurðstofunum og mun í fyrstu vinna samhliða núverandi stjórnanda sem mun láta af störum á næstunni sakir aldurs. Verksvið er vinna og skipulag á skurðstofum, innkaup, gæðastarf og eftirlit. Samskipti við sjúklinga og leiðbeining. Æskileg er góð tölvukunnátta (word/excel), frum- kvæði, forystu- og samskiptahæfni, stundvísi og faglegur metnaður. Upplýsingar veitir Stefán E. Matthíasson framkvæmdastjóri sem tekur við umsóknum með náms- og starfsferilsskrá auk meðmælenda, rafrænt á stefan@laekning.is, eða í síma 696 7585. Starfskjör eru samningsatriði en grundvallast á samningi SA og viðkomandi stéttarfélags. Skurðstofan ehf hóf starfsemi árið 1996. Þar eru gerðar dagskurð- aðgerðir í almennum-, æða-, lýta- fegrunar-, bæklunar- og kven- sjúkdómaskurðlækningum. Frá stofnun rúmlega 45000 aðgerðir. Alger endurnýjun tækja og búnaðar hefur átt sér stað undanfarið og býr fyrirtækið nú yfir bestu fánlegu tækni á sínu sviði. Skurðstofan er lítið fyrirtæki með samheldnum hópi starfsmanna þar sem lögð er áhersla á góða þjónustu og gæði. Vinnutími er að öllu jöfnu frá kl 8-16 virka daga. Lágmúla 5, 108 Reykjavík. S. 590 9213. Leitum að öflugum liðsauka Umsóknarfrestur er til 15.06. 2021. BYGG býður þér til starfa Véladeild Óskað er eftir vönum vörubílstjóra. Framtíðarstarf í boði. Góð vinnuaðstaða og tæki. Upplýsingar veitir Guðjón S: 617-3000 – gudjon@bygg.is www.bygg.is BYGG byggir á 37 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og er meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag. Traust atvinna í boði. Lausar stöður hjá Hafnarfjarðarbæ Hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar á: Grunnskóli • Aðstoðarskólastjóri - Áslandsskóli • Dönskukennari á mið- og unlingastigi - Áslandsskóli • Samfélagsfræðikennari í unglingadeild - Áslandsskóli • Stuðningsfulltrúi í fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli • Umsjónarkennari á yngsta stigi- Hraunvallaskóli • Umsjónarkennari í fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli Málefni fatlaðs fólks • Starfsmaður á heimili – Öldugata Sumarstörf • Fjölbreytt sumarstörf í leikskólum Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. BÍLSTJÓRI ÓSKAST Á OLÍS REYÐARFIRÐI VILTU AKA Á VEGUM OLÍS? JAFNLAUNAVOTTUN 2019–2022 Olíuverzlun Íslands óskar eftir að ráða meiraprófs- bílstjóra til starfa á Reyðarfirði. Helstu verkefni og ábyrgð: • Dreifing á vörum til viðskiptavina á Austurlandi • Afgreiðsla á smurolíu til skipa • Afgreiðsla á gasi, klór og annarri vöru • Samskipti við viðskiptavini og flutningsaðila Hæfniskröfur: • Meirapróf og ADR-réttindi • Lyftarapróf • Rík þjónustulund • Skipulagshæfni • Gott vald á íslensku eða ensku Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Segatta, ss@olis.is. Vinsamlega sendið umsóknir til mannauðsstjóra Olís, Ragnheiðar Bjarkar, á rbg@olis.is merktar „Bílstjóri“. Umsóknarfrestur er til 14. júní 2021. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.