Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
GENERAL
SERVICES CLERK
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu
General Services Clerk lausa til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní
2021. Frekari upplýsingar er að finna á
heimasíðu sendiráðsins:
https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic
Recruitment Application (ERA)
The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking
an individual for the position of General
Services Clerk.The closing date for this
postion is June 20, 2021. Application
instructions and further information can be
found on the Embassy’s home
page:https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Applications must be submitted through
Electronic Recruitment Application (ERA)
Stjórnarráð Íslands
Heilbrigðisráðuneytið
Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu
innviða heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu. Um er að
ræða aðra af tveimur stoðskrifstofum ráðuneytisins. Helstu verkefni skrifstofunnar eru; samningar, innkaup á vöru og þjónustu
í heilbrigðiskerfinu, sjúkratryggingar, lyf og lækningatæki, byggingaframkvæmdir, mönnun heilbrigðisþjónustu, úrvinnsla
tölfræðiupplýsinga auk þess að framkvæma stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir með gerð lagafrumvarpa og reglugerða.
Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. ágúst 2021
Helstu verkefni og ábyrgð
• Undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir ráðherra og móta stefnu stjórnvalda á sviði innviða heilbrigðisþjónustu.
• Stýra daglegum verkefnum og starfsfólki skrifstofunnar.
• Yfirumsjón með verkefnum er varða innviði heilbrigðisþjónustu.
• Fylgja stefnu stjórnvalda eftir gagnvart þjónustuveitendum.
• Þátttaka í nefndarstörfum og innlendu og erlendu samstarfi.
• Samstarf við stofnanir og hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Skilyrði er að umsækjandi hafi;
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er áskilin.
• Þekkingu á fjármálum hins opinbera.
• Þekkingu og reynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Hæfni og reynslu til stefnumótunar.
• Þekkingu og reynslu á sviði rekstrar og stjórnunar.
• Mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum.
• Metnað og vilja til að ná árangri.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt hæfni í verkefnastjórnun.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Þá er æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu á sviði heilbrigðismála.
Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra, sem
skipar í embættið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við
Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Áhugasamir einstaklingar, eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt
kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Umsókn skal skila
rafrænt á netfangið hrn@hrn.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2021.
Upplýsingar um embættið veitir Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri
(asta.valdimarsdottir@hrn.is) sími 545 8700.
Aðstoðarmaður dómara í Landsrétti
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar starf löglærðs aðstoðarmanns dómara við Landsrétt.
Löglærðir aðstoðarmenn dómara sinna lögfræðilegum verkefnum og aðstoða dómara réttarins
í störfum þeirra í samræmi við ákvörðun forseta réttarins, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 50/2016.
Meðal helstu verkefna er auk aðstoðar við dómara, vinna við dómareifanir, úrvinnsla kærumála
sem og lögfræðileg greining mála sem til úrlausnar eru fyrir réttinum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
• Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli er nauðsynleg.
• Góðir skipulagshæfileikar, hæfni til að vinna sjálfstætt og færni í mannlegum samskiptum.
• Þekking og reynsla á sviði réttarfars er æskileg.
• Reynsla af greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna er æskileg.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Með umsókn skal fylgja
ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og
hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur.
Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist rafrænt á netfangið landsrettur@landsrettur.is.
Umsóknir gilda í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu í starfið liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Viðar, skrifstofustjóri Landsréttar, gunnar.vidar@landsrettur.is
eða í síma 432-5300.
Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2021.