Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra í fullt starf. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsýsla með styrkveitingum innanlands og utan; móttaka umsókna, skráning, afgreiðsla, bréfaskipti og umsjón með greiðslum • Kynningarmál; heimasíða, samfélagsmiðlar, kynningarbæklingar og fleira • Samskipti við innlenda og erlenda samstarfsaðila • Skipulag og vinna við margvísleg verkefni og viðburði á vegum Miðstöðvarinnar • Almenn skrifstofustörf Hæfniskröfur • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi • Mjög góð færni og þekking á ritvinnslu-, reikni-, myndvinnslu- og vefforritum • Innsýn, þekking og áhugi á bókmenntum • Skipulagshæfileikar, nákvæmni, frumkvæði og metnaður • Þekking, reynsla og hæfni í textaskrifum og miðlun upplýsinga • Reynsla af erlendu samstarfi • Mjög góð íslenskukunnátta auk færni og góðrar kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli • Lipurð í mannlegum samskiptum Frekari upplýsingar um starfið Starfshlutfall er 100%. Verkefnastjóri heyrir undir fram- kvæmdastjóra. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Starfsferilskrá og kynningarbréf (1 bls) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, skal senda á netfangið islit@islit.is, merkt verkefnastjóri. Gert er ráð fyrir að verkefnastjóri taki til starfa í ágúst nk. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2021. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri, hrefna@islit.is Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi með styrkveitingum og ýmsum öðrum hætti. Jafnframt kynnir Miðstöðin íslenskar bókmenntir erlendis og stuðlar að aukinni útbreiðslu þeirra. Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir starf verkefnastjóra STARFSMAÐUR Á VERKSTÆÐI Víkurvagnar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem byggir á langri reynslu. Fyrirtækið er leiðandi í smíði og ásetningu á dráttarbeislum, sölu á kerrum og þjónustu við þær. Lagt er upp úr góðum starfsanda og léttleika, með ábyrgð og góð vinnu- brögð að leiðarljósi. Víkurvagnar er félagi í Bílgrein- asambandinu. STARFIÐ • Ásetning á dráttarbeislum og rafbúnaði því tengdu • Sérsmíði á dráttarbeislum eftir þörfum • Ásetning og viðgerðir á vörulyftum sendibíla • Viðgerðir á kerrum ÞEKKING • Iðnmenntun sem að nýtist í starfi kostur, vélvirkjun, bifvélavirkjun, bílasmíði, almenn járnsmíði • Verksvit og þekking á rafmagnsbúnaði • Góð mannleg samskipti • Löngun til að læra nýja hluti og tileinka sér nýjungar Um framtíðarstarf er að ræða Allar upplýsingar í síma 691 9170 eða bjarni@vikurvagnar.is Hyrjarhöfði 8 - 110 Reykjavík - Sími 577 1090 - vikurvagnar.is Aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík auglýsir starf aðstoðarskóla- meistara til næstu fimm ára laust til umsóknar frá og með 1. ágúst 2021. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn og rekstur skólans sbr. 8. grein laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Aðstoðarskólameistari skal uppfylla skilyrði í ákvæðum laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn- skólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Reynsla og menntun í stjórnun menntastofnana er æskileg. Laun eru í samræmi við kjarasamning KÍ og stofnana- samning Kvennaskólans í Reykjavík. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með afriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti. Umsóknir sendist rafrænt til Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara í netfangið hjalti@kvenno.is fyrir 14. júní 2021, sem gefur jafnframt frekari upplýsingar. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.kvenno.is, er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Skólameistari INTERNATIONAL BUSINESS DEVELOPMENT AND PUBLIC AFFAIRS OFFICER The Embassy of Canada in Reykjavik seeks to hire an eligible candidate for the designated position as above. Closing date for the application: 02 July 2021 Further details can be found at: www.canada.is under Job Opportunities Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2021. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Harðardóttir hronn.hardardottirr@heilsugaeslan.is - 513 6350. SJÁ NÁNAR Á WWW.HEILSUGAESLAN.IS UNDIR LAUS STÖRF OG Á WWW.STARFATORG.IS Vilt þú verða hluti af okkar frábæra teymi þar sem ánægja starfsfólks með vinnustaðamenningu er í hámarki samkvæmt starfsánægjukönnun? Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, notendafulltrúi, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og þjónustufulltrúar þar sem unnið er í góðri samvinnu að málum þjónustuþega. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Við erum að fullmanna teymið og ef þú hefur áhuga á að vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þá er þetta spennandi tækifæri. Góð aðlögun er í boði. TAKTU ÞÁTT Í UPPBYGGINGU GEÐHEILSUTEYMIS HH VESTUR HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Stuðla að valdeflingu og veita jafningjastuðning Styðja við félagslega virkni Kynna úrræði í nærumhverfi Skapa hvatningu við athafnir daglegs lífs Styðja við markmiðasetningu Þróa aðkomu notenda að starfsemi teymisins Sjá til þess að rödd notandans sem er fagmaður á sínu sviði heyrist Aðstoða við og taka þátt í námskeiðum Taka þátt í hópavinnu NOTENDAFULLTRÚI SÁLFRÆÐINGUR HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Viðtöl á starfsstöð eða heimavitjanir Greining og meðferð einstaklinga með geðrænan vanda Vinna í þverfaglegu teymi Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við einstaklinga og aðstandendur Námskeiðshald Samstarf við aðrar stofnanir, úrræði og samtök HJÚKRUNARFRÆÐINGUR HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Málastjórn (case management), yfirumsjón og stjórn á gangi mála Viðtöl á starfsstöð eða heimavitjanir Þverfagleg samvinna Framkvæmd heilsumats Skipuleggja, veita og skrá geðhjúkrunar- meðferð og setja fram meðferðaráætlun Ráðgjöf og fræðsla til notenda og aðstandenda Skipuleggja og halda fjölskyldufundi Námskeiðshald Samvinna við aðra fagaðila innan sem og utan stofnunar Um er að ræða tímabundin störf til eins árs. Starfað er í þverfaglegum teymum í náinni samvinnu við starfsfólk heilsugæslustöðva, þjónustumiðstöðva, geðsviðs Landspítala, annarra stofnana og samtaka. Vantar þig fagmann? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.