Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 14.02.1976, Qupperneq 3

Skólablaðið - 14.02.1976, Qupperneq 3
ILLÍ TOBB \ Enn þá einu sinni tranar sér fram i sviös- ljósið bekkur sá, sem frægur varð á siðasta skólavetri undir nafninu n5.-Y mafían" og lengi mun verða minnzt í sögu skólans. Allir vita, hvernig hann yfirtók Herranótt síðastliðinn vetur. Nýjasta dæmi um yfirgang þessa dæmalausa bekkjar er, hvernig hann vinnur marklaust að því að sölsa undir sig siður Skólablaðsins með Dandimannaþátt sem sitt sterkasta voþn. Pramsóknin, sem hófst í síðasta Skólablaði, heldur nú áfram af tvöföldum krafti, þar sem nú eru slegnar ntvær flugur" í einu höggi, og »lít- ill fugl" hvíslaði því að okkur, að fleiri munu fylgja í kjölfarið. nPlugurnar tvær", sem hér um ræðir, eru þeir Ellert Már Jónsson og Þorbergur Steinn Leifsson, þekktari undir nöfnunum Elli og Tobbi. Eru þeir stolt bekkjar síns að öllum öðrum ólöstuðum. Að lýsa Ella væri vandaverk, en nfróður. mað- ur" sagði eitthvað á þá leið, að helzt mætti líkja honum við háa, tignarlega, jóniska súlu. Til nánari glöggvunar þykir okkur rétt að draga upp skýrari mynd af Ella. Munum við byrja efst og fikra okkur niður á við. Efst trónir dökkur hárbrúskur, sem oft er i minna lagi vegna dálæt- is Ella á rakarastéttinni, enda gengur hann und- ir nafninu i.snoðmaur" í góðra vina hópi. A nefi Ella tollir einhver furðuhlutur, sem við nánari athugun reynast vera gleraugu. Höfum við hermt, að þau hafi hann fengið í arf frá langömmu sinni sálugu. Búkur Ella er grannnur og maðurinn fag- urlimaður, en sú dýrð er þvi miður oftast hulin svörtum leðurjakka. Fótabúnaður Ella hefur oft vakið furðu manna, og þá ekki síst, þegar hann hefur stigið dansinn á skemmtistöðum borgarinnar af mikilli list i hinum alræmdu gulu strigaskóm sínum. Með strigaskóna í huga væri ekki úr vegi að geta íþróttaafreka Ella. Ferill hans byrjaði þegar hann aðeins __ ára varð Reykjavíkurmeist- ari í___• flokki knattspyrnu. Ekki lét hann þar vlð sitja og hefur æft óslitið síðan. Eyðir hann nú öllum föstudagskvöldum i þessa uppá- haldsiþrótt sína. Hreysti hans og hugrekki hafa komið honum að góðu gagni i brúarvinnunni á sumrin. Hefur fífldirfska hans verið rómuð í dagblöðum borgarinnar og myndir birst af honum í stellingum, sem sjálfur Tarzan hefði ekki getað leikið eftir. Mestur hefur þó hróður Ella verið á sviði leiklistarinnar. nÖlygin"sagði okkur, að Elli hefði stigið sin fyrstu spor i þá átt, þegar hann lék franska tízkusýningardömu á kynningu um Frakkland í 12 ára bekk í Melaskólanum. Hann bjó að þessari reynslu er hann tók þátt i fegurðarsamkeppni á jólagleðinni í fyrra, og mun þar hafa haft úrslitaáhrif hið eggjandi göngulag tízkusýningardömunnar frá barnaskóla- árunum. Fyrsti raunverulegi leiksigur Ella var, þegar hann i hlutverki hins kúgaða eiginmanns í Smáborgarabrúðkaupinu vann hug og hjörtu áhorf- enda og vakti óskipta samúð þeirra. En Elli hélt áfram upp metorðastigann. Hver man ekki eftir ógleyroanlegri tjáningu hans á Sigga Lord í Járnhausnum? Þetta listamannalíf hafði þó ókosti í för með sér, að Elli tók að venja komur sínar á helzta ngleðihús borgarinnar", Sigtún. Segja kunnugir, að þar megi sjá Ella á hverjum laugar- degi hinn hressasta. En Elli er ekki aðeins hress á laugardagskvöldum. 1 skólanum er hann jafnan glaður og reifur og nær gleði hans há-^ marki, þegar liða tekur að frönskutima. Má þá sjá hann hoppa um ganga skólans, enda oft verið kallaður Elli sprelli. Elli er því einn af þeim sem lifga upp á grámyglulegan hversdagsleikann, og munum við alltaf minnast hans þannig. Á sama hátt og Ella var líkt við jóníska súlu hér að framan, má líkja Tobba við hina dórísku. Aðalmunurinn á þessum tveim gerðum af súlum liggur í jnismunandi gildleika miðað við hæð. Að öðru leyti vísum við til ummæla hans i framboðs- ræðu til Inspectors platearums í fyrra, en þar lýsti hann sjálfum sér á þessa leið: nÉg er 1jóshærður, laglegur, bláeygður, fráneygður, snareygður, herðabreiður, jötunsterkur, létt- fættur, ráðvandur og kvenhollur". Svo mörg voru þau orð. Eitt er þó víst, að í Tobba speglast allir beztu hæfileikar forfeðra hans, sem hafa búið fré örófi alda á hinum merka stað, Þingeyri við Dýrafjörð. Þar sleit Tobbi barnsskónum og þótti brátt efnilegasti piltur staðarins. Vegur hans óx stöðugt. Aðeins 15 ára voru vinsældir hans orðnar slíkar, að hann var kosinn æðsti templari í barnastúku þorpsins, Lilju. Engar sögur fara af Tobba í starfinu, sem ekki er von, þar sem stúkan lagðist fljótlega niður eftir embættistöku hans.. Ekki hélt hann þó tryggð við boðskap stúkunnar, eftir að hann yfirgaf Þingeyri og settist á skólabekk í Menntaskólanum. Kom það glögglega í ljós, er drengurinn var í V. bekk, þegar hann á árshátíð Framtíðarinnar týndi bæði ráði og rænu og það sem öllu verra var, gleraugunum. Það sner- ist þó allt'til betri vegar, þar sem hann endur- heimti gleraugun óskemmd nokkrum dögum síðar, reyndar úr hendi rektors sjálfs ásamt nvinsam- legum kveðjum". Það var ekki fyrr en í V. bekk, sem Tobbi fór eitthvað að láta að sér kveða. Fyrir þrýsting hinnar margumræddu 5.-Y mafíu bauð hann sig fram til inspectors platearum. Yfirburðir Tobba á öllum sviðum komu bezt í ljós, er hann skoraði á Helga mótframbjóðanda sinn í íslenzka bændaglímu. Helga þótti hann ekki árennilegur viðureignar og flýði af hólmi á hinn háðulegasta hátt. Þrátt fyrir þennan atburð vann Helgi kosningarnar, en höfum við heyrt þvi fleygt, að þar hafi mestu ráðið um hjartagæzka nemenda og samúð með smælingjum. Af eintómri hógværð lét Tobbi sér nægja að vera sviðsmaður í Herranótt i V. bekk, en í ár var hann aldeilis ekki á þeim buxunum, heldur lék eitt aðalhlutverkid i Járnhausnum, Þorvald prest. Með "hvílík dýrð-hvílik dásemd" á vörunum stal Tobbi hreinlega senunnl hvað eftir annað, eins og sagt er á leikhúsmáli. Nú þegar þetta er skrifað, er hann á æfingum á leikritinu Prjónastofan Sólin, og efumst við ekki um, að hann verði sér og sínum til sóma. Tobba er fleira til lista lagt en leikhæfileikar. Á andlega sviðinu vekur hann oft minnimáttarkennc hjá bekknum, og nærri liggur við, að hann reki kennarana á gat. Metorðagirnd hans er með ólíkindum i raungreinunum, og rífst hann iðulega við kennarana , af hverju hann_fái_9,5 en ekki 10. Af þessu og framansögðu má sjá, að Tobbi er alveg einstakur í sinni röð. En Tobbi er og verður alltaf Tobbi, og þau lýsingar- orð hafa enn ekki verið búin til, sem mundu lýsa honum á fullnægjandi hátt. i©Aii»iiiisiiimii ISKðLABLAÐ M.R. 4.THL. 51-áRO. 1976-1 Ritstjóri: Haraldur Johannessen. Ritnefnd: Haukur Clausen. Jón Finnbjörnsson. Kristján Hjaltason. ölafur Grétar Kristjánsson. Öskar Einarsson. Sigrún Svavarsdóttir. ölafur Sverrisson, ritnefndarmaður an atkvæðisréttar. Vélritun: Haraldur Johannessen. Ingveldur Einarsdóttir. Jón Finnbjörnsson. Málfríður Pálsdóttir. Ölafur Grétar Kristjánsson. Sigrún Svavarsdóttir. Sigurveig Benediktsdóttir. Sólveig Einarsdóttir. Uppsetning: Teikningar: Hannes Sigurðsson. Haraldur Johannessen. Inga Lára Baldvinsdóttir. Jón Finnbjörnsson. Kristján Hjaltason. ölafur Grétar Kristjánsson. ölafur Sverrisson. Öskar Einarsson. Sigrún Svavarsdóttir. Guðjón Bjarnason ( forsíða ). Gunnar Árnason. Hannes Sigurðsson. Kristján Hjaltason. Auglýsingar: Haraldur Johannessen. Sigrún Svavarsdóttir. Efnissöfnun: Haraldur Johannessen. Ábyrgðarmaður: Bjarni Gunnarsson. Filmu- og plötugerð: Repró. Prentun: Formprent. Ötgefandi: Skólafélag M.R.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.