Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 14.02.1976, Side 17

Skólablaðið - 14.02.1976, Side 17
ubreyta nefndm í starfshópa'1 Mikil eru ítök Skólafélagsins í lífi voru. Kræklóttir fingur þess teygjast i flóknum vafn- ingum um lungu og lifur, nísta merg og bein, umlykja hverja smugu og hverja fellingu á heil- anum og sáiir vorar eru fastar í krepptum stál- greipum þess. Þvílíkir eru yfirburðir félagsins. Það er ekki nóg með að Listafélagið kryddi til- veruna með bókmenntakynningum og jazz-kvöldum, plötusafnsnefnd strekki á heyrnartaugum með hljómsveitakynningum og Skólablaðið sé alltaf að koma út. Nei, við eigum einnig okkar nStjórn- málaheim". Þar eiga sér stað ýmsir skemmtilegir atburðir, sem gleðja hjörtu vor. Okkur er í fersku minni hið nþrautleiðinlega sjálfsalamál" eins og Skafti kemst að orði á einu plagginu. Ég skil ekki hvað honum fannst leiðinlegt við það, en hins vegar er ég honum sammála með það, að flest framkvæmdaratriði þess af hálfu Skóla- félagsins voru úr lagalegu samhengi. Björn Líndal.benti í síðasta Sk.bl. á það, að ekki hefði verið farið eftir lögum í málinu og visa ég til grelnar hans þar, en fer ekki nánar út í útlistanir. Ég ætla aðeins að nota sjálfsalamálið sem dærni niðurstöðum minum til stuðnings. Strax og Skafti sagði af sér, hefði scriba scholaris átt að taka við hans störfum eða alla vega er niðurstaðan sú, sé ástandið skoðað í ljósi almennrar túlkunar á hlutverki varaforseta félags. E.t.v. túlka hinir snjöllu lögfræðingar Heimdallar lög Skólafélagsins öðru vísi, vegna þess að Skafti gegndi áfram störfum inspeetors og leit á sig sem hinn eina sanna handhafa þess embættis. Ekki var boðað til neinna kosninga og málið drabbaðist niður, enginn vissi hvað gera skyldl þar til Guðni G.uðmundsson, rektor, tók málið í sínar hendur og hugðist hagræða hlutunum þannig, að það yrði útkljáð með lítilli fyrirhöfn. Þannig átti að sleppa kosningum, en velja nýjan inspector. Svo virðist sem rektor liti á félagslif nemenda sem einn allsherjarbila- leik. Afskipti skólayfirvalda af félagsmálum eru ekkert nýmæli. Þau hafa löngum spillt fyrir því, að hér þróaðist félagsandi, sem stjórnaðist af sjónarmiðum og krafti nemenda. I staðinn hefur verið troðið upp á okkur gömlum glósum, sem miða að algerri stöðnun á praktiseringu sellanna, sem liggja í stöflum eins og mör um salarkynni hinna lífrænu hofa. v'ið eigum að festa traust og tryggð’ við fortíðina og helst að ,lifa i henni, hvort sem hugar vorir stefna þangað eður ei. Eitt dæmið er Framtíðin. Mörgum hefur þótt ástæða til þess, að inn- lima hana í Skólafélagið og láta hana starfa þar á líkum grundvelli og hún gerir nú. Flestum ætti að vera ljóst, að sameiningin gæti mótað nýtt og sterkara afl(færri forsetar=minna loft), sem ynni skipulega að uppbyggingu á félagsstarfsemi hér. En rektor hefur lýst sig mótfallinn samein- ingunni (Frsmtíðin er eitt elsta starfandi félag á landinu) og hótað að skerast i leikinn, ef menn reyndu að framkvæma hana. Gegn slíku afli fáum vér nemendur litlu áorkað, því við erum hér - eftir allt saman - aðeins til þess, að verða úttroðin af fróðleik, eins og strigapokar af heyi. Umræður um hlutverk skólans sem þrosk- andi afls eru draumræður. Athyglisvert er - í framhaldi af þönkum um stöðu nemenda gagnvart skólayfirvöldum - að reka augun í eftirfarandi í gr. 3.2. i lögum Skóla- félagsins:Inspector) gætir hagsmuna þeirra (nemenda) út á við og gagnvart rektor." Hvaða hvatir skyldu liggja að baki slíku lagaákvæði? Hvenær kom það inn í lögin og hvers vegnaí SKÖLA PÉLAG Guðni Guðmundsson rektor, (í viðtali við Sk.bl. í fyrra):nFélagslífið er alveg nauðsyn- legt og mjög þroskandi þeim, sem taka þátt í þvi, en náttúrulega ekki þeim, sem aldrei láta sjá sig." Áhugi rektors og skilningur er ómeng- aður, en mannkærleikur og föðurleg umhyggja í of miklu magni. Birtist það í ráðgjöf og aðstoð, sem sífellt leitar útrásar, þegar vandi steðjar að. En af allri minni hógværð og kurteisi held ég því fram, að nemendur geti með bestum árangri stjórnað sínu félagslífi sjálfir. n^amaXl svcitabar i miSri stérborg" Það er ekki fjarri lagi að áætla, að Skóla- félagið sé miðpunktur félagslífsins, með öllum þess nefndum og klikum. Skólafélaginu hafa verið sett lög, sem það á að starfa samkvæmt. Fróðir menn hafa ályktað, að þessi lög séu grundvöllur að starfsemi félagsins. En hvernig stendur á þvi, að það starfar áfram, þótt reynslan sýni, að grundvöllurinn sé brostinn? A ég þar við gildi laganna þ.e. þau virðast gilda stundum, en stundum ekki. I mínum augum er Skólafélagið ekki annað en gamall sveitabær í miðri stórborg. Eðlileg og æskileg viðbrögð væru að rífa hann og byggja stórhýsi á grunninum. Félagið megnar ekki lengur að stýra blómlegu félagslífi. Til þess að róta upp í löngu þomaðri mold má beita mörgum aðferðum. Beinast liggur við að sameina dreifða þætti skólalífsins, sem sinna líkum viðfangsefnum ex: Framtíðin-Skólafélagið, tónlistardeild-plötusafnsnefnd, leiknefnd-bók- menntadeild, Skólablað-Skinfaxi. Samræma þarf starfsemi þeirra þannig, að hún verði ekki ein- tómt handapat út i loftið og byggist ekki á einstaklingum; exhibitionistum, sem ljóma af innri gleði yfir sjálfum sér. Fækka ber kjömum mönnum stórlega og breyta nefndum í starfshópa. Með starfshópi á ég við söfnuð, sem undirbyggi ekki eingöngu dagskrá ex.:bókm.d., plötusafn, tónl.d., heldur væru á þeirra vegum umræður og skoðanaskipti, sem grundvölluðust á þátttöku nemenda. Starfshópur i stað leiknefndar gæti unnið leikrit í sameiningu; samið það, æft og flutt. Það hafa aðrir skólar á líku stigi fram- kvæmt með góðum árangri. Með 20 manna starfshópi yrði Skólablaðið þægilegra i vinnslu og án efa fjölbreyttara en það er. Vanti húsnæði undir starfshópana, liggur Selið ávallt á lausu og bíður í eftirvæntingu lifs og barna. I samræmi við áðumefndar aðgerðir þyrfti aðframkvæma stórvægilegar breytingar á lögum Skólafélagsins, þannig að það starfaði raunhæft og loksins í þágu nemenda, þeim til mikillar ánægju. Sjálfsalamálið sýnir fram á nauðsyn skjótra aðgerða. Um leið birtist í því ljónið, sem stendur í vegi hvers kyns aðgerða, sem storka við vofum fortíðarinnar. Ölafur Grétar Kristjánsson 69

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.