Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 14.02.1976, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 14.02.1976, Blaðsíða 18
PÍOTV SAFSIÐ 20 ÁRA SíSúii in mmninyararein Skóli, sem á sér um 130 ára forsögu innan sömu veggja, hlýtur að likjast gósenlandi fyrir áhugamenn um sögu og þróun skólamála, og þar með félagslífs, enda er nú hafin margrabinda- útgáfa á þessari sögu, öllum til mikillar ánægju. Hlutverk þessa afmælispistils er hins vegar að rekja brot af þessum ferli, þ.e. uppgang og fall þeirrar nefndar, sem eitt sinn gegndi mikilvægu hlutverki i tónlistar- lífi nemenda skólans. 1 von um að gefa sem réttasta mynd af sögu H1jómplötusafns Menntaskólanemenda í Reykjavík, eins og það hét upprunalega, hef ég valið þá leið, að notast að mestu við orð þeirra, sem störfuðu við safnið á hverjum tíma. 1 þvi sambandi styðst ég við dreifibréf og plötuskrár, sem þessir aðilar sendu frá sér. 26. JANUAR 1957 HLJÓMPLÖTUSAFN MENNTASKÓLANEMENDA í REYKJAVÍK. síðastliðnu vori samþykkti skolafundur I ____ tillögu þess efnis, að stofna skyldi safn I I ipy til útlána á hljomplötum fyrir nemendur. If Öhætt mun að fullyrða, að margir voru I l'—" vantrúaðir á, að slík starfsemi gæti | heppnazt. Ekkert slíkt safn hafði fyrr verið I stofnað hér á landi, og flestir ottuðust, að fjár- skortur og slæm meðferð á plötunum mundi verða | því að falli. En tillagan var samþykkt, og undir- búningur hofst. Þetta safn hefur nú starfað í 2 mánuði. I Fimmtán hæggengar (33 snúninga) plötur hafa verið lánaðar til nemenda 10 daga í senn. A þessu tímabili hefur ekki ein einasta plata legið safninu deginum lengur, og stor hopur nemenda I hefur orðið að hverfa frá hvert sinn, sem safnið | hefur verið opið, án þess að fá nokkra plötu lán- aða. Aðeins ein plata hefur skemmzt lítils háttar,| en hinar eru sem nýjar. I>að má því með nokk - urri vissu fullyrða, að safnið hafi sannað tilveru - I I rétt sinn. Plötusafnsnefnd hefur víða reynt að fá fjár - I I magn til að stækka safnið og gekk það illa í fyrstu.l M. a. skrifuðum vér nefndarmenn Baeparstjórn Reykjavíkur og fórum fram á 10.000 krona styrk 1 en fengum neitun. Eftir að nýju lögin um tolla og skatta höfðul ! verið samþykkt, sáum vér fram á stórf*.■U.da.u hækkun á hljómplötum. Snérum vér O'ö þú tiil rektors oj* fórum fram á rífle^a fjárveitúig’a t.ílj safnsins ur skólasjóði. Forraðameim sjóðsinsl samþykktu síðan að veita safninu 5000 króna| styrk og 5000 króna lán í eitt ár. Nú hafa verið keyptar hljómplötur fyrir mest-J an hluta þessa fjár, og eru þá í safninu 84 hæg-l gengar plötur - mestmegnis 33 snúninga. (Skyltl er að geta þess, að hljómplötufyrirtæki bæjarinsl hafa veitt safninu 15% afslátt af öllum plötun%| sem keyptar hafa verið.) Útlánastarfsemin hefur legið niðri tvær sein-l I ustu vikurnar, og hafa gömlu plöturnar verið| | kallaðar inn, en þær nýju settar á skrá. 1 dag verður safnið opnað að nýju, ogverðud það framvegis opið á laugardögum. í þessu til -I efni gefum vér út þennan bækling, sem inniheldur í m.a. plötulista og reglur safnsins. Plötunum er | ekki raðað eftir höfundum nemaað litluleyti og eru I ýmsar ástæður fyrir því, en væntanlega verðurj safnið endurskipulagt á næsta ári, þegar fleiri [ I plötur hafa bætzt við. Einn af kennurum skólans hefur lofað að rita | grein í Skólablaðið um meðferð á hæggengum plöt- | um, en hann er maður fróður um þau efni. Að lokum viljum vér leyfa oss að benda á| I þa sárgrætilegu staíireynd, aS saíniB er ennþál | naínlaust. Er því hér met! skoraS á alla menntl-| inga, konur sem karla, aS leggja höíuBiS í bleytil og finna stutt og gott nafn á safniS. R. REGLUR um útlán á hljómplötum: ll.gr. SafniS er opiS á laugardögum frá 1 ’ kl. 12,45-14,00. |2.gr. Nemendur geta fengiS aS láni 1-3 plöt- ur í einu eftir atvikum og fa aS hafa þær 7 daga endurgjaldslaust, en fyrir hvern dag, sem verSur fram yfir þaS, ber þeim aS greiSa 2 krónur til safns- ins. |3.gr. Nemendur bera ábyrgS á þeim plötum, ' sem þeir fá aS láni. Þegar plötu er skil- aS, skal sá fulltrúi plötusafnsnefndar, er viS henni tekur, athuga, hvort nokkrar skemmdir hafi orSiS a henni. Hafi ton- flöturinn skemmzt eSa rispazt, svo aS vel megi heyra þaS, þegar platan erleik- in, skal hann meta skemmdirnar til fjar aS upphæS 5-15% af kaupverSi plötunnar. Ef sá, sem viS henni tekur, telur hins vegar, aS platan sé eySilögð og ekki verSi framar unnt að lána hana út, skal nemandinn greiða 25% af kaupverði plötunnar til safnsins. 14. gr. Þegar nemandi fær plötu að lani, skal hannl kvitta fyrir það með nafni smu 1 þar til gerða bók, og játast hann þá jafnframt undir að hlíta reglum þessum og ákvæðuml þeirra. 15. gr. Reglur þessar öSlast þegar gildi. Menntaskólanum, 26. janúar 1957. F.h. hljómplötusafnsnefndar Ragnar Arnalds, form. , Þorkell Sigurbjörnsson, Björn Ölafs, gjaldkeri. Glaumbær, en svo var Plötusafnið nefnt á tímabili, jókst stöðugt að vöxtum. En þrátt fyrir einurð og baráttuvilja stofnenda þess virtust fordómamir, sem þetta framtak mætti í upphafi, ætla að rætast -sem álög eins og kemur fram i öðrum plötulista 4 árum síðar. Eins og sjá má virtust MReglur um útlán á hljómplötum" ekki nægja til að koma upplýstum nemendum elztu og virtustu mennta- stofnunar landsins i skilning um hve renndar vinylskífur eru viðkvæmar í meðförum. Lausnin sem þá var eygð, var að skrifa menn á svartan lista, rukka þá um nokkra aura og stinga að þeim nýrri reglugerð, en í þetta sinn um meðferð hljómplatna. Þrátt fyrir ofangreind vonbrigði nefndar- manna, sem litu nú fram á hinn nýbyrjaða ára- tug, hvarflaði það eflaust ekki að mörgum hver örlög þessa safns yrðu, en sama sagan endurtók sig, þó misjafnlega gróflega. Er tímar liðu fram og nýir menn með breytt viðhorf tóku við störfum, kom i ljós önnur aðferð við að hemja skemmdarlosta nemenda. Lausnln var einfaldlega sú, að lánþegar legðu fram tryggingu, sem næmi helmingi af andvirði platnanna, en raunin varð hins vegar sú, að og margir litu á þetta fyrirkomulag undir sama korni og stórútsölur, sem leiddi til þess að gefizt var upp á út- lánum veturinn 1972-'73. to-a’ íAa*ia, K. S'^otia pavel ^l9lt .«• ... « Searica K’ Ranieri o.íi.o.fI. HLJOMPLOTUSAFN MENNTASKÓLANEMENDA í REYKJAVÍK PLÖTUSAFNIÐ verður rekið með svipuðu I sniði og undanfarið, að öðru leyti en því, að [vegna aukins nemendafjölda í skólanum höfum viðl lorðið að flytja úr T-stofu út í íþöku. Vonandi ler, að innan skamms fái Plötusafnið sérstakt Ihúsnæði, en safnið er nú orðið það stórt að þess |er alls ekki vanþörf. I safninu eru nú um 40 nýjar hljómplötur og Ibætast væntanlega fleiri við í vetur. Meðferð á plötum safnsins s.l. ár var væg- last sagt ekki til fyrirmyndar. Nokkrar plötur leru gjörsamlega ónýtar og aðrar vart spilandi Ifyrir rispum ; eina var borað gat á og tvær vorul Jsteiktar á rafmagnsofni. Astandið í þessum mál-l |um er sem sagt óviðunandi og verða notendur Jsafnsins tafarlaust sektaðir ef slíkt kemur fyrir. lEinnig hefur hlífðarpokum platnanna verið mis- lþyrmt og eru nemendur í því sambandi áminntir |um að fara ekki með plöturnar hlífðarlausar |beint úr safninu út í hvaða veður sem er. Haustið 1958 var gefin út skrá yfir hljóm- Iplötur safnsins, sem þá voru um 130 talsins, nú |eru í safninu tæplega 300 plötur, þannig að út- |gáfa skrár þessarar er fullkomlega tímabær. Að síðustu eru nemendur hvattir til að með- Ihöndla plöturnar samkvæmt reglum safnsins og Iskila þeim á tilsettum tíma ( lánstími er ein |vika ), ella fá þeir nöfn sín á svartan lista. Reykjavík, 1. nóvember 196l| Nefndin REGLUR UM MEÐFERÐ HLJÖMPLATNA |l. Varist að snerta tónflötinn. |2. Strjúkið ávallt af plötunni með hreinum og rökum klút ( svampi ) áður en plhtan er leikin| |3. Gætið þess að platan verði aldrei fyrir hita eða kulda. 14. Látið plöturnar standa upp á rönd, er þær eru ekki í notkun. |5. Gætið þess, að spila plöturnar alltaf með réttum hraða og nál. |6. Athugið vandlega að endurnýja nálarnar 1 tíma. |Ath. Um leið og einhver fær plötur lánaðar í 1 safninu skuldbindur hann sig til að hlíta reglum þessum. E- u ^^sötu 2 EJg^°Ottur Það ættl að vera ljóst, að með því að hætta útlánum var stafsgrundvöllur safnsins horfinn, og nauðsynlega þurfti að finna nýjan ef safnið átti ekki að fá hægt andlát. Hvað það var sem vakti fyrir þeim ágætu mönnum, sem lokuðu safninu, skýrist bezt þegar lesið er fréttabréf, sem þeir gáfu út snemma árs 1973. "...starfið i vetur hefur byggzt á öðru sjónar- miði en undanfarin ár. Vonlaus viðleitni fyrri ára...að stofna gott útlánasafn hefur beðið algert skipbrot. 50 manns fengu lánaðar plötur á síðasta ári. Þar af skiluðu 25 plötum þeim, sem þeim var treyst fyrir. Þar af voru aðeins um 20^ eða 5, sem skiluðu plötunum i þvi ástandi að hægt væri að spila þær...(leturbr. höf.) Plötusafnið er nú fullt af ónýtum plötum,mest klassíkj sem á trúlega við smekk fæstra nemenda skólans...og samkvæmt framansögðu er ljóst að útlánum verður hætt." "En hvað gerir Plötusafnið fyrst engin útlán verða leyfð? Nú þegar hafa verið fjórar hljóm- sveitarkynningar...og...hafa plötur safnsins verið noíaðar í diskótek á böllum i vetur og kemur nú að draumsýn plötusafnsnefndar: Full- komið diskótek með tvöföltiu plötuspilaraborði, 100 watta hátölurum og samsvarandi magnara. Tækin yrðu einnig notuð á Iþökulofti, sem þannig losnaði úr einokun hermannaútvarps Kana... og yrði safnið því í framtíðinni kynninga-og diskóteksafn..." A ný birtast nemendur, sem vilja ótrauðir leggja á brattann. En hvað ætluðust þeir fyrir um hinar fjölmörgu klassísku hljómplötur, sem nemendur eiga. Það var og er enn lítið um svör við því, en sú fullyrðing að klassísk tón- list eigi^við^smekk fæstra i þessum skóla er alhæfing á skýrskotunar til raunhæfra staðreynda (sbr. fjöldi nemenda, sem sækja kynningar á 'þlassískri eða poptónlist er svipaður). Þrátt fyrir þá draumsýn nefndarmanna, að verzla með hljómflutningstæki fyrir diskótek yrði að veruleika, datt hún um sjálfa sig næsta vetur þvi þá voru þeir staðir, sem nýsa skemmtd- anir M.R.-inga búnir að koma upp slíkri aðstöðu. Draumatækin hafa þvi til þessa verið notuð á plötukynningum, selsferðum, bekkjarkvöldum og eftir að Iþökulofti var lokað kýla þau graðhesta rokk í kjallarakompunni í Casa Nova, eflaust til að örfa meltingarhraðann í hinu langþráða 15 minútna kaffikapphlaupi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.