Skólablaðið - 01.04.1975, Side 4
éjuítf nm ?
Þeir eru tvennir tímarnir.
Það eru margir sem. muna enn eftir veru sinni í
3.bekk með Guðna Bragasyni. Þá skálmaði hetjan eftir
göngum skólans með hrokasvip sem hinn sjálfkjörni
leiðtogi, reif kjaft á fundum og var ljótur og
frekur við gæðafólk einsog Ingibj.Pribs. og þjakaði
sessunauta sína með bröndurum seu enn lifa sbr. Allt
í grænum sjó. Hver sem ástæðan kann að vera eru
venjur Guðna breyttar 'nú i 4..bekk. Hann læðist með-
fram veggjum og lítur flóttalega til allra hliða og
er orðinn innsti maður leyndardómsfyllstu bókmennta-
klíku skólans. Að sögn manna er hann nú hættur að
hafa það fyrir venju í viðræðum að öskra, sveifla
höndum og gretta sig með brjálæðisglampa í augum,
en þannig er mynd Guðna í hugum margra. Astæðan
fyrir breytingunni er eflaust sú að í vorprófum las
hann i staðinn fyrir skólabækur bókina"Kurteisi"
eftir R.Smith.
Þér fáið kraft
úr Sólbtöma
•; smjörlíki hf.
26300
The Show-Biz man.
Nýr Rudolfo Valentino hefur skotist fram í svi
sviðsljósið hér í M.R. Sá maður er Hilmar Oddson og
hefur hann ýmist með söng klámvísnaflutningieða
leik sínum brætt hjörtu meranna í J.bekk. Hilmar
var einnig höfuðskáld Skinfaxa í ár og mega menn
því búast við í næstu fundargerðum skólafunda ljóðúm
í þessum dúr: Maðurinn í tunglinu og ég
Maðurinn í tunglinu og ég
fórum í orlof.
Hefur eitthvað breyst Vilmundur?
"Kennarar eru ein stétt þjóðfélagsins, stett 1
allháum launaflokki.
Og til sérhverrar stéttar í þjóðfélaginu eru gerðar
kröfur, þær kröfur, að einstaklingurinn hafi ein-
hverja hæfileika til að gegna starfi sínu.
Þyrfti ekki að endurskoða þetta innan M.R. Eða
leiðir hæfileikaskortur af kennaraskorti."
Maður er nefndur:ónefndur
,Hann gengur um skólann í brúnum frakka, ljós-
blárri þunnri rúllukragapeysu, með skökk þykk gler-
augu, nærsýnn(andlega) með slepjulegan talanda
Timr spörðin upp eftir B.Z.og S.K. Maðurinn sém
sagði fula brandara Skinfaxanóttina frægu. Maðurinn
sem kann ekki heldur bókhald.
Vilmundur Gylfason
Skólablaðinu.
2.tbl.42.árg.bls.6l i
Höfðingjar og vestfiskir skútukarla:
Tobbi þessi arftaki vestfirska skútukarla og irskaa
þræla hefur verið nokkuð uppá kvenhöndina og hefur
sést til grunsamlegaa ferða hans með hinum ýmsustu
ljóskum skólans svo sem Agústu álafsdóttir, Margréti
Haraldsdóttir og síðast en ekki síst Þórunni Hafsteir,
en þetta afsprengi íslenskrar úrkynjunar vann mjög
svo vannþakkað starf sem sufflör í Herranótt og er
þetta ágætis grundvöllur til að þakka henni starf
sitt í vagninum og sé það gert hér með.
Herdís heitir kvendi nokkuft Viér i skóla og er
Benediktsdóttir.' Hefur hún unnið sér margt til
frægðar þann "stutta tíma" sem hún hefur hér í skóla
verið. Til að mynda hefur hún verið gjaldkeri ýmissa
þátta i skólalífinu og innt þan störf af hendi með
"miklum glæaibrag" En nún kórónaði nú allt er hún
reið á vaðið með striptex á sviði Herranætur og
sveiplaði brjóstum sínum fram í salinn en illar
tungur tungur segja að ekki hafi henni nú verið
algjörlega ókunnugt um gallan á undir kjólnum og að
eitthvað hafi hún nú sést vera að bagsa með skæri
yfir honum skömmu áður en frumsýning hófst.
Ráðsmaður dreyfbýlisins.
Pétur Þorsteinsson á {jað til að koma á óvart. Að
bssu sinni sneri hann á laganefndina, sem fékk því
framgengt að Ráðsmaður Dreifbýlisfélagsins var
sviptur boðsmiðum sínum á böll. Ráðsraaðurinn settist
einfaldlega í skólastjórn með þeim afleiðingum að
dreifbýlið á nú meiri ítök þar en Reykjavík miðað
við fjölda nemenda. Þetta styrkir Dreifbýlisfélagið
það mikið að haft er á orði að öll stjórn þess muni
fá boðsmiða næsta ár. En fátt er svo með öllu illt
að ekki boði eitthvað gott. Það góða sem hér um
ræðir er að Ráðsmanninum er mönnum best treystandi
til að koma í veg fyrir að nemendur tapi þeim stað
sem þeir eiga mestra hagsmuna að gæta úti á landi
þ.e. ofan við Hveragerði nálægt Grýtu/Grýlu þ.e.
sæluhúsi því er Selið er nefnt. En hvernig mun
Ráðsmaðurinn starfa að öðru leyti? Öruggt má telja
að hann muni reyna að þjóna þéttbýlinu sem minnst
en fara þess í stað eftir byggðastefnu í anda
ijafnaðar og samvinnu stefnu Drejfbýlisfélagsins.
Því má^svo hnýta aftan við að lagabreytingar sé að
vænta í Dreyfbýlisfélaginu þannig að sá nemandi,
sem flest Atkvæði. hlýtur í kosningu til skólastjórn
ar muni einnig vera Ráðsmaður Drelfbýlisfélagsins.
Vonandi nær þetta ekki fram að ganga því að þá er
hætt við að lítið verði um frámboð í skólastjórn í
"Pramtíðinni.
Skríllinn 1 4.C:
Hér eiga vel við orð Guðna rektors: múgurinn er
lýður og múgurinn er í 4.C. 1 vetur hefur þessi
bekkur verið allsráðandi í Listafélaginu og er það
aðeins vegna forsjálni Jóhanns G. og fastheldni á
budduna að þessum ógeðslega lýð tókst ekki að setja
félagið á hausinn en hann gerði þó ítrekaðar til-
raunir í þá átt. Þeir sem hæst hafa skarað upp úr
þessum ófrínilega hópi eru „uðni the red nosed, Jón
dull, Hilmar scarface og Hailgrímur kalskeggur. En
þeir eru bara peð á taflborði skáldsins og humanist-
ans Þóroddar Sigtryggs sbr. vísuna
Þeir eru litlir ég er stór
þeir sleikja skít minn
þeir moka minn flór.
Meðan kosningarnar stóðu sem hæst þótti framafólunum
vert að básúna kosningarloforð sín yfir 4.C. En þær
fáeinu hræður sem ekki voru í framboði í þeim bekk
sátu fullar illvilja og rætni á bekkjum stofunnar
og kvað mest að hinum títtnefnda og hvimleiða Guðna
Bragasyni og einnig hinum illþefjandi drykkjubróður
hans Stefáni Stefánssyni. KOmu margir sveittir og
móðir út úr stofunni eftir nærgöngula; spurninga-
hrinu þessara manna.
Kaninn
Ef þú heldur að Robert Redford sé í skólanum er
það á misskilningi byggt, þvi maðurinn heátir Valgeii
og er kallaður kani. Hins vegar segja sögur að hann
sé orðinn eins konar skopstæling á Redford. Annars
er manninum margt til lista lagt, til að mynda var
hann næstum því í inspectorskosningar kominn á
fimmtabekkjarfundi 1 en dró sig til baka samvisku
sinnar vegna og er mál manna að fáir eBa engir þekki
takmarkanir sínar svo vel. Og síðast en ekki sist
haslaði Valgeir sér völl á íþróttasviðinu fyrr í
vetur, er hann keppti með Steinhousemuir og var hin
frækilega og hreystilega framkoma hans til hinnar
mestu skemmtunar fyrir áhorfendur og var hinn frækni
limaburður lengi í minnum hafður samanber fylgi
Vaigeirs í Húsmæðraskóla Hafnafjarðar og mundi ekki
allir leggja út í svona samkeppni.
Hin rikjandi ætt.
Það tókst. Runólfur Oddsson hélt uppi heiðri
ættarinnar með því að næla sér í nafnbótina Skóla-
stjórnarfulltrúii.nemenda. Þar með fetar hann í fót-
spor Ölafs bróður síns, sem sat í skólastjórn til
skamms tima, að vísu sem fulltrúi kennara. Með
þessu emteettisbrambolti náði hann einnig að komast
með tærnar, þar sem Davið bróðir háns, hafði hælana
Sumir hafa á orði, að það sé mun merkilegra, að hann
náði sér í sína, en þegar Doddson nældi á sig in-
spectorstitlinum. Þetta er sagt sökum þess, að
ættin mun vera í hnignun og Roddson síðasti ættar-
meðlimurinn á næstunni að minnsta kosti. Þar^sem
þetta er álit gárunganna á Roddsyni, látum vér honum
um að sanna, að hann hafi átt erindi i skólastjórn.
En hvernig kemst jafn óþekkfur maður og hann í slíkt
embætti? Flestir standa ráðþrota, en eins og ávallt
hafa spekingarnir svör á '"reiðum"höndum. Sumir segja
þetta sökum vinsælda Öloddsonar, aðrir sökum hæfi-.
leika Doddsonar. Meiri hluti spekinganna segir hins
vegar: Roddson er virtur og dáður af þeim, sem ekki
þekkja hann. En spurningin er, hve lengi verður hann
virtur og dáður?
Leiðinlegur-leiðinlegri-Jón.
Das^Kapital.
Alþjóðlegt fjármagn hefur læst klóm sinum inn i
hið virðulega félag "Framtiðina". I síðustu kosn-
ingum sigraði Gunnlaugur Johnson, þriðjubekkjar-
glæsimennið Jón Braga. En Gunnlaugur er aðeins
handbendi Flugleiða h/f Air Bahama. 0. Johnson og
Kaaber og mega menn því búast við málfundum um
hljóðfráarþotur, verðlag á kaffi ogfl. en það er
bót í máli að lítil vandkvæði verða á útgáfu
Skinfaxa því hann mun kostaður af Cargolux--gegn þvi
að hafa áuglýsingar á 9 af 10 síðum blaðsins. Ekki
var hægt að bera þessa fullyrðingu undir Gunnlaug
því hann er staddur 1 Zurich á fundi hjá Adussory
Group for Aerospace Research and Development.
Hver er'sá sem komst inn í ritnefnd á fæstum
atkvæðum? Hver er sá sem er líklegastur til að
erfa ónefndan titil af Þórarni Viðar? Hver er
maðurinn með vatnsbláu augun og ljósa hárið? Hver
hefur verið rammasti meðhjálpari Guðna Braga? Hver
er sá sem hefur mest reynt að vinna hugi og hjörtu
uanna hér í skólanum en mistekist?
Svar: Nonni.
tfUÍá nm ?