Herjólfur - 07.06.1935, Blaðsíða 3
HERJÓLFUR
«
„Lydia hjúkraði mér aiian tím-
anu, sem ég var veik, herra Mark-
mann,“ svaraði Asta. Gylling. „Ég
er henni svo þakklát, að ég viidi
geta borið hana á höndum mör.“
„Já, getur maður skilið það,
ungfiu litla? Hún er einkadóttir
mín, og gæti lifað eins og blóm í
eggi hérna heima hjá mér, og svo
tekur hún skyndilega npp á því,
að gerast hjúkrunarkona! En það
er líklega að lundin hafi ekki haft
nægilegt rúm innan veggja æsku-
heimilisins.“
„Það er alveg rétt, herra Mark-
mann,“ sagði Ásta Gylling hlæj-
andi. „Lydia er einmitt á réttri
hyllu. Sjuklingarnir elska hana, og
þeir gleyma aldrei þeim erfiðu
stundum, er hún svo að segja
hreif þá úr dauðans greipum. —
Látið það gleðja yður, að dóttir
yðar er hinum þjáðu til svo mik-
iilar blessunar."
„Já, ungfrú Gylling, það gleður
mig lika. En það hefir þó sín áhrif
á: mig, þegar eini sólargeisli heim-
ilisins yfirgefur mig. Hefði konan
mín lifað, þá--------. Nei, ég ætla
ekki að kvarta, ef bara litla stúlk-
an mín er ánægð með starf sitt.
Við gamla fólkið gengum lika
okkar eigin götur á yngri árum,
við megum ekki neita börnunum
um sama rétt. — Jæja verið þið
nú sælar, börnin góð! Komið bráð-
um aftur, og gleymið ekki taisím-
auum“.
Teger Markmann stóð kyrr í
hiiðinu og starði á eftir bifreiðinni.
— Að lítil stúlka skyldi ráða við
slíkt farartæki? — Rokkurinn liggur
og rykfellur uppi a lofti, en önn-
ur hjól taka að snúast’.--------En
gera þau það kleyft að höndla
gæfuna — þá gæfu, sem varir
alla æfi?
Bifreiðin sneri út af þjóðveg-
inum og út yfir heiðina — Lydia
ætlaði að koma að lindinni. —
Það var undarlegt, hvað hún héit
upp á þessa lind. Gömui sögn,
annað var það vist ekki, sem dró
hug Lydiu að lindinni. Og oftar
en einu sinni hafði gamli mað-
urinn tekið sér reku í hönd til að
jafna lindina við jörðu, en það
var alltáf eitthvað, sem lamaði
hönd hans svo ekkert varð úr.
Staðurinn var litlu stúlkunni hans
heilagur, - og hann vissi ekki, hve
mjög hún kynni að vera samrýmd
þessum draumum sínum um hina
hugdjörfu nunnu. Nei, í huga ungra
Ógreidd þinggjöld frá árunum 1933
—1934 sem ekki er áður búið að
gera lögtök fyrir verða tekin lögtaki
strax eftir hYítasunnuhátíðina
og hið lögtekna selt tafarlaust eftir
því, sem lög standa til.
SamRvœmí fyrirmcelum
rdöuneyfisins.
Ræjarfógetaskrifstofan i Vestmanneyjum 5. júní 1935
Kr. Linnet.
handa ungum og gömlum ásamt mörgu
fleira nýkomið. —
Gunnar Olafsson & Co.
Vanti ydur
sérstaklega gott sælgæti,
ávexti eða kökur alls-
konar fyrir Hvítaaunn-
una, þá Htið inn til mín
Karl Krishnanns.
Bókasafnid
lánar framvegis út bsek-
ur á sunnudögum kl.
5 —7 - e. h.
Vestmannaeyjum i. júní 1935
Bókavörður.