Frami lands og þjóðar - 01.04.1934, Qupperneq 2

Frami lands og þjóðar - 01.04.1934, Qupperneq 2
F R A M I Gamansögur þær eftir enska kýmnissöguskáldið W. W. Jacobs, sem nú eru komnar út á íslensku, og kosta aðeins eina krónu, komu fyrst út á ensku fyrir meira en tuttugu árum. En svo miklar mætur hefur almenningur í Eng- landi haft á þessum sögum, að þær eru búnar að koma út í milli tíu og tuttugu út- gáfum þar í landi, og seljast enn viðlíka vel og þegar þær komu fyrst út. Þær hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Jónas Hallgrímsson. Fyrsta útgáfan af ljóðmælum Jónasar Hall- grímssonar kom út árið 1847. Önnur út- gáfa kom árið 1883. báðar þessar útgáfur voru prentaðar í Kaupmannahöfn. Þriðja út- gáfan kom út hér í Reykjavík 1911, kostn- aðarmaður var Jóh. Jóhannesson. í fyrra kom út með smáu letri vönduð útgáfa af ljóðmælum Jónasar, verð í vönd- uðu bandi 8 kr. Kostnaðarmaður að þessari útgáfu Eggert P. Briem. ísafoldarprentsmiðja er að gefá út öll rit Jónasar, og eru komin út þrjú stór bindi, um 300 síður hvert, verð 6,50. Væntanleg eru þrjú hefti með skýringum, sitt heftið aftan við hvert af þeim þrem bindum, sem út eru komin, og auk þess æfisaga Jónasar, sem mun vera ætlast til að komi framan við fyrsta bindið. Fræg bók er komin á íslensku, þar sem er »Sagan um San Michele« eftir sænska læknirinn Axel Munthe. Þetta er stór bók, nær 500 síður í stóru broti. Hún kostar 13.50 óinn- bundin en í bandi 17,50, og mun það vera sama verð eins og á dönsku útgáfunni. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hefur gefið út bókina. Það er óhætt að segja að á síðari árum muni engin bók hafa vakið meiri eftirtekt erlendis en þessi, og hefur hún verið þýdd á fjölda tungumála. Vonandi væri, að ís- lenzka útgáfan af þessari frægu bók, væri forboði þess, að við færum að fá að sjá á íslensku fleiri af þeim bókum, sem heimur- Úr , „Gainansöpr“. „Hann er að gabba ykkur ö//“, hrópaði hann og stappaði niður fœtinum, — „hann hrinti mér með vilja í sjóinn". Góða skemtun má fá fyrir eina krónu, með því að kaupa og lesa bókina »Gamansögur«, eftir W. W. Jacobs, sem nú eru komnar á íslensku. Sögur þessar eru þrjár. Hin fyrsta »Kvins lögfræðingur«, er um lögfróðan skósmið, sem á að snúa á með hans eigin lögfræði. Önnur sagan er um ungan mann og ást- fanginn, sem venjulega dettur ekki í hug fyr en eftir á, hvað gera skuli, en alt í einu tekur stórum framförum. Þessar tvær sögur eru jafnframt ástasögur. Þriðja sagan er um veiðiþjófinn Bob Pretty, sem óðalseig- andinn, sem á landið vill klekkja á. En í hvert skifti sem Bob virðist vera í sem mestri klípu, kemur upp úr kafinu, að hann er bara að leika á skógarverði óðalseigandans. Það er áreiðanlega enginn svo þunglyndur, að hann hlægi ekki þegar hann les sögur þessar. Eggert Jóhannesson Þessi piltur kemur bráðum og býður yður „Gamansðgur“ Útgef.: Ó. F. inn talar um. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H/F.

x

Frami lands og þjóðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frami lands og þjóðar
https://timarit.is/publication/1597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.