Morgunblaðið - 14.07.2021, Side 12

Morgunblaðið - 14.07.2021, Side 12
AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 ww.betrabak.is Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. WESLEEP. DOYOU? VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. INNHERJI SKOÐUN Áttunda CenterHótelið í miðborg- inni, CenterHótel Grandi, var opnað í byrjun mánaðarins. Á hótelinu eru 195 herbergi og er keðjan nú með um 960 herbergi í miðborginni. Jökull Alexander Egilsson, hótel- stjóri á CenterHótel Granda, segir rúmlega 130 herbergi hafa verið tekin í notkun á hótelinu. Það megi reikna með að öll herbergin verði komin í notkun á næstu vikum. Jökull segir aðspurður að ríflega 20 manns muni starfa á hótelinu og um 40-50 manns á veitingahúsinu Héðinn Kitchen & Bar sem var opnað 17. júní síðastliðinn. Heilsulind og kaffihús CenterHótel Grandi sé skilgreint sem fjögurra stjörnu hótel með háu þjónustustigi. Á næstu vikum verði opnað kaffihús og síðar heilsulind. Markmiðið sé að laða að Íslendinga með veitingasölu þannig að gestir geti blandað geði við heimamenn og þannig upplifað Reykjavík. Kristófer Oliversson, fram- kvæmdastjóri CenterHótela og eig- andi, ásamt eiginkonu sinni, Svanfríði Jónsdóttur, segir opnun hótelsins hafa verið mörg ár í undirbúningi. Vinna við deiliskipulag vegna breytinga á gamla Héðinshúsinu hafi hafist 2017 og framkvæmdir í kjölfar- ið. Það hafi staðið til að opna fyrsta áfanga hótelsins í apríl 2020 en kór- ónuveirufaraldurinn setti þau áform úr skorðum. Því hafi lokafrágangi verið slegið á frest þar til menn sáu til lands í faraldrinum. Skírskotað til sögunnar Héðinshúsið var lengi ein af mið- stöðvum iðnaðar í Reykjavík. Kristófer segir að við endurhönnun hússins hafi verið leitast við að halda í söguna. Raunar hafi arkitektarnir, Gláma Kím, viljað halda sem mest í upprunalegar flísar og annað sem einkennir húsið. Útkoman sé hótel sem skírskoti til þessarar merku iðnsögu. Það birtist í smáatriðum eins og letri í her- bergjanúmerum og sérsteyptum ofn- um frá Bretlandi. Veitingasalurinn er byggður þar sem vélsmiðjan var áður og voru tvær hæðir byggðar ofan á þá hlið hússins. Þá voru gluggar síkkaðir á gömlu byggingunni og þakið endurgert. Fyrir vikið er gott útsýni úr her- bergjunum til margra átta. Kristófer segir Bandaríkjamenn áberandi meðal fyrstu gesta nýja hót- elsins en á næstu vikum komi meðal annars Ísraelsmenn. Hann er bjart- sýnn á að hingað komi tvær milljónir ferðamanna á næsta ári. Morgunblaðið/Eggert Kristófer Oliversson eigandi, Jökull Alexander Egilsson, hótelstjóri nýja hót- elsins, og Eva Jósteinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs CenterHótela. Héðinshúsið iðar aftur af lífi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rekstur CenterHótel Granda, nýjasta hótelsins í miðborginni, er að komast í fullan gang en fyrstu gest- irnir komu í byrjun júlí. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í byrjun mánaðarins var tilkynnt um að Ísland yrði á lista yfir 130 ríki sem styðja áform G7-ríkjanna um samræmdan lágmarksskatt á fyrirtæki. Er framtakið eignað Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi seðlabankastjóra. Er átakinu ætlað að þrengja að lágskattaríkjum sem laða til sín stórfyrirtæki sem hagn- ast á alheimsviðskiptum en koma sér undan skattgreiðslum með því að hnika heimilisfesti sinni til eftir þörfum. Lágmarksskattkerfið verð- ur tvíþætt en það sem vekur mesta eftirtekt er þó sú staðreynd að við- miðið verður að fyrirtækjaskattur verði ekki lægri en 15%. Hefur ver- ið bent á að prósentunni sé m.a. beint gegn Írlandi sem er með 12,5% skatthlutfall meðan Bretar eru í 19% og stefna á að hækka í 25% árið 2023. Á Íslandi er almennt þrep fyrir- tækjaskatts 20% og miðað við viðmið samkomulagsins mætti lækka hann um fjórðung til þess að koma í veg fyrir flótta fyrirtækja út úr íslenskri efnahagslögsögu. Og auðvitað ætti það að vera íslenskum stjórnvöldum kappsmál að halda sköttum sem lægstum hér á landi. Það eflir rekstrarskilyrði fyrirtækj- anna, hvetur eigendur þeirra til að byggja þau upp hér á landi og eyk- ur líkurnar á því að fyrirtæki er- lendis vilji hefja starfsemi í landinu. Með því skapast meiri heildar- tekjur fyrir þjóðarbúið en ef mark- miðið er að skattleggja með sem stórkarlalegustum hætti þau fáu fyrirtæki sem þrifist geta undir slíku oki. Þetta á ekki aðeins við um fyrirtækin heldur einstak- lingana einnig. Nú styttist í þing- kosningar og kjósendur ættu að sperra eyrun um það hvernig fram- boðin tala um skatta og skatt- heimtu. Þar gæti lykillinn að bætt- um lífsskilyrðum á komandi árum leynst. Má ef til vill lækka þá?Á tyllidögum grípa ýmsir til þess klóka bragðs að ræða um mik- ilvægi nýsköpunar. Hugtakið er víð- feðmt og á margan hátt órætt. Eng- inn veit hvar nýsköpun morgun- dagsins liggur. Bestu dæmin um hana spretta gjarnan fram þar sem enginn átti von á því. En það er mik- ilvægt að skapa aðstæður til nýsköp- unar enda mun hún leika lykilhlut- verk í verðmætasköpun framtíðar. Hún mun hins vegar ekki síst eiga sér stað á vettvangi atvinnugreina sem nú þegar standa styrkum fót- um. Þess vegna er varasamt að stilla fyrirbærinu upp sem andstæðum pól við það sem nú þegar skilar sam- félaginu auði og velsæld. Gjarnan er bent á að íslenskt efnahagsumhverfi bjóði ekki upp á kjöraðstæður fyrir sprota og fyrirtæki sem eru smá í sniðum en ættu að hafa burði til þess að vaxa og verða stór. Bendir OECD á þetta í nýrri skýrslu um Ísland og fullyrðir raunar að stuðningskerfi stjórnvalda sé fremur gert til þess að hygla burðugum og stærri fyrirtækjum en hinum smærri. Það er vont ef rétt reynist. Þar þarf að tryggja jafn- vægi, heilbrigt umhverfi fyrir þau fyrirtæki sem sannað hafa gildi sitt og mikilvægt er að halda í, en ýta undir þau sem eru lítil en eiga mikla vaxtarmöguleika. Það hefur vakið eftirtekt Innherja að tvö spennandi nýsköpunar- fyrirtæki sem sérhæft hafa sig í framleiðslu hátæknibúnaðar til fisk- vinnslu hafa verið seld til risa á al- þjóðamarkaðnum. Fyrst var það Skaginn 3X sem keyptur af var hinu þýskættaða Baader og nú síðast Valka sem Marel kaupir og fer létt með. Það er ósjaldan sem það verða hin eðlilegustu örlög nýsköpunar- fyrirtækja að enda sem deildir í stærri og rótfastari fyrirtækjum. Hins vegar má spyrja í ljósi þess sem OECD færir fram hvort kerfið hér heima ýti undir meiri fábreytni á markaðnum en raunveruleg nauð- syn ber til. Tryggja þarf góða sprettu Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil nýsköpun hefur tengst sjávar- útvegi í gegnum tíðina hér á landi. RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.