Morgunblaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 7VIÐTAL
Reykjavíkur þar sem fólk getur gripið ferskt í
matinn, girnilega osta og annað til að njóta
heima hjá sér.
Aðkoman tekin í gegn
Við ætlum líka að taka aðkomuna austan-
megin [gegnt Hafnartorginu] í gegn sem og al-
menningssalernin. Þegar fólk kemur inn um
dyrnar mun það ganga fram hjá kaffihúsi og
blómabúð með gjafavörur en við trúum því að ef
aðkoman er góð muni fólk vilja halda áfram inn
á markaðinn. Við viljum að fólk komi á markaðs-
torg sem er síbreytilegt. Nytjamarkaðurinn
verður á sínum stað í vesturenda hússins en í
austurhlutanum verður síbreytilegt markaðs-
torg sem verður hægt að rýma með litlum fyrir-
vara fyrir viðburði.
Við ræddum meðal annars við fulltrúa Iceland
Airwaves sem sögðu „Af hverju var ekki búið að
segja okkur frá þessum stað? Hér getum við
leikið okkur og gert allt mögulegt.“ Þeir eru að
gera ráðstafanir til að koma fyrir viðburðum á
hátíðinni í haust.“
Höfðu til skoðunar að opna mathöll
– Hvernig verður veitingasalan?
„Við ætluðum að vera með mathöll – nafnið
segir allt sem segja þarf – en eftir nánari um-
hugsun ákváðum við frekar að vera með matar-
torg í norðausturenda hússins með íslenskum
grunni. Bjóða upp á fiskinn, kjötið, súpuna og
salatið og auðvitað einnig girnilega skyndibita.“
– Hvað sérðu fyrir þér marga rekstraraðila?
„Við stefnum ekki að því að vera með marga
rekstraraðila heldur að vera með einn sem þarf
að vera fær í að reka heilt matartorg og hefur
kannski með sér kokka sem geta eldað fjöl-
breyttan mat. Þá fæst þessi tilfinning fyrir götu-
mat sem er svo vinsæll þessa dagana. Það verð-
ur heldur ekki dýrt að borða hjá okkur. Við
verðum að vanda okkur mikið við matartorgið
og barinn enda þurfum við að geta verið sveigj-
anleg ef hingað koma aðilar sem vilja leigja
torgið fyrir viðburð.“
Samstarf við Reykjavíkurmaraþonið
– Ræðum aðeins meira um viðburðina.
„Við ætlum okkur meðal annars að eiga í sam-
starfi við aðila í íþróttageiranum, hreyfi- og lífs-
stílsglaða hópa. Við höfum meðal annars rætt
við fulltrúa Reykjavíkurmaraþons um að hafa
hér móttöku fyrir hlaupið í framtíðinni og sam-
kvæmi fyrir boðsgesti að hlaupi loknu. Til
stendur að hafa samkvæmi eftir hlaupið nú í
fyrsta sinn í ágúst.“
– Hvenær lýkur uppbyggingunni?
„Það liggur ekki fyrir. Þó mun mikið gerast í
ár og með haustinu birtast skemmtilegir hlutir
sem munu fá fólk til að segja „vá“.“
– Hvaðan kemur hugmyndin að Hafnarþorpi?
„Við höfum oft rætt hversu gaman það væri
að setja upp lifandi markaðstorg. Aron Einar
Gunnarsson [sjá grein hér til hliðar] og Krist-
björg Jónasdóttir höfðu líka á orði að þegar
Íslendingar ferðist til útlanda byrji þeir á að
„gúgla“ markaðstorg á ensku. Þau eru enda
meðal vinsælustu staða víða um heim. Til dæmis
er Time Out Market annar vinsælasti staðurinn
að heimsækja í Lissabon. Hann er ekki í mið-
bænum heldur þarf að gera sér ferð – ganga í tíu
mínútur frá miðbænum eða taka leigubíl – og
þar er boðið upp á mat og viðburði. Við erum
aftur á móti með meira úrval og erum í hjarta
miðbæjarins. Svo er veðurfarið í Portúgal 80%
útiveður og 20% inniveður, öfugt við veðrið hjá
okkur á Íslandi. Svona markað vantar í Reykja-
vík. Hversu oft hef ég verið spurður af útlend-
ingum: „Is there any marketplace in Reykja-
vík?“ Við hugsum okkur að bæjarbúar muni
leggja leið sína hingað reglulega. Fólk sem býr í
nágrenninu, eða vinnur í miðbænum, mun til
dæmis geta komið með föt í hreinsun og verslað
í matinn í leiðinni.“
Aðstoða listafólk að koma sér á framfæri
– Hvað mun kosta að leigja nýju rýmin á
markaðstorginu? Munu seljendur geta leigt sér
minni sölurými en nú eru á boðstólum?
„Við ætlum okkur að vera vistvæn á allan
mögulegan hátt. Vera væn við þá sem vilja koma
sér á framfæri án þess að það kosti þá aðra
höndina. Ef einhver er til dæmis að föndra háls-
men úr íslensku hrauni mun sá geta fengið hér
ódýra aðstöðu en ekki þurfa að greiða tugi þús-
unda fyrir heilan bás og leigu á posa. Það er allt-
of dýrt fyrir slíka einyrkja. Við munum bjóða
upp á pakka þar sem allt verður innifalið, að-
staða og posi.
Markaðs- og viðburðatorgið verður um 800
fermetrar og þar verður allt á hjólum og fær-
anlegt. Þannig að seljendur á torginu vita að
þeir þurfa stundum að víkja og verður básunum
þá komið fyrir á bak við harmónikuhurðirnar
sem munu skilja torgið og nytjamarkaðinn að.“
Lífsstílsvörur og reiðhjól
– Hvernig mun vöruúrvalið í Kolaportinu
breytast með markaðstorginu? Gætirðu tekið
dæmi um nýjungar?
„Til dæmis verða á torginu lífsstílsvörur,
vörur fyrir hreyfingu og útivist, snjallvörur, alls
kyns vörur fyrir ferðalanga, snjalltæki og lík-
lega einnig hjól og rafhjól, svo eitthvað sé nefnt
sem kemur til viðbótar við vöruúrvalið hjá okk-
ur. Úrvalið verður mun meira en áður enda er
um heilt „þorp“ að ræða.“
– Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu
á að fá Íslendinga í húsið?
„Við viljum fyrst og fremst vera með góðan
stað fyrir okkar fólk, Íslendinga, því svona stað
vantar hér á landi. Með því að stíla fyrst og
fremst inn á Íslendingana erum við sannfærð
um að ferðamennirnir muni koma. Við teljum að
Hafnarþorpið verði skemmtileg miðstöð fyrir
innlenda sem erlenda gesti. Miðstöð þar sem
fólk getur jafnvel varið heilum degi, ekki ósvip-
að og í flottum fríhöfnum eða á lestarstöðvum
erlendis þar sem hægt er að finna svo margt til
dundurs. Þorpið er innanhúss, hitastigið um 20
gráður og engin rigning og þar verður meðal
annars „strönd“ með barnahorni.“
Ódýrt að koma list á framfæri
– Mér skilst að þið hafið hugmyndir um að
gera listamönnum hátt undir höfði. Hvernig
mun það birtast gestum Kolaportsins?
„Það verður ódýrt að koma list á framfæri hjá
okkur. Við höfum einnig rætt við skóla í Reykja-
vík um samstarf við sýningar á verkum nem-
enda í Hafnarþorpinu en þar mun fjöldi fólks
geta séð verkin. Þá höfum við rætt við skólana
um ýmiss konar samstarf í list og menningu.“
– Þið eigið í samstarfi við ítalskan hönnuð,
Michele Santucci, og annan listamann. Hvað
einkennir hönnunina á Hafnarþorpinu?
„Hönnunin er hrá en skemmtileg. Viður hefur
verið endurnýttur hjá okkur og þegar smíða-
vinnu lýkur munu skemmtilegar útfærslur sjást.
Listamaðurinn Einars Timma hannaði og smíð-
aði skemmtilega hringbarinn okkar,“ segir
Gunnar Hákonarson að lokum.
erlend markaðstorg
Teikningar/Portið/Michele Santucci
Hér má sjá drög að nýjum sölugangi á nýju markaðstorgi. Horft er til norðurs. Á efri myndinni hafa færanlegir sölubásar vikið fyrir borðum.