Hamar - 08.05.1931, Side 4
4
H A M A R
Flensborgarskólanum
Stór hlutavelta.
var sagt upp 30. f. m. Undir bekkjapróf höfðu gengíð 46 nemend-
ur, 30 í fyrsta bekk og 16 í öðrum bekk. Burtfararprófi luku 14
nemendur og vorii það þessir:
Vilborg Helgadóttir, Hafnarfirði, \
Árni Hafstað, Skagafirði,
Sólveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði,
Guðrún Símonardóttir, Hafnarfirði,
Kristín Sigurðardóttir, Hafnarfirði,
Katrín Magnúsdóttir, Borgarnesi,
Guðmundur Guðmundsson, Hafnarfirði,
/ Jónas Ögmundsson, Hafnarfirði,
Hrefna Karlsdóttir, Hafnarfirði,
Margrjet Bergmann, Hellissandi,
Ólafur Ögmundsson, Akureyri,
Einar Sigurðsson, Hafnarfirði,
Friðþjófur Jóhannesson, Hafnarfirði,
Sigríður Jóhannesdóttir, Hafnarfirði.
Einn nemandi stóðst ekki burtfararprófið og 4 fjellu við bekkja-
prófin, 1 í öðrum bekk 3 í fyrsta bekk. —
Bjami Snæ.björnsson,
þingmannsefni
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfiröi.
Til sölu: Nýtt rúmstæði, notuð
undirsæng og fl. Á sama stað
fæst mjög fallegur möttull með
góðu verði. Upplýsingar í Brekku-
Bræðrafjelag Fríkirkirkjusafnaðar Hafnarfjarðar heldur
hlutaveliu í Bæjarþingssalnum sunnudaginn 10. maí kl. 5
e. m. Margir ágæfir munir, svo sem: Körfusióll, Hnakk-
taska, og margi fleira.
Inngangur 50 aura. Drátturinn 50 aura.
Hótel „Björninn“
opnar á sunnudaginn í hinu nýja
húsnæði Vesturgötu 2.
Þriggja manna hljómsveit leikur frá
kl. 4—6 og 8—111|2 síðdegis.
Guðrún Eiríksdöttir.
götu 3.
Fullráðið er, að Bjarni læknir
Snæbjörnsson verði í kjöri hjer
í bænum af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins, við alþingiskosning-
arnar, sem fram eiga að fara 12.
júní n. k. —
Það er algjörlega óþarft að
kynna þingmannsefnið fyrir Hafn-
firðingum. Bjarna lækni þekkja
allir Hafnfirðingar, og það að
öllu góðu. Hann hefir áit heima
hjer í bænum um 14 ára skeið
og vaxið að áliti og vinsældum
raeð hverju ári, bæði sem læknir
og maður. Á síðustu árum hefir
hann látið sig miklu skipta op-
inber mál, þar á meðal málefni
bæjarins, og getið sjer hvarvetna
ágætan orðstír fyrir ötulleik, festu,
skarpskygni og drengskap í með-
ferð mála. —
Við alþingiskosningarnar 12.
júní n. k. gefst Hafnfirðingum í
fyrsta skipti kostur á að velja
sjerstakan fulltrúa fyrir bæinn á
Alþing íslendinga. Má óhikað
fullyrða það, að betri og áhuga-
samari manni geta kjósendur
bæjarins ekki falið umboð sitt á
löggjafarsamkomu þjóðarinnar en
Bjarna lækni Snæbjörnssyni.
Hann er maður sem víst er um
að yrði kjördæminu að öllu leyti
til gagns og sóma á Alþingi. —
Bærinn og grendin.
Messur á sunnudaginn.
1 Fríkirkjunni kl. 2 e. h., síra
Jón Auðuns.
í Spítalakirkjunni: Hámessa
kl. 9 árd. — Guðsþjónusta með
prjedikun kl. 6 síðd.
Áheit
til Kvenfjelags Fríkirkjusafn-
aðarins frá konu 15 kr. Meðtekið
með þökk. Formaður.
Frumvörp
til úthlutunargjörðar í þrota-
búium Þórðar Flygenring og h.f.
»Drangsnes« liggja frammi á
skrifstofu bæjarfógeta í 1 mánuð
frá 2. maí að telja.
Athugasemdum við frumvörpin
ber að skila til skiptaráðanda
fyrir þann tíma. —
Friðrik Bjarnason
kennari og frú hans tóku sjer
far með s.s. Lyra til útlanda í
gær. Ætla þau fyrst til Noregs
og síðan til Þ}>skalands og Dan-
merkur. — Hefir Friðrik í hyggju
að kynna sjer í þessari för Jnms-
ar nýjungar í skólamálum og
söng.
Auðæfi og ást,
skáldsagan, sem byrjaði að
koma út neðanmáls í Brúnni,
er nú kornin út sjerprentuð, og
fæst hjá Þorleifi Jónssvni rit-
stjóra og Jóni Pálssyni bók-
bindara.
K. F. U. M.
Síðasti fundur í kveld kl. 8%.
Síra Friðrik Friðriksson talar.
Alt kvenfólk velkomið-
St. Daníelsher nr. 4
Fundur á sunnudag á venju-
legum stað og tíma. Fundarefni
meðal annars: Mælt með umboðs-
mönnum. Kosning fulltrúa til
stórstúkuþingsins. — Innsetning
embættismanna. — Munið að
sækja fundinn. Æ.t.
Barnast. Vonarljósið nr. 51
heldur fund sunnud. 10. maí
kl. 1 e. m. Innsetning embættis-
manna o. m. fl. Mætið öll!
Gæslumaður.
St. Morgunstjarnan nr. 11.
Fundur miðvikud. 13. þ. m.
Sameiginleg kaffidrykkja. Blaðið
o. m. fl. — Allir flokkar mæti og
taki þátt í kaffidrykkjunni, ann-
aðhvort sem vejtandi -eða þyggj-
andi. Æ.t.
Dánarfregn.
Þann l.maí urðu hjónin, María
og Þorvaldur Bjarnason kaupm.,
fyrir þeirri sáru sorg, að missa
dóttur sína, Sigríði, 4 ára gamla,
eftir stutta legu. —
Var Sigríður sáluga mjög efni-
legt og elskulegt barn. —
„Lifðu sæl á ljóssins landi
litlum englum hjá.“
Vinur.
Qlefsur.
Þeir óánægðu.
Barnalegur hlýtur sá, eða þeir,
að vera, sem skrifað hafa smá-
klausuna í Alþbl. 4. þ. m. um
ósamkomulagið í Sjálfstæðis-
flokknum út af valinu á þing-
mannsefni flokksins fyrir Hafnar-
fjörð, því að það er hreinasti
uppspuni og hugarburður. Bjarni
læknir Snæbjörnsson var kjörinn
til framboðs með einróma fylgi
alls flokksins, einnig þeirra manna,
er til tals höfðu komið að byðu
sig fram til þings af hálfu flokks-
ins, svo sem Einars kaupmanns
Þorgilssonar, og hefir sennilega
aldrei nefnn flokkur verið jafn
sammála um fulltrúaefni við nein-
ar kosningar. — Álítur flokkur-
inn sig heppinn í valinu, eigi að-
eins fyrir sína hönd, heldur og
bæjarfjelagsins í heild sinni, og
alls þorra bæjarbúa. Horfum við
sjálfstæðismenn með einhug og
sigurvissu til kosninganna. —
Þær geta vart nema á einn veg
farið.
En annars gefur þessi litla
klausa í Alþbl. tilefni til marg-
víslegrahugleiðinga. — Erfulltrúa-
ráðsmeirihluti sósíalista hræddur
um úrslitin? Og manni finst ó-
sjálfrátt, að þeir, sem búa í gler-
húsi, ættu ekki að vera svo
heimskir að varpa steinum. —
IH.F. DVERGUR
Flestallar vörur félags-
ins hafa lækkað í verði.
Húsgögn fynrliggjandi.
Allskonar
prentun bezt
og ódýrust
r •
I
Hf. Prentsm. Hafnarfj.
Hvernig var það með eining-
una innan fulltrúaráðsins við
valið á þeirra þingmannsefni?
Hverjum greiddi Kjartan, Gunn-
laúgur og kvenfólkið atkvæði?
En það eru íleiri óánægðir inn-
an Alþýðuflokksins, ef vel er
leitað. Það er sennilega ekki auð-
velt að velja þingmannsefni, sem
allir flokksmenn eru jafn ánægðir
með, og það skal ekki dregið í
efa, að þar sem þeir óánægðu
innan fulltrúaráðsins eru bestu
og sjálfstæðustu menn flokksins
(enn þá óháðir »bæjarstjóravald-
inu«), þá muni þeir greiða flokki
sínum atkvæði við kosningarnar,
en þá væri engu síður eðlilegt
að gera ráð fyrir því sama innan
Sjálfstæðisflokksins, þar sem eng-
in óánægia á sjer stað.
Er þetta ekki sanngjörn álykt-
un? —
Manntalið.
Við síðasta manntal (2. des.
s. 1.) voru íbúar landsins 108500
þar af í Reykjavík 28182.