Hamar - 23.02.1934, Side 2
2
HAMAR
Lillu-súkkulaði
með vanilju í stórurn pökkum, er gott, kraftmikið
og ljúffengt suðusúkkulaði. Er nú mest notað hjer
á landi.
Fjallkon u-súkkulaði
með vanilju er í %-punds pöklium, sem kosta
kr. 1,25. Því er mikíð hælt og hefur náð mikilli
útbreiðslu.
Bella-súkkulaði
með vanilju er ný súkkulaðitegund, sjerlega fín.
í litlum pökkum, er kosta kr. 0,85.
Primula-súkkulaði
með vanilju er ódýrasta súkkulaði hjer á landi,
sjerstaklega ef tillit er tekið til gæða pess. Vi
punds pakki kostar aðeins kr. 1,00. Er drjúgt og
gott til heimilisnotkunar,- og hefur þegar í byrj-
un náð miklum vinsældum.
Súkkulaði-verksmiðja
H.f. Efnagerð Reykjavfkur.
Hafnarfjarðar Bío.
IViðsemvinnum I
eldhússtörfin.
Sænsk tal- og hljómkvik-
mvnd, samkvæmt samnefnd-
ri skáldsögu eíur Sigrid Boo.
— Aðalhlutverk leika:
Tutta Berntsen — Bengt i
Djurberg og Karin Svan-* I
ström
Fáar kvikmyndír hafa hlot-
ið jafn almenna hrifningu
sem þessi sænska ágætis-
mynd, sem fólki gefst aftur
kostur á aðsjá og dáðst að.
Verður sýnd:
Laugardaginn kl. 9 og
Sunnudaginn kl. 7 og 9.
W Yermlendingar
verða sýndir hjer strax
eftir helgina.
Allir kaupa
Ki nda — ■ r
E: DJUgU
hjá
Jóni Aathíescn.
Atvinna.
Tvær þrifnar og duglegar stúlkur
geta komist að í kexgerð minni
s Irax.
Einnig sterkur og ábyggilegur
drengur.
Ásmundur Jónsson.
Símanúmer
Versl. Flensborg
er 9 2 2 4.
lega í skemtanir, kaffihúsasetur
og allskonar munaðarvörur. Hin-
ir, sem neita sjer um þetta að
mestu leyti, eru samt ánægðari,
lífsglaðári og betri vinnumenn,
því þeir nota það fje sem við
það sparast til að láta sjer og
sínum líða vel. Þeir spyrja ekki
fyrst að því hvort treyjan eða
kjóllinn er ,fiks“ heldur hve
hentugur hann sje. Þeir spyrja
elcki fyrst að því, hversu fínn
maturinn sje (samanber snúða
og vinarbrauðsátið í börnum og
unglingum hjer í bæ, sem bæði
er til heilsu- og fjárhagslegs tjóns),
heldur hvort hann sje hentugur
til að halda við kröftum og
heilsu— ogsvo mætti lengi telja.
A satpa hátt er því vari(J með
bæjarfjelagið, sem í sjálfu sjer
er ekki annað en stórt heimili.
Húsráðendur þar, sem þá er
meirihluti bæjarstjórnar í það
og það skiftið, verða að gæta
fylstu hagsýni í hvívetna; það
má ekki með eyðslusemi, sem ætíð
lvefur meiri og minni greiðslu-
vandræði í för með sjer, ýta
undir borgarana að vera eyðslu-
sama. Það á ekki að veita þeim
neinn „luxus“, heldur það er þeim
best hentar svo að þeir geti sem
best int störf sín af hendi og
varðveitt heilsu sína.
Það gefur auga leið, að í bæj-
arstjórn, þar sem eiga sæti 9
fulltrúar, þá verða oft og tíðum
skiftar skoðanir um það, hvað
sje brýnust þörfin aðframkvæma
í bænum til velfarnaðar eða hvaða
kröfum bæjarbúa eigi að sinná.
Samt sem áður, þá er það svo
nú orðið, að hver sá er telst til
meiri hlutans, getur komið í
framkvæmd einhverju af því, sem
hann hefur hug á og sem hann
álítur að til bóta sje, en hinn
sem minni hlutann skipar fær
sjaldan komið neinu til leiðar.
Aðal orsök þess að svo er, er að
andstæðingarnir standa á móti
oft og tíðum af ótta við það, að
málið verði hinum flokknum til
framdráttar ef vel reynist, en
sjái þeir, að ekki sje hægt að
standa á móti, þá reyna þeir að
breyta því á einhvern þann hátt-
inn, að sem minnst gagn verði
að, til þess að heiður þeirra, sem
frumkvæðið áttu verði sem minnst-
ur. Þetta er ófögur lýsing en
slíkt er því miður orðið harla al-
gengt í stjórnmálum að misskil-
in flokksheill er látin sitja í fyr-
irrúrni fyrir almenningsheill.
Vegna þess arna hefi jeg því
hugsað mjer að taka til íhugun-
ar ýms málefni bæjarins hjer í
blaðinu eftir því, sem jeg hef
tíma til. Jeg er að vona það, að
leggi jeg þar eitthvað það til
málanna, sem bæjarbúar álíta
rjettmætt og kleyft að gjöra, þá
sjeu meiri líkur til að það nái
framgöngu í bæjarstjórn, heldur
en ef jeg bæri þar slíkt fram,
máske með atbeina flokksbræðra
minna.
Ef til vill kann sumum að
finnast, áður en jeg hefi lokið
þessari grein minni að fullu, að
sumt i henni sje ekki í samræmi
við stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins, en því er til að svara, að
það sem jeg hjer rita, rita jeg