Hamar - 23.03.1934, Page 1
Hafnarmálið
til umræðu í bæjarstjórn.
Skipstjóra- og stýrimannafjelagið „Kári“, skorar
á bæjarstjórnina að hefjast handa í málinu pegar
á þessu ári.
Fyrir bæjarstjórnariundi s. 1.
þriðjudag lá erindi frá skipstjóra-
og stýrimannafjelagið „Kári“,
þar sem fjelagið skoraði á bæj-
arstjórnina, að draga ekki leng-
ur að láta gera fullnaðaruppdrátt
af hafnargörðunum og kostnað-
aráætlun um byggingu þeirra.
Þar sem í þessu erindi ,Kára“
er ítarlega gerð grein fyrirþeirri
miklu nauðsyn að hafist sje handa
framkvæmda tilíþessu stórvægi-
lega velferðarmáli bæjarins og
jafnframt bent á, hvað hægt sje
að gera og verði að gera í mál-
inu nú á næstunni, þá þykir rjett
að birta erindið í heild, og fer
það því hjer á eftir:
fundi, er haldinn var í
skipstjórafjelaginu „Kári" þann
19. þ. m. var eftirfarandi tillaga
samþykt. með öllum greiddum
atkvæðum:
„Fundur sem haldinn var í
skipstjóra- og stýrimannafjelag-
inu „Kári* í Hafnarfirði 19.
febrúar, samþykkir að skora ein-
dregið á bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar, að draga ekki lengur, að
láta gera fullnaðar-uppdrátt og
kostnaðaráætlun um byggingu
hafnargarða við Hafnarfjarðar-
höfn\
Við undirritaðir, er vorum
kjörnir til að koma þessari á-
skorun á framfæri, leyfum okkur
því, að skýra hinni heiðruðu
bæjarstjórn, með nokkrum orð-
um, frá vilja fjelagsins eins og
hann kom fram á fundinum, og
ávalt hefur verið.
Eins og bæjarstjórninni mun
kunnugt vera, 'nefur fjelagið
látið hafnarmálið sig miklu skifta.
Hefur það litið svo á, að því
bæri að hvetja til framkvæmda
í því máli frekar öðrum. í því
fjelagi væru menn, sem best
þektu þýðingu þessa máls og
byggju mest að þeim hafnarbót-
um, er gerðar væru.
Fjelagið hefur heldur ekki
verið eitt um þá skoðun, að hjer
þyrfti að byggja hafnargarða ©g
önnur mannvirki til þess að hjer
yrði góð höfn, heldur hefir það
verið einróma vilji allra Hafn-
firðinga.
Við skoðum það sem eitt af
allra nauðsynlegustu málum þessa
bæjar, því að höfnin, eins og
hún er nú, er lítt við unandi,
þar sem hún er opin og óvarin
fyrir hafróti suðvestan og vest-
an áttar, sem bæði fyr og síðar
hefir gert æði usla hjer í höfn-
inni, bæði á skipum og mann-
virkjum. Það hefir oft komið fyr-
ir, að ekki hefir verið hægt að
afgreiða skipin, þó hitt hafi oft-
ar komið fyrir, að þau hafi verið
afgreidd og látin liggja við
bryggjur, þar sem þeim hefir
verið stofnað í stórhættu, sem
hefir orsakað þá löskun á þeim,
að þau hafa ekki reynst eins
trygg til siglingar eins og til
hefir verið ætlast. Þar að auki
er kostnaður við að þurfa að
afgreiða skipin við slíkan aðbún-
að svo gífurlega mikill, bæði í
vinnufestum og viðhaldi skipa,
að lítt er við unandi.
Þetta er ekki hægt að fyrirbyggja
nema með skjólgörðum, þess-
vegna er það krafa allra Hafn-
firðinga að þeir komi.
Bæjarstjórnir undanfarandi ára
hafa sýnt vilja á því að reyna
að bæta hjer höfnina, þó alt of
lítið hafi orðið af varanlegum
framkvæmdum í því máli. Mest
hefir henni orðið ágengt árið
1929, er hún ljet bera fram á
alþingi frumvarp til laga um
hafnarlög fyrir Hafnarfjörð. Með
því frumvarpi skrifaði bæjarstjóri
Emil Jónsson greinargerð og
komst hann þar að sömu skoðuu
og við, að „garðar væru nauð-
synlegurundanfari og undirstaða“
.fyrir ölíum öðrum mannvirkjum
og framkvæmdum í höfninni.
Þetta frumvarp var samþykt á
þessu sama þingi og var stað-
fest 1te. júní sama ár.
í þessum lögum var ríkisstjórn-
inni heimiað að veita til hafnar-
garða í Hafnarfirði alt að kr. 333-
000,00 og stjórnarráði íslands
veitt heimild til að ábyrgjast
fyrir hönd ríkissjóðs alt að 667
þúsund króna láni til sama.
En eftir þvi, sém við vitum
best, hefir aldrei verið farið fram
á við ríkisstjórnina að fá þetta
fje, eða nokkuð gert í málinu,
sem því mætti að haldi verða,
nema hvað bæjarstjórnin sam-
þykti árið 1929 að fela bæjar-
stjóra, Emil Jónssyni, að gjöra
nauðsynlegar mælingar og útboð
að verkinu. Við vitum heldur
ekki til, að nein skrifleg gögn,
eða nokkur gögn, er ,að gagni
værufyrir þe.tta mál, væru komin
frá honum til bæjarstjórnarinnar.
Hvað því veldur er okkur ó-
kunnugt, en alleinkennilegt þyk-
ir okkur það framkvæmdaleysi,
er átt hefur sjer stað í þessu
máli, allra helst þegar þess er
gætt, að síðan að lög þessi voru
staðfest, hefir bærinn lagt í all
stórfeldar atvinnubætur fyrir
lánsfje, en með hafnarlögunum
voru á boðstólum fleiri hundr-
uð þúsund krónur til atvinnu-
bóta, án endurgjalds, til einhvers
mesta nauðsynja- og framtíðar-
máls þessa bæjar.
Það sem því að fundurinn
vildi fyrst og fremst, að gert
væri í þessu máli, eins og nú er
högum háttað, bæði hjá ríkis-
sjóði og hafnarsjóði, og tillagan
ber með sjer, er eftirfarandi:
1. Að fenginn væri óvilhallur og
góður hafnarverkfræðingur til
að athuga ítarlega, hvar
heppilegast og ódýrast væri
að hafa hafnargarða hjer og
hvernig þá ætti að byggja.
2- Að hann gæfi svo skriflega,
teikningslega og reikningslega,
greinargerð um það til hafn-
arnefndar.
3. Að hafnarnefnd bæri svo þessa
greinargerð undir einn eða
helst fleiri sjerfræðinga á þessu
sviði og í samráði við þá
væri svo tekin ákvörðun um
hvar og hvemig garðarnir
ættu að vera og önnur nauð-
synleg hafnarvirki í höfninni,
og á hvorum garðinum ætti
! • fyrst að byrja. .