Fiskifréttir - 24.06.1988, Qupperneq 2
SKIN í SKÚRVR VfÓ ONR
Umsjón: Halldóra G. Sigurdórsdóttir og Þorsteinn G. Gunnarsson
Veiðibann
og vont veður
Togararnir fóru flestir á veiðar
strax að loknum sjómannadegi og
komu þeir nær allir til löndunar 13.
og 14. júní. Uppistaðan í afla þeirra
var þorskur. Veðrið hafði áhrif á
veiðar togaranna, sérstaklega
Vestfjarðatogaranna. Þeir leituðu
nokkrir hafnar undan veðri um
miðja síðustu viku með lítinn sem
engan afla.
Humaraflinn hefur verið lítill
það sem af er vertíð, sérstaklega á
Höfn, þar sem kvótinn er mestur.
Veiðar úthafsrækju ganga ágæt-
lega en afli dragnótabáta var frek-
ar rýr í vikunni.
Annars var aflinn vikuna 12. til
18. júní sem hér segir:
Vestmannaeyjar
Mánudaginn 13. júní lönduðu
tveir togarar; Klakkur landaði
118.4 tn og var þorskur þar af 60.7
tn og ýsa 34.3 tn. Halkion landaði
82.6 tn en þar af var sett í tvo
gáma. Báðir togararnir voru sex
daga í túrnum. Bergey landaði 14.
júní eftir viku túr 168.2 tn og var
þar af sett í fjóra gáma. Sindri
landaði 16. júní eftir átta daga túr
116.3 tn og skiptist aflinn í eftirtald-
ár tegundir: Ufsi 47.6 tn, ýsa 29.3
tn og þorskur 22.9 tn. Gullborgin
var á netum og landaði tvisvar
sinnum samtals 12.4 tn. Trollbát-
urinn Frigg landaði einu sinni rúm-
um 30.0 tn og var sett í einn gám af
honum. Sigurfari var einnig á trolli
en hann landaði einu sinni 32.0 tn
en þar af var sett í einn gám.
Suðvesturland
Þorlákshöfn: Heildarafli báta í vik-
unni var 353.3 tn en togarinn Jón
Vídalín landaði 14. júní eftir átta
daga túr 135.0 tn og var þorskur
uppistaðan eða 100.0 tn en 15.0 tn
voru af ufsa í aflanum. Þorlákur
seldi aftur á móti sinn afla 129.0 tn í
Bremerhaven þann 6. júní og feng-
ust fyrir aflann um átta miljónir
króna. Þeir voru þrír netabátarnir
sem lönduðu heima alls 19.9 tn úr
fimm sjóferðum. Arnar var afla-
hæstur með 15.7 tn úr tveimur
róðrum, Særós RE landaði 1.3 tn
úr einni sjóferð og Valur RE land-
aði tæpum 3.0 tn úr tveimur róðr-
um. Sex dragnótabátar lönduðu
einusinni hver alls 146.1 tn. Friðrik
Sigurðsson landaði 42.4 tn, Höfr-
ungur III 37.8 tn, Jóhann Gíslason
34.9 tn, Örn KE 31.0 tn, Aðalbjörg
II 8.5 tn og Aðalbjörg RE 9.0 tn.
Færabátarnir voru níu sem lönd-
uðu en hver bátur réri ekki nema
einu sinni og skiluðu þeir róðrar
rúmum 4.0 tn á land. Aflahæstur
færabátanna var Sif með 880 kg en
annars fór aflinn allt niður í 200 kg.
Á trolli voru þrír bátar sem lönd-
uðu einu sinni hver samtals 103.0
tn. Stokksey landaði 55.0 tn,
Guðfinna Steinsdóttir kom með
28.0 tn og Narfi 20.0 tn. Fjórtán
humarbátar lönduðu í vikunni
samtals 15.8 tn af humri og 64.6 tn
af öðrum fiski en alls lönduðu þeir
samtals 23 sinnum. Eftirtaldir
humarbátar lönduðu tvisvar sinn-
um hver: Klængur landaði 2.0 tn af
humri og 6.0 tn af öðrum fiski, Júl-
íus kom með 1.8 tn af humri og 4.5
tn af öðrum fiski, Dalaröst landaði
1.4 tn af humri og 5.8 tn af botn-
fiski, Gulltoppur landaði 0.8 tn af
humri og 1.8 tn af öðrum fiski, Jó-
hanna Magnúsdóttir landaði 1.5 tn
af humri og 3.5 tn af öðrum fiski,
Hafnarvíkin landaði 1.1 tn af humri
og 6.5 tn af öðrum fiski, Friðrik
Bergmann kom með 1.0 tn af
humri að landi og 8.5 tn af öðrum
fiski og Jóhanna landaði 0.6 tn af
humri og 3.1 tn af öðrum fiski. Eft-
irtaldir humarbátar lönduðu einu
sinni í vikunni: Hásteinn 1.3 tn af
humri og 8.2 tn af öðrum fiski,
Njörður landaði 0.9 tn af humri og
3.5 tn af öðrum fiski, Snætindur
landaði 1.0 tn af humri og 3.5 tn af
öðrum fiski, Fróði 0.8 tn af humri
og 2.5 tn af öðrum fiski og Kristín
kom með 180 kg af humri að landi
og tæp 3.0 tn af öðrum fiski.
Grindavík: Níu bátar lönduðu
humri í vikunni en þeir réru allir
einu sinni hver: Þröstur 1.4 tn af
humri og 3.9 tn af öðrum fiski,
Þórkatla 0.5 tn af humri og 2.7 tn
af öðrum fiski, Hraunsvík 0.6 tn af
humri og 2.2 tn af öðrum fiski,
Sigrún 0.6 tn af humri og 2.2 tn af
öðrum fiski, Þorsteinn Gísla 450
kg af humri og 5.8 tn af öðrum
fiski, Reynir 0.2 tn af humri og 3.1
tn af öðrum tegundum, Þorbjörn
1.0 tn af humri og 4.4 tn af öðrum
fiski, Máni landaði 0.9 tn af humri
og Már landaði 850 kg af humri.
Fimm trollbátar lönduðu í vikunni
og fór Oddgeir í tvo róðra og skil-
uðu þeir 8.4 tn á land. í eina sjó-
ferð fóru eftirtaldir trollbátar: Sig-
urþór 3.0 tn, Ólafur 13.0 tn, Höfr-
ungur 38.0 tn og Harpa 19.6 tn.
Hafberg var eini netabáturinn sem
landaði og skilaði hann 26.8 tn á
land úr þeim þremur sjóferðum
sem hann fór í. Tveir dragnótabát-
ar lönduðu afla: Stafnes fór í tvær
sjóferðir sem skiluðu 10.7 tn á land
og Eldeyjar-Boði landaði einu
sinni 23.8 tn. Tveir færabátar lönd-
uðu einu sinni hver: Anna 3.6 tn og
Hrappur 290 kg. Keflavík: Fimm
netabátar lönduðu afla í vikunni
og fóru eftirtaldir í fimm sjóferðir:
Gunnar Hámundason 13.0 tn og
Svanur 19.1 tn. í þrjá róðra fóru:
Hólmsteinn 5.5 tn og Óli 6.6 tn.
Þorkell Árnason landaði einu sinni
2.1 tn. Sjö trillur lönduðu á mánu-
deginum 13. júní en þetta var afli
sem þeir veiddu deginum áður og
var þetta alls 5.5 tn. Njarðvík:
Bergvíkin landaði 14. júní 170.0 tn
og var þorskur þar af 160.0 tn en
ýsa 10.0 tn. Sandgerði: Heildarafli
báta í vikunni var 283.0 tn en þessi
afli fékkst í 55 sjóferðum. Togar-
inn Sveinn Jónsson landaði síðan
þann 14. eftir átta daga túr 145.0 tn
og var mest af karfa í aflanum.
Fjórir trollbátar lönduðu og fór
Elliði tvisvar sinnum út og skiluðu
þeir túrar 58.0 tn á land. Eftirtaldir
trollbátar lönduðu einu sinni hver:
UnaíGarði5.0tn, Einir23.0tn og
Geir goði 17.6 tn. Fjórir netabátar
lönduðu; Eldeyjar-Hjalti landaði
12.3 tn úr þeim eina róðri sem hann
fór í, Hólmsteinn landaði þrisvar
sinnum alls 9.6 tn, Þorkell Árna-
son fór tvisvar sinnum út og skil-
uðu þeir róðrar 5.3 tn og Bragi sem
einnig landaði tvisvar sinnum kom
með 4.0 tn að landi. Tveir drag-
nótabátar voru að: Njáll sem land-
aði þrisvar sinnum kom með 19.4
tn og Hvalsnesið landaði einu sinni
2.3 tn. Jón Helgason var eini línu-
báturinn sem landaði en hann réri
einu sinni og landaði 1.9 tn. Átta
humarbátar lönduðu og fóru eftir-
taldir í tvo róðra hver: Jón Gunn-
laugs landaði 0.6 tn af humri og 3.5
tn af öðrum fiski, Reynir landaði
1.3 tn af humri og 9.0 tn af öðrum
fiski, Hafnarberg landaði 1440 kg
af humri og3.7tnaf öðrum fiski og
Akurey landaði 690 kg af humri og
4.1 tn af öðrum fiski. í einn róður
fóru eftirtaldir humarbátar: Dröfn
650 kg af humri og 2.1 tn af öðrum
fiski, Bliki 575 kg af humri og 4.9
tn af öðrum fiski, Nonni 670 kg af
humri og Rán landaði 0.7 tn af
humri og 1.2 tn af öðrum fiski.
Færabátar lönduðu 36.2 tn í vik-
unni en alls réru þeir 23 sinnum.
Hafnarfjörður: Aðeins fimm bátar
réru í vikunni og voru það allt
netabátar: Hafbjörg 2.1 tn, Þórður
Kristinn 1.3 tn, Ingvi 0.7 tn en
þessir lönduðu allir einu sinni
hver. í tvo róðra fóru: Frosti 3.6 tn
og Rúna 5.3 tn. Reykjavík: Þrír
togarar lönduðu í vikunni. Hjör-
leifur landaði 13. júní eftir viku túr
150.0 tn og fóru 45.0 tn í gáma.
Uppistaða þess sem í gáman fór
var þorskur eða 40.0 tn en það sem
fór til vinnslu í landi var: Þorskur
76.0 tn, karfi 11.0 tn, ýsa 6.0 tn og
steinbítur 5.0 tn. Otto N. Þorláks-
son landaði einnig 13. júní og hann
var viku í sínum túr en alls kom
hann með 217.0 tn og skiptist afl-
inn í eftirtaldar tegundir: Karfi
123.0 tn, ufsi 79.0 tn og þorskur
10.0 tn. Jón Baldvinsson landaði
14. júní eftir átta daga túr 190.0 tn
og fóru 90.0 þar af í gáma. í gám-
ana fóru 66.0 tn af þorski, 14.0 tn af
ýsu og 7.0 tn af steinbít en til
vinnslu í landi fóru 90.0 tn af
þorski og 4.0 tn af karfa.
Vesturland
Akranes: „Hér var snarvitlaust
veður svo minni bátar gátu lítið
róið,“ sagði heimildarmaður okk-
ar á staðnum en bátar lönduðu 15.
og 16. júní. í tvo róðra fóru: Leynir
5.2 tn, Enok 3.8 tn og Bresi 3.0 tn.
í eina sjóferð fóru: Valdimar 3.0
tn, Reynir 0.6 tn og Gunnar 1.3 tn.
Sturlaugur H. Böðvarsson landaði
13. júní eftir viku túr 127.0 tn og var
þorskur uppistaða aflans eða 114.0
tn en annars var 6.0 tn af steinbít í
aflanum og 6.0 tn af kola. Kross-
víkin landaði einnig 13. júní eftir
viku túr 170.0 tn og var þorskur
uppistaða aflans eða 140.0 tn.
Skipaskagi landaði 13. júní í Hafn-
arfirði um 90.0 tn en hann var
einnig viku að veiðum. Þorskur
var uppistaða aflans. Haraldur
Böðvarsson landaði 16. júní eftir
fimm daga túr 101.0 tn og var mest
af þorski í aflanum eða 83.0 tn en
af ýsu var 14.0 tn og steinbít 2.0 tn.
Rif: Rifsnesið var á trolli en það
landaði tvisvar sinnum alls tæplega
61.0 tn. Hamrasvanur fór í eina
sjóferð og landaði 4.3 tn en hann
var einnig á trolli. Á netum voru
tveir bátar: Jói á Nesi landaði
fimm sinnum alls 8.8 tn og Valdís
landaði fjórum sinnum samtals 5.5
tn. Tveir dragnótabátar voru að í
vikunni: Þorsteinn landaði 3.1 tn
úr þeim eina róðri sem hann fór í
og Báran landaði tvisvar sinnum
alls 2.3 tn. Ólafsvík: Lómur var á
netum og fór hann í tvo róðra sem
skiluðu 4.3 tn á land. Pétur Jacop
var eini handfærabáturinn sem var
að en hann réri einu sinni og skil-
aði 1.3 tn áland. Átta dragnótabát-
ar lönduðu í vikunni: Hringur
landaði tvisvar sinnum samtals 7.7
tn, Auðbjörg landaði einu sinni 0.8
tn, Auðbjörg II landaði tvisvar
sinnum alls 2.4 tn, Matthildur sem
réri fjórum sinnum landaði 7.2 tn,
FRÉTTIR
Útgefandi:
Frjálst framtak hf.
Reykjavík
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðjón Einarsson
Rítstjórnarfulltrúi:
Eiríkur St. Eiríksson
Ljósmyndarar:
Grimur Bjarnason
Gunnar Gunnarsson
Kristján E. Einarsson
Ritstjórn og auglýsingar:
Bíldshöfða 18, sími 685380
Auglýsingastjórar:
Hildur Kjartansdóttir
Guðlaug Guðmundsdóttir
Setning og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Áskrift og innheimta:
Ármúla 18, slmi 82300
Pósthólf 8820
128 Reykjavík
Áskriftarverð: 1785 kr.
Jan.-aprfl. innanlands.
Hvert tölublað i áskrift: 111,56 kr.
Lausasöluverð: 129 kr.