Fiskifréttir - 24.06.1988, Síða 11
föstudagur 24. júní
11
Fréttir
„Vinnslukvótinn verður
aldrei minni en kvóti skipa
í eigu vinnslustöðvar“
— segir Haiidór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
— Við höfum unnið að þessu máli í fullri samvinnu við Félag
rækju- og hörpudiskframleiðenda og sú reglugerð sem nú lítur
dagsins ljós er árangur málamiðlunar sem náðist á Alþingi. Það
voru ýmsir alþingismenn sem börðust gegn kvótakerfinu og ég
lýsti því yfír að ég myndi vinna að því að sett yrði reglugerð um
veiðar og vinnslu og það stend ég við, sagði Halldór Asgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, er hann var spurður um tildrög þess að
ákveðið hefur verið að setja vinnslukvóta á rækjuvinnslustöðv-
arnar.
Halldór sagði að reglugerðin
væri tiltölulega rúm að sínu mati
og þar væri tekið tillit til flestra
sjónarmiða. Vinnslukvóti rækju-
stöðva yrði t.a.m. aldrei minni en
rækjukvóti þeirra skipa sem væru í
eigu sama fyrirtækis. Ráðherra
sagði að ýmsir hefðu brugðist illa
við fjölgun rækjuverksmiðja und-
anfarin ár en setning þessarar
reglugerðar miðaði að því að
hamla gegn slíkri fjölgun.
Varðandi þann klofning sem
virðist vera kominn upp í samtök-
um rækjuframleiðenda vegna
þessa máls, sagði Halldór Ás-
grímsson:
— Ég ætla ekki að gerast dómari
í því máli. Rækjuframleiðendur
verða að leysa sín mál á sama hátt
og öðrum aðilum í sjávarútvegi
hefur tekist að leysa sín mál á und-
anförnum árum. Við höfum unnið
að reglugerðinni í samráði við það
félag sem verið hefur starfandi í
greininni og átt við það gott sam-
starf.
Halldór Ásgrímsson
Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Féiags
rækju og hörpudiskframieiðenda:
„Þessar deilur stafa
af misskilningi“
— Mér vitanlega hafa aðeins
tveir rækjuframleiðendur sagt sig
úr Félagi rækju- og hörpudisk-
framleiðenda, þannig að ekki er
um klofning að ræða, svo ég viti til.
Ég held að þær deilur sem upp hafa
komið stafi af misskilningi og félag-
ið hefur ekki beitt sér í þessu máli,
sagði Lárus Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda er hann
var inntur eftir afstöðu FRH til
vinnslukvótans og þeirra deilna
sem upp hafa komið meðal félags-
manna vegna hans.
Að ' sögn Lárusar hafa verið
mjög skiptar skoðanir meðal fram-
leiðenda í þessu máli. Eftir að
stjórnvöld höfnuðu málaleitan Fé-
lags rækju- og hörpudiskframleið-
enda um að vinnslan fengi ráðstöf-
unarrétt yfir helmingi þess 36 þús-
und tonna rækjukvóta sem
ákveðinn var, komu fram þau
sjónarmið að eðlilegt væri að setja
stýringu á vinnsluna í kjölfar kvóta
á veiðiskipin. Samkomulag náðist
um þetta mál á Alþingi en að sögn
Lárusar hafa nokkrir framleiðend-
ur ekki viljað sætta sig við þessi
málalok.
— Ég lít svo á að hér sé um
tilraun að ræða og því hefur verið
margsinnis lýst yfir að reglugerðin
eigi aðeins að gilda til áramóta og
verði þá væntanlega endurskoðuð,
sagði Lárus en hann sagði að það
væri sjávarútvegsráðuneytið sem
tæki ákvörðun um kvótaskiptingu
milli einstakra verksmiðja.
„Meiriháttar mistök“ foSurUú
„Það er að okkar mati ófært, nú
þegar komið er fram í júní, að
banna með reglugerð tilteknum
rækjuverksmiðjum að kaupa
meira en eitthvert ákveðið magn af
rækju til vinnslu. Þessar verk-
smiðjur eru búnar að gera samn-
inga við ákveðin skip um kaup á
rækju og slík reglugerð myndi
ganga þvert á þá samninga,“ sagði
Kristján Ragnarsson formaður
LÍÚ í samtali við Fiskifréttir um
fyrirhugaðan vinnslukvóta á
rækju.
„Aðdragandi þessa máls er
búinn að vera langur og fæðingar-
hríðir miklar," hélt Kristján
áfram, „og ég trúi því ekki, að nú I háttar mistök, ef þetta yrði gert
sé komið barn. Það væru meiri- | nú.“
Togvírar-
Dragnótavírar
Fyrirliggjandi togvírar og
dragnótavírar V/” - 1.%”
Sömu gæði og áður.
Gott verð.
Jónsson & Júlíusson
Ægisgata 10 - sími 25430
Dæludrif
Getum afgreitt með
stuttum fyrirvara
Castoldi dæludrif,
fyrir vélar upp í 1200
hestöfl. Kjörinn
drifbúnaður fyrir
hraðgenga báta.
Castoldi drifin eru
með innbyggðum gír
og tengjast því beint
við vél.
Vélar & Taekl hf.
Maríne & Technical Ltd.
Tryggvagata 18, simar 21286 — 21460
Til sölu
LAUSN BA-107
Mjög vandaður bátur, vel útbúinn.
Góð greiðslukjör.
Upplýsingar í síma 91-45454
l—