Hamar - 18.06.1937, Side 1

Hamar - 18.06.1937, Side 1
Útgfefandi: Sj állstædisílo&kurinn i Hafnárfirdi Hafnarfirði, föstudaginn 18. júní 1937 I r tölublað ' I 6. árgangur Flútlinn frá sannlellcanuin T eftirfarandi grein tætir Bjarni Snæbjörnsson í sundur ósanninda- ogf blekkingavef Emils um afskifti sjálfstædism. af iðnadarmálunum I síðasta tölublaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar ræðir Emil Jónsson um nokkur áhugamál Hafnfirð- inga. Vil eg sérstaklega gera að umtalsefni síðasta kafla þessa greinarflokks vegna þess að þar kennir svo margra blekkinga og hreinna ósanninda að ekki verður ómótmælt. ÓSANNINDI EMILS UM FRAM- KOMU SJÁLFSTÆÐISFLOKKS- INS 1 IÐNAÐARMÁLUNUM Á ALÞINGI. Byrjar hann þennan kafla með að ræða um ýms mál, iðnaðinum til góða, sem samþ. hafi verið á Alþingi fyrir atbeina Alþýðu- flokksins, en Sjálfstæðisflokkur- inn hafi verið þar á móti. Sann- leikurinn i því máli er sá, að frum- vörp um þessi mál hafa verið bor- iri fram á Alþingi fyrir atbeina Iðnráðsins og mun formaður þess, Helgi Hermann Eiríksson, hafa átt sinn þátt í því og ekki hvað minst- an, að frumvörp þessi voru það vel undirbúin fyrir þingið, að þau urðu að lögum og ekki siður með atkvæðum sjálfstæðismanna held- ur en Alþýðuflokksmanna, enda eru langflestir iðnaðarmenn með formann Iðnráðsins í broddi fylk- ingar einlægir sjálfstæðismenn og eftir kenningu Alþýðuhlaðsins væru þeir ekki það, ef Sjálfstæðis- flokkurinn væri fjandsamlegur iðnaðinum eins og Emil Jónss. seg- ir. Þetta eru því vísvitandi blekk- ingar og ósannindi hjá greinar- höfundi. ÓSANNINDIN UM RAFTÆKJA- VERKSMIÐJUNA. Þá segir Emil Jónsson: „Alþýðu- flokkurinn hefir beitt sér fyrir rik- isframlegi til raftækjaverksmiðju })eir.-ar, sem nú er að rísa upp hér í bænum, en án þess framlags liefði verksmiðjan aldrei orðið til.“ Lætur hann sömuleiðis fylgja þessu atriði þau ummæli að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ýmist sýnt því fullan fjandskap eða algert af- skiftaleysi. Hvorki á framboðsfundi eða annarsstaðar hefi eg rætt um stofnun þessarar verksmiðju hér í bænum, en þegar Emil Jónsson fer með svo vísvitandi ósannindi, sem hann þarna ber fram fyrir hafnfirska kjósendur, þá verð eg að skýra að nökkuru frá stofnun og undirhúningi þessarar verk- smiðju. Snemma vors 1936 ræddi Emil Jónsson við mig um það, hvort eg myndi ekki verða með i því að reyna að koma slíkri verksmiðju og hér um ræðir á fót hér í Hafn- arfirði. Var eg strax fús til þess. Aðalhvatamennirnir voru Nikulás Friðriksson rafurmagnseftirlits- maður í Reykjavik, en hinn var Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari og svo síðar Emil Jóns- son. Alþýðuflokkurinn kom þarna ekki til greina og þetta mál hefir aldrei komið til aðgerða Alþingis. Ýmsum erfiðleikum var bundið að koma þessu fyrirtæki á fót og var aðal þrándur í götu þess, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þvi þetta mál hefir aldrei verið borið undir hann frekar en Alþýðuflokkinn, heldur Raftækjaeinkasalan, þetta óskabarn stjórnarflokkanna og skilja flestir hvers vegna svo var, sem nokkuð hafa fylgst með að- gerðum stjórnarflokkanna þegar ný iðnfyrirtæki eiga í hlut, sem bú- ist er við að máske verði arðvæn- leg. Sjálfstæðismenn hér í bæ hafa frá öndverðu aftur á móti gert það sem í þeirra valdi hefir staðið til að koma fyrirtækinu á fót. Sjálfur hefi eg gert það sem í mínu valdi hefir staðið i þessu efni, bæði með undirbúningi málsins og siðar sem stjórnarmeðlimur, þótt Emil Jónsson meti mitt starf að engu nú við kosningarnar og sömuleiðis hafa sjálfstæðismenn hér í bænum sýnt það í verkinu að þeir hafa gert sitt til að koma fyrirtækinu á stað með því að leggja í það fé. Langmestum hluta hlutafjárins er aflað þannig, að ríldssjóður leggur fram þriðjung hlutafjárins, þó með vissum skilyrðum, sem verður að uppfylla og eru verk- smiðjunni í óhag að ýmsu leyti, og einnig leggja þeir menn fram mikið fé, sem ætla sér að vinna við verksmiðjuna, og hafa unnið að þvi að reisa húsið, en nokkurt hlutafé er lagt fram af áhuga- sömum mönnum, serii nær ein- göngu gera þetta til að auka at- vinnu í plássinu. Hverjir hafa svo lagt fram þetta fé af Hafnfirðing- um? Sjálfstæðismenn hafa lagt fram 13 þúsund kr., en Alþýðu- flokksmenn 4 þús., þar af er 1 þús- und, sem Emil Jónsson fékk fyrir það, að vinna að stofnun fyrir- tækisins. Af þessu geta menn séð, hve mikill sannleikur er í þessum ummælum Emils Jónssonar og það get eg sagt Hafnfirðingum, að ef eg og aðrir Sjálfstæðismenn hefðu sýnt þessu fyrirtæki fjand- skap í upphafi, eins og hann segir, þá hefði verksmiðjan aldrei verið reist hér, svo mikið er vist. Eg vonast til þess, að þessi ó- sannindavaðall Emils , Jónssonar verði ekki til þess að leggja stein í götu þessa fyrirtækis, en hann hefir með þessum ummælum sín- um gert sitt til að svo verði. BLEKKIN G A-„BOMB AN“. Þá minnist hann á nýtt iðnfyrír- tæki, sem á að vera í uppsiglingu hér i bænum, byggingu síldar- og karfaverksmiðju og hafi málið verið undirbúið af h.f. Akurgerði og áhugasömum Alþýðuflokks- mönnum. ; Sannleikurinn i þessu máli er þessi: Eins og allir Hafnfirðingar vita, hefir starfsemi s.f. Akurgerð- is gengið mjög saman hin síðari ár. Félagið á miklar eignir hér, sem að mestu eru óarðbærar sem stendur. Það hefir því verið áhug- mál þess, að gera eitthvað til þess að eignir þess væru meira arðber- andi en nú er. Þegar því nú, er Haraldur Böðvarsson útgerðar- maður á Akranesi fór utanlands til að kynna sér þá starfsemi, að veiða sild í djúpnætur og botn- vörpu, sein sumstaðar hefir gef- ist vel, þá liófst Akurgerði handa og sótti til ríkisstjórnarinnar um leyfi til þess að reisa hér verk- smiðju, til þess að tryggja sér það m. a. að ekki yrðu aðrar verk- smiðjur reistar en á þeirra eign- um, sem er ekki nema eðlilegt frá þeirra sjónarmiði. Leyfi ríkis- stjórnarinnar fengu þeir, en með því skilyrði, að bæjarstjóm sam- þykti. — Skrifuðu þeir siðan bæj- arstjórn bréf um þetta efni fyrir 10 dögum, en ekki hefir bæjarstjóri álitið málið þess virði, að leggja það fyrir bæj- arfulltrúana. — Hvað áhugasamir Alþýðuflokksmenn hafa lagt til málanna, hefi eg fengið upplýst. Er það ekki annað en það, að 2 Alþýðuflokksmenn, sem fengu pata af þessu máli, vildu leggja fram eitthvert hlutafé, en það er sennilega ekki mikils virði til að koma þessu máli í framkvæmd ef tekið er tillit til þess, hverjar þakkir Emil Jónsson færir þeim S j álfs t æðis m ö n n u,m, sem hafa liætt fé sínu í raftækjaverksmiðj- una. En það verða Hafnfirðingar að liafa liugfast, að því að eins verður úr þessari nýju verksmiðju, að þessi nýja veiðiaðferð með síld hepnist og að það takist, að útvega hlutafé til fyrirtækisins, en það er ekki fyrir hendi og eg efast stór- lega um, að það sé heppileg að- ferð hjá Emil Jónssyni, að fara þessa leið, sem hann nú hefir far- ið, til að þetta iðnfyrirtæki megi rísa upp hér í bænum, — eða hyggur hann að það muni vera þessum málum til framdráttar, að koma á stað illindum með þvi að draga pólitík inn í málið og hrúga upp ósannindum og vanþakka þeim mönnum, sem hafa gert sitt ýtrasta til að leiða þau farsællega í höfn, bara af þvi að þeir eru ekki skoðanabræður hans í stjórnmál- um? Bjarni Snæbjörnsson. Sj álfstæðisflok kurinn lieldur fund í Góðtemplarahúsinu kl. 9,30 í kvöld Umrækefni: AlþingiskosninHarnar. Margir ræðuinenn ob konnr! Allir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins eru velkomnír á fund^ inn meðan húsrúm leyfir.

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/1599

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.