Hamar - 18.06.1937, Síða 2
r
H A M A R
á Iramboðsfundi 5 þ« m.
Niðurlag.
SjálfstæSismenn .hafa borið
fram á undanförnum þingum frv.
til laga um Fiskiveiðasjóð fslands
og á tilgangur hans að vera sá, að
styðja sjávarútveg landsmanna
með liagkvæmum stofnlánum. —
:Stofnfé Fiskiveiðasjóðs skal auka
þannig: Ríkissjóður leggur sjóðn-
um til 1 milj. kr. á þann hátt, að
ríkissjóður tekur að sér að greiða
sem sína eigin skuld frá og með
1. jan. 1937, eftirstöðvar af skuld
(gamla) Fiskiveiðasjóðs við Den
Danske Landmandshank í Kaup-
mannahöfn, danskar kr. 750 þús.
Afganginn, 250 þús., greiðir rík-
issjóður eftir samkomulagi við
stjórn sjóðsins, með jöfnum
greiðslum á næstu fjórum árum.
í öðru lagi rennur helmingur nú-
verandi útflutrííngsgjalds af
hverskonar sjávarafurðum í sjóð-
inn, uns stofnsjóður hans er orð-
inn 12 miljónir kr. Verði útflutn-
ingsgjald sjávarafurða, sem nú er,
afnumið með lögum að nokkru
eða öllu leyti, áður en sjóðurinn
er orðinn 12 milj., rennur i sjóð-
inn frá þeim tíma % % af verð-
mæti þeirra útfluttra sjávaraf-
i^rða, sem gjaldinu var létt af,
þar til stofnsjóður nemur þeirri
fjárhæð, er áður segir. f þriðja
lagi renna eignir varasjóðs og veð-
tryggingarsjóðs í stofnsjóð og í
fjórða lagi renna i stofnsjóðinn
eignir skuldaskilasjóðs vélbátaeig-
enda, jafnóðum og útlán skulda-
skilasjóðs afborgast. Eins og þið
sjáið, er lögð áhersla á að sjóður-
inn starfi með eigin fé, en ekki
lánsfé, og er það óumflýjanlegt
skilyrði fyrir þvi, að hægt sé að
fá úr sjóðnum hagkvæm lán. —
Ctlánsstarfseminni úr sjóðnum á
að haga !,svo, að einungis megi
lána fé úr honum gegn fyrsta veð-
rétti i stærri og smærri fiskiskip-
um landsmanna. Gegn fyrsta veð-
rétti í frystihúsum, lifrarbræðslu-
stöðvum, fiskimjölsverksmiðjum
og öðrum iðjufyrirtækjum, sem
vinna eingöngu eða að langmestu
leyti að hagnýtingu fiskiafurða. —
Vextir af lánum úr sjóðnum skulu
vera 4y2% og er yfirmsjón sjóðs-
ins i höndum þess ráðherra, sem
fer með sjávarútvegsmál, en Út-
vegsbanki íslands i Reykjavik hef-
ir á hendi framkvæmdastjórn
sjóðsins og annast alla starfrækslu
hans. Skal Fiskiveiðasjóður vera
sérstölc deild i bankanum með að-
skildum fjárhag og bókhaldi, en
kostnaður af rekstri sjóðsins
greiðist af tekjum hans eftir reikn-
ingi, sem ráðherra úrskurðar.
Þessu frumvarpi, sem hér hefir
verið lýst, hafa stjórnarflokkarnir
heitt sér gegn á þrem undanförn-
um þingum, en nú, eftir að það
hafði verið borið fram á siðasta
þingi og þegar vitanlegt var, að
þingrof mundi verða, þá bera jafn-
aðarmenn fram annað frumvarp,
frumvarp um stofnun Fiskimála-
sjóðs. Úr honum á að veita lán til
samskonar fyrirtækja og getur
um í frumvarpi Sjálfstæðismanna,
en sá er munurinn, að ætlast er til
að bæir og sveitarfélög reki allan
þennan atvinnurekstur. Þetta frv.
jafnaðarmanna var því eitt af á-
greiningsmálum stjórnarflokk-
anna og varð m. a. valdandi að
þingrofinu. Það er þvi alveg víst,
að það kemst ekki til fram-
kværnda, jafnvel þótt svo óliklega
takist til„ að núverandi stjórnar-
flokkar verði í meiri hluta næsta
kjörtimabil. Sömuleiðis er ætlast
til i frv. jafnaðarmanna, að sjóðn-
um sé m. a. aflað tekna á þann
hátt, að ríkisstjórninni sé heimilað
að ábyrgjast alt að þriggja milj.
kr. lán, er sjóðurinn taki til fram-
kvæmda samkvæmt þessum lög-
uin, en öllum er vitanlegt, að
miklum erfiðleikum er bundið,
að eg ekki segi ókleyft fyrir ríkið,
að fá slíkt lán eins og nú standa
sakir. Það er þvi vitanlegt, að
jafnaðarmenn ætlast lieldur ekki
til, að þetta frumvarp sitt komi
til framkvæmda á næstunni, held-
ur ber flokkurinn það fram til að
sýnast, til að gjöra lítilfjörlega af-
sökun sína á skeytingarleysi sínu
og andstöðu til sjávarútvegsmál-
anna nú, er liann hyggst að ná
atkvæðum við í höndfarandi kosn-
ingar. Hinsvegar ber Sjálfstæðis-
flokkurinn sitt frumvarp fram í
fullri vissu um það, að úr fram-
kvæmdum þess verður þegar er
liann er orðinn ráðandi flokkur
i þinginu næsta kjörtimabil.
Þá hafa Sjálfstæðismenn borið
fram frumvarp til laga um rekstr-
arlánafélög og er hlutverk þeirra
að útvega rekstrarlán handa fé-
lagsmönnum, sem e^u* útvtegs-
menn í einni og sömu verstöð eða
bygðarlagi og eiga félögin að haga
svo starfsemi sinni, að svo timan-
lega sé samið um rekstrarlán
handa félagsmönnum, að þeir geti
óliindraðir hafið fiskveiðar í byrj-
un vertiðar og að félagsmenn geti
ætíð orðið aðnjótandi bestu kjara
á aðfluttum nauðsynjum til rekstr-
ar síns, með því að geta boðið
staðgreiðslu.
Þá bafa Sjálfstæðismenn borið
fram frumvarp til laga um bygg-
ingu húsa til að hraðfrysta fisk,
þar sem rikisstjórninni er heimil-
að að ábyrgjast lán til byggingar
húsanna, alt að % kostnaðarverðs
bygginga og véla. Til byggingar-
innar skal veita styrk úr ríkissjóði
er nemi ýj. kostnaðarverðs.
Sömuleiðis hafa Sjálfstæðis-
menn á Alþingi beitt sér fyrir af-
námi á útfíutningsgjaldi af sjávar-
afurðum, en stjórnarflokkarnir
staðið þar á móti. Á bæjarstjórn-
arfundi i vetur var samþ. tillaga
þar að lútandi frá Sjálfstæðis-
mönnum og skorað á þáverandi
þingmann kjördæmisins að beita
sér fyrir þvi á þingi, að þessum
rangláta skatti væri létt af útgerð-
inni. Skömmu síðar var á þing-
málafundi hér jafnaðarmaður lát-
inn bera fram tillögu í sömu átt,
en sá maður hafði á þingmála-
f undi í fyrra heitt sér á möti sams-
konar tillögu, er þá var borin fram
af Sjálfstæðismanni. N.ú var þessi
tillaga samþykt. Samt sem áður
veit eg ekki til þess, að þáverandi
þingmaður bæjarins hafi neitt
gjört í þessu máli á þingi.
Sjálfstæðismenn hafa einnig
komið fram með breytingartillögu
um gjakleyrisverslunina, sem fer
i á átt, að heimila útgerðarmönn-
um að ráðstafa þeim erlenda
gjaldeyri, sem fæst fyrir útflutn-
ingsvörur þeirra, að þvi leyti, sem
þeir þurfa hann til greiðslu á vör-
um til útgerðar sinnar. Var það
viðurkent af þingmönnum úr öll-
um flokkum, að frumvarp þetta
væri nauðsynlegt og réttmætt, en
samt var málið þvælt svo í þing-
inu 1936, að það dagaði uppi.
( Þá hafa Sjálfstæðismenn á Al-
þingi beitt sér fyrir og átt frum-
kvæði að sjómælingum og rann-
sókn fiskimiðíy Sömuleiðis liafa
þeir beitt sér fyrir friðun Faxaflóa
og sjá allir hvihkt nauðsynjamál
þar er á ferðinni, ekki livað síst
fyrir Hafnfirðinga.
Sjálfstæðismenn munu lika, ei
þeir fá aðstöðu til þess, tryggja
sem mest að Fiskimálanend og út-
flutningsnefnd fiskframleiðenda
vinni sem mest saman, en að ekki
sé eins og nú á sér stað, að svo
virðist sem Fiskimálanefnd sé
þannig skipuð, að ætlast sé til að
hún sitji yfir höfuðsvörðum hinn-
ar. En þegar samstarf er orðið á
milli þessara nefnda, mun verða
liægara að vinna meir en nú er
gjört að öflun nýrra markaða og
gjöra fiskafurðirnar að fjölbreytt-
ari útflutningsvöru heldur en nú
er.
Þetta er það, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vill gjöra til viðreisnar
sjávarútveginum, ef hann verður
í meirihlutaaðstöðu á þingi. Margt
fleira mætti nefna, en þetta ætti
að nægja til að sýna það, að
flokknum er það fullljóst, að
styðja verður og styrkja og bjarga
þessum aðalatvinnuvegi þjóðar-
innar úr hendi þeirra, er nú fara
með stjórn.
Sama ofsóknarbrjálæðið, sem
lýsir sér i öllum aðgerðum stjóm-
arflokkanna til einstaklingsfram-
taksins í útgerðarmálum, lýsir sér
einnig í aðgerðum þeirra i versl-
unarmálum. Með ranglátri beyt-
ingu innflutningsliafta og gjald-
eyrisleyfa og með einokun á fleiri
og fleiri vörutegundum er líka í
þessum málum verið að koma á
gegngerðri byltingu til stórskaða
fyrir bæjarsjóðina og til aulcinnar
dýrtíðar fyrir landsbúa. Fjöldi
kaupmanna liefir þegar eða er
kominn að þvi að gefast upp í
þessari baráttu og menn þeir í
bæjunum, sem hafa haft verslun
að atvinnu og varið fleiri árum
til mentunar í þeirri grein, ganga
atvinnulausir. Á sama tíma risa
upp nýjar verslunarstofnanir, að
miklu leyti skattfrjálsar til bæj-
ánna og með aðfluttum vinnukrafti,
en bæirnir verða að sjá fyrir at-
vinnuleysingjunum, á sama tíma
sem þeir eru sviftir tekjum þeim,
er þeir myndu fá ef verslunin væri
frjáls og engin einokun ætti sér
stað.
Vörurnar, sem þessar verslanir
K J Ó S I Ð
BJARNA SNÆBJÖRNSSON.
hafa að bjóða, eru þó ekki hætis-
hót betri eða ódýrari en fá má hjá
öðrum sambærilegum verslunum,
sem einstaklingar reka. Alþýðu-
blað Hafnarf jarðar i gær talar um
heildsalana, sem okri á vörum
þeim, sem þeir hafa að bjóða og
segir, að breyta verði til, verslunin
verði að komast i annara hendur,
sem reki hana með hag þjóðar-
heildarinnar fyrir augum. Nú
þegar eru komin upp kaupfélög
og einokun með ýmsar vörur, sem
stjórnarflokkarnir leggja hlessun
sína yfir, en eru vörur þar ódýr-
ari en áður? Er útsöluverð vara í
smásölu ódýrari hjá Kaupfélagi
verkamanna hér, lieldur en i öðr-
um verslunum? Er útsöluverð
vara ódýrari hjá einokunarversl-
unum ríkisins heldur en áður var,
meðan verslunin var frjáls með
þessar vörur? Raflagningamenn
og aðrir þeir, sem skifta við Raf-
tækjaeinkasölu rikisins, liafa hvað
eftir annað sent mótmæli gegn
þeirri gífurlegu álagnigu, sem þar
á sér stað og við báðir frambjóð-
endur erum búnir að fá heim
sanninn um það okur og okurtil-
hneigingu sem ríkir þar, i skrifum
okkar sem meðlima í stjórn hinn-
ar nýstofnuðuraftækjaverksmiðju
hér. Þar hefir okurtilhneiging
liénnar verið svo mikil, að öllum
stjórnarmönnum verksmiðjunnar
hefir hlöskrað og eru þó þar í
stjórn menn 3 aðalflokka lands-
ins og eru 3 þeirra nú i framboði,
hver fyrir sinn flokk.
Iðnaðurinn, sem óhjákvæmilega
hlýtur að verða einn af þremur að-
alatvinnuvegum þessa bæjar, hafa
Sjálfstæðismenn fullan hug á að
styrkja, sérstaklega þó þann iðn-
aðinn, sem vinnur úr hráefnum
þeim, sem fyrir eru i landinu
sjálfu. Þennan iðnað og vísir til
iðnaðar í öðrum ^reinum, hafa
þeir gefið þá lyftistöng, sem nauð-
synleg er, er þeir beittu sér fyrir
virkjun Sogsins. En jafnframt er
þeim ljóst, að það verður einnig
að efla hann með því, að veita
honum hagfeld lán og rýrnri inn-
flutning en nú er á þvi efni,
honum er nauðsynlegt og ekki er
hægt að framlciða hér á landi.
Sjálfstæðismenn vilja að iðnaður-
inn dafni og blómgist sem best
og fagnar hverju því iðnfyrirtæki,
sem vel er stjórnað og býr til sam-
kepnisfæra vöru og þótt þeim
gangi vel fjárhagslega séð, þá líta
þeir það ekki öfundaraugum eins
og stjórnarflokkarnir hafa gjört
við gömlu iðnfyrirtækin, sem þeir
eru nú komnir á góðan rekspcl
með að sliga niður.
Þá hefi eg í sem fæstum orðum
drepið á það, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn heitir sér fyrir ti. að
reisa við og efla atvinnulifið i bæj-
unum og sem þá um leið vsrður
til þess, að koma fjárhag ba janna
úr því öngþveiti, sem þeir nú eru
i. En þessar ráðstafanir eru ekki
nægjanlegar í því efni. Svo mjög
Framh. á 4. siðu.