Hamar - 18.06.1937, Page 3

Hamar - 18.06.1937, Page 3
Sósialistar kasta grímnnni í bafnarmálinu Sýnishorn af kjörseðli við Alþingiskosningar í Hafn- arfirði 20. júní 1937. Emil Jónsson. Frambjóðandi Alþýðuflokksins. X Bjarni Snæbjörnsson. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. A. Landslisti Alþýðuflokksins. B. Landslisti Bændaflokksins. UUHl t___ C. Landslisti Framsóknarflokksins. D. Landslisti Kommúnistaflokksins. E. Landslisti Sjálfstæðisflokksins. Þannig lítur kjörseðillinn út eftir að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Snæbjörnsson, hefir verið kosinn. Á þingmálafundinum, sem liald- inn var hér um daginn sagði Guðm. Gissurarson, bæjarstjóri og tútnaði allur út af vandlætingar- ofsa, að það væri hringavitleysa að vera aðráðgerahafnarbæturhér í Hafnarfirði, og það var á hon- um að heyra, að hann teldi þær óþarfar með öllu. En það er svo sem ekki í fyrsta skiftið að þeir, sem aldrei hafa verið við sjó né ó sjó þykjast dómbærari okkur hin- umum þá hluti, er til þarf þar að lútandi. T. d. samþvkti síðasta flokksþing framsóknarmanna, að koima á s. 1. Alþ. fram breytingum á lögum um atvinnu við siglingar, sem höfðu, á þinginu þar áður, verið afgreidd sem lög og því ekki húin að vera í gildi nema um 8 mánuði! Sósíalistar hafa þá nú loksins kastað grímunni í þessu máli, því að liingað til hafa þeir ávalt þóst vera fylgjandi hafnarmálinu og rekið staura og lagt pramma með rauðum haujum útaf hverju horni i höfnina, svona rétt. fyrir kosning- ar. Niðurstöður þeirra eru þá orðn- ar þessar eftir allan þennan tíma, og gæti eg trúað þvi að mörgum þætti það hafa tekið nokkuð lang- an tíma hjá þeim, að komast að þessum niðurstöðum. Fyrverandi bæjarstjóri sagði að höfnin yrði of dýr, kostaði 5—6 milj. og því útilokað að ráðast í hafnarbyggingu, en leggur þó eng- ar skjallegar sannanir fram því til staðfestingar.svo af því mættiráða hvað ráðlegast mætti teljast að gera, en eg gæti trúað því að Hafnarfjörður væri ekki ver staddur fjárhagslega fyrir því og ætti þó annan garðinn talsvert á veg kominn, því ef gert er ráð fyr- ir að til lians hefði verið notað fé hafnarsjóðs, eins og til stóð, ásamt ríkisframlagi, veittu atvinnubóta- fé, í stað þess að láta það fara í óarðbært klakahögg, minkuðu fá- tækraframfæri, í gegn um aukna atvinnu o. fl. En slíkt þóknaðist sósíalistum ekki. Það er því mein- ing þeirra að þetta ófremdar ástand haldist áfram, ástand, sem á s. 1. vetri orsakaði tjón á bæði mönnum og eignum, eins og oft endranær, enda mun ekki greitt um, fjárhagsins vegna. Er þetta einhver sú alaumasta frammi- staða, sem til þekkist, þar sem um hafnarbætur liefir verið að ræða. T. d. hafa ísfirðingar bygt höfn og rak þá enginn slíkur nauður til, sem okkur, því að þeir þurftu ekki að bægja frá sér hafsjónum, hann veltur ekki inn á pollinn á Isa- firði, og þættumst við liér í Hafn- arfirði víst hólpnir ef við hefðum ekki við nema vindbáruna að slríða. • Hafnf'rsku sósíalistarnir liafa nú snúið baki við sjónum og hlaupa nú undan öldunni, þeir hlaupa alla leið upp i hraunið hér fyrir sunnan Hafnarfjörð til að liamast þar að vegabótum suður til Krýsuvíkur fyrir Austanmenn. Þar liafa sósialistar það sem þeim líkar. Það þykir þeim eitthvað hjörgulegra heldur en að fást við að auka möguleika fyrir aukinni útgerð í Hafnarfirði, og það er í þessa átt og i þessar og þvílíkar framkvæmdir, sem þeir vilja og ætla að moka úr hlössunum, eins og Emil sagði. Það má umfram alt ekki eiga sér stað, að því sé mokað i liafnfirskar liafnarbætur, heldur verður að moka frá sjónum. Sjó- menn og verkamenn við sjóinn mega hara hafa ánægjuna af því að vinna fyrir því sem mokað verður. Við leggjum nú af stað á síld- veiðar og vonandi tekst að afla þess sem með þarf, þeim til lífsvið- urværis, sem framdrátt sinn eiga undir afkomu útvegsins, en þegar við svo komum aftur heim í haust, má hamingjgan vita hvort ekki stendur svo á að norðvestan stormur verði og því ekki aðkomu auðið hér vegna rafróts, en þá á huggunin að vera sú að liinir ráð- snjöllu sósíalistar eru að vegar- lagningu suður í Krýsuvik, en þeir af þeim, sem hvorki hreyfa haka eða skóflu, sitja heima og láta sig dreyma um notalegan stofuhita, fenginn sunnan úr gufuliverunum í Krýsuvík. En hvað viðvíkur hafnarmálinu, þá hafa sósíalistar aldrei fyrr þor- að að ganga svo í berhögg við það, sem á áðurnefndum þingmála- fundi, og harma eg það ekki þótt þeir sýndu þar sitt rétta innræti. En livað sem sósíalistar segja, þá er og verður hafnarmálið mál mál- anna fyrir okkur Hafnfirðinga, og það sem við liljótum að krefjast er að á því séu engin vetlingatök, að fá úr þvi skorið á hvern hátt það verði best leyst og verða að koma fram skjallegar áætlanir, sem byggja má á, áður, því full- yrðingar gerum við okkur ekki ánægða með. I því sambandi vil eg henda á, að margur maðurinn hefir fundið þörfina fyrir sig að eignast skýli yfir höfuðið og ekki látið allar framkvæmdir stranda á þvi einu, að hann ekki hefði á- stæður til að byggja eins og hann helst hefði kosið og þannig eigum við Hafnfirðingar auðvitað að fara að, ef svo við liorfir. Við eigum að byrja á því að byggja hafnargarð norðan-verðu frá og láta byggingu suðurgarðs bíða, ef ekki reynist kleift að byggja tvo garða, því að norðurgarðurinn liggur betur við til þess að taka úr mesta kraft- sjónum, og er eg þess fullviss að þegar hann væri kominn, mundi stillast svo sjór hér í höfninni að ekki mundi ástæða til að óttast um stórskemdir á skipum né K J Ó S I Ð BJARNA SNÆBJÖRNSSON. mannvirkjum, og að öllu leyti greiðast svo um við alla aðstöðu, að viðunandi mætti þykja hjá því sem nú er. Ummæli þau er Guðm. Gissurar- son lét sér um munn fara, og áður er á minst, á fyrnefndum þing- málafundi, eru svo ómakleg, að þannig talar enginn innfæddur Hafnfirðingur, eða aðrir, sem dvalið hafa hér langvistum og eru orðnir samgrónir plássinu. Þannig talar enginn, sem rekur minni til þess er gufuskipið „Adria“ fórst hér á klettunum, 5 menn drukn- uðu en hinum varð bjargað við ill- an leik, mjög langt leiddum. Þann- ig talar enginn sem man þann dag er seglskipið „Syltholm“ rak hér á land og brotnaði í spón á einu flæði, en mannskapnum var hjargað á síðustu stundu, áður en skipið lenti í brimgarðinum. Þann- ig talar enginn nema sá, sem eng- an skilning hefir á þessum málum og lætur sig engu skipta þá bar- áttu sein hér er lýst. Get eg látið mér i léttu rúmi liggja hringavdtleysur sveitapilta og annara þeirra, sem af jafngild- um ástæðum sýna hafnarmálinu skilningsleysi, manna, sem virðast liorfa starblindum augum á þá baráttu, sem hér er háð vegna þessara örðugleika, manna, sem að jafnaði hvergi nærri koma og lialda sig inni í stofuliita innan fjögra veggja, ef nokkuð er um að vera, en ganga svo hlygðunarlaust gegn því að nokkuð sé aðhafst til bóta. Sú afstaða er, vægast sagt, fjandsamleg hafnfirskum hags- munum. Sigurjón Einarsson. Hafnarmálið er stærsta velferðarmál hæjarlns. Emil Jónsson var ráðinn til að leysa það mál — en hann sveikst um að gera það, eins og svo margt annað. Munið það, Hafnfirðingar, við kjörborðið. Með byggingu hafnargarðs vinst þrennt: 1. Mannvirkjunum, sem þegar eru til við höfnina, yrði forðað frá eyðileggingu. 2. Skipastóll bæjarins yxi í skjóli góðrar og öruggrar hafnar. 3. Almenningur í bænum fengi næga atvinnu. —o— Sjálfstæðismenn ætla að hrinda þessu merkasta nauðsynjamáli bæjarins í framkvæmd, ef þeir fá meirihluta-aðstöðu bæði á þingi og í bæjarstjórn. —o— Hafnfirðingar! Þessa aðstöðu getið þið skapað með atkvæði ykk- ar á kjördegi. Fylkið ykkur um frambjóðanda Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarna Snæbjörnsson!

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/1599

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.