Fiskifréttir


Fiskifréttir - 23.08.1991, Page 5

Fiskifréttir - 23.08.1991, Page 5
Skoðun Töpuð lán og byggðastefna — eftír Dr. Ágúst Einarsson Lánveitingar opinberra sjóða hafa verið í brennidepli undan- farið. Miðað við önnur lönd er opinber lánafyrirgreiðsla hér mikil. Petta á við atvinnulífið, bæði til rekstrar og fjárfestingar, svo og gagnvart einstaklingum og nægir að nefna húsnæðislána- kerfið. Ástæður þessa eru margar m.a. nýlegur og þar með van- máttugur fjármagnsmarkaður og ríkiseign til skamms tíma á flest- um viðskiptabönkum. Erlendis lána einstaka bankastofnanir, flestar reknar sem geysistór al- menningshlutafélög, allt sem til þarf í atvinnulífinu, bæði fjárfest- ingarlán til langs tíma og rekstr- arlán, og sjá um húsnæðislán til einstaklinga. Þar er arðsemin í fyrirrúmi enda enginn annar mælikvarði betri í bankaviðskipt- um. Lán sem byggðamál Hérlendis er þessu öðru vísi farið. Oft eru lánveitingar hugs- aðar sem tæki í æskilegri byggða- þróun. Petta var mögulegt þegar lán voru niðurgreidd að verulegu leyti en sá tími er að mestu liðinn. í nafni byggðastefnu er samt enn knúið á um lán til að stofna til reksturs eða fleyta máttvana fyrirtæki frá einum gjalddaga til hins næsta. Þetta er úrelt stefna og gagnast engum, hvorki lán- takendum, sem oft eru komnir í sama farið eftir nokkur ár, né eigendum fjármagnsins sem er fólkið í landinu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar Það eru alvarleg tíðindi sem birtast í skýrslu Ríkisendurskoð- unar að tapað fé örfárra, opin- berra sjóða geti numið um 5 mill- jörðum. Fimm milljarðar er geysimikið fé en til samanburðar má geta þess að verðmæti allrar saltfiskframleiðslunnar í fyrra var 12 milljarðar. Auðvitað teng- ist ekki allt tapað fé byggðamál- um en of stór hluti þess. Alltof algengt er að ófagleg vinnubrögð ráði ferðinni í opin- bera sjóðakerfinu og vitanlega á að draga menn til ábyrgðar ef um gáleysisleg vinnubrögð er að ræða, sem leiða til þess að opin- bert fé tapast. Opinberir fjármunir eru ekki eign sjóða og sjóðsstjóra heldur skattfé almennings, sem gerir kröfu til skynsamlegrar notkunar þess. Miklu hreinlegra og árangurs- ríkara er að veita byggðastyrki eftir ströngum reglum byggðum á faglegum úttektum. Slíka byggðastyrki á að veita á fjárlög- um og alþingismenn eiga sjálfir að úthluta þeim enda hafa þeir um- boð þjóðarinnar til að fara með sameiginlegar fjárreiður. Stækka þarf sveitarfélögin Reyndar eru til mun betri leiðir til að stuðla að æskilegri byggða- þróun. Það er að skapa skilyrði til „Það kemur að því að 60% þjóðar- innar, sem býr á Suð vesturlandi, ofbýður óráðsía og skipu- lagsleysi með opinbert fé“ að þróttmikið atvinnu— og mann- líf sé víða á landinu. Frumskilyrði þessa er að sveit- arfélög sameinist og takist þannig í stærri einingum á við verkefni nú- tíma þjóðfélags. Mannlíf nú er ekki aðeins að veiða og verka fisk, heldur einnig að sjá um félagslega þarfir m.a. á sviði menntamála, heilsugæslu, tómstunda og sam- gangna. Þetta gerist ekki á full- nægjandi hátt nema einingarnar séu nokkuð stórar, um 2000 til 3000 manns og stærri, þótt þær yrðu víða nokkuð dreifðar. 20 % hafnanna með 60% aflans í þessu samhengi byggða- stefnu og um stærð og samvinnu sveitarfélaga er það athyglisvert, að í einungis 12 af 49 fiskihöfnum landsins er landað um 60% af botnfiskaflanum. Hin40% dreif- ast á 37 hafnir. Þetta þýðir að rúm 20% hafn- anna er með um 60% af botn- fiskaflanum. Samt er lítið hugsað um að byggja upp hafnir sem nýt- ast fleirum en einum stað heldur er knúið á um, að á öllum stöðum skulu helst vera stórskipahafnir, þrátt fyrir gjörbreyttar vegasam- göngur. Þetta litla dæmi sýnir ógöngur hugsunarháttarins. Það kemur að því að 60% þjóðarinnar, sem býr á Suðvesturlandi, ofbýður óráðsía og skipulagsleysi með opinbert fé, og þannig með sitt eigið fé. Þá lendir landsbyggðin í erfiðum málum. Þess vegna verða hinar dreifðu byggðir að hugsa þessi mál upp á nýtt burt frá alltof litlum sveitar- félögum og frá smáskammta lán- veitingum opinberra sjóða. Höfundur er prófessor við Há- skóla íslands Aflamiðlun Útflutningur á ísfiski ■ó í gámum til sölu 25.- 31. ágúst JónJúlíBA 1 Skip Þ Ý U K Jön Klemens ÁR 2 Aðalbj.Þork. VE 0*5 Kotey VE 0,5 Andvari Ve 2 2 krata pall veó bbs 0.5 Arnar AR 2 3 Kristbjörg VE 2 2 Arnames SI 10 Krossvík AK 9 Aron fH 1 1 Látravík BA 3 3 Auður VE 0,5 Litlanes fS 1 Agústa Har. VE 1 1 I.yngey SF 3 Álsey VE 2 2 María Júlla BA 3 Ásborg EA 6 4 Máni BA 1 1 Baldur VE 1 MárSH 10 3 Bergvík VE 1 3 Murnmi NK 0,5 Bessi ÍS 13 Múlaberg ÓF 6 m Bjarnarey VE 2 : Nausti NK i Bjami Gíslas. $F 1 2 Njörðttr ÁR 1 2 BjörgVE 2 2 Oddgeir PH 2 3 Breki VE 6 6 Ófeigur VE 4 Bylgja VE 5 ÓlafurBjarnas. SH 2 1 Dagbjört $U 0.5 Ólafur Jónsson GK 13 Dagrún ÍS 6 7 Páll ÁR 3 4 Dala Rafn VE 2 2 Páll Pálsson f S 13 Ðalaröst ÁR 1 2 Reynir GK 3 Danski Pétur VE 1 2 Sighvatur GK 2 2 DrífaÁR 3 Sigluvfk SI 13 Eldeyjar Hjalti GK 2 3 Sigurbára VE 1 1 Eldeyjar-Súla KE 8 Sigurbjörg SU 1 Elding VE 0,5 Sigurborg VE 3 4 Etntna VE 1 2 Sigurður Ólafss.SF 2 2 Erlingur SF 1 2 Sigurfari ÓF 3 3 Faxavík GK 0,5 Sigurfari VE 1 2 Fjðlnir GK 1 1 SígurvíkVE 1 3 Hóki VE 0,5 Síðu Hallur SF 0,5 FrárVE 3 1 SjöfnVE 1 Freyja RE 4 Skafti SK 4 5 Freyr SF 1 2 Skálafell ÁR 2 5 Friðrik Sigurðs ÁR 1 3 Skinney SF 1 4 Frigg VE 2 3 Skipaskagi AK 9 Fróði ÁR 1 2 Skógey SF 2 4 FylkirNK 0.5 SkuldVE 1 1 GandiVE IL 3 Skúli fógeti VE 1 Geir SH 3 1 Sleipnir VE 1 1 Geir goðí GK 5 Smáey VE 1 4 Gideon VE 2 5 Sólberg ÓF 6 7 Gjafar VE 3 4 Stakkavfk ÁR 4 4 Gnúpur GK 9 Stálvík Sí 9 GóáVE 0,5 Stéfáit í gerði VE 0,5 Gttðbjötg ÍS 6 1 Steinunn SH 3 1 Guðm. Krist. SU 5 2 Steínunn SF 4 Gíiðrún VE 2 3: Stígandi VE 0,5 GulibergVE 5 5 Stokksey ÁR 1 2 Gullborg VE 3 Stokksnes SF 13 GullverNS 6 7 SturlaugurH.B. 13 Gustur VE 0,5 Styrtnir VE 2 3 GylIiríS 6 7 Suðurey VE 2 3 GæfaVE 0,5 Sunnutindur SU 9 Hafberg GK 2 2 1 Svetntt Jónss. KE 9 Hafcjörg VE 0,5 Sæfaxi VE 2 Hafnarey SF 1 2 Særún GK 3 4 Haftindur HF 2 Sævar NK 0,5 Halkíon VE 2 5 Sölvi Bjarnason BA 10 2 Har. Böðvar AK 9 Tálknf. BA 9 2 Harpa GK '• 3 Víkingur VE 0,5 Haukafell SF 1 3 VfsirSF 1 3 Hásteinn ÁR 1 Þinganes SF 1 3 Hegranes SK 9 4 Þorsteinn GK 4 1 Heiðrún ÍS 4 5 Þórey RE 0,5 Heimaey VE 3 4 1 Þórhailur Dan. SF 9 Hetga Sigm. NS 0,5 Þórir SF 4 HildurNK 0,5 Þórir Jóh.son GK 1 1 Hringur SH 1 1 Þórshamar GK 5 5 Hrungnir GK 5 1 Þórunn SU 0,5 Hugtnn VE 5 5 Þórunn Sveíns. VE 5 Húnaröst RE 5 5 Þröstur GK 3 Hvanney SF 1 2 Þnra AK 0,5 Höfrungur IIIÁR 2 5 Þuriður Halldór GK 1 4 fvar SH 0.5 Æskan SF 2 Jóh. Gíslason ÁR 2 5 öðlíngur MB 0,5 Jón á Hofi ÁR 2 6 ÖrnVE 3 Jón á Hofi GK 3 Samtals 262 369 38 103

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.