Fiskifréttir


Fiskifréttir - 23.08.1991, Page 7

Fiskifréttir - 23.08.1991, Page 7
FSskvinnsla og útgerð/Akranes í byrjun júní sl. tók nýtt sjávarútvegsfyrirtæki til starfa á Akranesi. Hér er um að ræða fyrirtækið Harald Böðvarsson hf. (HB) sem varð til við sameiningu Haraidar Böðvarssonar & co. hf., Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Akranesi (SFA) og Heimaskaga hf. en síðast nefnda fyrirtækið var dótturfyrirtæki SFA. Við sameininguna var hlutafé í HB aukið um 65 milljónir króna, úr 195 milljónum í 260 milljónir króna, en auk þess var samþykkt að bjóða út nýtt hlutafé að nafnvirði 60 milljónir króna. Hluthafar í HB, sem eru tæplega 500 einstaklingar, starfsfólk og fyrirtæki, nutu forkaupsréttar fram til síðustu mánaðamóta og keyptu þeir hlutabréf fyrir 10 milljónir króna að nafnverði fyrir um 36 milljónir króna. Stærstu hluthafar féllu frá forkaupsrétti og verður hlutafé að nafnverði um 50 milljónir króna því selt á almennum markaði frá og með 5. september nk. f tilefni af þessum tímamótum í sjávarútvegi á Akranesi heimsóttu Fiskifréttir HB og ræddu við forsvarsmenn fyrirtækisins. Pað kom töluvert á óvart þegar fréttist af sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækjanna þriggja á Akra- nesi. Sameiningaráformin voru fyrst gerð opinber 26. febrúar sl. eftir nokkurn aðdraganda en þann dag skrifuðu stærstu hluthafar og eigendur 80% hlutafjár undir vilja- lýsingu um sameiningu. Fyrstu skipulagsbreytingar voru tilkynnt- ar 7. maí og endanlega var svo gengið frá sameiningunni 1. júní sl. Framkvæmdastjóri HB er Harald- ur Sturlaugsson og aðstoðarfram- kvæmdastjóri er Sturlaugur Stur- laugsson. Yfirverkstjóri frystihúss- reksturs er Gylfi Guðmundsson, framleiðslustjóri er Jón Helgason og yfirverkstjóri fiskverkunar og útisvæðis er Ágúst Sveinsson. Sveinn Sturlaugsson hefur tekið við sem rekstrarstjóri útgerðar og Teitur Stefánsson er rekstrarstjóri síldar- og fiskimjölsverksmiðjunn- Fjármálastjóri er Magnús ar. Guðmundsson. Stjórnarformaður HB er Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SIF. Fjórir togarar og þrjú loðnuskip Að sögn þeirra Haraldar Stur- laugssonar og Sturlaugs Sturlaugs- sonar stóðu fyrirtækin þrjú út af fyrir sig ekki illa þegar til samein- ingarinnar kom. HB & co. hf. var stærsti hluthafinn í SFS fyrir sam- eininguna með 40% hlutafjár en Heimaskagi var sem fyrr segir dótturfyrirtæki SFA. Við samein- inguna var hlutur HB & co. hf. í hinu nýja fyrirtæki metið á 195 milljónir króna en við inngöngu SFA var hlutafé aukið í 260 mill- jónir króna og hluthöfum í SFA var boðið að skipta á hlutabréfum sínum og hlutabréfum í hinu sam- einaða fyrirtæki. Pá má nefna að í kjölfar sameiningarinnar var öll- um starfsmönnum fyrirtækisins færð að gjöf hlutabréf að nafnverði 2000 krónur en verðmæti þessarar gjafar er um þrjár milljónir króna. Eftir sameininguna er HB eitt af stærstu útgerðar— og fiskvinnslu- Haraldur Sturlaugsson, Sturlaugur Sturlaugsson og Jón Helgason. fyrirtækjum landsins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og þrjú loðnu- skip. Samanlagður kvóti togar- anna nemur 6900 tonnum miðað við þorskígildi á því átta mánaða fiskveiðitímabili sem nú er að ljúka og loðnuskipin hafa yfir að ráða 8.5% loðnukvóta landsmanna. Þá hefur fyrirtækið yfir að ráða sfldar- kvótum og rækjukvóti fyrirtækis- ins á yfirstandandi fiskveiðitíma- bili var alls 785 tonn. Að sögn Haraldar var það mat manna að nauðsynlegt væri að sameina fyrirtækin. — Ástæðurnar voru fjölmargar. Það var mikil samkeppni um hrá- efni og starfsfólk hér á Akranesi og með því að sameina fyrirtækin var hægt að ná fram mikilli hagkvæmni í rekstri. Það er kunnara en frá þurfi að segja að það hefur verið höggvið skarð í kvóta margra byggðarlaga á undanförnum miss- erum og okkar mat var að það þyrfti að styrkja einingarnar til þess að eiga hægara um vik við að halda í kvótann og jafnvel auka hann. Framundan eru miklar breytingar í íslenskum sjávarút- vegi og að okkar mati var þessi sameining nauðsynleg til þess að búa okkur undir þær, segir Harald- ur en þess má geta að eftir sam- Hér eru fiskstykkin sett í Samvalsvogina. eininguna eru heildarskuldir fyrir- tækisins um 1700 milljónir króna. Eigið fé, án þess að tekið sé tillit til afnotaréttar af fiskveiðikvótum skipa í eigu fyrirtækisins, er hins vegar 316 milljónir króna. Það fé sem fæst í komandi hlutafjárútboði rennur til þess að greiða niður skuldir til þess að hækka eiginfjár- hlutfall félagsins og styrkja sam- keppnisaðstöðu þess. Að auki eiga forsvarsmenn fyrirtækisins von á því að sala á eignum og tækjum verði til þess að grynnka á skuldum um 100 til 200 milljónir króna. Meðal þess sem selt verður á næst- unni er tæplega tvö þúsund fer- metra húsnæði, þar sem áður var vélaverkstæði og skrifstofur SFA og Heimaskaga, og að auki verður loðnuskipið Rauðsey AK væntan- lega selt án kvóta áður en langt um líður. Ýmsir aðilar hafa verið í við- ræðum við forsvarsmenn HB vegna Rauðseyjar og mun það mál væntanlega skýrast áður en langt um líður. Kvótinn má ekki minni vera Sem fyrr segir var botnfiskkvóti togara HB um 6900 tonn, miðað við þorskígildi, á því átta mánaða fiskveiðitímabili sem nú er að ljúka. Er við ræddum við forsvars- menn HB lá botnfiskkvóti næstu 12 mánaða ekki endanlega fyrir en ljóst er að fyrirtækið verður ekki jafn harkalega fyrir barðinu á kvótaskerðingunni og mörg önnur fyrirtæki þar sem stór hluti kvótans er bundinn í karfa. Þrátt fyrir það er skerðingin nokkur. Við spurð- um forsvarsmenn HB að því hvort þeim þættu ekki aflaheimildir fyrirtækisins full litlar fyrir fjóra togara og í framhaldi af því hvort ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að kaupa kvóta? — Það er ljóst að kvótinn má ekki minni vera. Okkur sýnist að við munum alls fá um 12 þúsund tonn af fiski, allar tegundir að rækju, sfld og loðnu undanskilinni, á næsta fiskveiðiári og við munum Haraldur , r Böðvarsson hf. ;ranesi Þúsund tonn af fisk- flökum í smápakkningar — fyrír þýska fyrírtækið IGLO á þessu árí — aimennt hlutafjárútboð 5. september nk. Öskjurnar koma á færibandi til stúlknanna sem sjá um að láta fiskstykkin 1 þær. gera hvað við getum til þess að auka við þetta magn, segir Stur- laugur og nefnir í því sambandi leiðir eins og hráefniskaup á fisk- mörkuðum og samstarf við við- skiptabáta. Fleiri leiðir séu einnig færar. HB og forverar þess hafa ekki keypt umtalsvert magn af fiski á fiskmörkuðunum á undan- förnum mánuðum og misserum en þeir Haraldur og Sturlaugur upp- lýsa að í framtíðinni verði fylgst náið með þróun mála á mörkuðun- um, svo sem reyndar hefur verið gert hingað til. — Við munum kaupa fisk á mörkuðunum til þess að brúa bil í vinnslunni en auðvitað ræðst magnið af því verði sem er á fiskin- um á hverjum tíma. Það á eftir að koma í ljós hvernig málin þróast en markmið okkar er að ná allri hefð- bundinni vinnslu í gegnum frysti- húsið, sem var í eigu HB & co. hf., en ef það tekst þá gæti það opnað möguleika á ýmiss konar sér- vinnslu í frystihúsinu sem Heima- skagi starfrækti, segir Sturlaugur en þess má geta að nú er vinnsla í báðum húsunum. Hugmyndir for- ráðamanna HB er sú að taka upp vaktafyrirkomulag í vinnslunni og viðræður þar að lútandi standa nú yfir við starfsmenn. — Við erum í viðræðum við starfsfólkið um vinnu á tvískiptum vöktum á tímabilinu frá kl. 6 til 19 og ég vænti þess að niðurstaða liggi Stjórn og stærstu hluthafar HB Hluthafar í hinu nýja sjávarút- vegsfyrirtæki fyrir hlutafjárútboð- ið 5. september nk. eru alls tæplega 500 talsins. Hér á eftir verður getið um stærstu hluthafa og eignarhluta þeirra í HB. Rannveig Böðvarsson, ekkja Sturlaugs H. Böðvarssonar sem var sonur Haraldar Böðvarssonar, er stærsti einstaki hluthafinn með 17.81% hlut. Hallgrímur Hall- grímsson, dóttursonur Haraldar Böðvarssonar, á 14.70% hlutafjár. Aðrir af stærstu hluthöfum eru: Verðbréfasjóður VÍBhf. (9.62%), Haraldur Sturlaugsson (7.54%), Sturlaugur Sturlaugsson (6.14%), Sveinn Sturlaugsson (6.14%), Skeljungur hf. (5.98%), Matthea Kr. Sturlaugsdóttir (5.46%), Helga Ingunn Sturlaugsdóttir (5.44%), Rannveig Sturlaupsdótt- ur (5.29%), Olíuverslun Islands hf. (4.01%), Ingunn H. Sturlaugs- dóttir (1.75%), Draupnissjóðurinn hf. (1.65%), Hlutabréfasjóðurinn hf. (1.65%) og VÍB hf. (0.75%). Eigin bréf eru 0.84% og 457 aðrir hluthafar eiga samtals 5.23% hlutafjár. Stjórn HB skipa eftirtaldir aðil- ar: Magnús Gunnarsson formað- ur, Sturlaugur Sturlaugsson vara- formaður, Matthea Sturlaugsdótt- ir ritari, Hallgrímur Hallgrímsson, Kristinn Björnsson (Skeljungi hf.), Óli Kr. Sigurðsson (OLÍS) og Þorgeir Haraldsson (Þorgeir & Helgi hf.). fyrir nú í byrjun september. Fyrstu viðbrögð benda til þess að fólk sé jákvætt fyrir hugmyndum um vaktafyrirkomulag en við megum ekki gleyma því að þetta er nýtt fyrir fólki og það á eftir að koma í ljós hvernig vaktafyrirkomulag reynist. Starfsmenn hafa þó fullan skilning á málinu og flestir virðast tilbúnir til þess að taka þátt í þeim nauðsynlegu breytingum sem gera þarf í ljósi þeirrar miklu skerðingar sem orðið hefur á fiskveiðiheim- ildum, segir Haraldur. Þess má geta að tilraun til vaktavinnu í hefðbundinni botnfiskvinnslu var á sínum tíma gerð hjá Miðnesi hf. í Sandgerði en vaktafyrirkomulagið var síðan lagt niður. Þar mun hafa ráðið mestu að hægur vandi var að vinna það magn sem barst til vinnslu á einni og sömu vaktinni. Vaktavinna er hins vegar þaul- reynd í rækjuvinnslu víðs vegar um landið og hefur hún þótt gefast ágætlega. Engar fjöldauppsagnir Hugsanlegar breytingar á vinn- utilhögun í kjölfar sameiningar- innar vekja óhjákvæmilega upp spurningar um það hvort samein- ing fyrirtækjanna hafi haft í för með sér fjöldauppsagnir starfs- fólks. Þessu svara bræðurnir Har- aldur og Sturlaugur neitandi. — Það hafa engar fjöldaupp- Akranes/fiskvinnsla og útgerð Texti og myndir: ESE innan fyrirtækisins. Við samein- inguna fækkaði strax um eina skipshöfn, er Rauðsey AK var lagt, en sjómennirnir fengu strax vinnu á Sæfara sem Haförninn hf. keypti nú í vor. Ég á von á því að starfsmannafjöldinn verði u.þ.b. 300 á landi og á sjó nú í næsta mán- uði en starfsmenn voru um 350 talsins fyrir sameininguna, segir Sturlaugur. Framleiðsla á físki smápakkningum Eitt af því sem forsvarsmenn HB leggja mikla áherslu á er fram- leiðsla á fiski í smápakkningar eða svokallaðar neytendapakkningar. Framleiðsla á fiski í smápakkning- um hófst hjá HB & co. hf. fyrir nokkrum árum en þessi starfsemi tók þó ekki kipp fyrr en á síðasta hausti. Þá yfirtók fyrirtækið fram- leiðslusamninga sem Hvaleyri hf. í Hafnarfirði hafði haft með hönd- um fyrir þýska stórfyrirtækið IGLO. Að sögn Sturlaugs er búist við því að framleiðsla HB á smá- pakkningum fyrir IGLO nemi alls um eitt þúsund tonnum af flökum á þessu ári en það er um 40 til 50% aukning á milli ára. HB vinnur ein- göngu fisk í smápakkningar fyrir IGLO en auk karfa eru það þorsk- ur og ufsi sem fara í þessar pakkn- ingar. Fiskifréttir áttu þess kost að skoða smápakkalínuna hjá HB í fylgd Jóns Helgasonar fram- leiðslustjóra og verður ekki annað sagt en að tæknin sem beitt er við vinnsluna sé fullkomin. Smá- pakkalínan er tengd hinni hefð- bundnu flæðilínu frystihússins og í stórum dráttum má segja að vinnsluferlið sé sem hér segir: Fiskbitar sem skornir eru úr flökum eru settir í samvalsvog og sér vogin um að velja saman fisk- stykki sem eru rúmlega sú þyngd sem pakka á í viðkomandi pakkn- ingar. Öskjureisari sér um að skila opnum öskjum inn á færiband og þar sjá starfsmenn um að setja fisk- stykkin í öskjurnar. Sérstök tékk- vog sér síðan um að engin askjan sé of létt eða of þung en ef það gerist er viðkomandi öskjum ýtt til hlið- ar. Ur vinnslunni fara öskjurnar á færibandi að stórum sjálfvirkum plötufrysti en að lokinni frystingu, sem tekur innan við klukkustund, fara öskjurnar í gegnum málmleit- artæki, þar sem tekin eru af öll tvímæli um það hvort málmagnir leynist í fiskinum, en loks er öskj- unum pakkað í stærri umbúðir. Síðan eru umbúðirnar geymdar í frystigeymslu fyrirtækisins þar til þeim er skipað út. í máli þeirra Haraldar og Stur- laugs kemur fram að fjárfestingar vegna smápakkaframleiðslunnar nema nú á milli 60 og 70 milljónum króna. Það er mat þeirra bræðra að þessi framleiðsla hafi komið vel út en þeir benda á að þrátt fyrir að hátt verð fáist fyrir hvert kfló af fiski í þessum pakkningum þá liggi einnig mjög mikil vinna að baki framleiðslunni. — Það þarf að líta á þessa fram- leiðslu með langtíma hugsunar- hætti og það er ekkert leyndarmál að við stefnum að því að fækka störfum í kringum smápakkafram- leiðsluna í framtíðinni í því skyni að auka framleiðnina. Næstu skref eru þau að vélvæða pökkunina og vigtun hráefnisins, segir Sturlaug- ur en þess má geta að smápakka- framleiðslan er nú keyrð í sam- ræmi við pantanir. Yfirleitt er gerður sölusamningur til þriggja mánaða í einu og því er það for- senda þessarar vinnslugreinar að hráefni berist jafnt og þétt til fyrir- tækisins. — Kostirnir við kvótakerfið eru þeir að við vitum nokkurn veginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hvað sóknarmarkskerfi, eitt sér, myndi hafa í för með sér fyrir fiskvinnsluna, segir Sturlaug- ur. Aukin verðmætasköpun í landi Það hefur færst í vöxt á undan- förnum árum að hin stærri útgerð- ar— og fiskvinnslufyrirtæki geri út frystitogara samhliða vinnslu í landi. Nægir í því sambandi að nefna stærstu fyrirtækin Granda hf. í Reykjavík og Útgerðarfélag Akureyringa hf. á Akureyri. Eru einhver svipuð áform uppi hjá HB? — Við fylgjumst náið með því sem er að gerast hjá frystitogurun- um en okkar stefna er sú að ná upp verðmætasköpuninni í landi og nýta þær fjárfestingar sem hér eru. Smápakkaframleiðslan er liður í þessu og eins hugmyndir okkar um vinnu á tvískiptum vöktum. Það eina sem frystitogararnir hafa í dag fram yfir frystihúsin er lengri vinnutími. Frystitogararnir hafa enn sem komið er ekki getað farið út í t.d. smápakkavinnslu en þar liggja möguleikar frystihúsanna, ekki síst ef það tekst að vélvæða framleiðsluna sem mest. Það er hins vegar alveg ljóst að ef við verðum af einhverjum ástæðum ekki samkeppnisfærir við vinnslu úti á sjó, þá verðum við einfaldlega að taka á því máli, sagði Haraldur Sturlaugsson. ÚTGERÐARMENN! Óska eftir bátum í viöskipti á komandi síldarvertíð. Gott verð fyrir gott hráefni. Hafið samband við framkvæmda- stjóra í síma 97-21400. Fiskiðjan DvergaSteÍnn hf. Seyðisfirði.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.