Fiskifréttir - 23.08.1991, Blaðsíða 9
föstudagur 23. ágúst
9
Nýtt kvótaár
Bergur—Huginn hf. í Vestmannaeyjum:
Heilsárskvótinn 1000 tonnum
iægri en átta mánaða kvótinn
— „trúi ekki að þetta sé endanleg úthiutun,"segir Magnús Kristinsson
— Ég er nánast orðlaus og ég
trúi því ekki að þetta sé endanleg
úthlutun á ýsukvótanum. Skerð-
ingin er rosaleg og þegar á heildina
er litið er okkur nú úthlutað um
1000 tonnum minni afla fyrir heilt
ár en við fengum fyrstu átta mán-
uði þessa árs. Það samsvarar kvóta
báts eins og Smáeyjar VE, sagði
Magnús Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Bergs — Hugins hf. í
Vestmannaeyjum, í samtali við
Fiskifréttir.
Bergur — Huginn hf. gerir út
sex fiskiskip og sjá þau ísfélagi
Vestmannaeyja hf. fyrir hráefni.
Skipin eru Bergey VE, sem skipt
verður út fyrir grænlenska togar-
ann Natsek, Smáey VE, Halkíon
VE, Gídeon VE, Sæfaxi VE og
frystitogarinn Vestmannaey VE.
Öll skipin, að Smáey undanskil-
inni, voru gerð út samkvæmt sókn-
armarki árið 1990 og áttu því frjáls-
an aðgang að fisktegundum eins og
ýsu og ufsa. Samanlagt aflamark
skipanna í ýsu það ár var rúm 2000
tonn en ýsuaflinn var þó miklu
meiri að sögn Magnúsar Kristins-
sonar.
— Samkvæmt þessari úthlutun
nú fáum við 1485 tonn af ýsu á
næsta fiskveiðiári en höfðum um
1500 tonn fyrir átta mánuðina. Við
vorum alls með rúmlega 9000
tonna fiskkvóta á yfirstandandi
átta mánaða fiskveiðitímabili en
fáum nú aðeins rúm 8000 tonn fyrir
heilt ár. Ég horfi með hryllingi til
framtíðar vinnslunnar miðað við
þessar aflaheimildir og sú spurning
kemur óneitanlega upp í hugann
hvort ekki verði að leggja einu
skipanna. Það væri hins vegar
neyðarráðstöfun. Við höfum
Magnús Kristinsson.
skyldur við starfsfólkið í landi og á
sjó og ein af forsendum vinnslunn-
ar er að hafa þessi skip til þess að
sjá frystihúsinu fyrir jöfnu og góðu
hráefni, sagði Magnús Kristins-
son.
9-1100 hestðfl
YANMAR vélarnar eru ein-
staklega léttar og fyrir-
ferðarlitlar og þekktar fyrir
vandaða hönnun og mikla
endingu.
Eigum á iager og væntan-
iegar:
Gerð 4LH: 110,140 og
170 hö.
Gerð 4JH: 41,52,63 og 74 hö.
Hagstætt verð.
Sala- Ráðgjöf - Þjónusta
Skútuvogi 12A • S 82530
„Rosaleg skerðing á ýsunni“
— segir Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri á Fáskrúðsfirði
— Við erum hundóánægðir með
þessa kvótaúthlutun. Kvótaskerð-
ingin er 23% í þorskígildum talið
en skerðingin er langmest í ýsunni.
Ýsukvótinn er skertur um hvorki
meira né minna en 33%. Hins veg-
ar fáum við 9% uppbót á karfa-
kvótann ef miðað er við síðasta
heila fiskveiðiár sem var árið 1990,
sagði Eiríkur Ólafsson, útgerðar-
stjóri Hraðfrystihúss Fáskrúðs-
fjarðar hf., en það fyrirtæki gerir
út togarana Hoffell SU og Ljósafell
SU.
Samkvæmt upplýsingum Eiríks
voru togarar fyrirtækisins samtals
með um 700 tonna ýsukvóta fyrstu
átta mánuði ársins og er heilsársút-
hlutunin nú mjög svipuð. Skerð-
ingin er einnig mjög mikil í þorski
og ufsa. Þess má geta að togararnir
Hoffell og Ljósafell voru á sóknar-
marki á árinu 1990 og sóknin í ýsu
og ufsa var því frjáls. í dæminu hér
að framan er aðeins borið saman
Eiríkur Ólafsson.
aflamark en ef miðað er við sókn-
armarksaflann er skerðingin miklu
meiri.
— Það er auðvitað ekki raun-
hæft að bera þetta saman. Sóknar-
markskerfið hefur verið aflagt og
að mínu mati hefði átt að loka því
fyrr. Hitt er jafn ljóst að ef aflinn
1990 og úthlutunin nú eru borin
saman þá skerðist afli togaranna
um 2500 tonn. Menn vissu af því að
skerðingar væri von í þorskveiðum
en það óraði engan fyrir því að
ýsan og ufsinn fylgdu í kjölfarið.
Ég sé reyndar engar forsendur
fyrir skerðingunni í ufsanum. Það
hafa engar ábyggilegar stofnstærð-
armælingar farið fram og stærð
stofnsins hefur jafnan verið áætl-
uð, segir Eiríkur en samkvæmt
upplýsingum hans hefur úthlutun-
in nú verulegan samdrátt í för með
sér fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðs-
fjarðar.
— Mér sýnist á öllu að ef við
lokum saltfiskvinnslunni þá ætti
hráefni togaranna að duga frysti-
húsinu út júní á næsta ári miðað við
átta tíma vinnudag. Þá eru eftir
tveir mánuðir af fiskveiðitímabil-
inu, sagði Eiríkur Ólafsson að lok-
um.
Stapavík Sl út fyrír Natsek
Útgerðarfélagið Bergur — Hug-
inn hf. í Vestmannaeyjum hefur
keypt togarann Stapavík SI frá
Siglufírði. Stapavík verður notuð
til úreldingar á móti grænlenska
togaranum Natsek sem félagið festi
kaup á fyrr í sumar.
Að sögn Magnúsar Kristinsson-
ar, framkvæmdastjóra Bergs —
Hugins hf., var togarinn Bergey
VE, sem upphaflega átti að hverfa
úr rekstri fyrir Natsek, seld til
Fiskiðjusamlags Húsavíkur á dög-
unum með um 260 tonna kvóta.
Því þurfti annað skip til úreldingar
og því var gengið frá kaupum á
Stapavík.
Þess má geta að togarinn Natsek
kemur væntanlega ekki til landsins
fyrr en í desembermánuði. Að
sögn Magnúsar var hann leigður
fyrri eigendum í þrjá mánuði og
tekur sá leigutími enda 1. desem-
ber nk.
Til sölu!
Tvö Kassanova troll 107 fet,
lítið notuð ásamt varastykkjum
Seljast ódýrt, saman eða í
sitthvoru lagi. Einnig 2x1200
faðma 3ja þátta togvír, 22mm.
Upplýsingar í símum:
92-13450, 92-12806 og 92-11069.
Exðto
HS-AQUAPROP
Fastar skrúfur upp í 1800 mm í þvermál á lager.
GRANDAGARÐI5 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI91-622950