Fiskifréttir


Fiskifréttir - 23.08.1991, Qupperneq 10

Fiskifréttir - 23.08.1991, Qupperneq 10
10 föstudagur 23. ágúst Fréttir Ferskfísksölur: Verðið hrapaði hjá Hauki GK Svo virðist sem að þýski ferskfisk- markaðurinn ráði illa við það að fá tvo íslenska togara inn til löndunar í einni og sömu vikunni. Yfirleitt hefur aflamiðlun aðeins gefið leyfi til einnar sölu í hverri viku en frá og með síðustu viku var sölunum fjölgað í tvær. Það voru togararnir Engey RE og Haukur GK sem seldu afla í Bremerhaven og fékk Engey ágætt verð fyrir karfann eða tæpar 130 krónur fyrir kflóið en Haukur reið ekki jafn feitum hesti frá fiskuppboðinu tveimur dögun- um síðar. Þá fengust ekki nema tæpar 99 krónur fyrir kflóið af karfanum en verð á ufsa var hins vegar svipað og hjá Engey. Samkvæmt upplýsingum Krist- ínar H. Gísladóttur hjá aflamiðlun seldi Engey RE alls 187 tonn af fiski í Bremerhaven 12. ágúst sl. Verðmæti fisksins var tæpar 21.3 milljónir króna og meðalverð á kíló því 114.02 krónur. Fyrir 115 tonn af karfa voru greiddar að jafnaði 129.46 krónur fyrir kílóið en fyrir 55 tonn af ufsa fengust 82.99 krónur fyrir kflóið. Haukur GK seldi 141 tonn á sama stað 14. ágúst og fékk rúma 13.1 milljón króna fyrir aflann. Meðalverð var 93.09 kr/kg. Fyrir 79 tonn af karfa fengust að jafnaði 98.62 kr/kg og fyrir 43 tonn af ufsa fengust 80.44 kr/kg. Bretland Stafnes KE seldi 92 tonn af fiski í Hull 14. ágúst sl. fyrir rúmar 12 milljónir króna. Meðalverð var 131.12 kr/kg. Aflinn var nokkuð blandaður. Fyrir 37 tonn af þorski fengust 161.83 kr/kg, fyrir 29 tonn af ýsu fengust 144.81 kr/kg en 22 tonn af ufsa á 62.87 kr/kg drógu meðalverð alls aflans niður. Sig- urður Þorleifsson GK seldi 79 tonn í Hull 19. ágúst sl. fyrir alls rúmar 9.8 milljónir króna. Meðalverð var 124.14 kr/kg. Fyrir 39 tonn af ýsu fengust 147.66 kr/kg í meðalverð og fyrir 25 tonn af ýsu fengust 106.72 kr/kg. Fiskur flokkaður í Bremerhaven Gámasölur Alls voru seld 562 tonn af fiski frá íslandi úr gámum í Bretlandi í vikunni 12. til 16. ágúst sl. Verð- mæti þessa magns nam rétt rúmum 73 milljónum króna og meðalverð á kfló var því 129.92 kr/kg. Fyrir 139 tonn af þorski fengust 146.71 kr/kg, fyrir 289 tonn af ýsu fengust 127.82 kr/kg og fyrir 35 tonn af kola fengust 135.16 kr/kg. Markaður BAADER flökunarvél 189 óskast til kaups. KVIKK sf Ingólfsstræti la - P.O.Box 487 121 Reykjavík Fax 91-11691 Símar (911-18420 & 29177 Beitusíld Eigum til sölu fyrsta flokks beitusíld úr lítið þvegnu hráefni, á góðu verði. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband í síma 97-81200, alla virka daga, milli kl. 08:00-17:00. KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA FISKIÐJUVER Til sölu ! 23ja feta Mótunarbátur með 165 hö Volvo Penta vél. Báturinn hefur krókaleyfi. Uppl. í símum: 96-42015 og 96-41492 Beitningaaðstaða til leigu á Suðurnesjum. Upplýsingar í símum: 92-37449 og 92-37786 Nýja kvótaárið: „ Yfir 30% skerðing í þorski og ýsu“ — segir Eymar Einarsson á Ebba AK — Mér reiknast til að skerðingin hjá mér í ýsunni sé 30.1% en 36.2% í þorskinum. Fyrir þessa úthlutun var búið að skerða okkur um 34% þannig að það er ekki mikið eftir, sagði Eymar Einarsson, trillukarl á Ebba AK frá Akranesi, er Fiski- fréttir inntu hann eftir kvótaút- hlutuninni. Ebbi AK var með stærsta ýsu- kvótann í smábátaflokknum á átta mánaða fiskveiðitímabilinu sem nú er að ljúka eða alls 41 tonn. Eymar segir að aflaviðmiðun hans fyrir heilt ár hafi hins vegar verið 88 tonn en það helgast af því að ýsuafli smábátanna á Akranesi er oft mjög góður á haustin. — Ysuaflinn á línuna fór upp í 90 tonn eitt haustið og það er Ijóst að ég gæti leikið mér að því að klára þennan 55 tonna þorskkvóta og 62 tonna ýsukvóta fyrir áramót ef ég vildi. Spurningin er bara sú hvað ég ætti að gera hina níu mán- uðina sem þá væru eftir af fisk- veiðitímabilinu, segir Eymar en þess má geta að hann hefur verið einstaklega óheppinn varðandi viðmiðun vegna kvótasetningar. — Egstundaði aldrei netaveiðar á sumrin vegna þess að ég var á móti því að veiða í net yfir sumar- mánuðina. Þess í stað gerði ég út á grásleppu og lúðulínu. Þegar grá- sleppuveiðin dróst saman eitt árið einbeitti ég mér alfarið að lúðu- veiðinni það sumar og næstu sum- ur og fyrir vikið missti ég leyfið til grásleppuveiða en þær veiðar voru nú í fyrsta skipti leyfisbundnar. Vegna þess að ég stundaði ekki þorsknetaveiðar á sumrin missti ég af tækifæri til þess að vinna mig upp í þorskkvótanum. Ég hef leit- að leiðréttinga en engin svör feng- ið, sagði Eymar Einarsson að lok- um. Orange Roughy afar hægvaxta: Getur orðið allt að 150 ára er nú ofveiddur og í útrýmingarhættu Rannsóknir sýna, að mikilvægasta fisktegundin við Ástralíu, sem nefnist Orange Roughy og er rauð- leitur fiskur ekki óáþekkur karfa, er í útrýmingarhættu. Ástæðan er ofveiði á þessum fiski, sem vex hægar en nokkur annar nytjafisk- ur. Fiskurinn er nefniiega orðinn 80 ára gamall, þegar hann nær eðlilegri stærð (ca. 40 cm) og veiðst hefur 149 ára gamall Orange Rouhgy. Flestar aðrar þekktar fisktegundir verða sjaldan eldri en 10-20 ára. Þetta kemur fram í norska blað- inu Fiskaren, en nokkrir norskir verksmiðjutogarar hafa m.a. stundað veiðar á þessum fiski und- anfarin misseri samkvæmt samn- ingi við Ástrali. Það eru aðeins fimm ár síðan farið var að gera út á Orange Roughy fyrir alvöru við suður- og austurströnd Tasmaníu og ástralskir fiskifræðingar hvetja eindregið til þess að stórlega verði dregið úr sókninni. Orange Roughy.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.