Fiskifréttir - 09.10.1992, Blaðsíða 5
FISKIFRÉTTIR föstudagur 24. júlí
Rúmmáls vandi for-
sætisráðherrans, o.fl.
— eftirÁrna Benediktsson
Nú hefur forsætisráðherra kunn-
gjört stefnu sína á sjávarútvegs-
málum: Sjávarútvegurinn á sjálf-
ur að leysa „rúmmálsvanda"
sinn. „Rúmmálsvandi" sjávarút-
vegsins, það er að segja um-
framkastageta hans, er tilkomin
á tvennan hátt. Annars vegar
hafa menn haft nokkurt frelsi til
athafna, þó að það hafi verið
verulega skert. Hins vegar hefur
aflasamdrátturinn orðið til þess
að sú fjárfesting sem fyrir nokkr-
um árum var hæfileg er nú orðin
umfram þörf. Hvernig á sjávar-
útvegurinn sjálfur að leysa það
mál? Á LÍU að segja við útgerð-
armenn: „Nú hættið þið að end-
urnýja skipin og þú og þú og þú
leggur skipi þínu og hættir í út-
gerð“. Eiga Samtök fiskvinnslu-
stöðvanna að segja: „Fisk-
vinnslustöðvarnar eru of margar.
Nú lokar þú þínu frystihúsi til
þess að önnur frystihús hafi
meira að gera“.
Auðvitað er þetta fáránlegt.
Sjávarútvegurinn í heild hefur
engin tök á að stjórna fjárfest-
ingu í greininni. Hver útgerðar-
maður og eigandi fiskvinnslu-
stöðvar tekur sínar eigin ákvarð-
anir miðað við það sem hann
telur vera hagsmuni síns fyrir-
tækis. Það er ekkert afl til innan
sjávarútvegsins, sem getur haft
úrslitaáhrif á gerðir annarra
fyrirtækja í greininni, enda hefur
engin stofnun innan sjávarút-
vegsins löggjafarvald, eins og all-
ir ættu að vita. Það er aðeins rík-
isstjórn og Alþingi sem hefur
vald til þess að gera nauðsynlegar
breytingar á fjölmörgum sviðum.
Þessi hugmynd um lausn á „rúm-
málsvanda" sjávarútvegsins er
ótrúlega langt frá raunveruleik-
Ríkismat sjávarafurða
Það andar heldur köldu á garð
sölusamtaka í sjávarútvegi frá
fiskmatsstjóra í viðtali við Fiski-
fréttir um daginn. „Ótrúlegt
sinnuleysi sölusamtakanna“, er
fyrirsögn viðtalsins og er þar
vitnað í orð fiskmatsstjóra. Þess-
um orðum sínum finnur hann þó
harla lítinn stað í viðtalinu. Enda
er sennilegt að orsakanna sé að
leita annars staðar. Á þessu ári er
verið að gera miklar breytingar á
eftirliti með sjávarafurðum og
þeim fyrirtækjum sem framleiða
sjávarafurðir. Ríkismat sjávaraf-
urða telur sig fara illa út úr þeim
breytingum og lætur gremjuna
meðal annars bitna á sölusam-
tökunum. En það er á misskiln-
ingi byggt að kenna sölusamtök-
unum um. Orsakanna er fremur
að leita innandyra í Ríkismati
sjávarafurða.
í þessu viðtali lýsir fiskmats-
stjóri betur en ég gæti gert hvernig
á því stendur að Ríkismatið er sett
til hliðar: „Við getum synjað fyrir-
tækjum um vinnsluleyfi og ef við
hefðum fylgt lagabókstafnum út í
æsar þá hefðum við e.t.v. getað
staðið frammi fyrir því að heilli
grein væri lokað. Það hefði þjóðfé-
lagið aldrei samþykkt“. Ríkismat
sjávarafurða hefði sem sagt getað
unnið starf sitt eins og til var ætl-
ast, en það tók ákvörðun um að
gera það ekki, af því að það hefði
„þjóðfélagið aldrei samþykkt".
Það tók slíka ákvörðun þrátt fyrir
að ástandið var þannig að ef það
hefði átt að sinna skyldum sínum
hefði e.t.v. þurft að loka heilli
„Þessi hugmynd
um „rúmmáls-
vanda“ sjávar-
útvegsins er ótrú-
lega langt frá raun-
veruleikanum“
grein. Hvaðan kom Ríkismati
sjávarafurða heimild til þess að
taka slíka ákvörðun? Ákvörðun
um að leyfa starfsemi fyrirtækja
sem alls ekki uppfylltu lágmarks-
skilyrði. Ákvörðun sem var í and-
stöðu við tilganginn með starfsemi
stofnunarinnar. Ákvörðun sem
hlaut að verða til þess að íslenskur
sjávarútvegur glataði fyrr eða síðar
því forskoti sem hann hefur haft.
Ákvörðun sem veikti samkeppnis-
stöðu þeirra sem betur vildu
standa sig.
„Ég get því fullyrt að hin svo-
kölluðu „bílskúrsfyrirtæki“ eru að
hverfa úr þessari grein“, segir fisk-
matsstjóri ennfremur. Þetta er gott
ogblessað, en „bílskúrsfyrirtækin“
voru til, eru ennþá til og þau áttu
aldrei að verða til. Ríkismat sjáv-
arafurða hefur enga afsökun fyrir
því að gefa slíkum stöðvum
vinnsluleyfi. Ríkismat sjávaraf-
urða bar dauðann í sjálfu sér.
Banameinið fólst í því að stofnunin
bjó sér að nokkru leyti til sínar eig-
in starfsreglur sem voru í andstöðu
við tilgang þeirra laga sem starf
hennar átti að byggjast á; í and-
stöðu við hagsmuni íslensks sjávar-
útvegs, í andstöðu við framfara-
viðleitni sölusamtakanna og ann-
arra. Afleiðingarnar verða
svipaðar og þegar krabbamein læs-
ir sig um líkamann. Þess vegna
hlaut Ríkismat sjávarafurða að
hverfa af sjónarsviðinu, hversu
gott starf sem það vann að öðru
leyti, hversu ágætt sem það fólk er,
sem þar starfar. Vonandi á endur-
fætt Ríkismat sjávarafurða hf.
bjarta framtíð fyrir höndum í nýju
hlutverki, þar sem það getur sann-
arlega tekið til hendinni. En það
verður þá að fylgja settum regl-
um fast eftir.
Fiskveiðasjóður íslands
Á þessu ári hefur tvívegis
verið gerð atlaga að Fiskveiða-
sjóði Islands og reynt að skerða
eigið fé hans. Þegar þetta er
skrifað er að vísu ekki komin
formleg tillaga um að taka 150-
170 milljónir af eigin fé sjóðsins
til þess að bæta kvótaskerðing-
una, en það hefur verið sagt
nægilega greinilega að það standi
til. Fyrr á árinu var búið að veikja
stöðu sjóðsins með því að taka af
honum óvirka ríkisábyrgð á inn-
lent fé og leggja á hann eigna-
skatt. Hvort tveggja verður til
þess að vextir útgerðar og fisk-
vinnslu hækka.
Takist að gera hluta eigin fjár
sjóðsins upptækan hefur það í för
með sér að lánstraust hans
minnkar og hann verður að búa
við lakara lánskjör. Það er degin-
um ljósara að ef hægt er að gera
allt eigið fé sjóðsins upptækt hef-
ur það gífurleg áhrif á lánar-
drottna sjóðsins og krafa þeirra
um ávöxtun verður allt önnur og
hærri. Að sjálfsögðu verður gert
allt sem í mannlegu valdi stendur
til þess að róa lánardrottnana,
segja þeim að ólíklegt sé að þetta
verði gert aftur. Og þó: Geta
starfsmenn sjóðsins staðið
frammi fyrir lánardrottnum og
sagt það með góðri samvisku?
Verða þeir ekki að hafa í huga að
unnið er að því að tæma alla sjóði
samfélagsins, allir möguleikar
ríkisins til þess að útvega sér fé
eru notaðir, uppi eru stórfelldar
fyrirætlanir um að selja eignir
ríkisins á næstu árum og eyða
andvirðinu. Meira að segja At-
vinnutryggingarsjóður er ekki
látinn í friði. í fullri alvöru talað
eru litlar varnir hægt að hafa
uppi.
Það er verið að tala um að gera
150-170 milljónir króna af eigin fé
Fiskveiðasjóðs íslands upptæk-
ar. Það verður tvímælalaust til
þess að vextir sjóðsins hækka,
það á hins vegar eftir að koma í
ljós hve mikið þeir hækka. Óhætt
er þó að fullyrða að það verði
varla undir 100 milljónum króna
á ári, en gæti numið verulega
hærri fjárhæð, 200 milljónum
króna eða jafnvel meira. Það
væri því verið að stinga 150-170
milljónum króna upp í útgerðar-
menn einu sinni, en láta þá sjálfa
borga svipaða upphæð til baka
árlega um langa framtíð. Það er
ekki fast að orði kveðið að oft
hafi komið fram skynsamlegri til-
lögur en þetta.
Höfundur er starfsmaður ís-
lenskra sjávarafurða
5
Aflamiðlun
Vikan 11. -17. október (42. vika)
Áætl. landanir Þorsk Ýsa Ufsi Karfí
Vigri Re 71 20 220
Björgúlíur EA 312 20 140
Már SH 127 20 180
Áæti. iandantr samt. 0 0 60 540
Heímíl. útflutn. í gámum 203 198 13 148
Áæti. útflutn. samt. 203 198 73 688
Leyíl til útflutnings
á gámafíski tii sÖIu
11. -17. okt.
Skip Þ Ý U K
Aðalbjörg RE 0,5 0,5
Aðalbj. IIRE 0,5 0,5
Andey BA 2 2
Andri VE 0,5 0,5
Andvari VE 2 2
Aron ÞH ::. 'i 1
Auður VE 0.5
Ág. Guðm. GK 3 'v |
Álsey VE .2 5
Baldur VE 1 1 :
Baldur GK97 0,5 0,5
Barðinn GK 2
Bergey VE 3 3
Bergvík VE 2 2
Bessi ÍS 10
Bjarnarey VE 2 3 ■
Bj. Gíslas, SF 7 1 2
Björg VE 2 2
Breki VE 2 fi
Byr VE 5
Dala Rafn VE 2 2
Dalaröst SH 0,5 0,5
Dalaröst ÁR 3
Danski Pétur VE 2 1
Drífa SF 0,5
Drífa ÁR 2
Eldeyjar Boði
GK ' 4 2
EldeyjarHj. GK 3 : ; :
Eldeyjar-Súla KE 4
Ele-seus VA 0,5 0,5
Elsa NS 0,5
Emma VE 1 1
Erlingur SF 2 1
Faxafell GK 0,5
Fáfnir SF 0,5
Fjölnir GK 1 i
Framnes ÍS 12
Frár VE 2 ■ 2
Freyja RE 2 2
Freyr SF 3
Freyr ÁR 3 2
Frigg VE 2 3
Gandi VE 3 3
Geir goði GK 2 1
Geysir BA 5
Gjafar VE 4 3
Gjafi SF 0,5
Glaður SU 0,5
Gnúpur GK -
Góa VE 0,5
Guðbjartur ÍS 6
Guðbjörg ÍS 11 2
Guðný fS 1 1
Guðrún VE 2 3
Gustur VE 0,5
Hafberg GK 2 1
Hafbjörg VE 0,5
Hafbjörg NS 0,5
Hafdís IS 2 2 ,
Hafnarey SF 2 1
Hafnarröst ÁR 2 5
Haförn NS 0.5
Halla SH 0,5
Hallgr. Ottó BA 0,5 0,5
Hamar SU 0,5
Har, Böðvar AK 6
HaukafellSF 2 2
Hásteinn ÁR 2 2
Herkúies SF 0,5
Hildur NK 0,5
Hoffell sU 6
Hrísey SF 2 1
Hrungnir GK 4 2
Hrönt GK 0,5
Höfðavík AK 8
Ingóifur VE 0,5
Skip Þ V l K
ívar NK 0,5
Jóh. Gíslas. ÁR 3
Jón á Hofi ÁR 3 5
Jón Baldv. RE 8
Jón Gunni. GK 2
Jón Klemens ÁR 1 1
Jón Vídaiín ÁR 7
Kalii SF 0,5
Kambanes SU 0,5
Katrín VE 3
Kiðey SF 0,5
Krístján ÍS 0,5 5
Krossey SF 0.5
Laufey Jörg. VE 0,5
Látravík BA 3 3
Ljósaleii SU 6
Litii Tindur SU 0.5
LottóHU 0.5
Lómur BA 2
Lyngey SF 3
María Júlía BA 2
Máni SF 0,5
MániGK 1 1
MárSH 6 3
Njörður ÁR 2 1
Núpur BA 3 2
Oddgeir ÞH 3 2
Ófeigur VE 3
ól. Bjamas. SH 2 1
Ólafur Jónss. GK 3 4
Óskar Halld. RE 4 3
Páli ÁR 4
Páll Pálsson ÍS 7
SighvaturGK 5 1
Sigurborg VE 4 3
Sig. Olafss. SF 2 2
Sig. Þorieifs. GK 8
Sígurfari VE 2 1
Sindri VE 2 3
Síðu-Hallur SF 0.5
Skálafeíl ÁR 5 2
Skinney SF 5
Skógey SF 3
Skuld VE 1
Skúli fógeti VE 0,5 0,5
Sléttanes ÍS 13
Smáey VE 3 2
Snorri afí ÍS 0,5
Snætindur ÁR 1 1
Steinunn SH 2 2
Steinunn SF 4
Stjaman SU 0.5
Stokksey ÁR 2
Stokksnes SF 7
Sturl.H.B. AK 7
Sunnutindur SU 5
Sveinn Jónss. KE 5
Særún GK 4 3
SæunnSF 0,5
Sævar NK 0,5
SölvíBj, BA 7
Tálknf. BA 6 3
Tjaldanes ÍS 2 2
Tjaldanes II fS 0,5 n,5
Una í Garði GK 2 2
Vaid. Sveins. VE 3
VísirSF 2 2
VonSF 0,5
Vörður ÞH 4 4
Ýmir BA 0,5
Þinganes SF 3 2
Þórir SF 2 2
Þröstur GK 2
Þur. Halld. GK 5
-EskanSF 1 1
Öðtingur VE 1 2
Öngull SF 0,5
ÖmSF 0,5
Samtals 203 198 13 148