Fiskifréttir


Fiskifréttir - 31.05.1996, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 31.05.1996, Blaðsíða 8
8 FISKIFRÉTTIR föstudagur 31. maí 1996 dieselkerfi • vökvakerfi varahlutaþjónusta viðgerðarþjónusta olíudælur olíuverk spíssar vökvakerfi BRÆÐURNIR ORMSSONHF LÁGMÚLA 9, SÍMI 553 8820, FAX 568 8807 FLOTTOGS HLERAR „FYRIR ALLAR FLOTTOGS VEIÐAR' J. HINRIKSSON H.F. SUÐARVOGI 4 104 REYKJAVÍK SÍAAAR 588 6677 / 568 0775 MYNDSENDIR 568 9007 „FRAMLEIÐENDUR T0GBUNAÐARIARATUGI" Hrognin eru 70% af vinnsluverðmætinu Alaskaufsavertíðin stendur frá því í desember og fram í maí en Magnús segir að vertíðin hafi verið mjög óvenjuleg um margt að þessu sinni. — Venjulega er lagnaðarís á Okhotskahafi, þar sem veiðarnar eru stundaðar, yfir vetrarmánuð- ina. Pað var mjög slæmt tíðarfar í janúarmánuði og í venjulegu ár- ferði hefðu skipin getað stundað veiðarnar við þokkalegar aðstæð- ur og á sléttum sjó í lagnaðarísn- um. Nú var hins vegar íslaust í all- an vetur og í brælunni í janúar áttu skipin, sem flest eru frekar kraftlít- il, erfitt með að toga. Pá var veiðin einnig lélegri í ár á þeim tíma, sem oftast er bestur, þ.e.a.s. frá um 20. febrúar og til loka mars. A þessum tíma eru hrognin verðmætust en til marks um hve hrognavinnslan er mikilvæg þá get ég nefnt að um 70% af vinnsluverðmætinu um borð í móðurskipunum eru vegna hrognavinnslunnar. Sjálfur alaska- ufsinn er heilfrystur um borð í móðurskipunum en um borð í Sterkodertogurunum er fiskurinn hins vegar flakaður auk þess sem hrognin eru fryst. Alltaf togað á lensi Að sögn Magnúsar kom margt honum á óvart er hann fór að kynna sér veiðiaðferðir Rússanna. — Pegar ég fór um borð í Ster- koder þá komst ég að því að menn draga flottrollin alveg í botni. Botntroll eru bönnuð en menn höfðu komist upp á lag með að draga flottrollin þannig að þau virkuðu eins og botntroll. Höfuð- línuhæðin var ekki meira en 25 metrar frá botni. Það stunduðu all- ir þessa veiðiaðferð á veiðisvæðinu en hins vegar voru menn alltaf með lífið í lúkunum því eftirlit með veiðunum er nokkuð gott. Eftir- litsmenn koma reglulega um borð og þeir byrja alltaf á því að skoða keðjurnar á trollunum. Ef þær eru gljáfægðar þá bendir það til þess að þær hafi verið dregnar í botni og menn fá orð í eyra ef þeir eru með fægðar keðjur, segir Magnús og hlær. — Annað, sem kom mér á óvart, var að Rússarnir toga bara á lensi. Petta er viðtekin venja um borð í rússneskum skipum og í því sambandi má benda á veiðar rússneskra skipa á Reykjanes- hryggnum. Þar toguðu Rússarnir alltaf á lensi en þeir hafa að vísu breytt um stíl á því svæði. Eg veit ekki afhverju þetta stafar. Senni- legasta skýringin er sú að mörg skipanna hafa verið frekar kraftlít- il og því hefur það þótt skila betri árangri að toga á lensinu. Pað skrýtna var að sami háttur var hafður á um borð í Sterkodertog- KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521* Fax: 551 2075 Gufukatlar frá Bretlandi Allar gerðir. Leitið tilboða Togdekkið fylltist af bflum sem keyptir voru úti á miðunum Veiðiskip við hlið Sovetskaya Buryatia. Verið er að hífa aflann á milli urunum sem eru mjög öflug skip. Sterkoderskipin voru líka með sams konar veiðarfæri og litlu togararnir og það virtist ekki hafa hvarflað að mönn- um að stækka veið- arfærin. Trollin voru lítil og hler- arnir vógu aðeins 700 kg. Eitt okkar fyrsta verk var að panta svokallaða Butterfly hlera og það tók reyndar ekki nema þrjá mánuði að fá þá af- henta. Þá pöntuð- um við lítið Glor- íutroll hjá Hampið- junni sem við ætluðum reyndar að prófa í einu af minni veiðiskipun- um. Vegna þess hve aflinn var dræmur og vertíðin hafði verið ró- leg var ákveðið að skella Gloríunni um borð í annan Sterkodertoga- rann en sá heitir einfaldlega Ster- koder, segir Magnús en sú ákvörð- un forráðamanna íslenskra sjávar- afurða hf. í Kamchatka að láta Magnús taka við skipstjórn á Ster- koder mæltist ekki vel fyrir hjá hin- um rússneska skipstjóra skipsins. Gríðarlegt aflaverðmæti — Skipstjórinn fór ekki dult með það að hann var ósáttur við þessa ákvörðun og hann vann gegn mér og félögum mínum, Jóhannesi Sigurðssyni og Jóhanni Sigfússyni, frá fyrsta degi. Við Jóhannes sáum um veiðarnar en Jóhann stjórnaði vinnslunni. Þegar við byrjuðum veiðarnar þá köstuðum við í sjö vindstigum og toguðum upp í vind- inn. Rússarnir voru ekki ánægðir með það og sögðu að nú væri hleg- ið að okkur um borð í öllum rússn- eska flotanum. Þeir skyldu hins vegar ekkert í því að við fengum mjög góðan afla en ég held að þeir hafi helst skýrt það fyrir sér með því að telja sér trú um að Glorían væri svona létt í togi, segir Magnús en hann upplýsir að eftir rúman hálfan mánuð á veiðum hafi hann slitið trollið aftan úr skipinu. — Nú héldu Rússarnir að dagar Gloríuveiðanna væru taldir því það þekkist ekki um borð í þessum rússnesku skipum að veiðarfærin séu slædd upp. Við urðum að smíða okkur slæðu og náðum troll- inu strax upp en slíkar aðfarir höfðu Rússarnir aldrei- séð. Reyndar er umgengnin um þetta hafsvæði með ólíkindum því auk þess, sem veiðarfærin tapast á veiðum, þá er hafið notað sem ruslakista fyrir gömul veiðarfæri. Pað er hreinlega öllu hent í sjóinn, segir Magnús en til gamans má geta þess að þegar Magnús tók við skipinu var aflaverðmæti þess alls orðið rúmar 1,6 milljónir dollara (113 millj. ísl. kr) á alls 11 vikum eða að jafnaði rúmlega 149 þúsund dollarar (10,3 millj. ísl. kr) á viku. Hins vegar tók það Magnús aðeins fjórar vikur að ná svipuðu afla- verðmæti eða alls um 112 millj. ísl. króna. Verðmæti vikuaflans var tæplega 407 þúsund dollarar (28 millj. ísl. kr). Gátum ekki togað fyrir bflum á dekkinu Magnús segir að þrátt fyrir and- stöðu skipstjórans hafi veiðarnar gengið vel og hann segir áhöfnina hafa fylgt þeim að málum enda hafi skipverjar fljótlega fundið að þeir nutu góðs af breyttum veiði- aðferðum. — Við gátum verið að veiðum svo til allan þennan tíma en hins vegar varð ég að stoppa tvisvar eða þrisvar í einn dag á meðan ég var að rífast við rússneska skipstjór- ann. Hann var í reglulegu sam-

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.