Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.10.1997, Síða 1

Fiskifréttir - 03.10.1997, Síða 1
ÍT R 0 L L B L A K K I R -The blue line- Med hertri skífu Med keflalegum .c.c.D.íi.n.: ÚTGERÐARVðRUFt Óseyrarbraut 4 ■ 220 Hafnarfjöröur Sími: 565 3950 ■ Fax: 565 3952 FRÉTTIR 36. tbl. 15. árg. föstudagur 3. október 1997 i Slippfélagiö Málningarverksmiója SIMI: 588 8000 Stærsti og dýrasti túnfiskurinn veiðist í íslenskri landhelgi: Aflaverðmætið200millj. króna — meðalveiðin 1,5 tonn á dag hjá öðru skipinu að verðmæti 3,4 milljónir króna Meðalaflaverðmæti jap- anska túnfiskveiðiskipsins Ryjo Maru, sem stundaði veiðar í 34 daga innan ís- lensku landhelginnar, var 3,4 milljónir ísl. króna á dag á meðan veiðarnar stóðu yfír. Afli skipsins var samtals 420 túnfískar eða 50 tonn að verðmæti 115 milljónir króna. Annað japanskt tún- fískveiðiskip, Houken Maru, sem hafði leyfí til veiða á sama tíma, var með tæp 38 tonn af túnfíski eftir 31 dag að veiðum og samtals veiddu þessi tvö skip 765 túnfíska að verðmæti rúmlega 200 mill- jónir króna í landhelginni. Skipverjar á Ryjo Maru eru hér búnir að innbyrða fallegan túnfisk. Sporðar og uggar, sem sjást á borðinu, eru notaðir í súpur Mynd/Fiskifréttir: Axel Guðnason Túnfiskveiðar japönsku skip- anna, sem höfðu leyfi til veiða í landhelginni, tókust frábærlega vel á þessu hausti. Stærsti og verð- mætasti túnfiskurinn hélt sig innan íslenskrar landhelgi og þar var veiðin jafnframt best á allri tún- fiskvertíðinni. Þessu til stuðnings má nefna að meðalafli Houken Maru var tæp 900 kg á dag fyrsta einn og hálfan mánuð vertíðarinn- ar, sem hófst í lok apríl, en þá var veitt í Miðjarðarhafi undan strönd- um Alsír. Á tímabilinu frá því í lok júní og fram yfir miðjan ágúst var meðalaflinn rúm 500 kg á dag en þá var veitt á alþjóðlegu hafsvæði vestan við Irland og loks má nefna að meðalveiðin í íslensku land- helginni var rúmlega 1200 kg á dag. Meðalafli Ryjo Maru var hins veg- ar um 1,5 tonn á sama tíma. Það er heldur ekki nóg með að veiðin sé best hér norður frá held- ur hafa Fiskifréttir heimildir fyrir því að þegar bláuggatúnfiskurinn komi í kaldari sjó þá breytist lýsis- innihald hans og verðmætin aukist til muna. Sjá nánar bls. 8-9 Vandi botnfiskvinnslunnar heimatilbúinn? Milljónatugum hent í gagnslausar flæðilínur — segir Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands — Ég held að allt þetta tal um vanda botnfiskvinnslunnar og Iangvarandi tap á frystingunni sé að stórum hluta til heimatil- búið vandamál. Það er staðreynd að menn hafa fjárfest langt fram úr hófí og kastaö milljónatugum á glæ með því að kaupa flæðilínur sem hafa skapað mun fleiri vandamál en þær hafa leyst, segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands, í samtali við Fiskifréttir. Ólafur var einn þeirra sem sat aðalfund Samtaka fiskvinnslu- stöðva sl. föstudag en á fundinum kom fram að frystingin í landinu væri rekin með 13% halla að mati Þjóðhagsstofnunar. Ólafur segir að það séu ár og dagar síðan að Hraðfrystihús Hellissands var rek- ISLENSKI FJARSJOÐURINN Ríkulegur arður • skattaafsláttur • fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi J/j Kynntu þér málið... ^ — ...starfsmenn Landsbréfa og umboðsmenn í Landsbankanum veita frekari upplýsingar og eru til ráðgjafar. 7//rr SUÐURLANDSBRAUT 2 4, 108 REYKJAVlK, SÍMI 535 2000, BRÉFASÍMI LANDSBREF HF. S' — /(Sh./1 /, 5 3 5 2 0 0 1 ið með tapi og skýringanna á því sé ekki að leita í lágu hráefnisverði. — Þvert á móti höfum við keypt fiskinn á hæsta verði, jafnt á fisk- mörkuðunum sem af okkar eigin bátum. Við höfum hins vegar ekki fallið í þá gryfju að reisa okkur hurðarás um öxl með því að fleygja milljónatugum í flæðilínur. Við haldið tryggð við bakkakerfið og trúlega erum við eina íslenska frystihúsið af þessari stærðargráðu sem það gerir. Fyrir vikið höfum^ við ekki misst bónusdrottn- ingarnar okkar niður í meðalmennskuna, segir Ólafur Rögn- valdsson. / jf* bls. 7 Olíufélagið hf

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.