Fiskifréttir - 03.10.1997, Blaðsíða 8
N A Ð A R
RYKSUGUR
SKEIFUNNI 3E-F
SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
ik 111»
/\»ll
ASEA BROWN BOVERI
ABB Turbo Systems AG
BBC - ABB forþjöppur - varahlutir
viðhalds- og viðgerðarþjónusta
Útgerðarmenn - vélstjórar
Við erum hlekkur í heimsþjónustu ABB Turbo
Systems AG. Varist blekkingar og eftirlíkingar.
Notið aðeins viðurkennda (original) varahluti frá
ABB Turbo Systems AG. Látið sérfróða fagmenn,
sem viðurkenndir eru af ABB Turbo Systems,
annast viðhald og viðgerðir.
SíMTÖgiaagjiiQD3 J@oi]gg©öi] §l ©@- ©Gi]ío
Vesturgötu 16 - Símar 551 4680 og 551 3280 - Telefax 552 6331
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997
Túnfiskveiðar í landhelginni
I „einangrun“ í 38 daga um borð í japönsku
túnfisk veiðiskipi:
Erfið en athygb
isverð lífsreynsia
— segir Axel Cuðnason sem tók þátt í mokveiði Ryjo
Maru innan íslensku landhelginnar
Japanska túnfiskveiðiskipið Ryjo Maru kom til hafnar í Reykja-
vík um síðustu helgi eftir 38 daga veiðiferð syðst í íslensku land-
helginni. Afli skipsins var samtals 50 tonn af túnfiski, alls 420
fiskar, að verðmæti 115 milljónir króna. Aflaverðmæti á úthalds-
dag var því ríflega þrjár milljónir króna. Aflinn fékkst í 34
lögnum eða að jafnaði 12,4 túnfiskar á sólarhring og voru Japan-
irnir mjög ánægðir með þessa góðu veiði. Full ástæða var til þess
að fagna því í fyrrahaust var meðalafli tveggja japanskra skipa
ekki nema tæplega fjórir túnfiskar á sólarhring. Axel Guðnason
var veiðieftirlitsmaður á Ryjo Maru og ræddu Fiskifréttir við
hann við komuna til Reykjavíkur.
Loftskeytamaðurinn
kunni reyndar dálítið í
ensku en þegar ég þurfti
að „ræða“ við skipstjór-
ann þá kom sér vel að hafa
blað og blýant og nota ein-
hvers konar myndmál.
Skipstjórinn kunni reynd-
ar eitthvað í spænsku og
ég er svona stautfær á
þeirri tungu og með því að
nota teikningar og
spænskuna þá gátum við
með töluverðri þolinmæði
gert okkur skiljanlega
hvor fyrir öðrum.
Axel segist enga vinnu-
skyldu hafa haft um borð
aðra en þá að fylgjast með
því sem fram fór. Frívakt-
in hafi því eiginlega verið
24 tímar á sólarhring.
— Ég hafði verið svo forsjáll
áður en lagt var úr höfn að birgja
mig upp af myndbandsspólum og
þessar myndir hugðist ég nota til
að stytta mér stundir um borð. Að-
stæður um borð í japönsku skipun-
um eru mjög misjafnar en ég fékk
lítinn klefa til umráða og fljótlega
fékk ég bæði sjónvarp og mynd-
bandstæki í klefann. Pá kom því
miður í Ijós að myndböndin mín
hentuðu ekki til afspilunar í jap-
anska kerfinu og ég varð því að
láta mér nægja að horfa á mynd-
bönd sem voru um borð í skipinu.
Parna voru bæði japanskar og
bandarískar myndir en flestar þær
bandarísku voru með japönsku
tali. Það er ekkert grín að horfa á
Hér kemur vænn túnfiskur inn fyrir borð-
stokkinn
Myndir/Fiskifréttir: Axel Guðnason
mynd þar sem Eddie Murphy talar
japönsku og myndböndin urðu því
ekki sú afþreying sem ég hafði
vonast til, segir Axel en um aðbún-
aðinn að öðru leyti hefur hann
þetta að segja:
— Ég get ekki kvartað yfir fæð-
inu. Ég fékk fjórar máltíðir á dag
og er þá meðtalinn hrár túnfiskur í
morgunmat. Mér skilst að Sævar
Helgason, sem var eftirlitsmaður á
Houken Maru, hafi ekki fengið
nema tvær máltíðir á dag en að
öðru leyti held ég að aðbúnaður-
inn hafi verið svipaður. Lofthæðin
í vistarverum er 1,80 metrar og
þrengslin eru mikil. Það er engin
setustofa í þessum skipum og eini
staðurinn, þar sem menn geta
— Við vorum aðallega að veið-
um rétt innan landhelginnar en
lengst fórum við norður undir 62°
norðlægrar breiddar. Það er varla
hægt að segja að við höfum farið út
úr landhelginni enda þótti jap-
anska skipstjóranum það greini-
lega vera hreinn lúxus að fá frið til
þess að leggja línuna inni í land-
helginni og þurfa ekki að taka tillit
til hinna skipanna í japanska flot-
anum, segir Axel en þess má geta
að túnfisklínan er engin smáspotti
því hún er alls 72 mílur á lengd.
24 tíma frívakt
Að sögn Axels var þessi 38 daga
törn að mörgu leyti erfið en einnig
athyglisverð lífsreynsla.
— Ég vissi lítið hvað ég var að
fara út í. Það má eiginlega segja að
ég hafi verið þarna í 38 daga ein-
angrun því enskukunnátta jap-
önsku yfirmannanna og indónes-
ísku undirmannanna var sáralítil.
Risavaxinn túnfiskur á dekkinu á Ryjo Maru