Fiskifréttir - 02.05.2003, Side 1
ISSN 1017-3609
Allt til útgerdar
www.isfell.is
ísfell ehf • Fiskislóð 14 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
FRETTIR
16. tbl. 21. árg. föstudagur 2. maí 2003
-
Góður
rallafli
f Faxa-
flóa
Netarallinu lauk nýlega, en
sjö bátar tóku þátt í því víðs
vegar við landið. Vilhjálmur
Þorsteinsson fiskifræðingur,
sem hefur yfirumsjón með
netarailinu, varðist allra frétta
þegar Fiskifréttir ræddu við
hann í þessari viku, enda
væri ekki búið að taka saman
niðurstöður mælingarinnar.
Þessi mynd var tekin um
borð í einum rallbátanna,
Arnari SH frá Stykkishólmi, í
Faxaflóa og sýnir Olaf Karvel
Pálsson Ieiðangursstjóra
(lengst til vinstri) ásamt
rannsóknamönnunum Einari
Asgeirssyni og Agnari Þor-
steinssyni við sýnatöku. Skip-
stjórinn á Arnari SH lét vel af
afla bátsins í rallinu og sagði
hann útkomuna hafa verið
betri en undanfarin ár. Sjá
nánar bls. 3.
1 • J
Ný mæling á hörpudiskstofninum á Breióafirói:
Staöfestir slæmt ástand stofnsins
— sníkjudýr greind í hörpudiski úr Breiöafiröi og rannsóknir standa yfir á því
hvort þau tengist miklum afföllum á stóru skelinni
Stofnmælingum á hörpudiski á Breiðafirði lauk í síðustu viku.
Ekki hefur enn verið unnið úr niðurstöðum mælinganna en Hrafnkell
Eiríksson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, sagði í samtali
við Fiskifréttir að stofninn væri mjög lítiil eins og við var að búast.
Astandið á hörpudiskinum nú virðist vera mjög svipað því sem það
var í mælingunni í október sl. sem sýndi mjög slæma útkomu.
Hrafnkell tók fram að þrátt
fyrir að ástand veiðistofnsins
virtist vera bágborið væri
ánægjulegt að nýliðunin á
hörpudiskinum virtist vera mjög
góð. Ágæt nýliðun kom fram í
mælingunni í október og leiðang-
urinn nú í apríl gefur líklega sömu
niðurstöðu. Nokkrir árgangar af
ungskel virðast vera í meðallagi
stórir eða þar yfir. Sú skel kemur
til með að skila sér inn í veiðina á
næstu árum, í fyrsta lagi haustið
2004, að því gefnu að hún fái eðli-
leg vaxtarskilyrði.
I rannsóknaleiðangrinum voru,
auk stofnmælinganna, einnig tek-
in sýni vegna fisksjúkdómarann-
sókna sem fram fara hjá Rann-
sóknadeild fisksjúkdóma að
Keldum. Mikil afföll hafa orðið í
hörpudiskstofninum á Breiðafirði
undanfarin misseri sem kunnugt
er. Getum hefur verið að því leitt
að þau tengdust hækkandi sjávar-
hita. Ástæða þótti þó til að athuga
hvort aðrar orsakir kynnu að
valda þessum afföllum. Frumnið-
urstöður rannsókna á Keldum
staðfesta umtalsverða frumdýra-
sýkingu samfara vissum vefja-
breytingum í skelfiskinum. I
framhaldi af því var ákveðið að
fara í umfangsmiklar rannsóknir.
Heildarlausn
á samhæfðum vélbúnaði
Samstarfsaðili Rolls-Royce
= HÉÐINN =
Síórás 6 • IS-210 Garðabæ
Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is
,,Á þessu stigi er óvarlegt að
fullyrða um tengsl þessa smits
við hin miklu afföll,“ sagði Sig-
urður Helgason fisksjúkdóma-
fræðingur í samtali við Fiski-
fréttir og hann tók skýrt fram að
þessi frumdýrasýking hefði eng-
in áhrif á heilsu manna sem
neyttu hörpudisks.
Sjá nánar bls. 12.
ICELANDAIR
CARGO