Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 2
2
FISKIFRÉTTIR 2. mai 2003
SJAVARUTVEGUR
KARLINN I BRUNNI
Aflaverðmæti 2002
- hlutfallsleg skipting
Rækja
Heildaraflaverðmæti 76,9 milljarðar kr.
FISKMARKAÐIR
Allir markaðir (Islandsmarkaðu r) dagana 20.-26. apríl 200: (Tölur fyrir slægöan físk eru á undan tölum fyrir óslægðan flsk) Meðal- Lægsta Tegund Magn verð verð kg kr./kg kr./kg Hæsta verð kr./kg
PORSKUR 538.177 181,65 20,00 252,00
ÞORSKUR 736.826 134,87 65,00 226,00
ÝSA 292.023 110,50 5,00 230,00
ÝSA 133.901 136,13 30.00 245,00
UFSl 158.041 44,97 10,00 68,00
UFSl 65.743 38,38 5,00 55,00
LÝSA 2.098 22,41 10,00 47,00
LÝSA 755 35,80 10.00 50,00
GULLKARFI 11 60,00 60,00 60,00
GULLKARFI 69.321 57,45 5,00 112,00
LANGA 32.694 94,07 10,00 135,00
LANGA 9.860 80.13 5,00 120,00
BLÁLANGA sl. 2.035 72,36 59.00 105,00
KEILA 18.869 67,51 5,00 75.00
KEILA 13.988 58,13 20,00 77,00
STEINBÍTUR 66.749 99,26 5,00 120,00
STEINBÍTUR 324.447 79,23 5,00 88,00
TINDASKATA ósl. 7.244 12,40 5,00 29,00
HLÝRI 4.469 103,36 50,00 130,00
HLÝRI 1.020 86,10 50,00 127,00
SKÖTUSELUR 16.626 188,21 70,00 330,00
SKÖTUSELUR 7 120,00 120,00 120,00
SKATA 623 98,11 5,00 250,00
SKATA 665 42.55 15,00 150,00
HÁFUR 45 5,00 5,00 5,00
HÁFUR 38 5,00 5,00 5,00
ÓSUNDURLIÐAÐ sl 8 135,00 135,00 135,00
LÚÐA 6.469 237,74 30,00 700,00
LÚÐA 65 298,69 100,00 500,00
GRÁLÚÐA sl. 9.676 161,96 100.00 188,00
SKARKOLI 91.878 157,27 10,00 340,00
SKARKOLI 64 128,67 115,00 150,00
ÞYKKVALÚRA sl. 19.009 231,85 50,00 355,00
LANGLÚRA 220 59,95 10,00 100.00
LANGLÚRA 739 32,04 10,00 45,00
SANDKOLI 2.266 61,61 5,00 70,00
SANDKOLI 53 48,87 30,00 50,00
SKRÁPFLÚRA 2.337 62,36 5,00 65,00
SKRÁPFLÚRA 136 51,3 45,00 65,00
GRÁSLEPPA ósl. 2.457 73,26 5.00 85.00
RAUÐMAGI ósl. 1.416 40.82 5,00 140,00
SANDHVERFA sl. 3 350,00 350,00 350,00
ÞORSKHROGN 36.113 22,77 5,00 75.00
GRÁSLEPPUHROGN 1.178 445,20 310,00 450,00
KINNFISKUR 21 350,00 350,00 350,00
LITLI KARFI ósl. 92 5,00 5,00 5,00
GELLUR 217 502,60 480,00 520.00
KINNAR 154 140,32 100,00 200,00
NÁSKATA sl. 135 40,00 40,00 40,00
UND.KARFI 50 5,00 5,00 5,00
UND.ÞORSKUR 28.950 112,04 70,00 130,00
UND.ÞORSKUR 33.491 78,79 26,00 120,00
UND.STEINBÍTUR ósl. 123 46,00 46,00 46,00
UND.YSA 27.076 49,99 18,00 69,00
UND.ÝSA 7.436 42,31 30,00 65,00
BÚRI 11 20,00 20,00 20,00
HNÝSAsl. 5 30,00 30,00 30,00
BLEIKJA sl. 285 286,59 190,00 390,00
LAX sl. 894 337,26 330,00 360,00
FLÖK/STEINBÍTUR 6.069 233,62 215,00 245,00
HROGN ÝMIS 4.006 30,25 5,00 310,00
UND.UFSI 1.214 34,91 10,00 40,00
UND.UFSI 227 10,00 10,00 10,00
2.781.619 121,22
Fjölveiðiskipið Baldvin Porsteinsson EA 10, sem áður hét Hannover
og þar áður Guðbjörg IS, kom til heimahafnar í desember á síðasta ári
frá Riga í Lettlandi þar sem skipið var lengt um 17,6 metra og gerðar á
því ýmsar aðrar breytingar. Skipið er eftir lengingu um 86 metrar að
lengd, mesta breidd er 14 metrar og brúttótonnin eru rétt tæp 3 þúsund.
Skipið fór á loðnuveiðar strax eftir áramótin en eftir loðnuvertíðina var
settur vinnslubúnaður í það á Akureyri. Það fór síðan í sína fyrstu veiði-
ferð sem vinnsluskip í annarri viku apríl á grálúðu og karfa á Hampiðju-
torginu og kom til hafnar í byrjun vikunnar eftir 19 daga túr með um 250
tonn af afurðum. Aflaverðmætið er áætlað um 53 milljónir króna.
„Þessi veiðiferð var fyrst og
fremst farin til að prófa nýja
vinnslubúnaðinn. Það komu fram
ýmsir bamasjúkdómar sem við gát-
um lagað sjáifir en að öðru leyti
gekk vinnslan mjög vel og búnaður-
inn lofar góðu. Hins vegar var sára-
tregt fiskirí. Við verðum því fégnir
að komast sem fyrst á úthafskarf-
ann. Annars hefur skipið reynst frá-
bærlega vel eftir breytingamar í Pól-
landi. Þær voru mjög vel lukkaðar
og gerðu gott skip ennþá betra,“
sagði Hákon Þröstur Guðmundsson,
skipstjóri á Baldvin Þorsteinssyni
EA, í samtali við Fiskifréttir.
Nýr vinnslubúnaður
Starfsmenn Samherja hf. höfðu
umsjón með því þegar vinnslubún-
aðurinn var settur í Baldvin Þor-
steinsson EA á Akureyri en verkið
var unnið af mörgum undirverk-
tökum. Meðal þess sem sett var í
skipið var rækjuvinnslulína sem
hafði reyndar verið í því fyrir leng-
ingu. Nýr lausfrystir var settur í
skipið en hann var endursmíðaður
hjá Slippstöðinni ehf. á Akureyri
sem annaðist einnig niðursetningu
hans. Þá var vinnslulína fyrir bol-
físk endurbætt en fyrir voru í skip-
inu frystitæki fyrir pönnufrystingu.
Einnig var sett niður ný innvigtunar-
, úrsláttar- og pökkunarlína frá Skag-
anum hf. á Akranesi. Loks var kom-
ið fyrir búnaði til að ganga frá afurð-
um á bretti og flytja þær niður í lest
og er hann frá Slippstöðinni ehf. á
Akureyri. Eftir er að setja niður síld-
arflökunarvélar en
það verk bíður
vegna óvissu um
síldveiðar í sumar.
Ahyggjur af
grálúðunni
Hákon Þröstur
sagði að hann
hefði þungar
áhyggjur af því
hvernig komið væri fyrir grálúð-
unni. „Það eru alltof mörg skip að
skarka á því sem ekkert er en þau
voru um 15 á slóðinni að þessu
sinni. Það verður að segjast eins og
er að þarna er engin lúða sem heit-
ið getur. Við erum að skjóta okkur
í fæturnar hvernig við komum fram
við þessa fiskstofna. Það er legið á
því litla sem þarna er af grálúðu
þótt afli á togtímann sé skelfilega
lítill. Við komumst í um eitt tonn á
togtímann þegar best lét en annars
var aflinn um 300-600 kíló á tog-
tímann. Það er ekki svo langt síðan
„Eg hef þungar
áhyggjur af grá-
lúðunni. Það eru
alltof mörg skip að
skarka á því sem
ekkert er.“
menn voru að fá 2 tonn á togtím-
ann. Við skiljum ekkert í því að
það skuli hafa verið aukið við grá-
lúðukvótann við þessar aðstæður.“
Fengu 16.500 tonn á
loðnuvertíðinni
Hákon Þröstur ítrekaði að Baldvin
Þorsteinsson hefði reynst frábærlega
á loðnuveiðunum í vetur. Þeir fengu
samtals 16.500 tonn á vertíðinni en
þeir hófu veiðar 3. janúar sl. Mest
fengu þeir um 2.400 tonn í einni
veiðiferð en skipið ber ekki meira
þar sem ein lestin er eingöngu notuð
sem frystilest. „Við vorum að mestu
búnir að veiða okkar kvóta í flottroll-
ið þegar loðnan
gekk á grunnin. Við
vorum því nokkuð
sáttir við að hætta
þegar Ijóst var að
ekki yrði bætt við
kvótann. Við vorum
þó ekki alveg sáttir
við það að Hafrann-
sóknastofnun skyldi
ekki senda skip til
að mæla loðnuna í
útköntunum. Þar voru heilmiklir
flekkir sem ég held að hægt hefði
verið að veiða eitthvað áfram úr á
besta tíma en það var því miður ekki
gert.“
Óvíst með veiðar á
norsk-íslensku síldinni
Baldvin Þorsteinsson EA er eitt
öflugasta fjölveiðiskip flotans. Nú
þegar er búið að reyna loðnuveiðar,
karfaveiðar og grálúðuveiðar á því.
Hákon Þröstur sagði að þeir hefðu
einnig tekið eitt rækjuhol út af
Norðurlandi í túrnum til þess að
prófa rækjuvinnslubúnaðinn.
Þeim væri ekkert að vanbúnaði að
skella sér á rækjuna ef því væri að
skipta þótt það væri ekki spenn-
andi veiðiskapur miðað við verðið
sem fæst fyrir rækjuna. Þá getur
skipið einnig farið á kolmunna-
veiðar en ekki er gert ráð fyrir að
það veiði þorsk og flaki um borð.
Hins vegar fer það eftir því hvem-
ig samningar um norsk-íslensku
síldina fara hvort skipið taki þátt í
þeim veiðum í ár. „Uthafskarfinn
er næst á dagskrá og við höfum
frétt af mokveiði rétt utan við 150
mílna línuna. Skipin eru að fá upp
í 7 tonn á togtímann. Annars er
það svolítið skrýtin fræði að karf-
inn heitir úthafskarfi þegar hann
er rétt utan við 150 mílna línunan
en þegar hann er rétt innan við lín-
una heitir hann eitthvað annað!“
Peningastjórnun en ekki
fiskveiðistjórnun
Talið barst að fiskveiðistjómun
almennt og Hákon Þröstur sagði
að það viðhorf væri víða ríkjandi
meðal sjómanna að of mikið tillit
væri tekið til peningasjónarmiða.
„Maður heyrir þær raddir að þetta
sé ekki lengur fiskveiðistjómun
heldur peningastjómun. Fiskveiði-
stefnan þjónar ekki upphaflegum
tilgangi sínum nægilega vel að
mínum dómi sem er vemdun og
skynsamleg nýting fiskstofnanna.
Það er spuming hvort þetta eigi allt
að vera á einum og sama staðnum,
hvort friðun og fiskvemd eigi ekki
að vera á hendi sjálfstæðrar stofn-
unar sem hefði ekki annað hlut-
verk,“ sagði Hákon Þröstur.
Utgefandi:
Framtíðarsýn hf.
Skaftahlíð 24
105 Reykjavík
FRETTIR
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðjón Einarsson
gudjon @fiskifrettir.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Kjartan Stefánsson
kjartan @fiskifrettir.is
Auglýsingastjóri:
Hertha Árnadóttir
hertha@fiskifrettir.is
Ritstjórn:
Sími: 511 6625
Fax: 511 6692
gudjon @fiskifrettir.is
Sími: 511 6624
Fax: 511 6692
Auglýsingar:
Sími: 511 6623
Fax: 511 6692
Áskrift og innheimta:
Sími: 511 6622
Fax: 511 6692
Ljósmyndir:
Ljósmyndadeild DV
Prentvinnsla:
Gutenberg
Áskriftarverð fyrir hvert tölublað:
Greitt m. greiðslukorti: 335 kr/m.vsk
Greitt m. gíróseðli: 380 kr/m.vsk
Lausasöluverð: 447 kr/m.vsk
Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir
áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur
út í byrjun september ár hvert.