Fiskifréttir - 02.05.2003, Page 3
FISKIFRETTIR 2. maí 2003
3
Bretland:
„ Flöggunarskip “
tá þungar sektir
Skásta útkoman
síöastliöin 4 ár
— segir Siguróur Þórarinsson, skipstjórí á Arnari SH
Til sölu mb.NarfiVE 108
sknr 0795
Þrjú fiskiskip sem eru skráð í
Bretlandi en í eigu spænsk-enskra
útgerða, voru nýlega dæmd af
breskum dómstóli til þess að greiða
samtals sem svarar 1,6 milljónir
sterlingspunda eða jafnvirði 192
milljóna íslenskra króna fyrir að
veiða langt umfram kvóta og fela
það í veiðidagbókum sínum.
Skipin heita Whitesands,
Grampian Avenger og Granpian
Avenger II. Þau veiða við strendur
Bretlands en landa afla sínum að
rnestu leyti á Spáni. Eitt skipanna
hafði landað ólöglega fiski, aðal-
lega lýsingi en einnig skötusel, að
verðmæti 120 milljóna íslenskra
króna á tveggja og hálfs árs tíma-
bili. Veitt var 25 sinnum meira en
fært var til bókar. Sjö önnur bresk-
spænsk skip til viðbótar hafa verið
kærð á sömu forsendum og munu
mál þeirra verða tekin fyrir á næstu
vikum. Fishing News greindi frá.
Úr netarallinu á Arnari SH. (Myndir: Einar Ásgeirsson).
Netarallió gekk vel í Faxaflóa:
„Veiðin var með skárra móti.
Við höfum tekið þátt í netarallinu
í Faxaflóa síðastliðin 4 ár og þetta
er skásta útkoman frá því við
byrjuðum í þessu,“ sagði Sigurð-
ur Þórarinsson, skipstjóri á Arn-
ari SH frá Stykkishólmi, í samtali
við Fiskifréttir. Netarallinu er ný-
lega lokið en 6 bátar tóku þátt í
því vítt og breitt við landið auk
Arnars SH, þ.e. Örvar SH, Gandí
VE, Kap VE, Guðrún VE, Þórs-
nes II SH og Þórsnes SH.
Arnar SH lagði netin á 48 stöð-
um vítt og breitt frá svæði út af
Garðsskaga og norður á svæði út
af Malarrifi. Veiðin tók 8 daga en
72 net voru dregin dag hvern.
,,Það var misjafnt hvað veiddist
eftir róðrum. Mest komumst við
upp í 12 tonn í róðri og síðan
fengum við allt niður í lítið. Við
fengum um 41 tonn í þessum 8
róðrum þannig að meðalaflinn
hefur verið um 5 tonn á dag. Til
samanburðar rná geta þess að við
fengum ekki nema tæp 30 tonn í
fyrra í jafnmörgum róðrum og
netin voru lögð á svipuðum stöð-
um eins og alltaf,“ sagði Sigurð-
ur.
Netin voru með 4 stærðir af riðl-
um, 6,7,8 og 9 tommur. Sigurður
sagði að frekar lítið hefði fengist af
þorski í stóru riðlana eins og
reyndar undanfarin ár. Mestur afl-
inn kom í minni riðlana, 6 og 7
tommu, og það var smár fiskur, lík-
lega 4-5 ára þorskur. Til dæmis
voru þeir eitt sinn með 1.200-1.400
fiska yfir daginn en aflinn var samt
ekki nema um 4 tonn. Minni fisk-
urinn er því greinilega í vöxt sam-
kvæmt þessu. Netin voru bæði úr
fjölgirni og eingirni og veiddist
áberandi meira í eingirnisnetin. Á
þessum árstíma þegar farið er að
birta þetta mikið veiðist reyndar
yfirleitt meira í eingirnisnetin en
þau ganga fyrr úr sér. Fjölgirnið er
sterkara og endist betur yfir vetur-
inn.
Sjálfur er Sigurður mest með 8
tommu riðla í netunum á Arnari
SH. Hann var spurður hvernig
netaveiðin hefði gengið í vetur.
„Við erum búnir með kvótann og
hættir í bili. Veiðin var misjöfn í
vetur. Haustið var lélegt og vetrar-
vertíðin var voðalega gloppótt.“
Smíðaður íV-Þýskalandi 1956, lengdur
1983, skutlengdur og hækkaður 1998.
Vél: Caterpillar árg. 1987,632 hö.
Stærð: 95,9 Brl., 109 BT., lengd 27,43 m.
Með bátnum fylgja eftirfarandi varanlegar
aflaheimildir:
Skarkoli 15 tonn. Ýsa 5 tonn og
jöfnunarsjóður þorskur 8,4 tonn.
Áhöfnin á Arnari SH frá Stykkishólmi, sem tók þátt í netarallinu,
ásamt Ólafi Karvel Pálssyni leiðangursstjóra (lengst til hægri).
Óskum útgerð og áhöfn
til hamingju með nýja skipið og
Rolls-Royce búnaðinn
iJ£l = HÉÐINN i
fl Stórás
Stórás 6 • 210 Garðabæ
Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101