Fiskifréttir - 02.05.2003, Qupperneq 5
FISKIFRETTIR 2. maí 2003
5
SKOÐUN
Atkvæöaveiöar meö línu
— eftir Pétur Hafstein Pálsson
Línuveiðar hafa verið stundaðar
frá Islandi í meira en hundrað ár.
Það róðrarlag senr við þekkjum í
dag mótaðist um og eftir rniðja síð-
ustu öld. Með lögum og samning-
um var settur rammi utan um þess-
ar veiðar er laut að róðrartíma og
línulengd. I seinni tíð hafa línuveið-
ar verið hafnar til vegs og virðingar
og nú hafa pólitíkusar áttað sig á að
nota megi meðbyr veiðanna til at-
kvæðaveiða. Eins og oft áður þegar
þannig stendur á eru hin raunveru-
legu rök skrumskæld og beygð eft-
ir hentugleika hvers og eins.
Gamli tíminn
Þegar línuveiðar tóku kipp eftir
rniðja öldina var beitt þungri
hamplínu í þungan trébala sem eru
margfalt þyngri en þeir álbalar
sem notaðir voru seinna á öldinni.
Lengst af voru 11 menn ráðnir til
róðranna, 6 í landi að beita og 5
um borð við sjósóknina. Land-
menn voru á hlut eins og sjómenn-
imir. I hverjunr bala (starnpi) er
eitt bjóð sem telur 420 - 500 króka.
Róið var með 36 - 45 bjóð eftir
landsvæðum, kjarasamningum,
lögum og árstíma. Skipin kornu
síðan saman á ákveðnum stað og
tíma þar sem merki var gefið um
að róður mætti hefjast. Tilgangur
þessa var að koma reglu á lagnim-
ar og slá á kappið við veiðamar
sem og að tryggja einhvern líkleg-
an hvíldartíma sjómanna. Margar
hetjusögur eru til af hinni miklu og
hörðu sjósókn sem þessum vetrar-
róðrum fylgdi en því miður einnig
mörg harmsagan.
Nýi tíminn
Það var því vonum seinna að
menn leituðu nýrra leiða til að gera
þessa róðra skilvirkari og áhættu-
rninni. Skipin voru stækkuð og lína
og bali létt með gerviefnum og áli.
Fyrir um 30 árum var sums staðar
farið að „róa með tvöfalt“ en það
þýddi að í stað tveggja róðra með
45 bjóð var farinn einn tveggja
daga róður með 90 bjóð. Helsti
ávinningur var sá að betur fiskaðist
vegna lengri legu línunnar og skip-
in komust á þau mið sem líklegust
þóttu til árangurs auk þess að skip-
in lönduðu að morgni til en ekki á
kvöldin. Sólarhringurinn nægði
ekki áður til að róa á bestu miðin
og vitað er að ferðalögin til og frá
miðum hafa verið hættulegri sjó-
farendum en veiðamar sjálfar.
Páttaskil
Um 1980 urðu síðan mikil
kaflaskipti í línútgerð á íslandi en
þá koma beitningavélamar til sög-
unnar sem settar voru í stærri línu-
bátana sem síðan hafa kallast
,,vélabátar“. Landmennirnir sem
áður voru í landi að beita fóru allir
um borð og ennfremur var þremur
mönnum bætt við í áhöfnina sem nú
taldi 14 rnanns. (Voru reyndar 16 á
fyrstu árununr). Þetta gerði það að
verkum að skipin gátu verið á bestu
miðunum eins lengi og þörf var á.
Síðan þessar vélar voru settar um
borð í línubátana hafa þeir getað
tryggt hráefni til vinnslu allt árið. I
framhaldi af þessum umskiptum
þróaðist svokölluð segulnaglalína,
önnur gerð króka leit dagsins Ijós
og allt dráttarkerfið gert mýkra og
betur hæft til að vinna við misjafnar
aðstæður. Til við-
bótar hafa öll
staðsetningar- og
skráningartæki
gengið í gegnum
byltingarkenndar
framfarir með
innleiðingu tölv-
unnar.
veiðarfærið sem fær þá einkunn.
Með því að hagræða rökum fyrir
línuveiðum tókst talsmönnum smá-
báta, og þingmönnum þeim hliðholl-
um, að koma þeim ranghugmyndum
að hjá fólki að litlir línubátar væru
þeir einu sem landa atla til vinnslu á
landsbyggðinni. Nú eru frambjóð-
endur komnir nreð sömu raddir á loft
varðandi „dagróðrarbáta undir 100
tonnum sem beita í landi" og „strand-
veiðiflotann" án þess að nokkur al-
menn skilgreining sé til á fyrirbærun-
um. Það liggur t.d. ekki ljóst fyrir
hvað það nákvæmlega er að „beita í
landi“ og ekki hvað „dagróðarbátur"
Þróun smá-
bátanna
Stóru skipin
eru ekki þau einu
sem nýtt hafa sér
þessa tækni. An
þess að hnýta
neitt í smábátasjó-
menn þá getur sá
floti þakkað þessari þróun árangur
þeirra við veiðar undanfarin ár sem
samhliða pólitískum glufum í kerfinu
hafa fært þeim stóran hlut þorsk-
veiðiheimildanna. Hver hefði ekki
nýtt sér tækifærið? Um borð í nrinni
skipunum, sem orðin eru margfalt
stærri, hraðskreiðari og burðarmeiri
en áður, er hluti beitningavélanna
kominn. Vélasamstæðan sam-
anstendur af dráttarkerfi, uppstokk-
ara, rekkasamstæðu til geymslu á lín-
unni og beitningavélinni sjálfri sem
annað hvort er fyrir niðurskoma beitu
eða heila sem er skorin niður um leið
og beitt er. Eftir að stærðarmörk smá-
báta voru hækkuð úr 4,9 í 14,9 tonn
er einfalt mál að fylgja eftir þeirri
þróun, sem þegar er hafin, að setja
alla samstæðuna um borð í þessa
báta. Allur gangur er á því í dag
hvemig menn bera sig að. Sumir
stokka upp í landi, aðrir skera beituna
niður í landi og beita með vélinni á
sjó. Skilgreining á vélabeitningu og
handbeitningu er því fyrir löngu farin
að skarast og mun skarast meira og
meira á næstu misserum.
Skilgreiningar og
frambjóðendur
Hið jákvæða við allar línuveiðar er
að þær eru vistvænar, tryggja ákveð-
in gæði og aflinn er undantekninga-
lítið unnin á Islandi. Það er því rétt að
tala um byggðavænar veiðar þó ég
haldi því ekki fram að lína sé eina
er. Er t.d. nóg að landa daglega hluta
ársins, eins og „vertíðarflotinn"
(gömul skilgreining á ftskiskipum)
hefur alla tíð gert, til að fá þessa nafn-
bót? Hugtakið „strandveiðifloti" er
mjög vítt og margir sem gera tilkall
til þeirrar nafnbótar, talsvert fleiri en
þeir sem róa með línu . Öll þessi hug-
tök sem notuð hafa verið urn skipa-
flokka skarast og breytast nær árlega
og eru ónothæf viðmið til að gera upp
á milli útgerðarflokka, á sama hátt og
stærðarmörkin „100 tonn“ sem allir
vita að eru mjög teygjanleg eining.
Kvótaívilnun
Allar hugmyndir frambjóðenda
unr kvótaívilnun miðast við at-
kvæðaveiðar en eru settar fram í
Um borð í beitingavélarbáti.
(Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson):
„Þannig er í raun
veriö aö refsa þeim
útgeröum, sem unn-
iö hafa aö viöur-
kenndum markmiö-
um, fyrir þaö eitt aö
nýta tæknina veiö-
unum og byggöun-
um til framdráttar“
skjóli vistfræðilegra raka og
byggðasjónarmiða. Augljóslega
eru hugmyndir franrbjóðenda
settar fram til að útiloka suma
línubáta frá kvótaívilnunum.
Gildir einu þó þau skip skapi
jafnari og tryggari vinnu á
landsbygðinni, noti sarna rnann-
afla, séu jafn umhverfisvæn og
vegna tækni sinnar ekki síður
hagkvæm en önnur línuskip.
Hins vegar telja menn greinilega
að þeim fylgi ekki sá atkvæða-
tjöldi sem nægir til að hafa þá
með. Þannig er í raun verið að
refsa þeim útgerðum sem unnið
hafa að viðurkenndum mark-
miðum fyrir það eitt að nýta
tæknina veiðunum og byggðun-
um til framdráttar.
Að lokum
Ef það er vistfræðilega gott að
auka línuveiðar þá á að gera það á
réttum grunni og með það að
markmiði að sem flestir breyti út-
gerðarnrynstri sínu. Lágmarks-
krafan hlýtur þó að vera sú að all-
ar starfandi línuútgerðir fái sama
tilboð urn ívilnanir eða sérstöðu.
Ef frambjóðendur vilja færa
heimildir milli svæða og/eða á
milli aðila í greininni eiga menn
að hafa þor til að segja það beint.
Atkvæðaveiðar frambjóðenda
rnega ekki fara fram með öðru en
almennum rökum og ioforðum en
ekki með því að fara með stað-
reyndir að eigin geðþótta. Þetta á
jafnt við um einstaklinga sem
stjórnmálaflokka.
Höfundur er framkvæmda-
stjóri útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækisins Vísis í Grindavík.
Ósíqim Samfierja tiC hamingju meðflhesiCegt sfjp.
(PöfjQim samstarf viðframCeiðsCu vinnsCubúnaðarins.
Bakkatún 26 - 300 Akranes - lceland
Tel.: + 354 430 2000 - Fax: + 354 430 2001
E-mail: skaginn@skaginn.is