Fiskifréttir - 02.05.2003, Qupperneq 6
6
FISKIFRETTIR 2. maí 2003
NYSMIÐI
Óskum eigendum og áhöfn til hamingju
með nýtt og glæsilegt olíuskip
International
Skipamálning
HarpaSjöfn
Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400. Fax 567 4410. www.harpasjofn.is
Umboðsaðilar INTERNATIONAL PAINT á Islandi
Frá móttöku við komu Keilis til Fáskrúðsfjarðar. Frá hægri: Gísli Jón-
atansson framkvæmdastjóri Loðnu vinnslunnar hf., Hörður Gunnarsson
framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. og Páll Ægir Pétursson skipstjóri.
Skipið er málað með INTERNATIONAL skipamálningu frá HörpuSjöfn
Keilir, hið nýja olíuskip Olíu-
dreifingar ehf. sem smíða var í
Kína, kom til Islands í fyrsta
sinn skömmu fyrir fyrir páska,
nánar tiltekið til Fáskrúðsfjarð-
ar. Skipið er 103,2 metra langt og
ganghraði er 13 sjómílur á
klukkustund með farm en 13,6
mílur án farms. Keilir getur bor-
ið 5,2 milljónir lítra af eldsneyti í
farmgeymum eða rúmlega helm-
ingi meira en sem nemur saman-
lagðri burðargetu olíuskipanna
tveggja, Kyndils og Stapafells,
sem hann leysir af hólmi. Bæði
eldri skipin hafa verið seld,
Stapafell til Ekvador og Kyndill
til Nesskipa. Smíðaverð Keilis
var um einn milljarður króna.
„Nýja skipið býður upp á marga
nýja möguleika. I því eru 10 geymar
og er sérstakur dælubúnaður í hverj-
um geymi. Hægt er að dæla fjórum
tegundum eldsneytis samtímis.
Skipið getur losað allt að einni millj-
ón lítra á klukkustund ef móttakan í
landi ræður við það, en því er reynd-
ar ekki að heilsa á stöðum með
ströndum fram hérlendis. Skipið er
hannað sem efnaflutningaskip og
getur flutt allt að níu mismunandi
tegundir vökva samtímis ef því er að
skipta, en í dag eru fluttar fimm teg-
undir eldsneytis á íslensku strönd-
ina,“ sagði Hörður Gunnarsson
framkvæmdastjóri Olíudreifingar
ehf. í samtali við Fiskifréttir.
Vegna breytinga á útgerðar-
mynstri og flutningum á eldsneyti
rnilli hafna á landinu hefur þörf
fyrir strandflutninga minnkað.
Keilir verður því einnig leigður út
til annarra verkefna í Evrópu á
milli ferða til Islands.
Ánægðir með skipið
Keilur var smíðaður í Qui Xin
skipasmíðastöðinni í Shanghai og
Keilir siglir inn til Fáskrúðsfjarðar, sem var fyrsti viðkoniustaður skipsins á íslandi.
Nýja olíuskipió Keilir.
Getur losaó allt aö millj-
ón lítra á klukkustund
— og dælt fjórum tegundum í einu
300 kW. Hamworthy/Shillinger
stýri og Rolls Royce/Tenfjord stýr-
isvél. Landfestavindur og akkeris-
vindur frá Rolls Roice, — umboðs-
aðili fyrirtækisins hérlendis er Héð-
inn hf. Dælur eru af gerðinni ITUR,
umboðsaðili á Islandi er Framtak
ehf. Eldsneytis- og smurolíuskiljur
eru af gerðinni Alfa Laval en um-
boðsaðili hérlendis er Sindri hf. Þá
var skipið málað með málningar-
kerfi frá Intemational, en umboðs-
aðili á Islandi er HarpaSjöfn.
Tæki í brú
Siglinga- og fjarskiptatæki í
brúnni eru öll frá viðurkenndum
framleiðendum og sá Radiomiðun
um útvegum þeirra. Meðal helstu
tækja eru MaxSea siglingatölva,
Bridgemaster Dekka ratsjár með
samtengibúnaði og C-PIath sjálf-
stýring og gíró. Allur fjarskipta-
búnaður er frá Sailor. Þá er í skip-
inu fullkomið Orlaco myndavélar-
kerfi og í brúnni er Conning aflest-
ursmiðstöð.
eftirmálar vegna verksins voru litl-
ir,“ sagði Hörður.
íslensk hönnun
Ráðgarður Skiparáðgjöf hannaði
Keili í samvinnu við undirverktaka
á Islandi, í Bretlandi og í Póllandi.
Skipið er 103,2 metrar á lengd og
15 metra breitt. Dýpt að aðalþiIfari
er 7,5 metrar og dýpt að efsta þil-
fari 18,4 metrar. Skipið mælist
6.019 tonn (eigin þyngd). Flutn-
ingsrými í tönkum er samtals 5.288
rúmmetrar. Auk þess skipið útbúið
til þess að flytja gáma á þilfari.
Aðalvél skipsins er af gerðinni
MAN B&W Alpha 9L27/38. Hún er
3.060 kW við 800 snún. á mín. Nið-
urfærslugír MAN B&W 47V040S
með aflúrtaki fyrir ásrafal við 1800
snún/mín. Tvær hjálparvélar af
gerðinni Man B&W Alpha 6L16/24,
hvor um sig 570 kW við 1.200 snún.
á mín. Umboðsaðili Man B&W vél-
búnaðarins á Islandi er Afltækni ehf.
Tvær rafmagnsdrifnar bógskrúf-
ur af gerðinni Schottel, hvor um sig
síðar lengt í viðgerðarstöðinni
Chengxi. Þegar nrest var voru yfir
400 starfsmenn skipastöðvarinnar
að vinna í skipinu samtímis en alls
vinna þar um 20.000 manns. Smíði
Keilis var boðin út í mars árið 2000
og bárust tilboð frá allmörgum
löndum en þrjú hin lægstu voru
kínversk.
„Við erum mjög ánægðir með
skipið og sama er að segja um sam-
skiptin við Kínverjana meðan á
smíðinni stóð. Afhendingartíminn
var einnig mjög ásættanlegur. I
samningnum var ákvæði um að ef
hitastig færi upp yfir 35 gráður
myndu slíkir dagar ekki teljast til
verktíma. Um 40 dagar á smíða-
tímanum reyndust svona heitir og
drógust því frá. Allur búnaður í
skipið er frá vestrænum framleið-
endurn. Við fórum þá leið að fela
kínversku stöðinni að útvega þenn-
an búnað skipið í samræmi við
óskir okkar og þar af leiðandi var
það á ábyrgð stöðvarinnar að vélar
og tæki skiluðu sér á réttum tíma.
Samningsverð skipsins stóðst og