Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 7
FISKIFRETTIR 2. maí 2003
7
Texti: GE
„Heimsiglingin frá Kína gekk
mjög vel. Við vorum afar heppnir
með veður og höfðum meðbyr nán-
ast alla leið í Miðjarðarhaf. Við
tókum pálmaolíu, sterín og kókós-
hnetuolíu í Dumai á Súmötru í
Indónesíu sem við losuðum í Ríga í
Lettlandi á 41. degi eftir brottför-
ina frá Kína. Viðbrigðin voru mik-
il að koma úr tæplega 40 stiga hita
í Malakkasundi niðri undir mið-
baug og norður í Eystrasalt því þar
voru vetrarhörkur og ísi lagður
sjór,“ sagði Páll Ægir Pétursson
annar tveggja skipstjóra á Keili í
samtali við Fiskifréttir.
„Þegar við nálguðumst Lettland
var Rígaflói fullur af 40-60 senti-
metra þykkum ís sem var 8 til 9/10 að
þéttleika. Við vorum svo lánsamir að
geta elt norskt skip, nokkru stærra en
okkar, inn á ytri höfnina í Ríga og þar
var ísbrjótur sem hjálpaði skipunum
áfram til hafnar. A leiðinni út, eftir að
hafa losað farminn, lentum við í smá-
erfiðleikum en okkur tókst að lokurn
að komast inn í skipalest sem var að
fara norður tlóann. Mörg skip lentu í
ntiklum erfiðleikum þarna, meðal
annars má nefna að eitt íslenskt flutn-
ingaskip kom stórskemmt úr ísnum,
missti framan af öllum skrúfublöðum
og dældaðist. Það sá hins vegar ekk-
ert á Keili enda fórunt við í kjölfar
annarra og ruddurn aldrei brautina
sjálfir. Þá er skipið með ágætis ísvöm
og er í hærri ísklassa en önnur olíu-
skip sem Islendingar hafa átt. Ég við-
urkenni samt að mér leið ekkert vel
meðan á þessu stóð, sérstaklega
vegna þess að skipið var nýtt og fínt
og nýmálað,“ sagði Páll Ægir.
Eftir að hafa landað í Ríga fór
Keilir til Kaliningrad og tók olíu sem
losuð var í Hamborg. Þaðan var farið
til Venspils í Lettlandi og sóttur farm-
ur sem losaður var í Bremerhaven.
Sturlaugur Jónsson & Co.
FiskÍBlóö 26 • Sími: 551 4680 ■ Fax: 552 6331
www.Bturlaugur.is
Astengi
[ Mvulkan
Nýr togvír!
□yform starfish
með plastklæddum stálkjarna
Allt fyrir togveiðarnar
Lentu í þéttum ís
í Rígaflóa
— eftir þægilega siglingu frá Kína
Páll Ægir Pétursson skipstjóri á Keili tekur við blómum og árnaðar-
óskum við komu skipsins til Islands.
Loks var haldið til Svíþjóðar og það-
an heim til Islands í fyrsta sinn.
Ný kynslóð ulíuskipa
„Mér lýst mjög vel á skipið. Það
er vel hannað, lætur mjög vel í sjó
og fer vel með mannskapinn. Skipið
tilheyrir nýrri kynslóð olíuskipa , er
rniklu fullkontnara og tölvuvæddara
en eldri skipin okkar voru. Dælu-
kerfið er tölvuvætt, t.d. er sérstakur
stjórnklefi um borð þaðan sem öll-
um lokum á dælukerfinu er fjarstýrt
og við getum séð á tölvuskjá hversu
mikið er komið í tankana. Jafnframt
sjáum við hvernig djúpristan og
stöðugleikinn breytist eftir magninu
í tönkunum. Þá má nefna að munur-
inn á þessu nýja skipi og Kyndli er
sá að þetta skip er með tvöföldum
skrokk, bæði í botni og síðum. Þá
eru öll tæki í brúnni af nýjustu og
fullkomnustu gerð,“ sagði Páll Ægir.
Tíu manna áhöfn er á Keili. Skip-
stjóri á móti Páli Ægi er Ingvar Frið-
riksson. Yfirvélstjórar eru Gunnar
Jónsson og Tómas Tómasson.
I |R Barónstíg 5 • 101 Reykjavík
CCrfll MB II ■ Símar55l I280 og55l I28I • Fax 552 I280
Oskum útgerð og áhöfn
til hamingju með nýtt
og glæsilegt skip
M/S Keilir er búinn:
I x MAN B&WAIpha aðalvél gerð 9L27/38-FVO
2x MAN B&W Holeby Ijósavélar gerð 6LI6/24
Ix MAN / Demp hafnarljósavél gerð D2866TE
Vdemp
A-s danish engineennqAmafine |po«vet i'
propulsion svsrewis
GENERATING SETS
o
www.isfell.is
ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
_______ ferskar í
fréttir hverri viku