Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 9

Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 9
8 FISKIFRETTIR 2. maí 2003 FISKIFRETTIR 2. maí 2003 9 ERLENT FISKMARKAÐUR Texti og myndir: KS Fiskmarkaður Suðurnesja í Bolungarvík. „Salan það sem af er þessu ári hefur gengið mun betur en á sama tíma í fyrra en þá var samdráttur hjá okkur. Hann stafaði af því að haustið 2001 voru smábátar kvótasettir í ýsu og steinbít og þeir fengu í fyrstu mjög litlum kvóta úthlutað í ýsu. Ysukvótinn hefur síðan aukist hjá þeim og við njótum góðs af því,“ sagði Karl Gunnarsson, stöðvarstjóri hjá Fiskmarkaði Suðurnesja á Bolungarvík, í samtali við Fiskifréttir. Stofnendur MMC ganga til liös viö Cflow Stofnendur MMC í Nor- egi hafa gengið til liðs við fyrirtækið Cflow Fish Handling AS í Noregi. Petta gerist í kjölfar g,jaldþrots fyrirtækisins Optimar sem MMC hafði áður sameinast. Cflow Fish Handling var stofnað fyrir tæpu ári af öðr- um lykilstarfsmönnum frá MMC og hefur síðan afgreitt nokkur vinnslukerfi fyrir fisk- vinnslu og fiskeldi, þeirra á meðal búnað í brunnbátinn Snæfugl SU, sem fjallað er um hér annars staðar í blað- inu. MMC hefur verið þekkt- ast fyrir vakúmdælur sínar en þeir hafa framleitt 500 slíkar dælur, þar af hafa 23 dælur verið seldar til Islands. Vakúmdælur verða áfram meginstoðin í framleiðslu Cflow Fish Handling en auk þess tekur fyrirtækið að sér hönnun og smíði á heildar- kerfum til flutnings og með- höndlunar á fiski um borð í uppsjávarveiðiskipum, í brunnbátum og í landvinnslu. Þótt fyrirtækið sjálft sé ungt að árum byggir það á ára- langri reynslu og þekkingu þeirra sem að því standa. Um- boðsaðili Cflow á íslandi er Netanaust ehf. í Reykjavík. Fráárinu 1991 hefur verið rekinn fiskmarkaður í Bolungarvík/Isafirði í tengslum við Fiskmarkað Suður- nesja hf. en Fiskmarkaður Suður- nesja hefur rekið markað undir eig- in nafni í Bolungarvík frá árinu 1998 og á ísafirði frá árinu 1996. Mesti annatíminn á sumrin Markaðirnir í Bolungarvík og á Isafirði eru reknir í tvennu lagi þótt þeir myndi eina heild. Fram kom hjá Karli að á árinu 2001 hafi 3.700 tonn verið seld í Bolungarvík og 1.850 tonn á Isafirði. A árinu 2002 fór salan niður í 3.000 tonn í Bolungarvík og 1.300 tonn á Isa- firði. A fyrstu 3 mánuðum ársins 2003 voru seld 730 tonn hjá Fisk- markaði Suðurnesja í Bolungarvík miðað við 515 tonn á sama tíma í fyrra þannig að aukningin milli ára er veruleg. „Annars er sumarið aðal annatíminn hjá okkur. Þá kemur fjöldi aðkomubáta hingað á hand- færaveiðar auk þeirra heimabáta sem stunda færaveiðar. Ég gæti trú- að því að færafiskurinn sé milli 50- 60% af þeim fiski sem við seljum á sumrin. Einnig er mikil ýsuveiði hjá línubátum héðan á sumrin.“ Gæðin hafa aukist Fiskinn fær Fiskmarkaður Suð- urnesja í Bolungarvík aðallega af smábátum, mest af heimabátum en einnig af bátum frá Þingeyri og Suðureyri. Þá selja þeir fisk al' bát- um sem landa á Drangsnesi og er Karl Gunnarsson, stöðvarstjóri hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Bolungarvík, og Milan Remic starfsmaður hjá markaðnum. Stefnt aö því aö allur fiskur veröi seldur af gólfi á þessu ári — segir Karl Gunnarsson, stöðvarstjóri hjá Fiskmarkaöi Suðurnesja í Bolungarvík HAM I NGJUOSKI R! * Oskum áhöfn og eigendum Snœfugls til hamingju með nýja brunnbátinn. Um borð er talningarbánaður fyrir seiði og sláturfisk frá Vaka. Akralind 4 • 201 Kópavogur Sími: 595 3000 • Fax: 595 3001 Netfang: vaki@vaki.is • www.vaki.is fiskurinn sendur þaðan til kaup- enda. „Við seljum mest í fjarskipt- um eins og aðrir fiskmarkaðir en þó hefur aðeins dregið úr því. Sala í fjarskiptum var komin upp í um 70% af heildinni en um 30% voru seld af gólfi. Nú eru um 60% seld í fjarskiptum og 40% af gólfi. A ár- unum 1991-1996 var allur fiskur seldur af gólfi. Væntalega breytist þetta og fer þá aftur til fyrra horfs á þessu ári. Mér sýnist að margir séu á einu máli um að sú breyting verði til bóta. Þá verður allur fisk- ur sem landað er á kvöldin seldur slægður og stærðarflokkaður á uppboði morguninn eftir. Líklega verður svo annað minna uppboða seinnipart dags og þá verður seldur fiskur af þeim bátum sem enn eru á sjó. Sem betur fer hefur meðferð á afla og gæði fisks sem seldur er á mörkuðum batnað mjög mikið og er ekki hægt að líkja því saman við það sem áður var. Hins vegar höf- um við ekki náð nógu góðum tök- um á stærðarflokkuninni hingað til vegna þess hvað mikið hefur verið selt í fjarskiptum en það gefst kost- ur á að kippa stærðarflokkuninni í lag þegar allur fiskur verður seldur af gólfi.“ Steinbítsvertíðin ekki komin í fullan gang Fyrir utan þorsk og ýsu er stein- bítur helsta tegundin sem seld er á fiskmarkaðnum. Þessa dagana er steinbíturinn ráðandi en Karl sagði þó að steinbítsvertíðin hjá þeim væri ekki ennþá komin í gang af fullum krafti. „Yfirleitt hefur steinbítsveið- in byrjað hér í mars/apríl. En miðin hér fyrir utan eru lokuð með reglu- gerðarhólfí sem verður ekki opnað fyrr en eftir hrygningarstoppið nú um mánaðamótin. I þessu hólft er ágæt steinbítsslóð og við eigum von á því að smábátamir fari þangað í byrjun maí. Menn hér eru sárir yfir því að þessu hólft skuli hafa verið lokað, sérstaklega vegna þess að yf- irleitt er lítill þorskur á svæðinu á þeim tíma. Það hefði verið kjörið ef smábátamir hefðu getað verið þama í hrygningarstoppinu.“ Karl gat þess að ýsan frá þeim færi mest suður á land, sérstaklega á veturna. Þorskur- inn fer á vetuma að stærstum hluta til fiskvinnslufyrirtækja á Vesttjörð- um, eða um 70-75%, og hefur það færst í vöxt að undanfömu að þorsk- urinn sé unninn á heimaslóð. Á sumrin fer þó meirihluti þorsksins til annarra landshluta. Þá er steinbítur- inn aðallega unninn á Vestfjörðum og fara ekki nema um 10-15% af honum annað. Verðlækkun milli ára Þrátt fyrir mikla aukningu í magni á þessu ári hefur heildarsalan í krónum talið ekki hækkað jafn mikið því verðlækkun hefur orðið á ftski milli ára. Mest hefur lækkunin orðið á ýsunni en meðalverðið á henni lækkaði um 44% frá mars í fyrra til mars í ár. Þorskurinn hefur einnig lækkað í verði, aðallega síð- ustu vikurnar. Verð á steinbít hefur liins vegar haldið sér nokkuð vel á milli ára. „Styrking á íslensku krón- unni ræður mestu um verðlækkun á þorski og því má búast við því að verðið á honum haldist svipað á meðan gengið breytist ekki. Verð- lækkun á ýsu stafar jafnframt af meira framboði þar sem ýsukvót- inn hefur verið aukinn. Ég hef þá trú að ýsuverðið jafni sig og hækki eitthvað,“ sagði Karl Gunnarsson í lokin og hann minnti á að um mán- aðamótin maí/júní yrði vonandi tekið í notkun nýtt uppboðskerfi í gegnum Netið þar sem kaupendur geta tekið þátt í uppboðum heima hjá sér eða í vinnunni. Jafnframt gefst erlendum aðilum þá kostur á að bjóða í slægðan og flokkaðan fisk í gegnum Netið. Frá höfninni í Bolungarvík. Það er Guðmundur Einarsson, skipstjóri á Guðmundi Einarssyni ÍS, sem hér er að landa. (Mynd: Jón Einarsson). Tben ehf. hefur tekið við umboði fyrir: 3T OLIVEIRA SA Oliveira SA’ í Portúgal er framleiðandi á trollvírum, snurpuvírum, vinnsluvírum og kranavírum. Oliveira SA’ er þekkt fyrir gæðavír enda eingöngu notast við hágæða hráefni við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur yfir að ráða góðum tækjabúnaði við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur mjög öflugt gæðaeftirlit sem tryggir ávallt gæði vírsins. Oliveira SA' framleiðir "dæforma" vír sem og hefðbundinn vír. Oliveira SA' hefur hafið framleiðslu á nýrri tegund "dæforma" trollvíra sem henta sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þessi nýi vír hefur fengið nafnið "SUPER ATLANTIC". ehf Utgerðarvörur Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður s. 544-2245 aA 180 9002^ Þar sem þjónusta og þekking mætast Alfa Laval hálfsoðnu plötuvarmaskiptarnir eru fyrirferðarminnstu, léttustu og afkastamestu kælitækin á markaðnum. Frábær tæki fyrir gufun og þéttingu í kælikerfum um borð í fiskiskipum og öðrum skipum. Spara pláss Mfa Laval háifsoðnir plötuvarmaskiptar spara pláss og þyngd, mtnnka magn kælimiðils og slærð pressu. loka. röra - og þar al leiðandi stolnkostnað. Sterk hönnun Hállsoðni plötuvarmaskiptirinn þolir vel sriðggar hitabreytingar og það er enginn titringur, vegna þess hve stntt er á milli festinga. Á hálfsoðna plötuvarmaskiptinum eru engar suður undir þrýstiálagi. Vegna snúningshreyfingar (gegnumstreyminu er lítil hælla á að frjósi á kerfinu. Samt sem áður, ef það gerist, er hönnunin miðuð við aö varmaskiptírinn þoli frostþensluna og verði ekki lyrir skemmdum. Einstakar plötur Alla Laval hálfsoönu plötuvarmaskíptarnir eru hannaðir til þess að svara þörfum þeirra sem nola ammóníak og nýja HCFC og HFC kaelimiðla bæði I fæöikerlum og þurrgufunarkerfum. Einstök lögim platnanna hámarkar varmaskipti með því að auka flæöi kælimiðilsins, bæði um alla plötuna og umallan plötustaflann. 5INDRI Sindri • Klettagörðum 12 • 104 Reykjavík • Sími 575 0000 • Fax 575 0010 • www.sindri.is Avinningur • Fyrirferðarlítil hönnun, hálfsoðni plötuvarmaskiptirinn þarl 20-50% minna pláss heldur en jaln afkastamikill röravamaskiptir. • Lítið neyslurúmmál. • Minni viöhaldskostnaður vegna minna varmaski ptayfi rborðs. • Smíðaður úr eíningum, þess vegna er auðveli að breyla síðar og aðlaga nýjum þörfum. • Mikið rekstraröryggi, langur keyrslulimi.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.