Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 10

Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 10
10 FISKIFRETTIR 2. maí 2003 ENDURSMIÐI Snæfugl SU - fyrsti brunnbátur íslendinga: Fullkomiö skip fyrir flutning og meöhöndlun á lifandi fiski Fyrsti brunnbáturinn sem Islendingar eignast, Snæfugl SU, kom til hafnar í Neskaupstað laugardaginn 19. apríl sl. eftir miklar breyting- ar í Nauta skipasmíðastöðinni í Gdynja í Póllandi en verktaki í skipa- smíðastöðinni er Nordship. Snæfugl SU hét áður Guðmundur Ólafur ÓF. Hann kom nýsmíðaður til Islands frá Noregi árið 1966 og hét þá Börkur NK og var í eigu Síldarvinnslunnar hf. Kostnaður við breyt- ingarnar og kaup á skipinu námu um 230 milljónum króna. „Ferðin heim gekk mjög vel. Skipið lét vel að stjóm. Það er greinilega fínt sjóskip og ég vænti góðs af því í framtíðinni," sagði Arni Ingólfsson, skipstjóri á Snæ- fugli SU, í samtali við Fiskifréttir en hann sigldi skipinu heim. Snæ- fugl SU er nú í höfn í Neskaupstað og fer hann væntanlega í sína fyrstu ferð innan skamms. Brunnbátur er sérútbúið skip til flutnings á Iifandi fiski. Fiskurinn er fluttur í sjófyllt- um tönkum eða brunnum og kemur nafnið þaðan. Stofnað hefur verið sérstakt félag um rekstur skipsins, Seley ehf. Eigendur þess eru Síld- arvinnslan hf. (40%), Samherji hf. (30%) og Garðar Guðmundsson hf. (30%). Síldarvinnslan hf. leigir skipið og áframleigir það í ýmis verkefni. Tveir 300 rúmmetra þrýstitankar Guðmundur Ólafur ÓF var hefð- bundið loðnuskip og meginbreyt- ingin sem gerð var á skipinu í Pól- landi er sú að sett voru tvö ný lest- arhólf eða þrýstitankar hlið við hlið í skipið og eru þeir hvor um sig 300 rúmmetrar að stærð. Ami sagði að allt framskipið hefði einnig verið tekið í gegn, einangrað og málað. Þar var meðal annars sett niður ný og öflug 610 kílówatta Ijósavél frá Mitsubishi til að knýja tækjabúnað. I framskipinu eru einnig þrýsti- loftsdælur fyrir lestar og vakúmt- anka en tveir 3.200 lítra vakúmt- ankar eru á dekkinu. Aftan við lest- arnar, milli þeirra og vélarrúms, var komið fyrir tveim skrúfudælum Snæfugl SU á siglingu frá skipasmíðastöðinni í Póllandi. (Myndir: Freysteinn Bjarnason). fyrir tíðnibreytingar fyrir hraða- stýringar mótora, RAF&TÆKNI ehf. með aðalrofa og annan raf- magnsbúnað, Landvélar hf. og Fer- rozink ehf. með efni í vökva- og hringrásarbúnað. Loks var skipið málað með Hempels málningu frá Slippfélaginu hf. Dæling byggist á þrýstingsmun Lestamar eru sótthreinsaðar með ósoni en búnaður til þess kemur frá Ozotech Marine. Arni sagði að laxi og seiðum væri dælt til og frá borði og byggist flæði þeirra á þrýstings- mun í lestum. Lestamar eru fullar af sjó þegar dæling inn í þær hefst. Tankamir em síðan tæmdir. Við það myndast undirþrýstingur og fiskur og sjór sogast þá inn í loft- tæmt rúmið. Þegar lestarnar eru losaðar er lofti og sjó hins vegar dælt inn í þær. Við það myndast yf- irþrýstingur og fiskurinn þrýstist út. Til að sjórinn verði sem ferskastur þegar skipið er á siglingu með fisk- inn er nýr sjór látinn streyma stöðugt í gegnum lestarnar. Þrír sjó- ventlar eru framan við hvora lest sem taka inn sjó og þrfr ventlar að aftan sem hleypa sjónum út. Sjór- inn í lestunum er þannig endurnýj- aður 6 sinnum á klukkustund. Ef siglt er í gegnum svæði þar sem sjór þykir ekki nógu góður er ventl- unum lokað og hringrásardælur sem dæla 2.000 rúmmetrum á klukkustund og hringrásardælur sem geta dælt 1.600 rúmmetrum á klukkustund. Teljarar frá Vaka Nýr kraftmikill 23 tonna MKG krani frá Framtaki ehf. var settur í skipið en 32 tonna krani, sem var fyrir í skipinu, var færður til þannig að í því eru nú tveir kranar. A dekk- inu eru tveir fiskteljarar. Annar þeirra telur sláturfiskinn og vigtar hann áður en hann fer í lestarnar. Hinn teljarinn, sem er frá Vaka- DNG, telur seiðin þegar þeim er dælt frá borði. Seiðateljarinn getur talið allt að 200.000 seiði á klukku- stund og beitir sérstakri mynd- greiningartækni sem Vaki hefur þróað. Það er sama tæknin og not- uð er í teljurum sem telja gesti í verslunum og stórmörkuðum eins og Smáralind. Þá er á dekkinu flokkari við dælurnar sem flokkar fiskinn í 3 stærðarflokka. Við flokkunarbúnaðinn eru jafnframt tveir teljarar frá Vaka-DNG. Fjöldi íslenskra fyrir- tækja kom við sögu Teiknistofa KGÞ á Akureyri ann- aðist hönnun breytinganna en aðal- verktakinn og umsjónarmaður með verkefninu er CFLOW Fish Hand- ling AS í Noregi. Þeir útveguðu efni og búnað og höfðu umsjón með útfærslum á honum en Snæ- fugl SU er nú nútímalegt og mjög fullkomið skip fyrir flutning og meðhöndlun á lifandi fiski. Um- boðsmaður Nordship í Póllandi eru B.P. Skip hf. Önnur íslensk fyrir- tæki eru komu hér við sögu eru Rekstrarvörur ehf. en frá þeim kom allur háþrýsti- og hreinsunarbúnað- ur, Iskraft ehf. með hönnun og teikningar á rafbúnaði og búnað Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýjan og glæsilegan brunnbát. Umboðsaðili á Islandi 568 9030 CFLOW FISH HANDLING AS - Org. nr: N0 984 537 786 MVA Address: Holsneset 23, N-6030 Langevág, Norway Telephone: (+47) 70 19 59 00 - Telefax: (+47) 70 19 59 01 E-mail: office@cflow.no - Web: www.cflow.no Bank account: 5353.05.50040 - SWIFT: DNBAN0BBAES Sala og þjónusta á Reykköfunartækjum Slökkvitækjum • Brunaviðvörunar- og slökkvikerfum • Köfunarbúnaður þjónusta Slökkvitækja- Prófun ehf Sími 564 1433

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.