Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 11

Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 11
FISKIFRETTIR 2. maí 2003 11 TexthKS ■ FRETTIR Dælubúnaður fyrir lestar. settar í gang um leið og súrefni er bætt í sjóinn. Tæki til súrefnisfram- leiðslu eru um borð. Getur flutt um 95 tonn í ferð Snæfugl SU verður leigður út til fiskflutninga. Skipið getur flutt um 95 tonn af sláturfiski í hverri ferð. I seiðaflutningum tekur skipið um 45 tonn af 500 gramma fiski en að- eins 25 tonn af 100 gramma seið- um. Arni sagði að aðalverkefni Snæfugls SU verði annars vegar að flytja laxaseiði frá seiðaeldis- stöð Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. frá Kópaskeri að sjókvíum Sæsilf- urs í Mjóafirði og hins vegar eldis- lax frá Mjóafirði til Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað þar sem lax- inum er slátrað og hann unninn til útflutnings. Þá er einnig hægt að nota skipið við að flokka fisk og dæla á milli sjókvía. Meðal ann- arra verkefna í framtíðinni má nefna að gert ráð fyrir að skipið verði leigt til flutninga á seiðum og sláturfiski fyrir laxeldi Sam- herja á Reyðarfirði. Þá getur skip- ið einnig flutt og flokkað þorsk fyrir þorskeldisfyrirtæki. Séð yfir þilfarið á Snæfugli SU. Fyrir miðju sjást lestaropin á þrýsti- lestunuin og þar fyrir frarnan er teljari og flokkari. Neðst á myndinni er búnaður sem tengist vakúmtönkunum. ESB: Fiskimjölsbanninu brátt aflétt? Nú hafa skapast forsendur fyrir því að Evrópusainbandið aflétti banni við því að notað sé fískimjöl í fóður jórturdýra, en bann þetta var sett á fyrir nokkrum árum eftir að kúarið- an kom upp. Ekki var talið að fiskimjöl ætti sök á veikinni heldur kjöt- og beinamjöl, en þar sem erfitt þótti að hafa eftirlit með því að þessu væri ekki ruglað saman við fóðurgerð varð niðurstaðan sú að banna hvort tveggja. Nú hefur verið fundin upp fljótvirk, ódýr og tiltölulega einföld að- ferð til þess að greina fiskimjöl frá kjöt- og beinamjöli. Aðferðin hefur verið prófuð á rannsókna- stofnum innan ESB sem eru við- urkenndar af sambandinu og þar af leiðandi virðist ekkert því til fyrirstöðu að leyfa sölu á fiski- mjöli í jórturdýrafóður á ný. Frá því að bannið tók gildi hafa nautgripaframleiðendur notað jurtafóður í stað fiskimjöls en það er ekki talið eins heppilegt. Að sögn Jóns Reynis Magnús- sonar framkvæmdastjóra Félags ís- lenskra fiskmjölsframleiðenda hef- ur fiskimjölsbannið ekki haft mikil áhrif á sölu fiskimjöls frá íslandi enda hefur mjölið farið í sívax- andi mæli til fiskeldis samhliða auknu eldi í heiminum. Eigi að síður yrði það jákvætt fyrir þenn- an markað ef banninu yrði aflétt og eftirspurnin þar með aukin. Mjölsölubann ESB hefur ekki haft mikil áhrif á fískimjöl frá íslandi enda hefur mjölið farið í sívaxandi mæli til fískeldis. FRAMTAK VELA- OG SKIPAÞJONUSTA COO bléHUSTA vecur þungt Drangahrauni l-lb Hafnarfjörður Sími: 565 2556 • Fax: 555 6035 Netfang: info@framtak.is • http://www.framtak.is Snæfugl SU-20 i Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýjan og glæsilegan brunnbát Yfir 100 MKG kranar seldir á íslandi Alltaf fjölgar krönunum frá MKG m FRAMTAK • Þilfarskranar • Bryggjukranar • Bílkranar /ilfGl % P'4

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.