Fiskifréttir - 02.05.2003, Side 12
12
FISKIFRETTIR 2. maí 2003
FRETTIR
Mæling á hörpudiskstofninum í Breiöafiröi í apríl:
Stofninn mjög lítill
eins og viö var aö búast
„Leiðangrinum er nýlokið og við eigum eftir að vinna úr þeim
gögnum sem safnað var. Hins vegar get ég sagt að það er Ijóst að
stofninn er mjög lítill eins og við var að búast. Ástandið á hörpudisk-
inum virðist vera mjög svipað því sem það var í mælingunni í októ-
ber sl. sem sýndi mjög slæma útkomu," sagði Hrafnkell Eiríksson,
fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni en rannsóknaleiðangri
sem farinn var á Dröfn RE til að kanna ástand hörpudiskstofnsins í
Breiðafirði Iauk í síðustu viku.
Hrafnkell tók fram að þrátt fyrir
að ástand veiðistofnsins virtist vera
mjög slæmt væri ánægjulegt að ný-
liðunin í hörpudiskinum virtist
vera mjög góð. Það hefði komið
fram í mælingunni í október og
leiðangurinn nú í apríl gefur lfk-
lega sömu niðurstöðu.
Sýni tekin fyrir fisksjúk-
dómarannsóknir
Ástand hörpudiskstofnsins í
Breiðafirði er kannað reglulega í
apríl ár hvert. Að þessu sinni voru
tekin ríflega 100 tog á helstu
veiðisvæðum í firðinum. Upphaf-
lega voru tekin 120 tog í þessum
mælingum en Hrafnkell sagði að
ekki væri þörf á því að kanna
dauð svæði með reglubundnum
hætti en eitt og eitt tog væri tekið
þar til að kanna hvort þar væri
einhver nýliðun á ferðinni. Það
tók um 4 daga að kanna svæðið en
auk þess voru tekin sýni fyrir
fisksjúkdómarannsóknir sem ver-
ið er að vinna að á Keldum. Sem
kunnugt er hefur orðið mikill
náttúrulegur dauði á hörpudiskin-
um, einkum á stórri skel í veiði-
stofninum. Verið er að kanna or-
sök þess en dauði hennar var m.a.
talinn tengjast hærra hitastigi
sjávar. „Við tókum sýni í haust og
Hrafnkell.
þau gáfu til kynna að stóra skelin
hefði drepist úr frumdýrasýkingu.
Þetta voru að vísu fá sýni en við
tókum nægilegan fjölda sýna nú
til að fá tölfræðilega marktæka
niðurstöðu," sagði Hrafnkell.
Nokkrir árgangar yfir
meðallagi í nýliðun
Fram kom hjá Hrafnkeli að nokkr-
ir árgangar af ungskel virtust vera í
meðallagi stórir eða þar yfir. Sú skel
kemur til með að skila sér inn í veið-
ina á næstu árum að því gefnu að hún
fái eðlileg vaxtarskilyrði en um það
er auðvitað ekkert hægt að fullyrða.
Skelin skilar sér yfirleitt í veiðina 5-6
ára að aldri en það er þó misjafnt eft-
ir svæðum. Sum staðar er hún eldri
þegar hún fer að veiðast. „Við sjáum
ekki árangurinn af nýliðuninni fyrr
en eftir nokkur ár. Hugsanlega gæti
fyrsti góði árgangurinn skilað sér inn
í veiðina í fyrsta lagi haustið 2004 ef
allt fer að óskum."
Ákvörðun um áfram-
haldandi veiðar líklega
tekin í haust
Fram kom hjá Hrafnkeli að lítil
sem engin nýliðun væri á þeim
svæðum sem skilgreind hafa verið
sem dauð svæði. Það rétt vottaði fyr-
ir nýliðun á einum og einum stað.
Hins vegar er nýliðunin mest á þeim
svæðum þar sem veiðin hefur verið
mest og jöfnust í gegnum tíðina.
Hrafnkell var spurður hvort beðið
yrði með veiðiráðgjöf Hafró fram á
SNÆFUGL SU-20
J ! : i' Jf
1020 tunu v.
Við óskum útgerð og óhöfn til hamingju
með nýjan og glæsilegan brunnbát
Smiðjuvegi 5 - Kópavogi - S. 5 3 5 1 2 0 0 - H j a 11 e y r a r g a t a 4
ÍSKRAFT
Hörpudiski landað.
haustið í ljósi þessara mælinga og
þess að ástand stofnsins hrakaði
mjög í fyrra frá því rannsóknir voru
gerðar í aprfl og þar til veiðar hófust
um haustið. „Við munum gera grein
fyrir stöðu hörpudisksins og mati
okkar á stærð veiðistofnsins og ný-
liðun í ástandsskýrslu Hafrann-
sóknastofnunar nú í maí. Eg geri ráð
fyrir að annar leiðangur verði farinn
næsta haust til að kanna ástandið þá.
Eg get ekkert sagt til um hvemig
veiðiráðgjöf okkur mun líta út að
öðru leyti en því að öllum er Ijóst að
hún verður ekki upplífgandi. Það er
einnig vel hugsanlegt að endanleg
ákvörðun stjómvalda um veiðamar
verði ekki tekin fyrr en einhvem tím-
ann í byrjun næsta fiskveiðiárs, eftir
haustrannsóknir," sagði Hrafnkell.
Sníkjudýr greint
í hörpudiski
úr Breiöafiröi
— of snemmt að fullyröa um hvort
þaö tengist orsökum affalla í hörpu-
diskstofninum, segir Siguröur Helga-
son fisksjúkdómafræöingur
Rannsóknir fara nú fram hjá Rannsóknadeild fisksjúkdóma að
Keldum á því hvort frumdýrasýking hafi valdið dauða hörpudisks
í miklum mæli í Breiðafirði.
Mikil afföll hafa orðið í hörpu-
diskstofninum á Breiðafirði undan-
farin misseri. Getum hefur verið að
því leitt að þau tengdust hækkandi
sjávarhita. Ástæða þótti þó til að at-
huga hvort aðrar orsakir kynnu að
valda þessum afföllum. Sérfræð-
ingar Hafrannsóknarstofnunarinnar
sendu því sýni á Rannsóknadeild
fisksjúkdóma að Keldum til sjúk-
dómarannsókna í lok síðasta árs.
Frumniðurstöður rannsókna á
Keldum staðfesta umtalsverða
frumdýrasýkingu samfara vissum
vefjabreytingum í skelfiskinum.
„Á þessu stigi er óvarlegt að
fullyrða um tengsl þessa smits við
hin miklu afföll," sagði Sigurður
Helgason fisksjúkdómafræðingur
í samtali við Fiskifréttir. Hann tók
fram að full ástæða væri til að
kanna þetta nánar og um þessar
mundir er að fara af stað umfangs-
mikil sjúkdómarannsókn í sam-
vinnu við sérfræðinga Hafrann-
sóknarstofnunarinnar. Markmiðið
er meðal annars að sýna fram á
hvort tengsl séu á milli þessarar
frumdýrasýkingar og affalla á
veiðistofni hörpudisks á Breiða-
firði. Meðal annars verður horft til
fleiri veiðisvæða. Einnig verða
mismunandi skelfisksárgangar
bomir saman, en afföll hafa ekki
náð til yngstu árganganna.
Sigurður tók skýrt fram að þessi
frumdýrasýking heíði engin áhrif á
heilsu manna sem neyttu hörpudisks.